Morgunblaðið - 01.06.1991, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991
11
LEIKLESTUR
_________Leiklist______________
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir
Kirkjulistahátíð ’91: Leiklestur
úr Fjallkirkjunni eftir Gunnar
Gunnarsson og Kristnihaldi
undir jökli eftir Halldór Lax-
ness.
Á nýafstaðinni kirkjulistahátíð
var m.a. lesið úr skáldverkum
Gunnars Gunnarssonar og Hall-
dórs Laxness. Leikaramir Rúrik
Haraldsson og Þorsteinn Gunn-
arsson lásu úr Kristnihaldi undir
jökli en Hallgrímur Helgi Helga-
son tók efnið saman. Myndir úr
Fjallkirkjunni hét leiklestur þeirra
Helga Skúlasonar og Helgu Bac-
hmann og það voru Lárus Pálsson
og Bjarni Benediktsson frá Hof-
teigi sem tóku saman.
Leiftrandi samtöl einkenna
bæði þessi verk og því henta þau
einkar vel til leiklesturs og tæpast
þarf að taka það fram að þau eru
bæði firnavel skrifuð. Persónur
eru dregnar skýrum dráttum og
margar þeirra eru ærið sérstæð-
ar, s.s. séra Jón PrímUs í Kristni-
haldinu og afi á Knerri í Fjallkirkj-
unni. Guðdómurinn kemur mikið
við sögu í Kristnihaldinu og Fjail-
kirkjunni og verkin því viðeigandi
á kirkjulistahátíð. Þessi verk eru
þó ekki trúarleg í hefðbundnum
skilningi þess orðs: söguhetjur
beggja verkanna standa and-
spænis torræðum heimi sem þær
skilja ekki og komast að því að
engin einhlít svör eru til.
Leiklestramir voru í alla staði
vel unnir og lesarar drógu upp
mótaðar persónur í flutningi sín-
um. Þeir Rúrik og Þorsteinn voru
hógværir í allri túlkun sinni en
krydduðu lesturinn með skemmti-
legu látbragði og Rúrik var t.d.
prýðilegur í hlutverki Hnallþóm
sem fannst sú ósk Umba um að
fá að smakka á fiski vera grófleg
móðgun við prestssetrið. Stutt
tilsvör einkenna samtölin í
Kristnihaldinu og þau eru lipur í
upplestri og lífleg enda eru samt-
öl undir jökli ekki venjuleg og
Umbi rekur sig fljótlega á að það
þýðir lítið að spyija beinna spum-
inga, þeim er sjaldnast svarað.
Samtölin í Fjallkirkjunni eru mörg
hver afar lífleg og kímin í meira
lagi, einkum ef afi á Knerri er
nálægur. Oft er þó um að ræða
n.k. einræður persónanna en Uggi
skýtur inn orði og orði, það mynd-
ast því síður þessi dramatík í sam-
tölunum sem er svo mikil í Kristni-
haldinu. Ég var heldur ekki alveg
sátt við uppbygginguna. Mér
fannst sum samtölin vera teygð
fullmikið, t.d. viðræður þeirra
Ugga og Bjarna í smiðjunni. Það
hefði að ósekju mátt stytta þær
og bæta frekar inn fleiri samtölum
afans á Knerri og Ugga, sem og
samtölum Ugga við móður sína.
Helgi var afar lifandi sem afínn
og hvert orð var fullt af orku
gamla mannsins. Flutningur
þeirra Helgu var yfirleitt með
miklum ágætum og vandaður í
alla staði.
Áheyrendur voru afar fáir á
báðum leiklestrunum og ástæðan
er án efa sú að veðurblíðan hefur
leikið við höfuðborgarbúa og þá
fýsir fólk lítið inn í hús; kannski
hefði kirkjulistahátíð mátt vera
aðeins fyrr á ferðinni.
Myndin er tekin á æfingu Kammersveitarinnar.
Kirkjulistahátíð ’91:
Trúartónar frá Sviss
KAMMERSVEIT Reykjavíkur og Mótettukór Hallgrímskirkju halda
Frank Martin tónleika í Seltjarnarneskirkju laugardaginn 1. júní kl.
17. Þetta eru lokatónleikar Kirkjulistahátíðar ’91. Frank Martin má
hiklaust telja eitt fremsta tónskáld Svisslendinga á þessari öld.
Einleikarar á tónleikunum á laug-
ardaginn eru Unnur María Ingólfs-
dóttir, fiðla, og Uwe Eschner, gítar.
Stjórnandi Kammersveitarinnar er
Guðmundur Óli Gunnarsson og kon-
sertmeistari Rut Ingólfsdóttir.
Stjómandi Mótettukórsins er Hörður
Áskelsson.
Á Frank Martin tónleikunum
verða flutt verkin Polyptique, Messa
fyrir tvo kóra án undirleiks og Fjórir
stuttir þættir. Hið síðarnefnda er
gítarverk skrifað 1933 þegar gítar-
inn er að hasla sér vöil meðal hinna
klassísku hljóðfæra. Messan þykir
mörgum í flokki þess besta sem skrif-
að hefur verið af kirkjutóniist á þess-
ari öld. Polyptique er eitt síðasta
verk Martins og er kveikjan af því
Passíumyndir eftir ítalska málarann
Duccio frá því um 1300.
Guðmundur Óli Guðmundsson hef-
ur í vetur verið við nám í Helsing-
fors hjá Jorma Panula en meðal fyrr-
verandi nemenda hans eru flestir
þeir ungu finnsku hljómsveitarstjórar
sem farið hafa sigurför um heiminn
á síðustu árum.
Unnur María Ingólfsdóttir fiðlu-
leikari hefur verið konsertmeistari
Kammerhljómsveitarinnar í Bem í
Sviss 1987-1990 og víða komið fram
á tónleikum í Evrópu.
Uwe Wschener er þýskur gítar-
leikari sem árið 1989 fluttist til ís-
lands og hefur stundað kennslu jáfn-
hliða tónleikahaldi.
(Fréttatilkynning)
Kópavognr:
Sj ómannadagurinn
HÁTÍÐAHÖLD í tilefni Sjómannadagsins verða í Kópavogshöfn á veg-
um Siglingafélagsins Ýmis, Hjálparsveitar skáta í Kópavogi og Björgun-
arsveitarinnar Stefnis og hefjast þau kl. 14.00 á sunnudag.
Ýmir stendur fyrir keppni í opnum
flokki seglbáta og hefst fyrsta keppni
kl. 11.00 árdegis en þær standa fram
eftir degi.
Almenningi verður boðið upp á
siglingu um voginn á kjölbátum og
hægt verður að fá lánaða árabáta.
Nokkrir félagar úr Vélbátafélaginu
Kvikunni verða á staðnum og bjóða
bæjarbúum í siglingu á bátum sínum.
Hjálparsveit skáta verður með opið
hús og sýnir aðstöðu og tækjakost
sinn og mun ásamt Stefni standa
fyrir ýmsum uppákomum.
sjoMimmtmmí mt
Dagskré 54. siómannailagsins í Reykjavík 2. m 1991
Klukkan:
08.00 Fánar dregnir að húni á skipum í Reykjavíkurhöfn.
11.00 Minningarguðsþjónusta í Dómkirkjunni í Reykjavík. Dóm-
kirkjuprestur sr. Hjalti Guðmundsson minnist drukkn-
aðra sjómanna og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur
undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar, dómorganista.
Útihátíðarhöld við Reykjavíkurhöfn
13.00 Hefjast skemmtisiglingar með skipum Hafrannsóknar-
stofnunar, Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni,
um sundin við Reykjavík. Þar gefst fólki kostur á að
fylgjast með störfum vísindamanna.
13.30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur létt sjómannalög, stjórn-
andi Eiríkur Stephensen.
14.00 Samkoman sett. Þulur og kynnir dagsins er Harald
Holsvik, framkvæmdastjóri Öldunnar.
Ávörp:
A. Fulltrúi ríkisstjórnarinnan Þorsteinn Þálsson,
sjávarútvegsráðherra.
B. Fulltrúi útgerðarmanna, Eiríkur Ólafsson,
framkvæmdastjóri frá Fáskrúðsfirði.
C. Fulltrúi sjómanna, Hilmar Snorrason, skipstjóri.
D. Guðmundur Hallvarðsson, starfandi formaður
sjómannadagsráðs, heiðrar aldraða sjómenn
með heiðursmerki dagsins.
15.00 Kappróður á Reykjavíkurhöfn. Keppt verður í karla- og
kvennasveitum.
15.00 Félagar úr björgunarsveit S.V.F.Í. Ingólfi í Reykjavík
verða með ýmsar uppákomur í Reykjavíkurhöfn í sam-
vinnu við áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, m.a. björg-
unarútbúnað, kappsund í flotgöllum og margt fleira.
Félagar úr sportbátaklúbbnum Snarfara verða með báta
sína í Reykjavíkurhöfn.
Stefnt er að því að útihátíðarhöldum dagsins verði lokið
kl. 17.00.
Sjómannablaðið og merki dagsins verða til sölu á staðnum.
HRAFNISTA, REYKJAVÍK
Klukkan:
13.30 Opnuð handavinnusýning og sala í föndursal á 4. hæð
C-álmu.
Kaffisala í borð- og skemmtisal frá kl. 14.30-17.00.
Allir velkomnir. Ágóði rennur til velferðarmála heimilis-
manna á Hrafnistu í Reykjavík.
HRAFNSSTA, HAFNARFSRÐ!
Klukkan
10.30 Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur sjómannalög við Hrafn-
istu, Hafnarfirði.
14.00-17.00 Opnuð handavinnusýning og sala í föndursal.
Kaffisala í föndur- og skemmtisal frá kl. 14.30-17.00.
Allir velkomnir. Ágóði rennur til velferðarmála heimilis-
manna Hrafnistu, Hafnarfirði.
Sjómannadagshóf verður að kvöldi sjómannadagsins á
Hótel íslandi. Miðasala á Hótel íslandi. Allirvelkomnir.
Siómannailagurinn í Reykjavíli