Morgunblaðið - 01.06.1991, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991
RÝMISVERK
LIST OG HÖIUIMUN
Bragi Ásgeirsson
Listakonan Kolbrún Björgólfsdótt-
/rhefur lengi staðið í femstu röð ís-
lenzkra leirlistarmanna og er ekkert
að rugla á sér heimildir.
Hún nefnir sig með vissu stolti
listiðnaðarmann og gerir enga kröfu
til neins annars, ólíkt svo mörgum
sem vilja helst ijúfa skil listiðnaðar
og myndlistar.
Það er nefnilega þetta sem svo
mörgum yfirsést, hve ferskleikinn er
mikilvægur í öllum listiðnaði og sjón-
listum almennt. Ekki er nóg að vera
með tíðarandanum ef þetta atriði
vantar í vinnuferlið. k
Það er þessvegna sem ýmsir frum-
kvöðlar í Iistiðnaði og myndlist eru
stöðugt að vinna á svipuðum nótum,
en eru þó alltaf jafn ferskir. Fersk-
leikinn kemur alls ekki með því að
vera alltaf að skipta um stílbrögð
og tjáningarmáta heldur vinnubrögð-
unum sjálfum og þar liggur hundur-
inn grafinn.
Og til þess að höndla þennan dýr-
mæta og fágæta ferskleika í hnitmið-
uðum vinnubrögðum er mikilvægt
að grunnmenntunin sé í lagi og hvers
konar alhliða þjálfun, en einmitt
þessum atriðum hefur hrakað víðast
hvar í listaskólum og að jafnaði með
dapurlegum afleiðingum. í stað þess
hefur listheimspeki í ýmsum útgáfum
haldið innreið sína í listaskóla, sem
í sumum tilfellum réttlætir hvers
konar fúsk og fráhvarf frá öguðum
vinnubrögðum.
Sýning listiðnaðarkonunnar Kol-
brúnar Björgólfsdóttur í listhúsinu
Nýhöfn, sem var opnuð sl. laugardag
og standa mun til 5. júní, kallar
ósjálfrátt fram slíkar hugleiðingar.
Einfaldlega vegna þess, að hún er
ein athyglisverðasta sýningin sem
sett hefur verið upp á þessum stað
frá því að listhúsið hóf starfsemi sína.
Hún er athyglisverð fyrir það hve
vinnubrögðin eru vönduð og mikið
lögð í hvern grip, þannig að hver um
sig er sem gæddur innri lífsmögnum,
— hefur sál eins og maður gæti allt
eins sagt.
Og þrátt fyrir alla þá vinnu sem
lagður er í hvern grip, heldur hann
fullkomlega ferskleika sínum og slík
vinnubrögð eru einungis á færi lista-
manna af mjög hárri gráðu.
Þótt verkin séu formrænt mjög svo
ólík verkum annarrar snjallrar lista-
konu á sama sviði, hinnar tyrknesk
fæddu Alev Siesbye, er vinnur í
Kaupmannahöfn, þá fínn ég til skyld-
leika milli þeirra í traustu og hárná-
kvæmu verklagi.
Á sýningu þeirra er ekki til veikur
punktur, einungis blæbrigðamunur
milli einstakra verka. Þannig á ég
erfitt með að gera upp á milli ver-
kanna á sýningu Kolbrúnar í Ný-
höfn, en skírnarfonturinn (5) er ákaf-
lega fallegur og vel formaður og
kúlan á gólfinu (18) vekur æ meiri
eftirtekt því oftar sem maður kemur
á staðinn.
Kolbrún Björgólfsdóttir hefur náð
svo fágætum árangri í listiðnaði, að
verk hennar myndu sóma sér á
myndlistarsafni og þessi verk og
önnur svipuð, sem hún á væntanlega
eftir að gera, þyrftu nauðsynlega að
koma fyrir sjónir erlendra fagmanna.
Það er hárrétt sem hún segir í
viðtali að hér vanti listiðnaðarsafn
og ber að ráða bót á því sem fyrst,
en þangað til þurfa hin almennu
myndlistarsöfn að halda vöku sinni
er sh'kar sýningar koma fram.
Hugmynda-
fræði
Myndlist
Bragi Asgeirsson
Nýlistasafnið býður þessa dagana
upp á kynningu á tveim svissneskum
listamönnum, Ian Anull og Christoph
Rutiman.
Sýningin kemur hingað frá Ósló
þar sem hún var sett upp í húsakynn-
um „Unge Kunstneres Samfund",
sem einnig mun nefnast Samtímalist-
asafnið og mun vera af líkum toga
og Nýlistasafnið.
Það er allt gott um ungt fólk að
segja, en einum of langt gengið að
álíta að samtímalist og nýlistir ein-
angrist við ákveðinn aldurshóp eða
vissar hræringar innan myndlistar-
innar.
Það sem skar mest í augu við
skoðun sýningarinnar var, hve hug-
myndafræðileg hún er út og í gegn,
og jafnframt hve hún sver sig í ætt
við hugmyndafræðilegar tilraunir
áttunda áratugarins, þó listheim-
spekin kunni að vera frábrugðin að
einhvetju leyti.
Fulltrúar hugmyndafræðilegu list-
arinnar eru með sanni ekki af baki
dottnir eins og þessi sýning ber með
sér, og vissulega hefur sú tegund
myndlistar fullan rétt á sér ekki síð-
ur en margar aðrar. En það er eftir-
tektarvert að þessi endurnýjaði áhugi
skuli koma frá Norðurlöndum, sem
virðast sjá hér nýja möguleika, sem
svo væntanlega getur bjargað þeim
frá ofurvaldi málverksins!
Listamennirnir eru að vísu ekki
norrænir en framkvæmdin er norsk,
og kannski hefur þróunin verið önnur
og hægari hjá þeim en hér, svo að
ýmislegt sem telst nýtt þar er vel-
þekkt hér.
Færri tala um það, að hugmynda-
fræðilega listin hélt málverkinu úti
í kuldanum í nær áratug og er af
ýmsum álitin einsýnasti og leiðinleg-
asti áratugur aldarinnar í myndlist-
7 7
arpólitíkinni.
Tvennt er það sem kemur mér
mjög á óvart varðandi þessa sýningu
og það er, að hún á að vera sett upp
til að minnast 700 ára afmælis sviss-
neska sambandsríkisins á þessu ári
og það tók svo sendifulltrúa frá
Noregi vikutíma að uppgötva þessa
listamenn, sem þeim finnst dæmi-
gerðir fyrir svissneska Iisthugsun.
Þó ég telji mig engan sérstakan
sérfræðing í svissneskri listhugsun
þrátt fyrir að ég þekki ýmislegt til
svissneskra myndlistarmanna, en
það kæmi mér mjög á óvart ef svissn-
eskir listamenn almennt væru sam-
mála mati þeirra sem önnuðust valið.
Þvert á móti er líklegra að í þeim
fínni viðkomandi samhljóm með eigin
skoðunum í listhugsun. í öllu falli
hefði ég viljað sjá svipmeira framlag
frá Svisslendingum varðandi þetta
afmæli.
Hins vegar má slá því föstu, að
félagarnir Anull og Rutiman séu
mjög frambærilegir á sínu sviði og
ágætir fulltrúar þjóðar sinnar hvað
hugmyndafræðilega list snertir.
Þannig séð munu vísast margir
áhangendur þessara viðhorfa hér
fagna sýningunni þó menn hafí séð
margt svipað í sölum Súm-listahóps-
ins forðum og Nýlistasafnsins á síð-
ari árum.
STÓRKOSTLEG
RYMINGARSALA
I TEPPALANDI- DÚKALANDI
Vegna breytinga á verslunum okkar að utan sem innan höldum
við frábæra rýmingarsölu á hvers konar gólfefnum.
Mikill rýmingarafsláttur. 25 - 40% afsláttur.
Raðgreiðslur Euro og VISA
Missið ekki af einstöku tækifæri.
Athugið að í sumar, frá og með 8. júní til 31. ágúst,
verða verslanir okkar lokaðar á Iaugardögum.
verða verslanir okkar lokaðar a Iaugardögum.
^ ŒFNUM FYRIR ^
\)N
RÝMINGARSÖLUNNI LÝKUR
FÖSTUDAGINN 7. JÚNÍ
Teppaland • Dúkaland
Grensásvegi 13, sími 8 35 77