Morgunblaðið - 01.06.1991, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.06.1991, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991 Textavarp Ríkisútvarpsins ný þjónusta sem hefst í haust eftirMarkús Örn Antonsson , Ríkisútvarpið ætlar að hefja nýja þjónustu við landsmenn á haustdög- um. Hinn 30. september nk. verða 25 ár liðin frá fyrstu útsendingu íslenzka sjónvarpsins. Þann dag verður hafin tilraun með útsending- ar textavarps á sjónvarpskerfi Rík- isútvarpsins um land allt og er ætlunin að gera það að föstum lið í frétta- og upplýsingaþjónustu stofnunarinnar. Textavarpið verður sent út sam- hliða venjulegri sjónvarpsdagskrá eða stillimynd. Allar nýrri gerðir sjónvarpstækja geta tekið á móti textavarpinu. Með því að styðja á hnapp á Ijarstýringunni eiga not- endur þess kost að velja á milli dagskrármyndar og textavarps eða blanda þeim saman ef t.d. er um að ræða skýringartexta við inn- lenda þætti í þágu heyrnardaufra sérstaklega. í því tilviki birtist text- inn einungis þeim sem þurfa á hon- um að halda og hafa yfir að ráða nauðsynlegum móttijkubúnaði fyrir textavarpið. Aðaláherzla lögð á fréttir Fyrst um sinn mun Ríkisútvarpið leggja áherzlu á fréttaþjónustu í textavarpi sinu. Nýjustu fréttir á ritmáli, innlendar og erlendar, eiga að birtast á skjánum hvenær sem stillt er á textavarpið. Auk þess er ætlunin að hafa veðurlýsingu og veðurspá í textavarpi, einnig upp- lýsingar um samgöngur innanlands, færð á vegum landsins, þegar það á við, gengi gjaldmiðla, tíðindi af fiskmörkuðum og þannig mætti lengi telja. Textavarpið getur orðið dagbók allra landsmanna með afar flölbreytilegum kostum til upplýs- ingamiðlunar. Þarna "fer á ferðinni einskonar dagblað í smækkaðri mynd, sem hægt er að endurskoða allan sólarhringinn til að koma að nýjum boðum og breytilegum. I textavarpinu rúmast mikið magn upplýsinga af því að textinn er settur upp á „blaðsíður“. Með öðrum orðum: Hver síða samsvarar skjáfylli af texta. í efnisyfirliti er gerð grein fyrir blaðsíðutalinu. Not- endur velja síðan viðkomandi númer með því að ýta á tölustafina á flar- stýringunni hjá sér en um leið flett- ir sjónvarpstækið upp á þeirri til- teknu síðu og kallar textann fram á skjánum þannig að þeir sem ekki hafa nógu góða sjón til að lesa al- mennu stafagerðina geti stækkað letrið með þvl að styðja á takka á fjarstýringunni. Samvinna textavarps á Norðurlöndum Sjónvarpsstöðvarnar á Norður- löndunum reka sameiginlega frétta- þjónustu í textavarpi. Ríkisútvarpið verður aðili að því samstarfi. ís- lenzkar fréttasíður verða birtar í textavarpi á öllum hinum Norður- löndunum og eins mun íslenzkum textavarpsnotendum gefast kostur á að fletta upp á norrænum fréttum í textavarpinu íslenzka. Norrænu fréttirnar eiga að berast hingað milliliðalaust frá fréttastofunum erlendis og verða birtar á viðkom- andi tungumálum. Norðurlandabú- ar hér á landi munu því geta fylgzt með nýjustu fréttum úr sínum heim- kynnum. Vafalaust verður texta- varpið nýtt í framtíðinni til að koma að fréttum og öðrum hagnýtum upplýsingum á fleiri erlendum tung- umálum í þágu ferðamanna hér á ■ NÁ TTÚR UVERNDARFÉ- LAG Suðvesturlands verður með kynningu á íslenskum nautgripum í dag laugardaginn 1. júní. Farið verð- ur í heimsókn á Geirakot, sem er kúabú í Sandvíkurhreppi. Lagt verð- ur af stað frá inngangi Húsdýra- garðsins á laugardag kl. 13.30 og komið aftur í bæinn um kl. 18.00. Ferðin er liður í kynningu á íslensk- um húsdýrum sem Náttúruverndar- félag Suðvesturlands gengst fyrir í sumar í samvinnu við Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins og nefnist Húsdýrin okkar. Á hálfsmánaðar fresti verður sérstök kynning á einu íslensku húsdýranna. Markús Örn Antonsson „Textavarpið getur orðið dagbók allra landsmanna með afar fjölbreytilegum kostum til upplýsingamiðlunar. Þarna er á ferðinni einskonar dagblað í smækkaðri mynd, sem hægt er að endurskoða allan sólarhringinn til að koma að nýjum boð- um og breytilegum.“ landi og annarra áhugasamra not- enda. Með hinni sameiginlegu, norr- ænu fréttamiðlun fá Islendingar á Norðurlöndunum líka allt annan og skjótari aðgang að fréttum að heim- an en verið hefur til þessa. Textar með íslenzku sjónvarpsefni Eins og gefur að skilja getur textavarpið komið heyrnardaufu eða heyrnarlausu fólki almennt að miklum notum. Áform um texta- varpið, sem hafa verið á döfinni undanfarin tvö ár, taka ekki sízt mið af óskum og þörfum þessa til- tekna hóps samfélagsþegnanna fyr- ir góða og örugga upplýsingamiðl- un. Með tækni textavarpsins verður hin almenna dagskrá Sjónvarpsins gerð aðgengilegri fyrir þá en verið hefur til þessa því að íslenzkir skýr- ingartextar geta orðið hluti af textavarpinu. Slíkir textar verða ekki sýnilegir öðrum en þeim sem þá velja úr textavarpinu og blanda þeim saman við dagskrárefnið, sem Sjónvarpið sendir út þá stundina. Sjónvarpið sendir nú íslenzkan skýringartexta með endursýndu, innlendu efni. Með tilkomu texta- varpsins opnast eins og áður segir VINALINAN Ert þú á aldrínum 18-30 ára? Hefur þú áhuga á að leggja jafnöldrum þínum lið? Við hjá Ungmennahreyfingu Rauða kross íslands ætlum að byrja í haust með símaþjónustu fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára undir heitinu Vinalínan. Vinalínan er hugsuð sem trúnaðarsími þar sem fólk getur talað við jafnaldra sína um allt sem því liggur á hjarta. Helgina 8.-9. júní verður haldið kynningarnámskeið. Þar verður Vinalínan kynnt og hæfir sjálfboðaliðar valdir. Skráning er í síma 26722. UNGMENNAHREYFING RAUÐA KROSS ÍSLANDS Inribgsntit! nirg; v,° 3 PRocenr-iob LEíJOH^HISSNííJD Mi^Ð 108 IHCfiiríVil oVEKKLíiÍAti TIU. Hti.IIO * svöts* r i-Asrvú sjaúct - sakwis í i t * uibú>nmn ntf-chef irvspfk tiuqafm. .. it2 * SHS PLAíieRiW HIL •^LFrrVK....llj * KnS^HAUfcK FftSt VII) C£MERN...114 Sýnishorn af nokkrum síðum í textavarpi sænska sjónvarpsins. margvíslegir möguleikar til sérþjón- ustu við heyrnarskerta. Það er hins , vegar undir stjómvöldum komið og þeim fjárhagslegu skilyrðum sem þau skapa Ríkisútvarpinu í hve miklum mæli verður mögulegt að veita þessa nýju þjónustu að því er varðar textunina á íslenzku sjón- varpsefni. Textavarþ Ríkisútvarpsins er tímabær nýjung og sjálfsögð viðbót- arnýting á dreifikerfi Sjónvarpsins og efnisaðföngum hjá fréttastofun- um. íslendingar eru sólgnir í frétt- ir. Aðstæður í landinu kalla á ítar- legri umfjöllun um veður og færð á vegum og í lofti en almennt tíðk- ast hjá öðrum þjóðum. Textavarpið getur uppfyllt þarfir landsmanna fyrir hvort tveggja og að auki annazt víðtæka almenna upplýsing- amiðlun af margvíslegum öðrum toga þegar fram líða stundir. Höfundur er útvarpsstjóri. Kópal-Steintex Úrvals málning á venjuleg hús Þegar þú málar húsið þitt þarftu að gera þér VARA-böðun fyrir málun, án þess að grein fyrir þeim kostum sem bjóðast. Sé hindra „öndun“ steinsins. Kópal-Steintex húsið þitt steinhús, í eðlilegu og ekki er að vænta nokk- urra breytinga á því, þá not- ar þú Kópal-Stcintex frá Málningu hf., hefðbund- na, vatnsþynnanlega, plast- málningu í hágæðaflokki. Kópal-Steintex er auðvelt í notkun, gefur steininum góða vatnsvörn, sem auka má enn með VATNS- gefur slétta og fallega áferð, hylur vel og fæst í mörgum falleg- um litum, og einn þeirra er örugglega þinn. Til að ná bestu viðloðun við stein skaltu grunna hann fyrst með Steinakrýli og mála síðan yfir með Kópal-Stein- texi, einkum ef um duft- smitandi fleti er að ræða. Næst þegar þú sérð fallega málað hús — kynntu þér þá hvaðan málningin er Bmálning'f - það segir sig sjdlft -

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.