Morgunblaðið - 01.06.1991, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991
Flugslysið í Tælandi:
Grunurinn beinist
að bilun í hreyfli
Bangkok. Reuter, Daily Telegraph.
FLUGSTJÓRI austurrísku þotunnar, sem fórst í Tælandi með 223
manns innanborðs, skrifaði hjá sér „eldur“ rétt áður en flugvélin sundr-
aðist í sprengingu. Er þetta haft eftir embættismanni tælenska loft-
ferðaeftirlitsins, sem segir einnig, að flugstjórinn hafi verið að und-
irbúa nauðlendingu þegar vélin hrapaði.
Kom þetta fram á blaðamanna-
fundi í Bangkok í gær og nokkru
áður var það haft eftir Peter Blum-
auer, formanni austurrísku rann-
sóknarnefndarinnar, að líklegra
væri, að eldur hefði komið upp í flug-
vélinni en að sprengja hefði grandað
henni. Sagði hann, að komið hefði í
ljós, að vinstri hreyfillinn og mestur
Silverado-
sparisjóðurinn:
Neil Bush
greiði tug-
milljónir í
skaðabætur
Flórída. Frá Atla Steinarssyni, frétt-
aritara Morgunblaðsins.
LÖGFRÆÐINGAR hafa náð
bráðabirgðasamkomulagi um
lausn á 200 milljóna dollara
skaðabótamáli sem stjórnvöld
höfðuðu gegn Neil Bush, syni
Bandaríkjaforseta, og 12 öðr-
um fyrrverandi stjórnendum
Silverado-sparisjóðsins í Col-
orado.
Bankaeftirlitið og ábyrgðar-
stofnun banka og sparisjóða
töldu að sakbomingarnir þrett-
án hefðu sýnt ámælisverða van-
rækslu og gáleysi við stjórn
sparisjóðsins, áður en eftirlits-
menn stöðvuðu rekstur hans
1988. Kostnaður skattgreið-
enda af gjaldþroti sparisjóðsins
verður um einn milljarður doll-
ara.
Samkvæmt bráðabirgðasam-
komulagi lögfræðinganna eiga
sakborningamir að greiða 26,5
mílljónir dollara til ábyrgðar-
stofnunar banka og sparisjóða
og hún yfirtekur einnig 23 millj-
ónir dollara sem voru í trygging-
arsjóði sparisjóðsins. Stjórn
ábyrgðarstofnunarinnar telur,
að þó hér sé aðeins um að ræða
fjórðung af þeim skaðabótum
sem krafist var í málssókninni,
verði þetta að teljast „sanngjörn
lausn“ málsins.
Báðir aðilar eiga eftir að sam-
þykkja formlega bráðabirgða-
samkomulag lögfræðinganna.
hluti vængsins væru mikið bmnnir
og styddi það kenninguna um að
hreyfillinn hefði sprungið.
Blumauer sagði, að líklega hefði
flugstjóranum ekki unnist tími til að
hafa samband flugturninn og
Somboon Rahong, flugmarskálkur
og einn tælensku rannsóknarmann-
anna, sagði, að ekkert benti til, að
um hryðjuverk væri að ræða. Sagði
hann ennfremur, að flugvélin hefði
ekki sprungið hátt í lofti eins og
áður var talið, heldur rétt áður en
hún kom til jarðar. Það rennir stoðum
undir þá fullyrðingu, að stærstu hlut-
ar flaksins eru á eins ferkm svæði
en fyrstu fréttir hermdu, að þeir
hefðu dreifst yfir miklu stærra svæði.
Upptökutæki og flugriti farþega-
þotunnar eru nú til rannsóknar í
Washington í Bandaríkjunum en ekki
er vitað hvenær henni lýkur.
Reuter
Margir eiga um sárt að binda vegna slyssins. Var myndin tekin í Hong Kong en konan fyrir miðju lét
bugast þegar hún tók á móti ýmsum eigum látins ástvinar.
Eystrasaltsríkin þijú:
Forsetar á móti vestrænni
aðstoð við Sovétstjórnina
Árásir Svarthúfusveita á landamærastöðvar fordæmdar
Afvopnunarmál:
Frakkar
bíða með
tillögnr
París. Reuter.
FRAKKAR ætla ekki að kynna
nýjar tillögur í afvopnunarmálum
fyrr en eftir helgi að sögn tals-
manns franska utanríkisráðu-
neytisins. Áður hafði Francois
Mitterrand Frakklandsforseti
boðað að tillögurnar yrðu kynntar
á föstudag, þ.e.a.s. í gær.
Maurice Gordault-Montagne, tals-
maður franska utanríkisráðuneytis-
ins, sagði að Frakkar vildu kynna
bandamönnum sínum tillögumar
nánar áður en hulunni yrði svipt af
þeim. Mitterrand hefur lýst þeim svo
að þær taki til alls heimsins og gangi
ekki í berhögg við tillögur George
Bush Bandaríkjaforseta um tak-
mörkun vígbúnaðar í Miðausturlönd-
Moskvu. Reuter.
FORSETAR Eystrasaltsríkjanna
þriggja, Eistlands, Lettlands og
Litháens, fordæma árásir sové-
skra sérsveita á landamæra-
stöðvar lýðveldanna og segja að
um staliniskar ógnanir sé að
ræða. Leiðtogarnir hittust í Vil-
nius, höfuðborg Litháens, á
fimmtudag. Þeir sögðu jafnframt
að framferði Sovétsljórnarinnar
í deilunum um sjálfstæðismál lýð-
veldanna ætti 'að útiloka að Sov-
étmenn fengju fjárhagsstuðning
frá vestrænum ríkjum.
Vytautas Landsbergis Litháens-
forseti sagði fyrr í vikunni að árás-
ir svonefndra OMON-öryggissveita
og spennan í kjölfar þeirra gætu
verið forleikurinn að nýjum ofbeld-
isaðgerðum á borð við morðin á 20
óbreyttum borgurum í Lettlandi og
Litháen í janúar sl. Litháísk stjóm-
völd hafa lýst veru sveitanna í lýð-
veldinu ólöglega. í yfirlýsingu á
fimmtudag var liðsmönnum sveit-
anna boðin aðstoð við að finna sér
ný störf ef þeir gengju úr þeim
fyrir 7. júní. Að öðrum kosti yrði
litið á þá sem félaga í glæpaflokki.
Sovéskur saksóknari, Níkolaj
Trúbín, hefur að sögn TASS-frétta-
stofunnar sovésku fyrirskipað rann-
sókn á nokkrum árásum öryggis-
sveitanna á landamærastöðvar í
Lettlandi undanfarnar vikur. Ilmars
Bisers, aðalsamningamaður Letta í
viðræðum þeirra við sovésk stjóm-
völd, segir að svo virðist sem sov-
ésk yfirvöld hafi ekki stjóm á sér-
sveitunum.
OMON-sveitirnar hafa einnig
verið nefndar „Svarthúfurnar" og
lutu áður stjórn lettneska innanrík-
isráðuneytisins en liðsmenn þeirra
segjast nú hlýða fyrirmælum frá
Moskvustjórninni. Sveitirnar réðust
á byggingu lettneska innanríkisráð-
uneytisins í janúar og urðu fjórum
mönnum að bana. Þær hafa að
undanförnu ráðist á sex landamær-
astöðvar í Lettlandi, kveikt í þeim
og gengið i skrokk á landamæra-
vörðum. Svipaðar árásir hafa verið
gerðar í .Litháen. Talsmaður so-
véska saksóknarans sagði að Sov-
étstjómin liti þannig á að landa-
mærastöðvarnar væru ólöglegar.
„Samt sem áður geta menn ekki
gripið til slíkra aðgerða án fyrir-
mæla frá yfirvöldum," bætti hann
við.
Ilmars Bisers sagði á blaðamann-
afundi í Moskvu að Borís Púgo,
innanríkisráðherra Sovétríkjanna,
hefði eftir atburðina í janúar lofað
að fyrirskipa liðsmönnum OMON
að fara frá Lettlandi eða leysa sveit-
irnar upp. „Staðreyndin er hins
vegar sú að við fínnum enga í
Moskvu sem vilja taka á sig ábyrgð
á sveitunum,“ sagði hann og bætti
við að þær hefðu efnt til grunsam-
legra æfinga í Riga, höfuðborg
Lettlands, í síðustu viku. „Hernað-
arsérfræðingar hafa skýrt frá því
að liðsmenn OMON hafí verið send-
ir til mikilvægra staða um alla borg-
ina, svo sem brúa og stjórnsýslu-
bygginga."
ERLENT
Varnarstöðin í Keflavík:
I athugun að fækka orr-
ustuþotum úr 18 í 12
••
•segir í fréttabréfi Oryggismálanefndar
í athugun er hvort fækka beri
orrustuþotum af gerðinni F-15 í
varnarstöðinni í Keflavík, að því
er segir í grein í nýjasta frétta-
bréfi Öryggismálanefndar.
Ákvörðun í þá veru hefur enn
ekki verið tekin en rætt mun hafa
verið um að fækka F-15 þotunum
úr 18 í 12. Þar segir og að engar
líkur virðist á því að Bandarikja-
menn vijji leggja varnarstöðina
niður en svo sem fram hefur kom-
ið í fréttum hafa bandarísk sljórn-
völd ákveðið umtaisverðan niður-
skurð á sviði varnar- og öryggis-
mála á næstu árum, sem mun
hafa í för með sér að fjölmörgum
herstöðvum víða um heim verður
lokað eða dregið úr starfseminni
þar.
í fréttabréfi Öryggismálanefndar
segir að erfitt sé að fá nákvæmar
upplýsingar um framtíð Keflavíkur-
stöðvarinnar enda séu viðbrögð
Bandaríkjahers við þeirri gjörbreyttu
stöðu sem við blasi á vettvangi ör-
yggis- og varnarmála enn í mótun.
„Engar líkur virðast á því að Banda-
ríkjamenn vilji leggja stöðina niður.
Enn hefur ekki verið ákveðið að
Bandarísk orrustuþota af gerðinni F-15C úr 57. orrustuflugsveit-
inni, sem hefur aðsetur í varnarstöðinni í Keflavík.
fækka flugvélum í stöðinni en heim-
ildir herma að það komi til álita þar
sem annars staðar. Sú fækkun sem
er í athugun lýtur að F-15 orrustu-
þotum sem þá verður fækkað úr 18
í 12. Það gæti gerst á fyrri hluta
næsta árs, jafnvel á þessu ári,“ segir
í fréttabréfínu.
Albert Jónsson, framkvæmdastjóri
Öryggismálanefndar, kvaðst í sam-
tali við Morgunblaðið ekki geta sagt
til um hve fækkun þessi, ef af henni
verður, myndi leiða af sér mikinn
niðurskurð í mannafla í Keflavíkur-
stöðinni. Hann kvað þó Ijóst vera að
ekki þyrfti að vera beint samhengi
þar á milli; tiltekin fækkun flugvéla,
Ieiddi ekki nauðsynlega af sér sam-
bærilegan niðurskurð í mannafla.
Um 3.200 Bandaríkjamenn starfa í
Keflavíkurstöðinni ■ en samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins vinna
um 350 til 400 manns að viðhaldi
og rekstri F-15 þotnanna.