Morgunblaðið - 01.06.1991, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 01.06.1991, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991 27 Bandaríkin: Obeinar reykingar eru stórhættulegar Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. í SKÝRSLU sem unnin hefur verið fyrir Umhverfisverndarráð Bandaríkjanna segir að allt að 53 þúsund Bandaríkjamenn, sem ekki reykja, deyi árlega úr hjartasjúkdómum og/eða lungnakrabba vegna eitrunar sem þeir verða fyrir vegna reykinga annarra sem eru í nálægð þeirra. Umhverfisráð Bandaríkjanna hefur enn ekki samþykkt þessa full- yrðingu skýrslunnar. Umræðum um hana hefur verið skotið á frest og e.t.v. kemur hún aldrei til sam- ■ MIAMJ - Bandarískir sak- sóknarar segja, að Manuel Nori- ega, fyrrum einræðisherra í Pan- ama, hafi njósnað fyrir CIA, banda- rísku leyniþjónustuna, meðan á stóð samningaviðræðum um Panama- skurðinn seint á áttunda áratugn- um. Kemur fram í skjölum þar að lútandi, að honum hafi verið greidd- ir fyrir um 300.000 dollarar. Gaf hann meðal annars upplýsingar um afstöðu Panamastjórnar til samn- ingsins. ■ TÓKÝÓ - Útflutningur Japana umfram innflutning var nærri 300% meiri í apríl sl. en á sama tíma í fyrra og er búist við, að þessi þróun haldi áfram á næst- unni. Nokkur samdráttur hefur ver- ið í neyslunni innanlands í Japan og á það sinn þátt í hagstæðum vöruskiptajöfnuði en sumir telja þó, að útflutningur Japana muni minnka þegar fram í sækir. Aðal- lega vegna samdráttarins á Banda- ríkjamarkaði og vaxandi verndar- stefnu í Evrópu. ■ MOSKVU - Talið er, að hryðjuverkamenn eigi sök á spreng- ingu, sem varð í sovéskri farþega- lest í síðustu viku en þá létu 12 manns lífið og sjö slösuðust. Var lestin á leið frá Moskvu til Baku, höfuðborgar Azerbajdzhans, en dæmi eru um, að skotið hafi verið á eða sprengjum komið fyrir í lest- um, sem ganga á milli Armeníu og Azerbajdzhans. í fréttabréfinu er minnt á þá ákvörðun bandarískra stjórnvalda að fækka F-15 orrustuþotum í Bitburg- flugstöðinni í Þýskalandi. Þótt þessi ákvörðun segi í sjálfri sér ekkert um framtíðarskipan mála í varnarstöð- inni í Keflavík sé hún athyglisverð fyrir þá sök að með þessu virðist hugmyndin vera sú að breyta skipu- lagi flugsveita í flughemum. Megin- reglan sé sú að í hverri flugsveit séu 24 orrustuþotur. Þetta eigi vart við lengur um Bitburg eftir að fækkað hafi verið um 12 þotur í flugherfylk- inu þar sem telur þtjár flugsveitir. Fyrirkomulagið í Keflavík sé hins vegar undantekning. Þar séu nú 18 þotur en frá árinu 1962 til 1985 hafi 12 þotur verið staðsettar í Kefla- víkurstöðinni. 18 þotur séu því und- antekning fremur en regla hvað varnarstöðina í Keflavík varðar. í greininni segir að fram hafi kom- ið vísbending um að Keflavíkurstöðin njóti ekki lengur sérstöðu. í janúar 1990 hafi sú stefna verið innleidd í varnarstöðinni að stöðva ráðningar á borgaralegum starfsmönnum. Þetta fyrirkomulag hafi víðast verið í gildi í herstöðvum Bandaríkja- manna en Kefiavíkurstöðin hafi ávallt verið undanskilin. Störfum ís- lendinga við stöðina hafi fækkað um rúmlega eitt hundrað frá því í janúar í fyrra eða um níu prósent. Fram kemur einnig að ratsjárþotur af gerðinni E-3 Sentry AWACS voru undir lok síðasta árs kallaðar frá Keflavíkurstöðinni vegna styrjaldar- innar fyrir botni Persaflóa. Banda- rísku vélarnar hafa ekki snúið aftur en í stað þeirra er nú haldið úti í Keflavíkurstöðinni einni AWACS- þotu í senn frá NATO. Þessar þotur koma frá Geiienkirchen-flugherstöð- inni í Þýskalandi. þykktar. Sumir segja að það stafi af ótta stjórnvalda við tóbaksfram- leiðendur. En ef fullyrðingin er sönn, er um að ræða þriðja stærsta áhættuhóp- inn, sem unnt væri að bjarga ef til réttra aðgerða er gripið. Tveir stærstu áhættuhóparnir sem unnt er að bjarga eru þeir sem reykja og þeir sem misnota áfengi. Sé hér um rétta fullyrðingu að ræða, og hið sama gildi á íslandi og í Bandaríkjunum, gætu allt að 53 íslendingar (ef miðað er við fólksfjölda) árlega fallið í valinn fyrir áðurnefndum sjukdómum þó þeir hafi aldrei reykt en aðeins lifað og hrærst í tóbaksreyk frá öðrum. Vísindamenn segja að tóbaks- reykingar annarra séu helsta upp- spretta eitrunar í andrúmsloftinu, sem Ijölda fólks sé búin. Reyklausi dagurinn var í gær og var hans minnst með margvíslegum hætti víða um heim. Áherslan var þó sú sama alls staðar: Losum okkur við reykinn. Myndin er annars frá Bangladesh en þar var reykingamönnum bent á, að peningarnir, sem færu í tóbak, væru betur komnir í mat og lyf handa börnunum. Skógareyð- ing boðar endalokin Quito. Reuter. EYÐING regnskóganna, mikil- vægustu súrefnisuppsprettunn- ar, er svo hröð, að líkja má við sjálfsmorð fyrir allt mannkyn. Er þetta haft eftir sérfræðingum Sameinuðu þjóðanna, sem segja, . að 17 milljónir hektara séu höggnir árlega. „Ástandið er skelfilegt vegna þess, að með skógareyðingunni er mannkynið að fremja sjálfsmorð og drepa um leið flestar aðrar lífverur á jörðinni," sagði Julio Cesar Cent- eno skógfræðingur á ráðstefnu um regnskógana, sem haldin er í Quito í Ekvador. Talið er, að á síðasta áratug hafi. regnskógarnir verið felldir á 11 milljónum hektara á ári en nú er þessi tala komin upp í 17 milljón- ir. Á fimm ára tímabili hafa regn- skógarnir því minnkað um 85 millj- ónir hektara en það samsvarar fiat- armáli Venesúela. Áætlað er, að allt skóglendi í heiminum sé nú um fjórir milljarðar hektara, þar af helmingurinn regnskógar og mestir í Suður-Ameríku. <tx E ™a9/?y NORDMENDE Tilvaliö fyrir: • feröalagiö • sumarbústaöinn • skrifstofuna • fríiö • eldhúsiö • hjólhýsiö • náttboröiö • þig, hvar sem er.. Nordmende TR-800 fer&atækib er meb FM, MW og SW útvarpsbylgjum, 2x4 músíkvatta magnara, þriggja banda tónjafnara, tveimur innbyggöum brei&bandshátölurum, kassettutæki me& sjálfvirkri endastö&vun, eins-rofa upptöku, innbygg&um hljó&nema o.m.fl. Utsöluverö aöeins V/SA munXlán greibslukjör vib allra hæfi til allt ab 30 mán. kr. J Vib tökum vel s a móti þér! Verb ábur; 8,400, kr. SKIPHOLT119 SÍMI29800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.