Morgunblaðið - 01.06.1991, Qupperneq 36
36
MQRGTJNBLAÐIÐ LAV'GARDAGUK J.: .iC\í; |1)D1
S Y STIR GOÐ
eftir Líneyju
Karlsdóttur
SKOMMU fyrir síðustu jól voru
tvær konur frá Sovétríkjunum
hér á vegum Kvennalistans. Hér
segir meðal annars frá fundi með
þeim.
Jólaundirbúningurinn var að
nálgast hámark í Reykjavík þegar
ég fékk að vita að tvær sovéskar
konur, fulltrúar sovéskra kvenna-
samtaka, væru í heimsókn á Is-
landi. Eg var mjög spennt að hitta
þær. En þá datt mér í hug að ég
vissi næstum ekkert um kvenna-
hreyfinguna í Sovétríkjunum. Ekki
af því að ég hefði engan áhuga á
henni, heldur af því að þessi hreyf-
ing var í raun og veru ekki til. Það
voru til einstakar konur, persónu-
leikar, sem þorðu að tala eða skrifa
um jafnrétti kynjanna, en flestar
þögðu. Ég þekki stöðu kvenna bara
af reynslunni.
Fyrsta kvenréttindakona, sem ég
þekkti, var amma mín, Évdokíja.
Lærðu! sagði hún, þegar hún var
að deyja 63 ára að aldri. Frá því
ég man fyrst eftir henni, var hún
alltaf í erfiðustu verkunum, fyrst á
túni í sveitinni, og seinna í þrifum
í Moskvu. Önnur kvenréttindakona,
sem ég þekkti, var mamma mín.
Hun ætlaði einu sinni að hlaupa að
heiman (enda var tengdamóðir
hennar ekki jafnréttissinnuð) en
vissi ekki hvert hún gat farið og
þegar pabbi fann hana úti á götu
grátandi og kom henni heim, gerði
hún ekki fleiri tilraunir til að
strjúka, en var með sífelld mót-
mæli gegn einræði karlmanna í
hjónabandi. Mér fínnst að ef það
hefðu verið einhver samtök kvenna
á þessum tíma, hefði hún verið
mjög virkur félagi í þeim.
Seinna, þegar ég var í atvinnulíf-
inu, bætti ég við þekkingu mína á
stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Það
skeði í Noregi, þar sem ég var túlk-
ur fyrir sovéska sendinefnd, fulltrúa
verkalýðsfélags. Formaður sendi-
nefndarinnar, sem hét ívan, hafði
þann vana að skála mikið á hveiju
kvöldi og flytja langar ræður um
leið. A hveiju kvöldi flutti Ivan
„minni kvenna“, sem hafði þau
áhrif á mig, að ég man ræðuna
utanað: „Og núna, félagar, held ég,
að tími sé kominn til að lyfta glös-
um og skála fyrir laglegu konunum
okkar, systrum okkar, dætrum,
mæðrum, sem vinna allan daginn
jafn mikið og við og eftir það sjá
um okkur, gefa okkur mat, taka
til og þvo þvott. Skál í botn!“ Síðasta
kvöldið varð hann svo fullur, að
hann datt undir borðið. Ég varð
fegin að fá hvíld við túlkunina, en
þegar honum var lyft upp í stólinn
aftur þá byijaði hann: „Skál fyrir
konum!.. .“
Þetta lífsmunstur er ekki óvenju-
legt í hvaða landi sem er. En hver
er munurinn? Hvemig standa málin
í Sovétríkjunum? Það er ekkert
leyndarmál, að Októberbyltingin
ásamt borgarastríðinu, síðari
heimsstyrjöldinni, hreinsunum
Stalíns og einnig stríðið í Afganist-
an höfðu í för með sér meðal ann-
ars hrikalegt karlmannsleysi. Það
eru miklu fleiri konur en karlmenn
í landinu, sérstaklega á þetta við
um nokkra aldurshópa og í vissum
landshlutum. Hveijareru svo afleið-
ingamar? Konur eru helsta vinnu-
afl í Sovétríkjunum. Þær vinna
mörg störf, sem konum er bannað
að vinna á Vesturlöndum. Konur
standa í biðröðum eftir mat, skóm,
fötum o.s.frv. Konur sjá um eigin-
menn, börn og foreldra (enda eru
elliheimili ekki mannsæmandi hús-
næði fyrir gamalt fólk í Sovétríkjun-
um).
Það em til tugir af alls konar
kvennasamtökum á Vesturlöndum
og jafnvel í löndum þriðja heimsins,
„Konur eru helsta
vinnuafl í Sovétríkjun-
um. Þær vinna mörg
störf, sem konum er
bannað að vinna á Vest-
urlöndum. Konur
standa í biðröðum eftir
mat, skóm, fötum
o.s.frv. Konur sjá um
eiginmenn, börn og for-
eldra þar sem elliheim-
ili eru ekki mannsæm-
andi húsnæði fyrir
gamalt fólk í Sovétríkj-
unum.“
en að sögn dagblaðsins Koms-
omolskaja Pravda í nóvember sl.
eru engin kvennasamtök starfandi
í Sovétríkjunum. Það var líka itrek-
una, sagði forstjóri minn, kona, sem
var mér mjög_ hjálpleg: Þekkirðu
ekki Tatjönu í.? Jú, sagði ég.
Við vorum saman í Háskólanum.
En það er langt síðan. Maðurinn
hennar (sá fjórði) er embættismað-
ur í íþróttanefndinni og sér um
utanlandsferðir. Hann hjálpar þér
að komast út. — Voða varð ég glöð!
Þetta virtist svo sennilegt, af því
að það vpru svo margar ferðir á
vegum íþróttanefndarinnar, að
flokkurinn mátti ekki vera að því
að fylgjast með öllum.
Og hérna kemur þú inn í mynd-
ina, Tatjana! Þú ert svo sterk og
áhrifamikil, enda kennir þú marx-
isma-lenínisma útlendum kommún-
istum, sem koma að læra í Háskóla
flokksins og hefur kand.mag. próf
í marxisma-lenínisma. Þú hefur
sambönd innan flokksins og það er
enginn vandi fyrir þig að fara til
útlanda. Þú getur líka skipað manni
þínum að skipuleggja utanlandsferð
fyrir hvern sem er, ef þú vilt. Hann
er eins og barnið mitt, — sagðir
Með börnum við uppskerustörf skammt utan við Moskvu.
Sovéskar konur við byggingavinnu.
að í sömu grein, að Kvennanefnd
Sovétríkjanna hefur alltaf verið
og heldur áfram að vera stofnun
ríkisins.
Osýnileg hönd
Nei, getur það verið, að þessar
tvær konur séu fulltrúar einhverra
nýrra samtaka kvenna, kannski
leynilegra? Hvernig tókst þeim að
komast til íslands? Hvers konar
samtök geta þetta verið?
Þessar og svipaðar spurningar
brutust um í heila mínum þennan
desemberdag fyrir jólin.
En hvað ég varð glöð að sjá þig
í þessari sendinefnd, Tatjana!
Manstu eftir því, að við vorum ekki
bara saman í Háskólanum, heldur
upplifðum við ýmislegt annað sam-
an ...
„Skál fyrir konurn!" varð mér
ekki eingöngu minnisstæð vegna
þess hve fræðandi ræðan var, held-
ur líka af því að utanlandsferð mín
1979 varð sú síðasta í langan tíma.
Ástæðan var sú að einmitt á þessum
tíma tóku embættismennirnir í mið-
stjórn flokksins að fylgjast með
hverri ferð, sérstaklega á vegum
félagasamtaka. Nóg er að segja,
að ég var ekki kommúnisti, og ég
var kona. Og þegar korn næst að
því að mér var boðið að vera túlkur
í útlöndum, birtist ósýnileg hönd
og ferðin gufaði upp. Þetta gilti um
fleiri en mig. Við vorum kennarar
í erlendum tungumálum og túikar
og þurftum á því að halda að fara
til útlanda til að öðlast þjálfun.
Einu sinni þegar ég kom í vinn-
þú. — Þakka þér kærlega fyrir! —
sagði ég. Nú ætla ég að fara til
Svarta hafsins sem túlkur fyrir-
flokksnefnd frá Svíþjóð og kem með
vínflösku fyrir þig. — Það þarf nú
meira til, sagðir þú. Sama dag
fór ég í íþróttanefndina og fyllti
út öll eyðublöð fyrir utanlandsferð-
ina í nóvember.
Þetta var í október 1983. Það
var gott veður við Svarta hafið og
útlensku gestimir ætluðu að vera í
einn mánuð. Sem betur fer, var
þeim ekki sinnt mjög mikið, enda
voru þeir ekki frá APK (Arbetar-
partiet kommunister) heldur VPK
(Vánsterpartiet kommunister).
Einu sinni ákvað ég að hringja
í Tatjönu og spyija hvernig henni
liði. Ágætlega! — sagði hún. Það
er bara eitt sem þú verður að vita
svo að þú verðir ekki hissa þegar
þú kemur heim. Ég hélt að mannin-
um þínum leiddist og ég bauð hon-
um til okkar eins oft og ég gat...
— En þú þekkir hann ekki, — byij-
aði ég. Og hvað um son minn? Er
hann alveg einn? — Ég veit það nú
ekki. En af hveiju ertu afbrýðisöm?
Við skemmtum okkur afskaplega
vel, fórum í skóginn um helgina og
hann er svo duglegur að tína sveppi
og lét mig hafa þá alla náttúrlega.
En ég geri allt til þess að skipu-
leggja utanlandsferðina fyrir þig.“
Hótanir og eyðilegging
Viku seinna kom ég til Moskvu
og ætlaði að færa Tatjönu vínflösk-
una, sem ég hafði lofað henni.
Sendinefndin frá Svíþjóð var ekki
farin enn og ég ákvað að nota tæki-
færið og kynna sænsku konuna,
sem var í sendinefndinni fyrir Tatj-
önu. Við komum að húsi hennar í
Leninhæðum á fínum svörtum
flokksbíl og fórum upp í lyftunni á
aðra hæð. Eg hringdi bjöllunni með
flöskuna í annarri hendi og þá opn-
ast dyrnar og Tatjana, sem stendur
í gættinni og hleypir okkur ekki
inn, fölnar. Hún getur ekki stunið
upp orði, svo reið er hún. — Góðan
daginn! — segir sænska vinkonan,
steinhissa að sjá svo skrítin við-
brögð. — Skepnan þín! — segir
Tatjana I. við mig, — hvernig vog-
arðu þér að koma með erlenda gesti
heim tll mín? Ég skal sýna þér.
Bíddu bara. Ég skal eyðileggja fyr-
ir þér. Ég þarf ekki annað en hvísla
að manninum mínum. — Og hún
skellti hurðinni. Þó að sænska kon-
an talaði ekki rússnesku, var ekki
erfitt fyrir hana að skilja, að mér
var hótað.
Og þú lést ekki sitja við orðin
tóm, systir! Þú eyðilagðir svo sann-
arlega fyrir mér — ekki bara nóv-
emberferðina — engar utanlands-
ferðir komu til greina í mörg ár
eftir þetta. Hvað kom fyrir? Eruð
þið kannski líka hissa? Það er ein-
falt mál. Tatjana var svo „háttsett"
hún var svo hrædd um að einhver
gæti ímyndað sér, að hún umgeng-
ist útlendinga, án leyfis að það tók
hana ekki nema eina mínútu að
reka út sænska systur sína og
„eyðileggja" rússnesku systurina.
Það skipti heldur engu máli að
sænska systirin var flokksfélagi
hennar!
Hist á íslandi
Satt að segja lá við að ég ryki á
dyr þegar ég hitti þig á íslandi,
Tatjana, en nú sé ég ekki eftir að
hafa hætt við það. Þú roðnaðir og
fölnaðir til skiptis þegar_ þú sást
mig. Voða varðstu hissa! Ég spurði
þig: „Hvað ert þú að gera hérí“
Eftir litla stund sagðirðu hátt og
hratt og horfðir beint framan í mig:
„Ég stjórna klúbbi á vegum óopin-
berra kvennasamtaka Sovétríkj-
anna!“ — Til hamingju! Hvernig
tókst þér að verða stjómandi þess,
sem er ekki til? Jafnvel þótt það
væri til værir þú áreiðanlega ekki
í forsvari þar, Tatjana. Þú heldur
áfram að kenna við Flokksskólann,
enda ertu í raun og veru kvenkyns
fulltrúi Flokksins eða fulltrúi
Kvennanefndar ríkisins. Það er
athyglisvert að hin konan í sendi-
nefndinni, Vera S., var ekkert að
fela þetta, hún sagðist hafa sinnt
alþjóðlegum tengsium í Kvenna-
nefndinni í mörg ár og sagði líka
að þú, Tatjana, værir þar virkur
félagi. Það var mjög þægilegt að
tala við þá konu, því að hún var
ekkert að þykjast vera annað en
hún var.
Nú verð ég víst að útskýra hvað
það þýðir að vera „virkur félagi" í
félagasamtökum í Sovétríkjunum.
Ef mér til dæmis dytti í hug að
gerast félagi í Kvennanefndinni
(sem er núna oft kölluð Kvennasam-
tök) þá væri engin leið fyrir mig
að komast þangað. Það eru bara
vissar stofnanir og skólar í heild
sem geta orðið félagar (ég er ekki