Morgunblaðið - 01.06.1991, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991
RÍKISENDURSKOÐUN
FLYTURÁ SKÚLAGÖTU 57
Frá og með mánudeginum 3. júní 1991
verður Rfkisendurskoðunin til húsa
á Skúlagötu 57, 150 Reykjavík.
Nýtt símanúmer tekurgildi frá sama tfma:
614121.
Ríkisendurskoðun.
GRILL-VEISLA
í FAXAFENI 10 LAUGARDAG KL. 10-16
Trimmbúðin kynnir ný gasgrill með kostum sem gefa
sælkerum aukna möguleika til matargerðar.
Gluggi
á loki
Hitamælir
Þétt emileruð
grind
Fellanleg fram
og hliðarborð
Allir þessir kostir
á aðeins kr.
19.800,-
stgr. (án gaskúts).
Rafknúinn mótor
ásamt grillteini
Bæsað og
lakkað viðarverk
Snúningshjól
ísfugl
Við bjóðum þér að kynnast eiginleikum grillsins í dag kl. 10-16
og um leið smakka á gómsætum nýjum léttpylsum frá Goða og kjúklingum
frá ísfugli, og auðvitað Coca Cola með.
Grillkokkur verður á staðnum og sýnir grilltakta.
Kynnist eldamennsku sem gefur heimilislífinu nýjar víddir.
Faxafeni 10, Húsi framtíðar, 108 Reykjavík, PÖNTUNARSÍM! 82265
Meira en þú geturímyndað þér!
Blóm vikunnar
Umsjón: Ágústa Björnsdóttir
206. þáttur
Síðari hluti
Fjölgun. Það er vandalítið að
ijölga jarðarbeijum og að fást við
fjölgun og uppeldi gróðurs finnst
mörgum heillandi tómstundagam-
an. Ofanjarðarrenglur vaxa í
ríkum mæli út frá stofnhvirfingu
jurtarinnar, þegar hún hefur náð
vissum þroska. Sé jörð ekki hulin
plasti þekst hún skjótlega af ren-
gluflækjum og nýgræðingi. Þetta
verður nauðsynlega að koma í veg
fyrir, klippa renglur í burtu við
og við, ella fer svo að ekki verður
við neitt ráðið. Sé plast yfir mold-
inni, verður ræktunin meðfæri-
legri. Þegar endurnýja þarf plönt-
ur er notast við nýgræðing sem
þá verður að halda í. Hann á að
losa frá móðuijurtinni og setja í
hentug ílát, bakka eða potta og
ala síðan upp í sólreit eða gróður-
húsi. Eins má fylla potta af fijó-
mold og koma þeim fyrir undir
renglunum þar sem nýgræðingur-
inn myndar rætur. Þarf að nota
vírkengi til að halda renglunum
föstum á meðan nýgræðingurinn
er að festa sig. Þegar plöntur fara
að stálpast eru renglurnar klippt-
ar frá móðurjurtinni og uppeldi
ungviðisins haldið áfram við sem
best skilyrði, eins og áður er gef-
ið í skyn. Það er atriði að velja
fijósömustu plönturnar til undan-
eldis og að geta byijað að fjölga
snemma sumars, þannig að ung-
viðið nái góðum þroska fyrir vet-
urinn. Heppnist það er varla
ástæða til annars en að láta plön-
turnar blómstra og skila beijum
strax á fyrsta sumri.
Blómmyndun. Blóm jarðar-
beija verða til þegar dagar fara
að styttast í ágúst-september.
Ríkuleg blómgun á sumrin er
mjög undir því komið að okkur
takist að laða fram góðan vöxt
þegar beijatekju er að ljúka. Að
flýta sprettu. Með því að setja
plast á boga yfir plönturnar
snemma vors má hvetja vöxt,
blómgun og þroskun beija. Plast-
dúkur getur þó verið vandmeðfar-
inn því á sólskinsdögum getur
orðið of heitt undir honum ef ekki
er loftað. Öruggara er að nota
acrylgrisju. Þótt óþétt sé örvar
hún samt sprettu ogþroskun beija
og ver þau fyrir fuglum. Setja
má agryl yfir jurtirnar snemma í
apríl, en á meðan á blómgun
stendur, er rétt að taka grisjuna
af. Blóm fijóvgast þá betur. Sama
skal gera ef vætutíð er langvar-
andi eftir að ber fara að vaxa.
Illgresi og sjúkdómar. Þar
sem plast er haft á beðum verður
illgresi lítið sem ekkert vanda-
mál, jafnvel ekki þótt plast sé
smávegis gatað til að hleypa regn-
vatninu niður. Sjúkdómahætta
verður einnig minni, en aðallega
angrar grásveppur í úrkomutíð
og eins sækja sniglar í berin. Með
þessu verður að fylgjast og beita
nothæfum aðgerðum.
Ó.V.H.
I fyrri greininni um jarðarber
(25/5) voru taldar upp nokkrar
tegundir sem reynst hafa upp-
skerumest. Við þá upptalningu
má bæta tegundinni „glíma“ sem
hér mun vera á markaði og reynst
hefur ágætlega. Umsj.
Jarðarber
JARÐARBER
Ræktun og- umhirða
REYNSLA - RAÐGJ0F - ÞJ0NUSTA