Morgunblaðið - 01.06.1991, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 01.06.1991, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991 IHVAÐA VEÐRISEMER Meö Meco þarftu ekki að hafa áhyggjur af veörinu, það er alltaf hægt að grilla. Hönnun MECO: Loftflæðið gerir Meco að frábæru útigrilli: • Það sparar kolin. • Brennur sjaldnar við. • Hægt er að hækka og lækka grindina frá glóðinni. • Tekur styttri tíma að grilla og maturinn verður safaríkari og betri. • Auðveld þrif. iþ Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 ísamutujMH V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöiD! Hann spilar eins og ég vil spila __________Jass____________ Guðjón Guðmundsson EIN af tíu bestu jasssöngkonum heims, að mati margra, Karin Krog, heillaði íslenska áheyrendur á Hótel Borg sl. fimmtudagskvöld. Á efnis- skránni voru meðal annars verk eftir breska saxafónleikarann John Surman, einn af nánustu sams- starfsmönnum Krog og Northern Song úr smiðju píanistans Per Hus- by. Verkið var óður til norðurhjar- ans eða eins og Krog söng: „Join the carnival of endless night.“ Söngur hennar er ákaflega blæ- brigðaríkur og þótt hann sé ekki ýkja hljómmikill skáka fáar söng- konur Krog í túlkun og fyllingu. Með henni þetta kvöld léku norski píanistinn og tónsmiðurinn þer Husby, Þórður Högnason og Pétur Grétarsson. Næst var tekið Sarah eftir Carol Coats, sem samdi mörg lög fyrir söngkonuna nýlátnu, Söru Vaughan. Krog kynnti lagið svo að er hún var stödd á hljómleikaferða- lagi í Bandaríkjunum fyrir nokkrum mánuðum fékk Coats henni þetta lag Söruh Vaughan til heiðurs. I Kvartett Sigurðar Flosasonar. All blues svingaði sveitin eftirminni- lega og Husby átti frábæran ein- leikskafla. Sveitin var tvisvar klöpp- uð upp og flutti Krog í fyrra skip- tið norskt þjóðlag og kvaddi síðan með Every time I say goodbye I die a little og frábærum tónleikum var lokið. I Púlsinum var kvartett Sigurðar Flosasonar og Ulf Adáker farnir að hita upp en beðið var eftir bassa- leikaranum Þórði. Hann kom í hús með Husby og Krog. Kvartettinn OLYMPIULEIKARNIR í BARCELONA 1992 Barcelona’92 1988 COOB'92, S.A. TM Feróaskrifstofa íslands er umboósaðili Ólympíuleikanna. Frestur til aó panta mióa rennur út 10. júní næstkomandi. dfb FERDASKRIFSTOFA ÍSLANDS sem skipaður er Kjartani Valdi- marssyni, Matthíasi Hemstock auk Sigurðar og Þórðar, er besta jass- sveit landsins um þessar mundir. Allt frábærir sólistar og samæfing- in fyrir hendi. Sveitin komst enda í úrslit í mikilli samkeppni í Belgíu fyrir skemmstu. Með þeim var sænski trompetsnillingurinn Ulf Adáker og sveiflan var heit. Husby kvaðst hafa komið til að hlusta aft- ur á Kjartan, en hann hafði heyrt hann leika kvöldið áður. „Hann spilar eins og ég vil spila. Hann hefur greinilega klassíska undir- stöðu en hann leikur svo hreint," sagði Husby, og hann ætti að vita hvað hann er að syngja, margverð- launaður maðurinn. Um Sigurð sagði hann bara: „Han er vældig flink." Tónleikarnir hófust á ljúfri bal- löðu eftir Horace Silver, Peace. Adáker blés í mút og var unun að fylgjast með honum finna útgöngu- leiðir úr völundarhúsi blúsins. Rosa- legur spuni þar á ferð. Ekki var spuni Sigurðar síðri, en Sigurður hefur sjaldan leikið heitara en á Rúrek-hátíðinni. Þórður lék feita hljóma með miklum víbrato og það sauð á settinu hjá Matthíasi, sem minnir alveg ótrúlega á Pétur Öst- lund. Þá er bara að hvetja alla til að láta tónleika Ulf Adákers og Kvart- etts Sigurðar Flosasonar ekki fram hjá sér fara. Per Husby. Karin Krog íslandsmeistarakeppnin í ralli hefst á laugardag: Eigendur Lada Samara styrktir til þátttöku Skógarhlíð 18 • 101 Reykjavík • Sími 91-25855 Telex 2049 • Bréfasími 91-625895 FYRSTA keppnin sem gefur stig í íslandsmeistarakeppni í ralli verður haldin í dag. Þá stendur Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur fyrir Eikaborgara- ralli um Lyngdalsheiði og á Uxa- hryggjaleið. Sú nýbreytni er á þessu íslandsmeistaramóti, að Bifreiðar og landbúnaðarvélar hf. útvega keppendum á Lada Samara bílum veltibúr og hlífðarpönnu samkvæmt samn- ingi fyrirtækisins og BÍKR. Keppnin hefst klukkan 07.30 á laugardag og verður þá ekið frá Þingvöllum yfir Lyngdalsheiði. Alls eru 17 bílar skráðir til keppni og flestir bestu ökumenn landsins, að sögn Hönnu Símonardóttur í keppnisstjórn BÍKR. Rásnúmer eitt hafa Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guðmundsson á Metro 6R4, númer tvö Steingrímur Ingason og Guð- mundur Björnsson á Nissan 240 RS og númer þijú feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón R. Ragnarsson á Mazda 323 4WD Turbo. „Rall er pýsamþykkt íþróttagrein innan Í.S.Í. og til þess að opna ódýran valkost fyrir þá sem vilja spreyta sig á ralli hafa BÍKR og Bifreiðar og landbúnaðarvélar hf. gert samning um að keppendum á Lada Samara verður útvegað velti- búr og hlífðarpanna. Að þessu sinni verða tveir Lada Samara bílar í keppninni og verður gaman að sjá hvernig þeir standast átökin," sagði Hanna í samtali við Morgunblaðið. Klukkan 12.05 hefst keppni á Uxahryggjaleið og verður hún ekin flórum sinnum. Keppni lýkur um klukkan 15.30 og verða úrslit til- kynnt við Eikaborgara, Höfðabakka 1, klukkan 16.30, en þar verður einnig hægt að fá upplýsingar um gang keppninnar. Knben Fíugog hill íjjártán daga 11 sinnum í viku. FLUGLEIDIR Upplýsingar í síma 690300 (alla 7 daga vikunnar) á söluskrifstofum okkar, hjá umboðsmönnum um land allt og ferðaskrifstofum. s!'Stgr. á manninn m.v. 4 í bíl í b-flokki (2 fullorðna og 2 börn, 2-llára).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.