Morgunblaðið - 01.06.1991, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991
Minning:
Benedikt Ag. Guð-
jónsson Nefsholti
Fæddur 5. ágúst 1896
Dáinn 25. maí 1991
Ekki er hægt að segja að fréttin
um andlát afa hafi komið sérstak-
lega á óvart. Hann hafði verið rétt
8 mánuði að heiman frá Nefsholti
i Holtum, á sjúkrahúsinu á Selfossi
og síðustu mánuðina að Ljósheim-
um á Selfossi. Líkaminn var þrotinn
að kröftum á 95. aldursári, en and-
inn var í lagi fram til hins síðasta
og nýtti hann sér m.a. kosningarétt-
inn í alþingiskosningunum 20. apríl
síðastliðinn.
Afí var alla tíð mikill félagsmála-
maður og lét sig stjórnmál í heima-
sveit og á landsvísu miklu skipta.
Hann var m.a. um áratugaskeið
hreppstjóri og gegndi margvísleg-
um trúnaðarstörfum. Ekki dró hann
dul á skoðanir sínar og eru þær
stundir okkur bræðrunum minnis-
stæðar þegar hann hélt þrumandi
tölu um óstjórn í heiminum og um
nauðsyn þess að byggja upp og
rækta bæði land og þjóð. Það er
óhætt að fullyrða að afi hafi haft
mikil áhrif á okkur bræðurna í
Nefsholti, því snemma beindist
áhugi okkar að félagsmálum. Þótt
hugmyndir okkar séu býsna ólíkar
um hvernig bæta megi heiminn þá
gætir þar greinilegra áhrifa frá afa.
Hugur afa leitaði oft til fjalla og
kunni hann skil á ýmsum sögum
af fjalli og Ijallferðum sem hann
stundaði um áratuga skeið. Það er
sérstaklega minnisstætt þegar afi
sagði frá svaðilförum úr fjallferð á
niðjamótinu sem haldið var á síð-
asta ári í túnfætinum í Nefsholti
en þar var afi aldursforseti. Það er
því skiljanlegt að Landmannaafrétt-
ur sé hluti af draumalandi okkar.
Við munum ekki eftir öðru en
að afi hafi verið á heimilinu. Það
er því óvenjuleg tilhugsun að hann
skuli ekki eiga þangað afturkvæmt,
a.m.k. ekki í þessu jarðlífi, svo fast-
ur punktur hefur nærvera hans í
Nefsholti verið. Síðustu mánuði
hefur hugur afa margoft leitað í
sveitina og sætti hann sig alveg við
að þurfa að liggja á sjúkrahúsi fjarri
heimili sínu. Daginn áður en afi dó
dreymdi einn okkar ákaflega skýrt
að hann væri kominn heim í rúmið
sitt í Nefsholti og var hann greini-
lega ákaflega ánægður með það
hlutskipti.
Nú á tímum er yfirleitt mikið bil
á milli kynslóða sem myndast oft
vegna ókunnugleika. Ekki er al-
gengt að margar kynslóðir búi und-
ir sama þaki. Vissulega fylgja því
bæði kostir og gallar, sjónarmiðin
ólík svo og lífshættir. Aftur á móti
þroskar það hvern einstakling að
eiga þess kost að umgangast fólk
á öllúm aldri. Við kynntumst í gegn-
um afa, og ömmu áður en hún dó
1980, kynslóð horfins tíma og átt-
um nánast beint samband dag
hvern við margra alda menningu,
námum tungu gamla tímans og hlu-
stuðum á nið aldanna. Slík reynsla
verður ekki frá okkur tekin og hefð-
um við síst viljað án hennar vera.
Megi afi hvíla í friði og blessuð
sé minning hans.
Guðni, Benni, Gilli
og Omar.
Það var í ágústmánuði 1896 að
hinir hörðu jarðskjálftar skóku Suð-
urlandsundirlendið. í þeim náttúru-
hamförum féll fjöldi húsa og nokkr-
ir mannskaðar urðu, þegar þekjur
húsanna féllu niður yfir fólk sem
inni var. í Saurbæ í Holtum voru
þá í vinnumennsku hjónin Guðjón
og Sólveig. Þá var sonur þeirra
aðeins þriggja vikna gamall. Þegar
ósköpin dundu yfir var drengurinn
gripinn, honum vafið inn í sæng
og bjargað þannig útum niðurfall-
inn baðstofugluggann. Þessi dreng-
ur átti síðar, sem fullorðinn maður,
eftir að marka sín spor í málefnum
sinnar sveitar og samfélags og með
framkomu sinni og viðmóti hefur
hann skapað ljúfar minningar í
hugum þeirra sem urðu svo lánsam-
ir að kynnast honum.
Þessi maður er Benedikt Ágúst
Guðjónsson í Nefsholti í Holtum í
Rangárvallasýslu. Hann er nú ný-
látinn í hárri elli og vil ég hér minn-
ast hans. Faðir hans var Guðjón
er lengi bjó í Nefsholti, sonur Jóns
á Bugum í Stokkseyrarhreppi,
Snorrasonar á Ketilsstöðum, Árna-
sonar í Hreiðri, Snorrasonar á Lýt-
ingsstöðum, Árnasonar í Akbraut.
Móðir Benedikts var Sólveig dóttir
Magnúsar silfursmiðs á Ketilsstöð-
um, Bjarnasonar bónda á Læk, er
var velgefinn merkiskarl. Þeirrar
ættar var Siguijón í Raftholti. Kona
Magnúsar silfursmiðs var Málfríður
dóttir sr. Benedikts Eiríkssonar í
Guttormshaga. Að Málfríði stóðu
ættir presta í marga mannsaldra
og sýnist mér sem það hafi allt
verið hið mesta kjarnafólk.
í upphafi þessarar aidar blasti
við önnur „veröld" en sú, er við
höfum fyrir sjónum okkar nú þegar
aldarlok nálgast. Þá voru atvinnu-
hættir og lífsafkoma með líkum
hætti og verið hafði um aldir. Þá
voru engar nútímasamgöngur, ekk-
ert fræðslukerfi, engin heilsugæsla
og skv. nútímamælikvarða voru
flestir fátækir. Skólaganga Bene-
dikts stóð aðeins í tvo vetur, átta
vikur hvorn þeirra. Þetta þætti lítil
skólaganga nú til dags. Á þessum
árum þótti það sjálfsagt að börn
tækju þátt í störfum þeirra full-
orðnu jafnskjótt og þau gátu „vettl-
ingi valdið“ og var það beinlínis lið-
ur í því að koma ungu fólki til
manns. Þegar Benedikt var 14 ára
gamall vann hann í heilan mánuð
í eyrai-vinnunni í Reykjavík. Og að
þessum mánuði loknum fór hann
fótgangandi heim. Á einum degi
gekk hann frá Kolviðarhóli og allar
götur austur að Nefsholti. Vorið
eftir réðst Benedikt sem vinnu-
drengur til frænku sinnar að Snjall-
steinshöfða í Landsveit og fáum
árum síðar fór hann sem vinnumað-
ur að Reyðarvatni á Rangárvöllum.
Á þeim árum kynntist hann ýmsum
störfum til sjós og lands. Hann stóð
að slætti, á haustin fór hann í smal-
amennsku á Landmannaafrétt og
síðar á afrétt Rangvellinga og á
vetrum stundaði hann sjóróðra frá
Stokkseyri, Þorlákshöfn og síðast
var hann sex vertíðir í Vestmanna-
eyjum.
Öll þessi ár var Benedikt eitthvað
viðloðandi heima í Nefsholti og árið
1922 fer hann að búa þar. Tveimur
árum síðar gekk hann að eiga Ingi-
björgu Guðnadóttur. Foreldrar
hennar voru Guðni Oddsson bóndi
í Hvammi og kona hans, Guðfinna
Bárðardóttir, ættuð frá Efra-Seli í
Landsveit. Sjálfur orðaði Benedikt
það svo að mig minnir að hann
hefði ekki farið langt út fyrir
túngarðinn til að leita sér að kon-
unni, en Hvammur er næsti bær
við Nefsholt. Mér sýnist sem jafn-
ræði hafi verið með þeim hjónum,
bæði voru þau gáfuð, vel af guði
gerð og vinnusöm. Ingibjörg var
af rótgrónum bændaættum úr
Rangárþingi. M.a. ættmenna henn-
ar eru búhöldarnir Guðmundur frá
Þverlæk og Valdemar í Hreiðri.
Fjarskyldari eru þeir Eyjólfur í
Hvammi og Guðni í Skarði.
Snemma hlaut bóndi eins og
Benedikt að verða valinn til að
gegna ýmsum trúnaðarstörfum fyr-
ir sveitunga sína. Hann sat m.a. í
hreppsnefnd (samtals í 40 ár) og
sóknarnefnd (oft sem formaður).
Hann var ijallkóngur á Land-
mannaafrétti í meira en áratug. Þá
hvatti Benedikt til stofnunar
„Sjúkrasamlags Holtahrepps" og
var lengi í stjórn þéss. Það félag
var eitt hið fyrsta sinnar tegundar
í sveit á íslandi (stofnað 1927). Þá
var hann í stjórn Búnaðarfélagsins,
endurskoðandi reikninga Ræktun-
arsambandsins og hann var hrepp-
stjóri Holtahrepps 1968-1978. Þá
voru þau Nefsholtshjón og börn
þeirra lengi máttarstólpar ung-
mennafélagsins í Holtunum. Starf-
semi samkomuhúss og sundlaugar
á Laugalandi var að verulegu leyti
á þeirra vegum.
Og nú leitar hugur minn öll árin
aftur til þess tíma þegar ég var
rétt innan við fermingaraidur. Þá
fór ég á sundnámskeið að Lauga-
landi. Þar voru samankomin börn
úr þremur sveitum. Okkur var skipt
í nokkra hópa sem fóru til skiptis
í laugina en á meðan vorum við hin
við leiki og ærsl. Þeir sem bjuggu
í nágrenninu fóru á milli kvölds og
morgna en við hin sváfum í svefn-
pokum á góifi samkomuhússins. Því
nefni ég þetta að við sem viðlágum
fengum allar máltíðir heima í Nefs-
holti. Þá urðu eldhúsbekkirnir þar
þröngt setnir. Þá voru yngri syst-
urnar heima til aðstoðar móður
sinni. í mínum huga var þarna allt
svo hreint og fallegt og maturinn
eftirminnilega góður. Auðvitað vor-
um við krakkarnir ærslafengin og
kát, en ég minnist þess aldrei að
við höfum ekki þekkt okkar tak-
mörk og vitað hvað við máttum
leyfa okkur í þeim efnum, enda sat
Benedikt a.m.k. stundum til borðs
með okkur og talaði við okkur
krakkana eins og við værum hálf-
fullorðnar manneskjur. Og ég held
að hann hafi aldrei þurft að spyija
neinn að því hvaðan hann væri því
hann vissi það ótilsagt. Þá voru
báðir Nefsholtssynirnir heima en
ekki var pláss fyrir þá í eldhúsinu
fyrr en á eftir. Ánnar þeirra var þá
í Háskóla (eða var hann kannske
þá orðinn menntaskólakennari?) og
mér er það minnisstætt hve mér
þótti lærdómur þeirra og þekking
þeirra beggja mikil. Það var næst-
um sama hvað ég spurði þá um úr
mínum áhugafræðum að þeir höfðu
svör við flestu.
Mér hefur oft verið hugsað tii
þess hversu mikið Nefsholtsíjöl-
skyldan hefur haft fyrir því að sjá
sundnemendum þriggja hreppa fyr-
ir fæði á vori hveiju, þó hefur fyrir-
höfnin verið meiri áður fyrr meðan
ekkert samkomuhus var til á
Laugalandi, því á þeim tíma voru
nemendur ekki einungis í mat í
Nefsholti heldur sváfu þeir þar
heima í flatsængum á nóttinni. Ég
þykist vita að allir sem nutu góðs
af þessu séu mér samstiga í þakk-
læti til Nefsholtshjónanna vegna
alls þessa, en auðvitað var það hún
Ingibjörg sem þar lagði mest á sig
og ég veit að það var hennar v
ilji og hennar ákvörðun sem réð því
að Nefsholtsheimilið lagði þetta af
mörkum svo ungmenni í nærliggj-
andi sveitum ættu þess kost að
læra sund.
Ingibjörg var svo sem ekkert
óvön því að taka ákvarðanir því oft
þurfti hún að vera bæði húsfreyjan
og húsbóndinn á heimilinu vegna
fjarvista Benedikts. Áður hef ég
minnst á vertíðarferðir hans á vetr-
um en þeim hélt hann áfram fyrstu
búskaparárin og var þá ýmist á
bátum eða togurum. Svo gerist það
um 1930 að kaupfélag er stofnað
í utanverðri Rangárvallasýslu með
bækistöð að Rauðalæk. Vann Bene-
dikt þar öðru hvoru og stundum
mestan hluta ársins við ýmiss konar
verslunar- og skrifstofustörf. Þá var
kaupfélagsstjóri þar Helgi Hannes-
son og áttu þeir gott og vinsamlegt
samstarf. Kannski ber það vitni um
góða samskiptahæfni Benedikts,
því það var ekki allra að sætta sig
við hinar sérstöku skoðanir sem
Helgi hafði á ýmsu varðandi versl-
unarreksturinn. Þessi vinna var oft
harðsótt vegna samgönguleysis. Oft
iagði Benedikt af stað fyrir fótaferð
á mánudagsmorgnum og gekk fram
allar mýrar niður að Rauðalæk, svo
kom hann heim í vikulokin oft fót-
gangandi hina sömu leið. Einn vetr-
armorgun gekk á með hörðum hagl-
éljum. Ekki lét Benedikt það aftra
för sinni. Hafði hann skóflu með-
ferðis og lét hann skóflublaðið verða
andliti sínu til skjóls gegn hvössum
haglkornunum þessa u.þ.b. 7 km
gönguleið suður mýrarnar. Síðar
vann Benedikt sem skrifstofumaður
hjá Kaupfélaginu í Hvolsvelli.
Benedikt var sjálfur aðeins 16
vikur í skóla en honum var ofarlega
í huga að ungt fólk mætti njóta
fræðslu og menntunar og hann
sendi börn sín til náms. Umræður
urðu snemma um skólabyggingu í
Holtunum, skóla er þjónaði um leið
nærliggjandi sveitum. Það tafði
framgang þess máls að menn deildu
um staðarval. Benedikt vildi láta
byggja skólann að Laugalandi svo
nýta mætti jarðhitann til upphitun-
ar og svo nemendur mættu njóta
þeirrar sund- og íþróttaaðstöðu sem
þá þegar var þar fyrir hendi.
Kannski réð það úrslitum að Bene-
dikt gaf þar land undir skólamann-
virkin. Benedikt var í skóianefnd í
28 ár, oft sem formaður. Þegar ég
réðst að Laugalandi var hann ný-
hættur í nefndinni, en ég átti við
hann margvísleg samskipti. Hann
og ijölskyjda hans voru góðir ná-
grannar. í þau átta ár sem ég v
ar á Laugalandi má segja að ég ha
fi hjá þeim verið hálfgerður „heima-
gangur" því þar gekk ég við hvenær
sem mér datt það í hug og það án
þess að eiga nokkurt sérstakt er-
indi. Ég vil nú þakka þeirra góða
viðmót og velvild.
Benedikt var meir en meðalmað-
ur á hæð og bar reisn sína fram á
elliár. Andlitssvipurinn var í senn
góðlegur og festulegur. Hann var
ljúfmenni en talaði þó með sterkum
og stigbreyttum áherslum. Aldrei
heyrði ég hann tala háðulega um
nokkurn mann, en glettnin gat skin-
ið frá honum þegar hann sagði frá
einhveijum skemmtilegum liðnum
atburðum og svo gat hann skelli-
hlegið á sinn hressilega hátt. Ekki
heyrði ég hann heldur tala illa um
+
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÁRNI ÞORGRÍMUR KRISTJÁNSSON,
fv. forstjórí,
Bjarmalandi 1,
andaðist á heimili sínu þann 29. maí.
Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 5’ júní
ki 1 'tn
Sigríður Sveinbjarnardóttir,
Árnbjörg Árnadóttir,
Sigrún E. Árnadóttir, Eggert Atlason,
Kristján Árnason, Sigríður Þórhallsdóttir
og barnabörn.
Móðir okkar,
GUDMUNDA GUÐJÓNSDÓTTIR,
Hjálmholti,
lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 30. maí.
Börnin.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞORLEIFUR ÞORLEIFSSON,
áður til heimilis í Gnoðarvogi 32,
lést á Hrafnistu 20. maí sl. Jarðarförin hefur ferið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð.
Elísa Jónsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
1 Innilegustu þakkir fyrír auðsýnda og útför ■ samúð og vinárhug við fráfall
HILMARS ÁRNASONAR,
Brekku við Vatnsenda.
Hjörleifur Hilmarsson, Hafdís Magnúsdóttir,
Hilmar Hjörleifsson, Baldur Hjörleifsson.
+
Ástkær eiginkona mín og systir,
SIGRÚN (GÓGÓ> GUÐMUNDSDÓTTIR,
verður jarðsett frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. júní kl. 15.00.
Kristján Ágústsson,
Magnús Guðmundsson
og aðrir aðstandendur.
+
Dóttir mín og systir okkar,
JANA MALENA REYNISDÓTTIR,
lést á Grensásdeild Borgarspítalans 22. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð.
Reynir Ólafsson og systkini.