Morgunblaðið - 01.06.1991, Side 45

Morgunblaðið - 01.06.1991, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991 45 nokkurn mann en hafi hann talið sig þurfa að segja eitthvað miður gott þá hefur hann gert það augliti til auglitis, því hann var maður hreinskiptinn. Mér birtist hann sem góðmenni en hann gat verið harður málafylgjumaður ef hann taldi það eiga við. Hann var góður skipu- leggjandi, nákvæmur og forsjáll. Hann var með betri ræðumönnum og átti einstaklega gott með að færa hugsanir sínar yfir á ritað mál. Ég er ekki viss um að hann hafi verið hversdagslega margmáll heimafyrir en hann var vitur maður og nýtti sér þá reynslu sem lífið veitti honum. Ég er ekki viss um að Benedikt hefði notið sín í lífinu ef Ingibjörg hefði ekki verið sú sem hún var. Án atorku hennar hefði hann ekki getað verið langdvölum að heiman og þá hefði hann ekki haft tíma til að sinna þeim margþættu félags- störfum sem á hann hlóðust. Ingi- þjörg var góð kona, hún var gaman- söm og skemmtileg í viðræðu. Á gamalsaldri hennar vakti það oft undrun mína hve hún var athugul og eftirtektarsöm. Hún ól börn þeirra upp í góðum siðum og hlýðni og ást til foreldra sinna. Börn þeirra urðu sjö og þau eru: Kristín húsmóðir á Selfossi, gift Jóni Guðfinnssyni, Málfríður hús- móðir í Stóru-Sandvík, ekkja eftir Jóhann Hannesson, Auður Ása, húsmóðir í Reykjavík, nýlega orðin ekkja eftir Hreiðar Jónsson, Teitur menntaskólakennari í Reykjavík, Einar bankastarfsmaður í Reykja- vík, kvæntur Rögnu Ólafsdóttur, Jóna Veiga, húsmóðir í Kvíarholti, gift Karli Þórðarsyni, Guðný Finna, húsmóðir í Nefsholti, gift Olgeiri Engilbertssyni. Þegar Benedikt hélt upp á sex- tugs afmæli sitt fór ég með föður mínum í veisluna. Þar hélt Benedikt ræðu og ég man að hann sagði þá m.a.: ..á liðnum árum hef ég notið styrks af börnum mínum og ég vænti þess að ég muni njóta nokkurs styrks af þeim í framtíð- inni.“ Þarna hefur Benedikt átt við það, að þau systkinin skiptust á um að vera heima og vinna við búið á milli þess sem þau voru í skólum eða í vinnumennsku. Benedikt varð að ósk sinni, því yngsta dóttirin fékk fyrir mann Olgeir, son ágætis- hjónanna í Pulu, þeirra Engilberts og Sellu. Þau fóru að búa í Nefs- holti 1959 svo Benedikt og Ingi- björg nutu þess að eiga þar heima svo lengi sem heilsan leyfði. Ingi- björg lést 2. janúar 1980 og Bene- dikt 25. maí sl. Hann verður jarð- sunginn í dag, 1. júní, frá Marteins- tungukirkju. Þennan heiðurs- og sómamann kveð ég með virðingu ög þakklæti. Gunnar B. Guðmundsson frá Heiðarbrún. Benedikt var fæddur að Saurbæ í Holtahreppi 5. ágúst 1896 þrem mánuðum áður en jarðskjálftinn mikli reið yfir Suðurland, en þá var honum bjargað út um glugga á baðstofunni í Saurbæ, en húsin þar urðu fyrir miklum skemmdum eins og á flestum bæjum á þeim slóðum. Hann var sonur hjónanna Guðjóns Jonssonar og Sólveigar Magnús- dottur, sem þá voru í vinnumennsku í Saurbæ en fluttu að Nefsholti í sömu sveit árið eftir og hófu þar búskap. Benedikt ólst upp hjá for- eldrum sínum í Nefsholti ásamt sex systkinum en hann var elstur. Systkini hans voru: Þuríðúr pg Málfríður sem nú eru látnar og Jul- ía, Halldóra, Eyfríður og Páll, sem lifa bróður sinn. Benedikt fór strax eftir fermingu að vinna utan heimilis. Hann stund- aði jöfnum höndum sveitastörf og sjómennsku, fyrst á árabátum frá Stokkseyri og Þorlákshöfn og síðar á mótorbátum frá Vestmannaeyjum og á togurum. Benedikt tók við búi í Nefsholti af föður sínum árið 1922. Hann kvæntist Ingibjörgu Guðnadóttur frá Hvammi, sem er næsti bær við Nefsholt. Þau giftu sig árið 1924 og bjuggu allan sinn búskap í Nefs- holti eða til ársins 1959, en þá létu þau búið í hendur dóttur sinnar og tengdasonar og hjá þeim dvöldu þau til dauðadags, en Ingibjörg lést árið 1980. Þau Ingibjörg og Benedikt eignuðust sjö mannvænleg börn, sem öll eru á lífi. Þau eru: Kristín, húsfreyja á Selfossi, gift Jóni Guð- finnssyni, Malfríður, húsfreyja í Stóru-Sandvík, var gift Jóhanni Hannessyni, sem nú er látinn, Auð- ur Ása, húsfreyja í Reykjavík, var gift Guðmundi Sigurðssyni, sem nú er látinn, Teitur, menntaskólakenn- ari í Reykjavík, Einar, bankamaður í Reykjavík, giftur Rögnu Olafs- dóttur, Jona Veiga, húsfreyja í Kvíarholti, gift Karli Þórðarsyni, Guðný Finna, húsfreyja í Nefsholti, gift Olgeiri Éngilbertssyni. Þau Ingibjörg og Benedikt voru mjög farsæl í sínu hjónabandi og höfðu mikið barnalán. Þau voru ein- staklega samhent, dugleg og elju- söm. Benedikt vann mikið utan heimilis, á fyrstu búskaparárunum fór hann á vertíð, en eftir að Kaup- félag Rangæinga á Rauðalæk var stofnað 1930 vann hann mikið hjá því við verslunar- og skrifstofustörf og síðar, eftir að það sameinaðist Kaupfélagi Hallgeirseyjar á Hvols- velli, vann hann við skrifstofustörf hjá því á Hvolsvelli. Hann var ungur kjörinn til trún- aðarstarfa í stjórnir hinna ýmsu félaga í sinni sveit, t.d. átti hann sæti í stjórn Sjúkrasamlags Holta- hrepps frá 1927 til 1971, í skóla- nefnd frá 1928 til 1942, í hrepps- nefnd Holtahrepps frá 1931 til 1938 og aftur frá 1942 til 1974, í stjórn Búnaðarfélags Holtahrepps frá 1942 til 1974, formaður sóknar- nefndar Marteinstungukirkju frá 1929 til 1971. Benedikt starfaði mikið í ungmennafélagi sveitarinn- ar og var kjörinn heiðursfélagi þess. Hann var mikill samvinnumaður og tók virkan þátt í stofnun Kaupfé- lags Rangæinga og studdi það með ráðum og dáð alla ævi. Hann vann mikið hjá því svo sem áður segir og vann því vel, eins og öllum, sem hann vann hjá, því hann var ákaf- lega traustur og samviskusamur í öllum störfum, og einstaklega vand- virkur. Hann var góður skrifstofu- maður, skrifaði vel og var mjög reikningsglöggur. Benedikt var endurskoðandi Kaupfélags Rang- æinga frá 1958 til 1974. Ég var kaupfélagsstjóri félagsins á þeim tíma og kynntist honum því vel, bæði sem endurskoðanda og starfs- manni, því ég hafði unnið með hon- um áður hjá kaupfélaginu. Mér er því bæði ljúft og skylt að greina frá hæfni hans og eiginleikum um leið og ég þakka honum góða leið- sögn og samfylgd nú þegar hann er allur. Benedikt var dyggur stuðnings- maður Framsóknarflokksins alla tíð og tók virkan þátt í starfi flokksins í héraðinu. Ég man sérstaklega eft- 'ir því, hversu Benedikt minntist með mikilli ánægju þeirra sigra, sem Frams'óknarflokkurinn vann með afurðasölulögunum 1934. Benedikt var dæmigerður „sveit- amaður“. Landbúnaðurinn og sveit- asælan áttu hug hans allan. Hann kunni líka vel að meta fegurð og dásemdir íslensku öræfanna. Hann átti margar mjög góðar minningar úr fjallferðum og smalamennsku á Landmannaafrétti, enda var hann fjallkóngur þar í 12 ár. Á heimili Benedikts og Ingibjarg- ar í Nefsholti var ætíð mjög mikil gestrisni, enda gestkvæmt þar mjög, bæði vegna félagsmálastarfa Benedikts og þeirra miklu fram- kvæmda, sem áttu sér stað í tún- jaðrinum í Nefsholti á búskapar- árum þeirra hjóna, en þá var byggt félagsheimilið „Laugaland“ og bytj- að á framkvæmdum við Lauga- landsskóla. Auk þess var Benedikt hreppstjóri í 10 ár. Ég vil fyrir hönd hinna fjölmörgu og okkar allra, sem þáðum beina og nutum gestrisni og alúðar á heimili Benedikts og Ingibjargar í Nefsholti, færa þeim og börnum þeirra okkar bestu þakkir. í dag er Benedikt til moldar bor- inn frá Marteinstungukirkju. Þar verður hann kvaddur með virðingu og þökk af ættfólki og samferða- mönnum. Minningin um góðan dreng og mikilhæfan mann mun lengi lifa. Ólafur Ólafsson Léttsveit Keflvíkinga Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgrunblaðsins. SEXTÁN manna Léttsveit Tónlistarskólans í Keflavík er nú í Or- lando í Florída og lék við mjög góðar undirtektir á opnu sviði í miðborg Orlando á þriðjudag. Fyrr um daginn hafði léttsveitin unn- ið hug og hjörtu heimilismanna á einu stærsta dvalarheimili aldraðra í Orlando. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Karen Sturlaugsson og sagði hún áheyrendum í stuttu en skemintilegu máli frá aðstæðum á Islandi, sögupunktinum, heita vatninu, tungumálinu og landkönnun- arferðuin Leifs Eiríkssonar og frænda hans til Ameríku fyrir 10 öldum. Fararstjóri hópsins er Kjartan Már Kjartansson skólastjóri Tónlistarskólans í Keflavík. Hljómsveitin kom við í Boston á leið sinni til Florida og lék þar við mjög góðar undirtektir rúmlega 300 áheyrenda. Ætlaði fagnaðarlátum aldrei að linna og lék sveitin mörg aukalög. Hápunktur Floridafarar léttsveit- arinnar verður í Disneygarðinum Magic Kingdom á föstudaginn. Síð- an leikur hljómsveitin á 17. júní hátíð Leifs Éiríkssonar, ísl.-amer- íska félagsins í Mið-Florida, en stjórn þess hafði milligöngu um komu léttsveitarinnar til Florida. Síðustu hljómleikarnir verða síðan á sunnudaginn í Central-garðinum í Winter Park, sem er stærsta út- borg Orlando. Ohætt er að segja að ferð hljóm- sveitarinnar hafi verið Tónlistar- skólanum og íslandi til hins mesta sóma. Áheyrandi á útitönleikunum í gærkvöldi gaf sig á tal við undir- ritaðan og sagði orðið afar sjald- gæft að heyra þennan ósvikna hljómblæ gömlu big-band sveitanna hjá hljómsveitum ungra Bandaríkj- amanna. „Ég var alinn upp við þetta hljómfall og nýt þess út í fing- urgóma," sagði þessi áheyrandi. _ # 7/7///////// VORLINAN VERSL. KRISMA ÍSAFIRÐI EFLUM SLYSAVARNARFÉLAG ÍSLANDS Styðjum einstakt framtak systkinanna úr Bolungarvík! Tilurð og tilgangur plötunnar Hönd í hönd eru einstæð. Þann 18. desember 1990 fórust þeir Vagn Margeir Hrólfsson og tengdasonur hans Gunnar Öm Svavarsson við störf sín á sjónum. Sjö böm Vagns einsettu sér að heiðra minningu ást- vina sinna með því að styrkja slysavamir landsmanna. Við gerð hljómplötu nýttust þeim meðfæddir tónlistarhæfíleikar sem faðir þeirra hafði kennt þeim að njóta og leggja rækt við. Lagavalið var auðvelt: UPPÁHALDSLÖGIN HANS PABBA. Njótum góðrar tónlistar, styrkjum gott málefni! Vagnsdóttir Vagnsdóttir 1. júní, dagurinn fyrir sjómannadaginn, verður fyrsti söludagur þessarar bráðskemmtilegu plötu. Slysavamarfólk um land allt sér um söluna. Allur ágóði rennur til Slysavamarfélags íslands. Slysavamarfélagið þakkar þetta einstæða framtak og hvetur fólk til þess að taka höndum saman og standa stöðugan vörð gegn hverskonar slysum á sjó og landi. Einlægar þakkir til allra sem leggja málinu lið. SVFI Haukur Vagnsson Vagnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.