Morgunblaðið - 01.06.1991, Side 46

Morgunblaðið - 01.06.1991, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991 fclk í fréttum Michiko Koshino ásamt aðstoðarmönnum við undirbúning sýningarinnar. Morgunblaðið/KGA TÍSKA _ Haustlínan kynnt Það er ekki á hverjum degi sem erlendir tískuhönn- uðir sýna nýjustu línuna hér á landi, en í kvöld sýnir japanski hönnuðurinn Michiko Koshino föt sín á skemmtistaðnum Yfir strikið. Sýningin verður kynning Koshino á næstu vetrarl- ínu sinni og í föruneyti hennar er leikstjóri sem mun stjórna upptökum á sýningunni og stemmningu kvölds- ins. Upptakan verður notuð til kynningar á línunni, íslandi og Yfír strikið um heim allan. 20 fyrirsætur frá Icelandic Models, hárgreiðslufólk frá Jóa og félög- um, smiðir, ljósamenn og sviðshönnuðir hafa lagt dag og nótt saman til að setja upp sýninguna, en einnig verður með í för plötusnúður sem leikur það nýjasta í danstónlistinni. WWWWWW Utno Ml/ vrvrvfvwwf Urt>h FERÐASUMARIÐ \i O: / \ s 91 Nú þegar sumarið er loksins komið höfum við ákveðið að efha til stórsýningar á nýjum bílum, tjaldvögnum, hjólhýsum og öðru sem hægt er að tengja sumarferðalögum. Við eftirtaldir sýnendur viljum hér með bjóða alla velkomna í Bílakringluna, Grófiimi 8, Keflavík um helgina og kynnast fjölda frábærra nýjunga í glæsilegum 700 fermetra sýningarsal. Sýningin er opin laugardaginn 1. júní kl. 10 - 18 og sunnudaginn 2. júni kl. 13 - 18. Komið og sannfærist. /' /1 0? Bílaumboðið hf ^^renault Brimborg hf. Q S □AIHATSU VOLVO 1Gbbust CITROÉN HONDA Á ÍSLANDI íff) HOltfDA Ingvar Helgason hf. Onissan 9 SUZUKIBILAR HF. m ii OPIÐ Laugardae kl. 10-18 Sunnudag kl. 13-18 Stórútsala á notuðum bílum einnig um helgina. Gr.kjör: Engin útb, - eftirstöðvar á 36. mán. , GjsJ.i. jóóssön S Cö. $ SUZUKi Camp-let Tjaldvagnar og hjólhýsi ^—.rR- BIIAKRINGIAN GRÓFIN 7 og 8 - Keflavík Puisupartý og [£] Ýmsar kynningar verða á staðnum. Heitt á könnunni. KONGAFOLK Danska drottning- arefnið í höfn? Danir hoppa nú hæð sína í öllum herklæðum, því nú hyllir und- ir nýtt drottningarefni. Um all langt skeið hefur krónprinsinn Friðrik verið að gera hosur sínar grænar fyrir ljómandi huggulegri fyrirsætu að nafni Malou Aamund, en sá Þrándur hefur verið í götu að hún hefur verið gift tónlistarmanni að nafni Nikolai Egelund. Þau hafa að vísu verið skilin að borði og sæng og lögskilnaður verið í vænd- um, en Dönum finnst ekkert tiltöku- mál þótt drottningarefni sé fráskilin kona. Nú er skilnaðurinn í höfn og hin 21 árs gamla Malou orðin fijáls eins og fuglinn. Það er til marks um gífurlegan áhuga Dana á málinu, að vikublað- ið Billed bladet skýrði frá skilnaðin- um, en er önnur blöð fylgdu á eftir og höfðu samband við Malou, Frið- rik, Nikolai og Suzanne Bjerrehus, ömmu Malou, vissi ekkert þeirra að allt væri í höfn! Má segja að þau hafí lesið um það í dönsku blöðun- um. Það sem nú getur komið í veg fyrir að Malou Amund verði næsta drottning Danmerkur er að hún og Friðrik slíti sambandi sínu eða að Margrét drottning leggi ekki bless- un sína yfír ráðahaginn. Sérfræð- ingar í dönskum kóngafólksmálum telja hverfandi líkur á því að Margr- ét myndi fetta fingur út í val Frið- riks þrátt fyrir skilnaðarmálið. Malou sé greind, sjálfstæð og falleg og í raun eigi það að duga. Það veit auðvitað enginn hvort að Frið- rik og Malou tolli saman, en eitt þykir þó benda til þess, Friðrik hef- ur lengi verið iðinn pilsajagari og skipt um vinkonur nær vikulega. Eða þar til að hann kynntist Malou. Þau hafa verið „bestu vinir“ nú svo mánuðum skiptir og ónafngreindir aðilar sem standa nærri kóngafólk- inu fullyrða að um heita ást sé að ræða. OLYMPIULEIKAR José Carreras tónlistar- stjóri Olympíuleikanna Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Spænski óperusöngvarinn José Carreras hefur tekið tilboði Olympíunefndarinnar um að hafa umsjón með tónlist á Olympíuleik- unum í Barcelona á Spáni á næsta ári. Þijár ástæður voru nefndar fyr- ir tilboðinu. í fyrsta lagi listrænir hæfíleikar söngvarans, í öðru lagi tengsl hans við Barcelona sem er heimaborg hans og í þriðja lagi íþróttaáhugi hans. Aðalviðfangs- efni söngvarans verður að sjá um tónlist á opnunar- og iokaathöfn leikanna. Það er vissulega spenn- andi því milljónir manna í fimm heimsálfum munu fylgjast með. Þykir mörgum fomtnilegt að sjá til hvaða bragða verður gripið til að hrífa áhorfendur. Flestum eru víst í fersku minni tónleikar stórsöngvaranna Piacido Domingos, Luciano Pavarottis og José Carreras í rómversku böðun- um í fyrrasumar. Þeir tónleikar voru menningaruppákoma í tilefni af heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu. Sagt er að þeir hafi ekki sist orðið að veruleika vegna fót- boltaáhuga Pavarottis, sem hafí í tilefni þessa viðburðar í heimalandi hans, viljað gera eitthvað eftir- minnilegt. Þá þegar var farið að tala um hvernig og hvenær hægt yrði að koma annarri eins sam- komu upp. Þó hún verði ekki end- urtekin er ekki ósennilegt að eitt- hvað svipað verði reynt í tilefni Olympíuleikanna á næsta ári. COSPER — Þú verður að fara að fá þér gleraugu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.