Morgunblaðið - 01.06.1991, Síða 53

Morgunblaðið - 01.06.1991, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ1991 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Hf láaff HEILRÆÐI VANHUGSUÐ HÓPREIÐ Síðasta sunnudag auglýstu nokk- ur samtök, að félagar þeirra mundu sækja messu í Langholtskirkju. í einhveijum samtakanna voru hesta- eigendur, sem komu ríðandi í stór- um hópi til kirkju. Langholtskirkjá er mín kirkja, enda á ég heima svo að segja í næsta húsi. Þennan dag langaði mig ekki í kirkju, heldur ákvað ég að vinna í garðinum mínum. Hrossahópur kirkjugesta var skilinn eftir í einfaldri rafgirðingu við kirkjuna og reiðmenn gengu til kirkju. Allt í einu hófst mikil hring- ing kirkjuklukknanna, eins og við mátti búast. Klukkuturninn var rétt hjá hestunum og það var eins og við manninn mælt, að allt hrossa- stóðið fældist. „Rafgirðingin" hvarf og hrossastóðið ruddist í burt frá kirkjunni. Það tók sprettinn um gangstíginn, sem er milli raðhús- anna við Langholtsveginn og leik- skólans við Sólheimana, síðan upp gangstíginn milli raðhúsanna við Skeiðarvog og Sólheima, en sitt hvorumegin við gangstígana eru húsagarðar. Stóðið æddi áfram yfir Ljósheima, Gnoðai’vog og beint af augum í tryllingi og linnti ekki á sprettinum fyrr en við hesthúsin í Viðidal fyriri ofan Elliðaár. Eg var sem betur fer eina mann- lega veran þarna á þröngum gang- stígnum við garðinn minn, þegar stóðið kom æðandi og fyllti sundið milli húsgarðanna. Ég giska á, að hrossin hafi verið 30 til 50 talsins. Skepnurnar voru gersamlega tryllt- ar. Eg gat forðað mér, en ég hugsa með skelfingu til þess sem gerst hefði, ef börn eða gamalmenni hefðu verið þarna á ferðinni eins og títt er, til dæmis lítil börn á hjól- um. Enginn mannlegur máttur gat stöðvað ærð dýr og undan hrossa- hópnum varð ekki komist, nema meðþví að hiaupa inn í húsgarða. Ég vona, að hestaeigendur komi á bilum sínum eða gangandi til kirkjunnar minnar næst, en svona heimsókn er ótrúlega vitlaus og vanhugsuð og bendir til lítillar þekkingar á skepnum. Sannarlega var það slembilukka, að ekki hlaust verra af, slys eða eignatjón. Ég spyr því: Þarf ekki leyfi fyrir svona uppákomum, sem er í fyrsta lagi hópreið gegnum íbúðahverfi og í öðru lagi „v_arsla“ hrossahóps þar í l-l'Aklst.? Ég spyr líka hestaeig- endurna, hver hefði borið ábyrgð á, ja, segjum bara skemmdum á bílum sem hrossin hefðu hlaupið á? Langhyltingur Tengjum íslensku krón- una við Evrópumyntir Mér líst vel á þá hugmynd, sem nú nýtur vaxandi fylgis, um að tengja íslensku krónuna við mynt- kerfi Evrópu. Það er hrikalegt til þess að hugsa hvernig farið hefur verið með íslensku krónuna á und- anförnum áratugum, verbólgan sum árin stundum meira en 100 prósent. Þetta hefur því miður inn- rætt þjóðinni virðingarleysi gagn- vart peningum, að minnsta kosti er íslenska krónan lítilsvirt en margir líta sjálfsagt upp til erlendra gjaldmiðla svo sem dollarans og marksins. Það hefur sýnt sig að hér þarf lítið útaf að bera til að verðbólgan komist á skrið. Svo virðist að fráfar- andi stjórn hafi gripið til þess ráðs síðustu mánuðina sem hún sat að hefja umfangsmikla seðlaprentun til að halda í velferðarímyndina. En seðlaprentun leysir engan vanda og hefur aldrei gert - það fjölgar bara seðlunum í umferð, engin verð- mæti skapast við seðlaprentun. Þetta er einfalt en stjórnmálamenn- irnir íslensku virðast ekki skilja það, eða vilja þeir ef til vill ekki skilja það? Sama er að segja um þá sem annast stjórn peningamála sem mér skilst að hafí verið sömu mennimir síðustu áratugi. Seðla- bankinn hefur staðið sig illa þrátt fyrir ijölmennt starfslið. Vandinn væri leystur ef íslenska krónan yrði endanlega fastbundin Evrópumyntum. Þannig myndi sjálfkrafa koma stöðugleiki í efna- hagslífið og stjórnmálamennirnir hefðu minni möguleika á að hringla með hlutina. íslenska krónan myndi þegar vinna sér traust, hér heima sem erlendis, öllum til hagsbóta. Því er nú einu sinni þannig varið að líf flestra (sennilega allra sem ekki eru beinlínis fæddir með gull- skeið í munni) hlýtur að snúast meira og minna um peninga og öflun þeirra. Þess vegna er þýðing- armikið að verðgildi peningana sé fast og ekki sé hringlað með það eftir duttlungum þeirra sem með völdin fara og aðstæðum hveiju sinni. Verðbólgan sem heijaði á íslensku þjóðina atatugum saman reyndist okkur íslendingum dýr. Við ættum að læra af þeirri lexíu og koma í veg fyrir að slíkt endur- taki sig með þessum einfalda hætti. Launamaður MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI Skrifstofunám MK Skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi er tveggja ára hagnýtt nám með sex vikna starfsþjálf- un á skrifstofu og í banka. Skólinn hefst í septemberbyrjun og lýkur með starfsþjálfun í maí. Hægt er að meta skrifstofubrautarpróf til eininga, sem jafngilda einu ári í framhaldsskóla. Nemendur á skrifstofubraut þurfa að hafa lokið grunnskólaprófi eða vera orðnir 18 ára við upp- haf námsins. Nánari upplýsingar eru veittar í Menntaskólanum í Kópavogi, símar 46865 og 44014. Innritun fer fram 3. og 4. júní frá kl. 9.00-18.00. STEINAR WAAGE Það gæti orðið þitt barn! Börnin í umferðinni eru börnin okkar. Þar sem þau eru á eða við akbrautir, er nauðsynlegt að sýna sérstaka aðgát. Öll viljum við vernda börnin fyrir hættum í umferðinni. Það gerum við best með því að sýna gott fordæmi. STÓLAR, BORÐ LEGUBEKKIR, HJOLABORÐ 0G FLEIRA Gullfalleg garðhús- gögn í sumarbú- sfaðinn, blómagarð- inn eða garðsfof- una. Sferk og góð. Þau eru litekta og þola að standa úti ailan órsins hring. Gœðavara ó góðu verði. Þriggja óra óbyrgð. Opið laugardaga kl. 10-16. FAXAFEN 12 • SÍMI 38000 5% staðgreiðsluafsláttur. Póstsendum samdægurs. Domus Medica, Kringlunni, Toppskórinn, s. 18519. s. 689212. Veltusundi, s. 21212. SKÓVERSLUN Topp-tilbod Verðl. Tegund 7125. Stærðir: 36-41. Litur: Svartur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.