Morgunblaðið - 13.08.1991, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. AGUST 1991
Fráleitt að léleg hönnun valdi
mestu um aftanákeyrslur
- segir yfirverkfræðingnr umferðardeildar Reykjavíkurborgar
ÞORARINN Hjalta.son, yfirverkfræðingur umferðardeildar borgar-
verkfræðings, segir það fráleitt sem haft var eftir Gunnari Þór Jóns-
syni, prófessor i slysalækningum, í Morgunblaðinu á laugardag að
íbúar Reykjavíkur eigi það frekar á hættu en aðrir á höfuðborgarsvæð-
inu að lenda í umferðarslysum og að lélegri hönnun umferðarmann-
virkja sé helst um að kenna mikinn fjölda aftanákeyrslna í borginni.
Þórarinn sagði að kannanir sýndu
að um 80% af allri umferð á höfuð-
borgarsvæðinu færi um götur
Reykjavíkur og því væri eðlilegt að
80% slysa á svæðinu, sem kæmu inn
á slysadeild, yrðu í borginni, eins
og hann segir að fram hafí komið í
erindi Gunnars. Samanburður sá
sem eftir Gunnari hafi verið hafður
í Morgunblaðinu taki ekkert tillit til
þess að íbúar, til dæmis Seltjarnar-
ness og víðast á höfuðborgarsvæð-
inu, aki meira í Reykjavík heldur en
í sínum heimabæ enda sæki flestir
þangað ýmsa þjónustu og jafnvel
vinnu. „Hin einfalda skýring er að
það er mikiu minna ekið á Seltjarn-
amesi á hvern íbúa en í borginni,"
sagði Þórarinn.
Þórarinn Hjaltason kvaðst ekki
neita því að sums staðar í gatna-
kerfi borgarinnar væri pottur brot-
inn og á stöðum þar sem mikið
væri um aftanákeyrslur, eins og til
dæmis á aðreinum Miklubrautar við
Ártúnsbrekku og af Bústaðavegi inn
á Kringlumýrarbraut, mætti finna
að því að aðreinar væru of stuttar
og umferð inn á þessar götur hefði
ekki sérstakar akreinar fyrir sig.
Stöðugt væri unnið að úrbótum á
þessu eftir því sem íjárráð leyfðu
og á Kringlumýrarbraut væri verið
að leggja lokahönd á úrbætur. Úr-
bætur í Ártúnsbrekku ættu sam-
kvæmt vegaáætlun að hefjast 1994
en þar er um að ræða þjóðveg í
þéttbýli og þarf 400 milljónir króna
til að gera nýja akbraut. Einnig
nefndi Þórarinn að á Eiðisgranda
og Bústaðavegi væri nú verið að
gera sérstakar akreinar fyrir vinstri
beygju við gatnamót en skortur á
slíku hefði verið talinn bjóða heim
hættu á aftanákeyrslum.
Þórarinn Hjaltason sagði að und-
anfarin ár hefðu borgaryfirvöld lagt
mikla áherslu á að koma upp um-
ferðarljósum á gatnamótum en það
væri talið fækka umferðarslysum
um 30-50%. Hins vegar fylgdu því
fleiri aftanákeyrslur og það væri
hluti skýringarinnar en önnur væri
sú að á síðustu fimm árum hefði
umferð í borginni aukist um 30%, á
sama tíma hefði óvenjumikil nýliðun
orðið í hópi ökumanna. • Þá minnti
Þorarinn á umræður sem orðið hefðu
um að aukning á hálsáverkum eftir
aftanákeyrslur væri ef til vill sýndar-
aukning þar sem fólk væri farið að
læra á kerfið og vissi að auðvelt
væri að fá bætur út á þessa áverka.
Morgunblaðið/Haraldur Þórðar Guðmundsson
Endastakkst út af brautinni
Það var fátt heillegt eftir í þessum bíl, sem endastakkst út af kvartm-
ílubrautinni í Kappelluhrauni á sunnudag. Bíllinn fór margar veltur,
en ökumaðurinn, Valur Vífilsson, kenndi sér einskis meins, enda vel
varinn af ýmsum öryggisbúnaði. Valur sést hér á hvítum samfesting
standa brúnaþungur yfir leifum bílsins.
Sprengingin í Grafarvogi:
Ekki rétt staðið að
VEÐURHORFUR I DAG, 13. AGUST
YFIRLIT: Yfir Grænlandshafi er 988 mb lægð, sem þokast norðaust-
ur. Hiti breytist fremur lítið.
SPÁ Vestlæg átt, gola eða kaldi víðar um sunnan- og vestanvert
landið er þurrt að mestu norðaustanlands. Hiti verður á bilinu 8-14
stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Suðvestlæg átt sunnanlands og vestan
með skúrum, en norðanátt og rigning eða súld á Norðurlandi. Frem-
ur svalt í veðri.
HORFUR Á FIMMTUDAG:Suðvestanátt. Skúrir víða um land, eink-
um á Suður- og Vesturlandi.
Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
IV: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig:
10 gráður á Cels
stefnu og fjaðrirnar ý Skúrir
Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig. * V E1
Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka
/ / / = Þokumóða
Hálfskýjað * / * ’ , ’ Súld
/ * r * Slydda OO Mistur
Skýjað / * /
* * * —|- Skafrenningur
Alskýjað * * * * Snjókoma * * * [7 Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hltl veður
Akureyri 13 léttskýjað
Reykjavík 12 rigning
Bergen 14 skýjað
Helsinki 15 skýjað
Kaupmannahöfn 19 hátfskýjað
Narssarssuaq 7 rigning
Nuuk 4 þokumóða
Osló 19 skýjað
Stokkhólmur 16 skýjað
Þórshöfn 14 skýjað
Algarve vantar
Amsterdam 19 skýjað
Barcelona 27 lóttskýjað
Beriin 22 skýjað
Chicago 16 léttskýjaó
Feneyjar vantar
Frankfurt 23 skýjað
Glasgow 16 skúrásið.klst.
Hamborg 19 skýjað
London 20 háltskýjað
LosAngeles 20 skýjað
Lúxemborg 20 akýjað
Msdrití 30 heiðskírt
Malaga 26 heiðskfrt
Mallorca 26 skýjað
Montreal 18 lóttskýjað
NewYork 22 iéttskýjað
Orlando 26 léttskýjað
Þaris 20 alskýjað
Madeira vantar
Róm vantar
V/n v 29 léttskýjað
Washington 23 alskýjað
Winnipeg 16 léttskýjað
undirbúmngnum
-segir forstjóri Vinnueftirlits ríkisins
EYJÓLFUR Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins, segir rann-
sókn hafa leitt í ljós að ekki hafi verið staðið rétt að sprengingunni
í húsgrunni í Húsahverfi í Grafarvogi, á fimmtudagskvöld, þegar
gijóti rigndi yfir hús og garða sem eru við grunninn. Framhald
framkvæmda var heimilað í gær en Eyjólfur segir að reynt verði
að komast hjá frekari sprengingum. Ef þær verði leyfðar verði ekki
notaður kjarni við sprengingarnar.
„Við vitum megin staðreyndimar
í málinu og sjáum skýringar á því
sem þama gerðist," sagði Eyjólfur.
Hann sagði að orsaka væri ekki
eingöngu að leita í að ekki hafi
verið nægilega birgt yfír holuna,
þar sem sprengiefninu var komið
fýrir, heldur komi margt annað til,
s.s. útsetning á borholum, val á
hvellhettum, val á tímaseinkun
hvellhettna og lagskipting berglaga
o.fl.
Brynjar Bijánsson, framkvæmd-
astjóri verktakafyrirtækisins, Hag-
virki - Klettur sem stóð að spreng-
ingunum í húsgrunninum, segist
ekki hafa fengið endanlegar skýr-
ingar. Þó sé ljóst, að sprengiefnið
hafí ekki allt spmngið. „Það gæti
bent til þess að fyrirstaða hafí ekki
losnað og sprengjan hafi ekki losað
allt sem hún átti að gera, sem gerði
það að verkum að öftustu holumar
hafí spmngið upp í loft í stað þess
að springa fram. Þetta er þó enn
hrein tilgáta. Þetta bendir þó til að
ekki hafí verið nægilega vel gengið
frá þessu,“ sagði hann.
Eyjólfur sagði að notkun kjama
gerði sprengingar af þessu tagi
vandasamari og ónákvæmari og nú
væri til skoðunar hvort notkun hans
nálægt byggð yrði heimiluð í fram-
tíðinni.
Um framhald málsins sagði Ey-
jólfur: „Við munum skoða niður-
stöður rannsóknarinnar vandlega
og ákveða svo í framhaldi af því
hvað rétt sé að gera í þessu máli.“
Að sögn Brynjars er verkið nú á
lokastigi og stefnt að því að ljúka
sprengingum í dag undir umsjón
nýs sprengjustjóra og með eftirliti
starfsmanna Vinnueftirlitsins.
---------------------
Rafmagnslaust
í Fossvogi á
sunnudagsnótt
HÁSPENNULÍNA bilaði í fyrri-
nótt við Bústaðaveg með þeim
afleiðingum að rafmagn fór af
Fossvogshverfi í tæpa klukku-
stund. Bilunin fannst fljótt og var
gert við línuna í gær.
Að sögn Kristjáns Jónssonar,
verkstjóra hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur, getur liðið nokkur tími
á milli bilana af þessu tagi. Algeng-
ustu rafmagnstmflanir í borginni
stafí af skemmdum á rafstrengjum
vegna jarðvinnu. Skýringanna sé
þá að leita í því, að verktakar fari
ekki eftir teikningum Rafmagnsvei-
tunnar eða sýni ekki nógu mikla
gætni þegar grafíð er hjá strengjun-
um.
Fjögnr þúsund manns í miðbænum:
Almenn ölvun og mik-
iU skortur á leigubflum
LÖGREGLAN telur að hátt í fjögur þúsund manns hafi safnast
saman í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt síðastliðins sunnudags.
Átta manns gistu fangageymslur lögreglunnar og brotnar voru
rúður í söluturni og á miðbæjarstöð lögreglunnar.
Fáir vom í miðbænum framan
af kvöldi. Þegar tónleikum, sem
vom við Fellaskóla í Breiðholti,
lauk upp úr miðnætti fýlltist mið-
bærinn af fólki, að sögn lögreglu.
Almenn ölvun var í miðbænum
og að sögn lögreglu virtist sem
annar hver maður væri með flösku
í hendi. Mikill skortur var á leigu-
bílum en veður var gott. Tíu manns
vom handteknir vegna slagsmála
og fyrir að hindra lögreglu í starfí
og vora átta þeirra látnir dúsa í
fangaklefum um nóttina. Rúður
vora brotnar í sölutumi í Pósthús-
stræti og á miðbæjarstöð lögregl-
unnar en ekki hefur náðst í söku-
dólgana.