Morgunblaðið - 13.08.1991, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 13.08.1991, Qupperneq 13
MORQUNBLADIÐ ÞRIÐJUPAGUR 13. ÁQÚST ,1991 ít > Alviðræður: Heildarfjárfesting- losar 70 milljarða Efmslegt samkomulag um öll meginatriði samninga Fjármögnunarviðræður næsta viðfangsefni EFNISLEGT samkomulag hefur tekist um öll meginatriði samning- anna milli íslands og Atlantsálsfyrirtækjanna um nýtt álver á Keilis- nesi. Þetta var staðfest á fundi forstjóra álfyrirtækjanna þriggja sem mynda Atlantsál og íslenskra viðræðuaðila og í kjölfar þess fundar var greint frá þessu samkomulagi á fundi með fréttamönnum. Þeir Paul Drack, stjórnarformaður Alumax, Bond Evans forstjóri Alum- ax, Max Koker forsfjóri Hoogovens og Per Olaf Aronsson forstjóri Granges sögðu allir að þeir teldu að þótt fjármögnunarviðræðum væri ólokið og að endanlegir samningar yrðu ekki lagðir fyrir stjórn- ir fyrirtækjanna fyrr en í byrjun næsta árs, myndi Atlantsál reisa nýtt álver á Keilisnesi. „Tilgangur þessa fundar var að fara yfir alla málsþætti í þessum umfangsmiklu samningum sem háfa staðið frá því í mars 1990,“ sagði Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra í upphafi fundarins með frétt- amönnum í gær. Ráðherra sagði að í kjölfar þessarar staðfestingar gætu Atlantsálsaðilamir nú snúið sér að því að semja við bankastofn- anir og lánveitendur á hinum alþjóð- lega fjármagnsmarkaði um fjár- mögnun framkvæmdanna. Ráð- herra sagði að heimildarlagafrum- varp yrði lagt fram á Alþingi á þeim grundvelli sem staðfestur hefði verið í gær. Iðnaðarráðherra sagði að hann myndi ekki upplýsa um efnisleg atriði þess samkomu- lags sem tekist hefði, fyrr en sam- komulagið hefði verið kynnt stjóm Landsvirkjunar og fleirum. Ekki ódýrasta raforka í heimi Drack sagði að enn væm ákveð- in smáatriði sem þyrfti að vinna frekar í, en nú væri vissulega kom- in upp sú staða að fyrirtækin gætu einbeitt sér að fjármögnun þessa verkefnis. Drack sagði að Atlantsál- fyrirtækin litu alls ekki þannig á að hér á landi væri_ í boði ódýrasta raforka í heimi. „Ástæða þess að við erum hér er sú að raforkuverð- ið sem þið bjóðið er samkeppnis- hæft og auk þess treystum við því að þeir sem gera samninga hér fyr- ir Islands hönd, standi við gerða samninga. Það liggur í augum uppi að slíkt traust er mikilsvert þegar um er að ræða fjárfestingu upp á 60 milljarða króna,“ sagði Drack. Jóhannes Nordal sagði varðandi orkuverð að í grundvallaratriðum væri rafmagnssamningurinn á svip- uðum nótum og rætt hefði verið um. Hann vildi ekki tilgreina ná- kvæmt verð, en verðið yrði tengt verði á áli. Miðað við álverð í dag yrði raforkuverðið nálægt 10 mills/KWH. „Ég held að það sé okkar skoðun og okkar ráðunauta, að þetta verð sé mjög svipað og samið hefur verið um í þessari grein að undanförnu," sagði Jóhannes. Hann sagði að samningurinn væri til 25 ára, með framlengingarheim- ild til tvisvar sinnum fímm ára. Á fyrsta 25 ára tímabilinu mætti óska endurskoðunar, í fyrsta skipti eftir 10 ár. Jón Sigurðsson tók undir orð Jóhannesar og sagði að raforkuverð það sem um hefði samist væri sam- keppnishæft verð, og ekki væri rétt að líta á upphafsverðið á rafork- unni á grundvelli dagverðs á áli, eins og nú stæði. „Sannleikurinn er sá að þessi samningur skilar fjár- magnskostnaðinum með bærilegum arði til baka. Þá er ótalinn sá virðis- auki og sú viðbót við þjóðarbúskap- inn sem hlýst af rekstri álversins. Þetta er mjög mikilvægt sjónarmið, sem aldrei má líta framhjá þegar svona samningur er ræddur,“ sagði iðnaðarráðherra. Áhugi banka á fjármögnun mismunandi Drack var spurður hversu vel á veg Atlantsálfyrirtækin væru kom- in í samningaviðræðum við Iána- stofnanir um fjármögnun: „Slíkar viðræður eru þegar hafnar við ákveðna banka. Það er rétt að greina frá því að undirtektir lána- stofnana eru misjafnar, til dæmis sýna bankar í Englandi verkefninu lítinn áhuga. Enn sem komið er vitum við ekki um afstöðu banda- rískra banka, en líkast til hafa margir þeirra takmarkaðan áhuga vegna efnahagsörðugleika í Banda- ríkjunum. Ákveðnir bankar á meg- inlandi Evrópu verða líklega áhuga- samari um þátttöku í fjármögnun- inni, og án þess að ég nefni nokkra ákveðna banka, get ég greint frá því að við vitum af áhuga banka í tveimur Evrópulöndum. Ég tel því að við getum náð viðunandi samn- ingum um fjármögnun, þótt vaxta- kjörin verði ekki jafngóð og við náðum í samningum fyrir hálfu öðru ári,“ sagði Paul Drack. Forstjórar fyrirtækjanna þriggja voru spurðir hvort þeir tryðu því í hjarta sínu að Atlantsál myndi reisa nýtt álver á Keilisnesi: „Já, ég tel að við munum gera það,“ sagði Drack stjórnarformaður Alumax. „Ég tel að nýtt álver verði byggt á Keilisnesi,“ sagði Aronsson, for- stjóri Granges og þeir Max Koker forstjóri Hoogovens og Bond Evans forstjóri Alumax tóku í sama streng. Jón Sigurðsson sagði að áætlað væri að hafnargerð í Vatnsleysuvík vegna nýrrar álbræðslu á Keilisnesi myndi kosta um einn milljarð króna. Virkjanaframkvæmdir myndu kosta um 27 milljarða króna og heildarfjárfesting í álverinu um 43 milljarða króna, þannig að saman- lagt væri verið að ræða fjárfestingu upp á liðlega 70 milljarða króna. „Framkvæmdatíminn verður fram til ársins 1995. Mestar verða fram- kvæmdirnar á árunum 1993 og 1994,“ sagði ráðherra. Iðnaðarráðherra sagðist enga tölu vilja nefna, þegar hann var spurður hvað þessar samningavið- ræður hefðu hingað til kostað ís- lenska ríkið. „Þetta er bara partur af hinum almenna rekstri og fjár- festingu þessara aðila. Munurinn á þessum útgjöldum og mörgum sömu tegundar fyrr á árum, er náttúrlega sá að nú erum við að ná landi, þannig að það kemur eitt- hvað fyrir féð,“ sagði ráðherra. Frílisti EFTA og EB: Jón Baldvin segir ísland STOPP! FASTEICNA VIÐSKIPTI ERU ALVARLEGT MÁL Til að firra kaupendur og seljendur hugsanlegum eftirmálum, ætti ástandsmat kunnáttumanna ávallt að liggja fyrir áður en viðskipti fara fram. Hafið samband við okkur CTTiJT»H BYGGINGAÞJÓNUSTA f i#Jr f fff F AUÐBREKKU 22 SÍMI641702 ekki hafa fjallað um listann Leyfilegt að flylja inn viðbit frá 1988 JÓN Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra segir að ísland hafi ekkert um svokallaðan frí- lista EFTA og EB fjallað. í ofan- álag hafi innflutningur Smjörva og Létts og laggóðs verið heim- ill frá 1988 samkvæmt reglu- gerð sem þá var sett og ísvörur sem veður hafi verið gert út af hafi mátt flytja inn frá 1973. Málatilbúningur Ólafs Ragnars Grímssonar sé því staðlausir stafir og hann eigi að biðjast afsökunar. Ólafur Ragnar kveðst fagna upplýsingum, sem fram komu um málið á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í gær, um að Island hafi ekki tek- ið þátt í viðræðum um listann. Nú hljóti ríkissljórnin að svara því hvort ísland vilji innflutning smjörlíkis og ísefna þegar við- ræður um evrópskt efnahags- svæði hefjast að nýju í haust. Hannes Hafstein aðalsamninga- maður íslands í Brussel sat fund utanríkismálanefndar í gær og staðfesti eftir það að íslendingar hefðu ekki tekið þátt í samningavið- ræðum um listann. Hann segist ekki geta sagt um hvort hægt sé af íslands hálfu að undanþiggja ákveðnar vörur þegar viðræður hefjast aftur; þar komi pólitískt mat til. Jón Baldvin Hannibalsson segist ekki trúa því að menn hafni EES samningum vegna viðbitsins, sem þegar megi flytja til landsins séu málin skoðuð. Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra segir að ísland hafi ekki sam- þykkt listann og hann vilji að full- trúi síns ráðuneytis verði viðstaddur eigi ísland hlut að frekari viðræðum um málið í Brussel. Halldór vildi í gær ekki svara því beint hvort hann teldi að gera ætti kröfu' um að við- bit og ísefni yrðu tekin út af frflist- anum hvað ísland snerti. Hann lýsti því hins vegar sem skoðun sinni í frétt Morgunblaðsins um málið 3. ágúst. Ólafur Ragnar Grímsson segir lög banna innflutning viðbits. Tolla- yfirvöld hérlendis hafi ekki flokkað Létt og laggott og Smjörva í toll- flokka fyrr en í júlí, utanríkisráð- herra hafi enn ekki gefið sér tíma til að kynna sér málið nægilega. Orð hans hingað til hafí enda ekki verið í nokkru samræmi við það sem nú hafi komið fram hjá aðalsam- ingamanni landsins í Brussel. HUSEI6ENDUR - LEIGUSALAR Nýjung á leigumarkaói Leigumiðlun húseigenda hf. (LMH) hefur tekið að sér leigumiðlun fyrir félagsmenn Iðnnemasambands ís- lands undir nafninu Leigumiðlun iðnnema. Leigumiðlun húseigenda hf. óskar eftir húsnæði til út- leigu til iðnnema. Margt kemur til greina, herbergi, litl- ar íbúðir og stærra húsnæði undir sambýli. Leigumiðlun húseigenda býður leigusölum fjölþætta þjónustu, svo sem úttekt á húsnæði, tilllögu um leigu- gjald, val á leigutaka, gerð leigusamninga og frágang ábyrgða. Sé þess óskað annast LMH innheimtu leigu- gjalds, eftirlit með hinu leigða og ábyrgist þá skila- ástand húsnæðis. Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 680510 og á skrifstofu LMH í Ármúla 19. LEIGUMIÐLUN IÐNNEMA wwmrn Ármúla 19 - 108 Reykjavík, símar 680510 & 680511, fax 814730 ; l\IYJA MEL BROOKS GRII\IMYI\IDII\I : LÍFIÐ ER ÓÞVERRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.