Morgunblaðið - 13.08.1991, Síða 16

Morgunblaðið - 13.08.1991, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991 Kísiliðjm hf. viðMývatn 25 ára Kísiliðjan hf. við Mývatn er 25 ára í dag en þann 13. ágúst 1966 var undirritaður aðalsamningur á milli ríkisstjórnar íslands og Man- ville Corporation og var verk- smiðjan sett á laggirnar í kjölfar- ið, Frá upphafi hefur Kísiliðjan verið langstærsti atvinnuveitand- inn í Mývatnssveit og veitir nú á milli sextíu og sjötiu manns at- vinnu allt árið. Lengi hafa hins vegar staðið yfir deilur um áhrif kísilnámsins úr vatninu og skiptar skoðanir verið um ágæti verk- smiðjunnar sem stendur mitt i einni af perlum íslenskrar náttúru. í síðustu viku skilaði nefnd sér- fræðinga skýrslu um lífríki vatns- ins sem unnið hefur verið að frá árinu 1986. Rannsóknirnar leiddu ekki í ljós samhengi á milli starf- semi Kísiliðjunnar við Mývatn og aukinna sveiflna í dýrastofnum vatnsins. Hins vegar er ijóst að tilflutningur sets innan vatnsins hefur breyst verulega vegna dýpk- unar á Ytriflóa og landriss þar en áhrif þess á framvindu gróðurs og dýrasamfélaga eru ekki full- könnuð. Fyrir næstu áramót verð- ur tekin ákvörðun um það hvort farið verði fram á endurskoðun á námaleyfi verksmiðjunnar en nú- gildandi leyfí gildir fram til ársins 2001. Morgunblaðið/KGA Róbert B. Agnarsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar við Mývatn. . ' Róbert B. Agnarsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar: Nýju eignaraðilarnir ætla okkur greinilega hlutverk í framtíðimii Alleghany mun á næstunni kaupa hlut Manville í verksmiðjunni UM LEIÐ og afmælisári er fagnað stendur Kísiliðjan við Mývatn á tímamótum þar sem nýir eignaraðilar eru að koma inn í fyrirtækið í stað Manville Corporation sem átt hefur 48,56% í verksmiðjunni; íslenska ríkið á 51% en 19 sveitarfélög á Norðurlandi eiga 0,44%. í byrjun júní skrifuðu forsvarsmenn Manville í Denver og Alleghany í New York undir viijayfírlýsingu þess efnis, að Manville seldi Alleg- hany deild sína sem hefur með kísilgúr og perlustein að gera, þ. á m. eignarhluta í Kísiliðjunni en áætlað er að ganga frá endanlegum sölusamningi í sumar. Kaupverð hefur ekki verið látið uppi. Að sögn Róberts B. Agnarssonar, framkvæmdastjóra Kísiliðjunnar, er Manville-fyrirtækið að selja fjórar kísilgúrverksmiðjur sínar, auk eign- arhluta í Kísiliðjunni sem og allt sölu- og dreifingarkerfí sitt í heimin- um. „I stað þess mun koma inn bandarískt fyrirtæki, Alleghany, sem er eignarhaldsfélag með mörg dótturfélög og einungis ellefu starfsmenn þrátt fyrir að það velti 1,8 milljörðum Bandaríkjadala á ári eða 10 milijörðum íslenskra króna á hvern starfsmann," sagði Róbert í samtali við Morgunblaðið en slík eignarhaldsfélög með sjálfstæðum dótturfélögum er sífellt algengara form erlendra stórfyrirtækja, að hans sögn. Forsvarsmenn Alleghany fyrirtækisins hafa einkum verið í banka- og tryggingastarfsemi en eru að leita sér að hagkvæmum kostum öðrum og sjá möguleika í kísilgúriðnaðinum. Offramboð og lágt verð Undanfarin ár hefur offramboð og lágt verð einkennt kísilgúrmark- aðinn. „Það gengur ekki til lang- frama að það skuli vera 20% um- framframleiðslugeta hjá kísilgúr- verksmiðjum í heiminum. Sam- keppnin verður mjög mikil en varan er tiitölulega einsleit þannig að menn eru nær einungis að keppa í verði. Þetta veldur of lítilli sölu fyr- ir framleiðslueiningarnar og of lágu verði,“ sagði Róbert. Hann sagði stöðu Kísiliðjunnar hins vegar tiltölulega sterka vegna staðsetningar verksmiðjunnar hér á landi og sagðist þess fullviss að nýju eignaraðilamir ætluðu verk- smiðjunni hlutverk í framtíðinni. „í fyrsta lagi er Kísiliðjan að mestu leyti fullafskrifuð, sem gerir hana betur í stakk búna til þess að taka áföllum í samkeppni en nýrri verk- smiðjur. í öðru lagi er hráefnis- náman stór og talin í árhundruðum miðað við núverandi afkastagetu verksmiðjunnar. Hráefnið er líka gott og til þess fallið að framleiða hágæðakísilgúr. Kísiliðjan er reynd- ar eina kísilgúrverksmiðjan í heim- inum sem tekur hráefni sitt úr vatni, þar sem náman í raun endumýjar sig og árlega fellur til nýtt hráefni. Annars staðar er hann sóttur í upp- þornuð stöðuvötn eða sjó, sem eru mun eldri námur en Mývatn en það er í núverandi mynd talið um 2.300 ára gamalt. Kísilgúrinn sem fram- leiddur er í Kísiliðjunni er léttari en annar kísilgúr á markaðnum og notandinn þarf því í raun minna af honum en öðmm. í þriðja lagi er Evrópumarkaður ekki sjálfum sér nógur um kísilgúr, svo að kísilgúr er fluttur þangað inn, aðallega frá Bandaríkjunum. Nálægð okkar við Evrópu á eftir að skapa okkur svig- rúm. Fiutningsgjöld frá Banda- ríkjunum hafa þó undanfarin ár verið það lág að hagnaður af stað- setningu hefur ekki skilað sér,“ sagði Róbert. Hagnaður var af rekstri Kísiliðj- unnar á síðasta ári fyrir skatta upp á 18,4 milljónir en verksmiðjan hef- ur skilað hagnaði frá árinu 1983. Samtals var útflutningur kísilgúrs 24.856 tonn á árinu 1990, sem er 2,6% aukning frá fyrra ári en mest hefur verksmiðjan flutt út 27.700 tonn árið 1985. Róbert benti á að þjóðhagslegt mikilvægi verksmiðjunnar væri ótvírætt. „Kísiliðjan aflar mikils gjaldeyris fyrir þjóðarbúið þar sem 99,9% af framleiðslunni em flutt út og skilar þar áf leiðandi nær allri sinni innkomu í erlendum gjaldeyri. Þar að auki veitir hún yfir sextíu manns atvinnu og kaupir mikið af innlendum aðföngum, t.d. jarðgufu, rafmagn og þjónustu skipafélaga. Sú neikvæða umræða sem átt hefur sér stað undanfarin ár um Kísiliðj- una er afar óréttmæt og jafnframt óskynsamleg þegar miðað er við hve gott og þjóðhagslega hagkvæmt þetta fyrirtæki er,“ sagði Róbert. Engin mengunaráhrif á lífríkið Upp úr Mývatni er dælt 40 þús- und tonnum af kísilgúr á ári. Kísiliðjan fékk námaleyfi árið 1985 sem gildir í 15 ár frá 1986 að telja eða til ársins 2001. Þá var jafnframt sett á laggimar sérfræðinganefnd um Mývatnsrannsóknir, sem nýlega hefur skilað skýrslu um lífríki vatns- ins. Umhverfísráðherra mun á næst- unni senda Náttúmverndarráði skýrsluna til umsagnar en í fram- haldi af því verður tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á endur- skoðun á námaleyfi Kísiliðjunnar. Að sögn Róberts hefur umræðan um Kísiliðjuna einkennst af upp- hrópunum og tilfmningasemi án röksemda frá fáum en hávæmm mönnum og valdið fyrirtækinu mikl- um erfíðleikum undanfarin ár. „Það er í sjálfu sér óheppilegt fyrir fyrir- tæki eins og Kísiliðjuna að vera staðsett mitt í einni af perlum íslenskrar náttúm. Fólk sér stóra verksmiðju í þessu fallega landslagi og ímyndar sér að hún hljóti að vera mikill áhriíavaldur til hins verra fyrir framgang lífríkisins. Á sama tíma er litið framhjá öllum þeim óteljandi og oft ósýnilegu áhrifaþáttum sem leynast í náttúr- unni og hinu flókna samspili þeirra. Þá á ég við veðurfar, breytingar á hitastigi vatnsins, landris o.fl. Eins vill það gjarnan gleymast að maður- inn sjálfur er hluti lífríkisins og lifír ekki á loftinu einu saman. Starfsemi Kísiliðjunnar flokkast undir frum- framleiðslu, rétt eins og fiskvinnsla, og er hluti af þeim grunni, sem velmegun þjóðarinnar byggist á. Starfsmenn Kísiliðjunnar skynja þennan raunvemleika enda á um helmingur íbúa hér á svæðinu beint eða óbeint lífsviðurværi sitt undir starfsemi hennar," sagði Róbert. „í umræðunni hafa menn gjaman einblínt á hugsanleg mengunaráhrif frá Kísiliðjunni. Þar hefur verið nefnd til næringarefnaauðgun, sem felst í þeim næringarefnum, sem Kísiliðjan dælir upp með botnsetinu og skilar að einhveiju leyti aftur til vatnsins í uppleystu formi. Einnig hefur verið nefnd til hugsanleg mengun frá hjálparefnum, sem not- uð em í framleiðslunni. Rannsóknir sérfræðinganefndarinnar hafa hins vegar leitt í ljós að þessi mengunar- kenning á ekki við rök að styðjast," sagði Róbert. Eftir stendur spurningin um það hver áhrif það hefur á samsetningu og framgang lífríkisins að fjarlægja botnlagið. „Að sjálfsögðu hlýtur það að hafa einhver áhrif og þar verða menn að vega og meta kosti og galla. Kísiliðjan hefur frá upphafi einskorðað dælingu hráefnis við Ytriflóa, sem er mun grynnri en syðri hluti vatnsins. Þar eru til ódæld svæði, sem em einungis 30 sm að dýpt sem botnfijósa svo bændur komast ekki út á vatnið á vélbátum sínum. Þannig hafa Grímsstaðabændur í tvígang farið fram á það við Kísiliðjuna að dælt verði af þessu svæði,“ sagði Róbert. „Það er augljóst að kísilgúrbirgð- ir þær sem em á botni Mývatns og myndast munu í framtíðinni myndu nægja Kísiliðjunni til árhundraða, miðað við núverandi afkastagetu verksmiðjunnar. Á hveiju ári mynd- ast nýr kísilgúr á botninum og vatn- ið grynnist. Hráefnistaka Kísiliðj- unnar eykur þannig líftíma vatns- ins. Hafa ber í huga, að Kísiliðjan er eina kísilgúrverksmiðjah í heimin- um, sem tekur hráefni sitt úr vatni. í ljósi þess er ég fullviss um að menn komast að skynsamlegri nið- urstöðu varðandi frekara kísil- gúrnám úr Mývatni, sem tekur tillit til alls lífríkisins og er maðurinn þar meðtalinn," sagði Róbert að lokum. Morgunblaðið/KGA Kristján Stefánsson rennismiður Krislján Stefánsson: Tækjabún- aður hefur breyst mjög FIMM manns starfa á vöktum við það að halda Kísiliðjunni gangandi allan sólarhringinn. Einn starfsmaður er í blaut- vinnslu verksmiðjunnar, einn í þurrvinnslu, tveir eru í pökkun og einn á rannsóknarstofunni. A daginn er fjöldi starfsmanna hins vegar meiri. Kristján Stef- ánsson hefur starfað við viðhald tækja og véla, sem rennismiður í Kísiliðjunni frá árinu 1982 og Iíkar að sögn vel. „Það er fínt að vinna héma. Á verkstæðunum vinnum við á dag- vöktum, frá kl. 7 á morgnana til 16 á daginn og erum síðan á bak- vakt fimmtu hveija viku,“ sagði Kristján. Á vélaverkstæði Kísiliðjunnar starfa átta manns. „Frá því að ég byijaði að vinna héma hefur tækjabúnaður verksmiðjunnar breyst mjög. í pökkuninni sérstak- lega, þar sem allt er orðið sjálf- virkt í stað þess sem var fyrir nokkmm áram að talsverður fjöldi manns vann við að handpakka gúrnum. Núna starfa tveir í pökk- uninni," sagði Kristján. Signrgeir Stefánsson: Starfið er fjölbreytt DÆLING hráefnis úr Mývatni fer fram á tímabilinu frá maí til október á hveiju ári og er þá dælt á milli 35 og 40 þúsund tonn- um af kísilgúr í hráefnisþró verk- smiðjunnar. Á síðasta ári var dælt 37.198 tonnum en síðastliðin fimm ár hefur verið dælt að meðaltali 35.400 tonnum til hrá- efnisþrónnar á ári. Sigurgeir Stefánsson hefur starf- að í Kísiliðjunni í tólf ár við dælingu á sumrin en pökkun á veturna. Sig- urgeir lýsti vinnsluferli gúrsins þannig að upp úr vatninu væri dælt vatnsblönduðum leir sem færi í þró og þaðan inn í ferli verksmiðj- unnar, fyrst í blautvinnslu þar sem hann væri forþurrkaður og síðan í þurrvinnslu. Ur vinnslunni fer kísilgúrinn síðan fullunninn í pökk- un. „Mér líkar þetta starf mjög vel, einkum vegna þess hversu fjöl- H

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.