Morgunblaðið - 13.08.1991, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991
Davíð Oddsson á blaðamannafundi forsætisráðherra Norðurlanda:
Hneyksli ef ekki gengur saman með
EB og EFTA, sagði Poul Schluter
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, segir að ekkert bendi til þess að
íslendingar sæki um aðild að Evrópubandalaginu á þessari öld. Ef
EES-samningarnir fari út um þúfur, muni þær litlu líkur ekki auk-
ast. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra Norðurland-
anna fimm, sem haldinn var að loknum fundi þeirra í Reykjavík í
gær. Ráðherrarnir kynntu á fundinum yfirlýsingu sína um mikilvægi
þess að samningum um Evrópskt efnahagssvæði ljúki með jákvæðri
niðurstöðu.
Er Ingvar Carlsson, forsætisráð-
herra Svíþjóðar, var spurður um af-
stöðu sína til EES-samninganna,
sagði hann að sú ríkisstjórn, sem
hann leiddi, myndi áreiðanlega reyna
að leiða samningana tii lykta, héldi
hún velli eftir þingkosningarnar í
næsta mánuði. „Verði Carl Bildt
[formaður Hægriflokksins] í forystu
ríkisstjómar, þá verður hann að
svara þessu. Eg er ekki viss um
hveiju hann svarar,“ sagði hann.
Carlsson var spurður hvort hann
teldi að Noregur og ísland yrðu að
sýna meiri sveigjanleika varðandi
sjávarútvegsmálin, en hann sagðist
ekki vilja ræða um samningaaðferð-
ir EFTA-ríkjanna. Ríkin sex myndu
koma sér saman um þær. „Það er
ekki ljóst hvaða rök við leggjum
fyrir Evrópubandalagið, og það væri
fráleitt að ræða það hér,“ sagði
Carlsson.
Blaðamaður Morgunblaðsins
spurði Esko Aho, forsætisráðherra
Finnlands, til hvaða aðgerða forysta
EFTA myndi grípa til að undirbúa
jarðveginn fyrir framhaldsviðræð-
urnar við EB í september. Finnar
sitja nú í forsæti EFTA-ráðsins. Aho
svaraði því til að embættismenn
myndu nú sjá um tæknilegan undir-
búning, en einnig væri þörf pólitísks
stuðnings EFTA-ríkjanna við við-
ræðumar. „Það er ekki okkar mál
að ákveða hér hvemig það á að
gerast, þar sem hér eru aðildarríki
bæði EFTA og EB,“ sagði Aho.
„EFTA-ríkin verða að láta í ljósi
Vil að öll
EFTA-löndin
verði með
- segir Ingvar Carls-
son, forsætisráðherra
Svíþjóðar
INGVAR Carlsson, forsætisráð-
herra Svíþjóðar, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að það
væri ekki rétt, sem haldið hefur
verið fram í sænskum fjölmiðlum,
að hann hafi gælt við hugmyndir
um að gerður verði samningur
milli EFTA og EB að íslandi og
Noregi undanskildum.
„Ég vil fá EES-samning þar sem
öll löndin eru með, og á það er án
nokkurs vafa efst á forgangslistan-
um í Svíþjóð. En ég hef sagt að ef
EES-viðræðurnar ganga ekki sam-
an, þá verði Svíþjóð að leita að
tvíhliða eða annars konar lausn,“
sagði Carlsson.
Er hann var spurður hvort „ann-
ars konar lausn“ þýddi ef til vill
EES-samning milli EB og þeirra
fjögurra EFTA-ríkja, sem ekki legðu
jafnmikla áherzlu á sjávarútvegs-
málin og ísland og Noregur, sagði
Carlsson: „Við höfum sótt um aðild
að Evrópubandalaginu. Ef ekki verð-
ur af EES-samningum, viljum við
leita eftir einhvers konar millibilsfyr-
irkomulagi, þangað til gengið hefur
verið frá aðild okkar. Úm þetta er
að ræða, og ekkert annað. Við viljum
EES-samning.“
pólitískan stuðning við viðræðurnar
í september."
Fyrst og fremst pólitískt
mikil vægt mál
Morgunblaðið spurði Poul Schlut-
er, forsætisráðherra Danmerkur,
hvaða augum danska stjórnin liti
EES-viðræðurnar. „Af hálfu Dana
er sögulega mjög mikilvægt að við-
ræðunum ljúki með jákvæðri niður-
stöðu,“ sagði Schliiter. „Samninga-
viðræður verða að nýju teknar upp
í september, og við það tækifæri
skal það og verður að heppnast. Ég
lít fyrst og fremst á þetta sem mikil-
vægt pólitískt mál fyrir Evrópu. Við
höfum upplifað ótrúlegar, jákvæðar
umbreytingar í Evrópu á síðustu
árum. EB ræðir nú við Ungveija-
land, Tékkóslóvakíu og Pólland með
það fyrir augum að undirrita auka-
aðildarsamninga (associeringsaftal-
er) milli EB og þessara þriggja ríkja.
Ég er sannfærður um að þetta muni
takast fyrir árslok. Þá væri það að
mínu mati hneyksli ef EB og EFTA-
ríkin gætu ekki komizt að samkomu-
lagi. Eg legg mikla áherzlu á að það
verði sameiginlegur samningur EB
og allra EFTA-ríkjanna sex, vegna
þess að það þýðir að öll Norðurlönd-
in munu vinna mun nánar með Evr-
ópubandalaginu. Þetta er það, sem
skiptir máli pólitískt; áhrif Norður-
landanna á pólitíska þróun í Evrópu.
Þess vegna verða og skulu samning-
arnir takast.“
Schliiter sagði að þegar hefði tek-
izt að leysa mörg vandamá! í samn-
ingunum. í raun væru aðeins þijú
eftir; sjávarútvegsmálin, þróunar-
sjóður vanþróaðra svæði innan EB
og vöruflutningar um Sviss og Aust-
urríki. „Þessi þijú svið verður að
undirbúa svo vel á næstu vikum að
við séum vissir um að finna sameig-
inlega lausn á þeim í september,"
sagði hann.
Markaðsaðgangur fyrir
sjávarafurðir áfram
ófrávíkjanleg krafa
Davíð Oddsson sagði að það væri
áfram ófrávíkjanleg krafa íslenzku
ríkisstjórnarinnar að sjávarafurðum
yrði veittur fullur aðgangur að
markaði EB. „Við höfum ekki slegið
af þeim sjónarmiðum. Á þessari
stundu voru engar ákvarðanir tekn-
ar, sem gengu í aðrar áttir,“ sagði
Davíð. Hann sagði að leitað yrði allra
leiða til að finna lausn á sjávarút-
vegsmálunum, en ekki væri hægt
að segja nú í hveiju hún gæti fal-
izt. „Það getur ekki orðið um að
ræða frávik frá þessu megin-
prinsippi, sem neinu nemur fyrir
okkur Islendinga," sagði hann.
Poul Schliiter sagði að þótt ráð-
herrarnir hefðu ekki rætt um einstök
atriði samninganna, hefðu þeir allir
lagt sitt af mörkum til sterkrar,
norrænnar einingar um að ljúka
samningunum. Hann sagði að sjáv-
arútvegsmálin yrði að ræða í sam-
hengi við framlög til þróunarsjóðs-
ins.
Á erfitt með að gera mér í
hugarlund að hin
N orðurlöndin*verði ekki með
Blaðamaður Morgunblaðsins
spurði Schluter hvernig hann mæti
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ráðherrarnir á blaðamannafundinum á Hótel Sögu í gær. Frá vinstri: Poul Schliiter, Esko Aho, Estrid
Brekkan, sem túlkaði, Davíð Oddsson, Gro Harlem Brundtland og Ingvar Carlsson. Á innfelldu mynd-
inni gera Brundtland og Carlsson að gamni sínu á blaðamannafundinum.
líkumar á því að Noregur eða ísland
sæktu um aðild að EB nú, eftir að
ljósara hefði orðið í EES-viðræðun-
um hvaða vandamál stæðu í vegi.
Schliiter hefur oftsinnis spáð því að
Noregur og ísland sæktu um aðild
að bandalaginu á næstu árum. For-
sætisráðherrann svaraði því til að
búast mætti við því að fljótlega yrðu
Svíþjóð og Austurríki aðilar að EB
og fljótlega eftir það Tékkóslóvakía,
Ungveijaland og Pólland. „Og þá á
ég erfítt með að gera mér í hugar-
lund, til lengri tíma litið, að hin
Norðurlöndin myndu ekki einnig
taka þátt í svo víðfeðmu og þýðing-
armiklu samstarfí," sagði hann.
„Mín framtíðarsýn um Evrópu er að
aðildarríkjum EB muni fjölga veru-
lega. En hvert og eitt ríki gerir upp
við sjálft sig hvemig það telur hags-
munum sínum bezt borgið. Ég vil
ekki skipta mér af því. Ég trúi bara
ekki að þegar kemur fram á næstu
öld, muni bæði Austur-Evrópuríkin
og fleiri ríki úr vestur-evrópsku fjöl-
skyldunni ekki verða gengin í Evr-
ópubandalagið."
„Ég vil bæta við þetta af íslands
hálfu að það er ekki neitt, sem bend-
ir til þess að ísland sæki um aðild
að Evrópubandalaginu á þessari
öld,“ sagði Davíð Oddsson. „Hvað
sem því líður þá er ég viss um að
ef viðræður um Evrópskt efnahags-
svæði brotna niður núna, mun það
enn draga úr þeim möguleikum, sem
eru svona rýrir fyrir."
EES-samningurjákvæður
fyrir norrænt samstarf
Davíð Oddsson sagði að skýrsla
samstarfsráðherra Norðurlandanna,
sem lögð hefði verið fram á fundi
ráherranna, væri fyrsta skrefið í átt
til þess að móta framtíðarsamskipti
Norðurlanda eftir þær breytingar,
sem væru að verða með auknum
tengslum landanna við önnur Evróp-
uríki. Esko Aho sagði að ef af EES-
samningi yrði, væri það jákvætt fyr-
ir norrænt samstarf. Efnahagslegar
hindranir milli Danmerkur og ann-
arra Norðurlanda- myndu lækka.
„Þetta getur skapað jákvæða, nýja
möguleika á þróun norræns sam-
starfs, en við verðum að einbeita
okkur að vissum sviðum og skipu-
leggja samstarfið á grunni nýrra
verkefna," sagði Aho. Hann sagði
að Norðurlöndin gegndu ábyrgðar-
hlutverki gagnvart því til dæmis að
aðstoða Austur-Evrópulöndin í efna-
hags- og umhverfismálum, og að því
hlyti norrænt samstarf meðal annars
að snúa.
Gro Harlem Brundtland, forsætis-
ráðherra Noregs, benti á að í EES-
viðræðunum hefði náðst samkomu-
lag um að ætla norrænu samstarfi
áfram stað innan ramma EES. Þeg-
ar ætti svæðisbundið samstarf sér
stað innan EB. „Svæðisbundið sam-
starf í Evrópu mun áreiðanlega auk-
ast og aðrir ríkjahópar í Evrópu
geta dregið lærdóma af Norður-
landasamstarfínu," sagði hún. Ing-
var Carlsson sagði að á engu öðru
svæði í heiminum væri jafnnáið sam-
starf á öllum sviðum milli ríkja og
á Norðurlöndunum. „Við höfum náð
lengra en nokkur annað svæði í
heiminum. Það mun ekki breytast
með útvíkkuðu samstarfí EB og
EFTA. Það mun halda áfram. Tengsl
okkar eru orðin svo náin að engin
ríkisstjórn og enginn flokkur getur
hindrað áframhaldandi samstarf
okkar,“ sagði Carlsson. Hann sagði
að norrænt samstarf myndi án efa
aukast í menningar-, umhverfís- og
orkumálum.
Yfirlýsing forsætisráðherra Norðurlanda:
Samningur um evrópskt efna-
hagssvæði forgangsmarkmið
Forsætisráðherrar Norðurlanda hafa rætt stöðu samningaviðræðn-
anna um evrópskt efnahagssvæði eftir að síðustu samningalotu
lauk í Brussel í júlí sl. og hafa gefið út eftirfarandi sameiginlega
yfirlýsingu:
„Forsætisráðherrar Norður-
landa vísa til þess, að samningavið-
ræðum um evrópskt efnahags-
svæði verður framhaldið í sept-
ember. Þeir lýsa yfir sameiginleg-
um vilja sínum til að leggja sitt
af mörkum til að lúka megi samn-
ingunum í næstu samningalotu
EFTA-ríkjanna og Evrópubanda-
lagsins. Til að samningar um evr-
ópskt efnahagssvæði geti gengið
í gildi samhliða stofnun hins innri
markaðar Evrópubandalagsins
hinn 1. janúar 1993, er nauðsyn-
legt að fullgerður samningur verði
undirritaður í haust.
Forsætisráðherrarnir leggja
áherslu á, að víðtækur samningur
um evrópskt efnahagssvæði er for-
gangsmarkmið allra ríkisstjóma á
Norðurlöndum til að tryggja sam-
vinnu EFTA-ríkjanna og Evrópu-
bandalagsins eftir að innri mark-
aður Evrópubandalagsins gengur
í gildi 1. janúar 1993. Samningur
um evrópskt efnahagssvæði mun
einnig styrkja og tryggja áfram-
haldandi þróun samvinnu á sviði
viðskipta og tryggja svipuð skilyrði
atvinnulífs á Norðurlöndum.
Samningurinn myndi renna stoð-
um undir aðlögun Norðurlanda
með því að settar yrðu sameigin-
legar reglugerðir á þeim sviðum,
þar sem ekki gilda nú þegar sam-
norrænar reglur.
Forsætisráðherrarnir benda á
að meirihluti samningsins er nú
þegar fullgerður samkvæmt hinum
sameiginlegu pólítísku markmið-
um sem báðir aðilar settu fyrir
samningaviðræðunum. Til að
tryggja að þessi víðtæki og mikil-
vægi samningur geti gengið í gildi,
er nauðsynlegt að bæði EFTA-
ríkin og aðildarríki Evrópubanda-
lagsins leggi sitt af mörkum til að
fundin verði lausn á þeim álitamál-
um sem enn eru óútkljáð."
Ekkert bendir til að
Island sæki um EB-
aðild á þessari öld