Morgunblaðið - 13.08.1991, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 13.08.1991, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. AGUST 1991 Kísiliðjan í Mývatnssveit: Utisamkoma í tilefni af 25 ára afmælinu Björk, Mývatnssveit. KISILIÐJAN í Mývatnssveit bauð starfsmönnum og gestum til veg- legrar útisamkomu síðastliðinn föstudag í tilefni þess að liðin eru 25 ár síðan fyrirtækið hóf starfsemi hér í sveitinni. Alls mættu 150 manns. Samkoman var haldin í ijóðri •norðan í Hlíðarkambi og hófst hún kl. 14. Ekki spillti veðrið, logn, sól- skin og hitinn um 15 stig. Róbert Agnarsson framkvæmda- stjóri Kísiliðjunnar setti mannfagn- aðinn og bauð viðstadda velkomna. Hann minntist sérstaklega Magnús- ar Jónssonar og Vésteins Guð- mundssonar. Starf þeirra var á sínum tíma ómetanlegt við upp- byggingu fyrirtækisins. Síðan var brugðið á margs konar leiki af létt- ara taginu, ekki síst fyrir unga fólk- ið sem var fjölmargt. Að því búnu hófst glæsileg grillveisla, ein sú mesta sem sést hefur hér um slóðir og ekki skorti veisluföngin. Um kvöldið var setið við varðeld í logn- inu og kyrrðinni við söng og hljóml- ist. Hér með vilja allir, sem voru við- staddir þennan 25 ára afmælisfagn- að, færa Kísiliðjunni kærar þakkir fyrir ánægjulega stund og óska henni allra heilla í framtíðinni. Kristján Hríseyingar minnast 60 ára afmælis hreppsins SEXTÍU ára afmæli Hríseyjar- hrepps verður fagnað með sam- felldri 12 tíma langri dagskrá í eyjunni á laugardaginn kemur, 17. ágúst, en þann dag eru liðin Tvö óhöpp í umferðinni TVO umferðaróhöpp urðu á Ak- ureyri í gær, ekið var á gang- andi vegfaranda og þá varð harð- ur árekstur tveggja fólksbíla. Ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Glerárgötu og Fjólu- götu rétt fyrir kl. 14. í gærdag. Maðurinn var fluttur á slysadeild en fékk að fara heim að skoðun lokinni. Harður árekstur tveggja fólks- bíla varð á mótum Glerárgötu og Strandgötu um miðjan dag, farþegi í öðrum bílnum var fluttur á slysa- deild, en hann skrámaðist lítilshátt- ar á höfði. Bílarnir skemmdust mik- ið og var annar óökufær. Margt fólk var á ferli í miðbæ Akureyrar um helgina og voru þeir hörðustu að fram til kl. 6 á sunnu- dagsmorgun, að sögn varðstjóra, en allt fór þó vel fram. 60 ár frá formlegri stofnun hreppsins. Erna Erlingsdóttir sem sæti á í afmælisnefnd sagði að þess væri vænst að dagskráin gæti öll farið fram utan dyra. Dagskráin hefst með guðsþjóunstu á hátíðarsvæð- inu, sem verður á flötinni neðan við kaupfélagið. Guðsþjónustan hefst kl. 14 og þar predikar sr. Hulda Hrönn Helgadóttir sóknar- prestur. Þá verður flutt ávarp, sungið og slegið á létta strengi. Boðið verður upp á kaffi og síðan taka við Ieikir af ýmsu tagi. Sídegis verður kveikt upp í stóru útigrilli og gestum og gangandi boðnar grillaðar pylsur. Um kvöld- ið kl. 20. verður kveiktur varðeld- ur og ef að líkum lætur má búast við að fjöldasöngur og hljóðfæra- sláttur muni heyrast upp í land. Dansleikur hefst kl. 22. um kvöldið og á miðnætti verður efnt til flugeldasýningar, en dansi síðan fram haldið til kl. 2. Erna sagði að undirbúningur vegna afmælisins hefði staðið frá því fyrr í sumar og væru menn nú að leggja lokahönd þar á. Hún sagðist vona að sem flestir brott- fluttir Hríseyingar sæktu eyjuna heim á þessum tímamótum, en að sjálfsögðu væru allir velkomnir. Islendingar unnu Fær eyinga með yfirburðum ÍSLENDINGAR sigruðu með nokkrum yfirburðum í 9. landskeppni þjóðanna í skák, en keppnin fór fram á Akureyri um helgina. Islend- ingar fengu 14 vinninga á móti 6 vinningum Færeyinga. Fyrsta land- skeppnin fór fram árið 1972, en frá árinu 1978 hafa skákmenn frá Norður- og Austurlandi teflt fyrir Islands hönd. Island vann í fyrstu sex skiptin, en Færeymgar höfðu 1989 í Þórshöfn. Fyrri keppnisdaginn virtist nokk- urt jafnræði með liðunum, en þá sigruðu íslendingar 6-4. Færeying- ar tefldu stíft til vinnings seinni daginn og spenntu bogann hátt, með þeim afleiðingum að flestar skákirnar töpuðust. Færeyska sveitin fór til Húsavík- ur í gær í boði heimamanna og tefldi þar við sveit húsvískra skák- manna, en í dag, þriðjudag, verður sigur árið 1987 á Seyðisfirði og kappi att við Austfirðinga áður en haldið verður heim á leið á fimmtu- dag. Næsta landskeppni verður háð í Færeyjum að tveimur árum liðn- um. 1. borð: Halldór Grétar Einarsson (Vestfj.) og Heini Olsen 1-1. 2. borð: Askell Örn Kárason (Ak.) og Torbjom Thomsen 1-1. 3. borð: Jón Garðar Viðarsson (Ak.) og Jóan Pætur Midjord 2-0. 4. borð: Gylfi Þórhallsson (Ak.) og Jóan H. Anddreasen 1-1. 5. borð: Magnús Pálmi Örnólfs- son (Vestfj.) og Martin Brekká 1-1. 6. borð: Bogi Pálsson (Ak.) og Súni Merkistein 1-1. 7. borð: Kári Elísson (Ak.) og Heini Danielsen 1-1. 8. borð: Jón Viðar Björgvins- son/Jón Árni Jónsson (Ak.) og Gunnar Joensen 2-0. 9. borð: Viðar Jónsson (Austfj.)/Jón Viðar Björgvinsson (Ak) og Helgi Joensen 2-0. 10. borð: Sigðurður Eiríksson/ Gunnar Finnsson (Austfj.) og Niclas Joensen 2-0. Samtök um sorg og sorgarviðbrögð: Það er hörkuvinna að yfirvinna sorg - segir Sigurður Jóhannsson formaður SIÐLA árs 1987 voru stofnuð í Reykjavík Samtök um sorg og sorgar- viðbrögð, SUSS, sem höfðu það að markmiði að styðja syrgjendur og þá sem vinna að velferð þeirra. Síðan þetta var hefur starfsemi samtak- anna vaxið jafnt og þétt, og hún færst í reglulegt horf. Samtökin standa nú orðið fyrir opnu húsi, námskeiðum og fræðslufundum með reglulegu millibili, svo eitthvað sé nefnt. Þau eru opin öllu fólki sem um sárt á að binda, en flest það fólk sem til samtakanna kemur leitar huggunar eftir lát ástvinar. Systurfélög hafa verið stofnuð víða um land, og nýverið fengu Reykjavíkursamtökin nafnið Ný dögun. Við sama tækifæri tók Sigurður Jóhannsson við starfi formanns Nýrrar dögunar. Sigurður segir, að því fari fjarri að Ný dögun og systursamtök þess bjóði upp á einhveijar töfralausnir til stuðnings syrgjendum. „Við leit- umst fyrst og fremst við að miðla af reynslu okkar, og sýna fólki þann- ig fram á að að þær tilfinningar sem það ber í bijósti séu alls ekkert óvenjulegar. Þetta er eitt helsta markmið starfsemi okkar, hvort heldur sem um fræðslufundi, opið hús eða ítarlegt samtal undir fjögur augu er að ræða. Við reynum að sækja inn á tilfinningasviðið til að ná betur til fólks, en við biðjum eng- an að tjá sig um sína sorg fyrr en viðkomandi er tilbúinn til þess. Það er staðreynd að það er hörkuvinna að yfirvinna sorg, og slíkt verður ekki gert á einum degi.“ Sigurður hefur unnið með samtök- unum frá upphafi, en hann missti eiginkonu sína í bílslysi árið 1986. „Samtökin hafa hjálpað mér að lifa með því skarði sem þessi atburður hjó í líf mitt. Nú hef ég gift mig á nýjan leik, en samt sem áður eru vissar tilfinningar bundnar láti fyrr- um konu minnar sem ég hef ekki enn yfirunnið að fullu.“ Kirkjan hefur reynst samtökunum afar vel, og til að mynda lagt til allt húsnæði til fundarhalda, en nær allir fundir þeirra fara fram í Laugarnes- kirkju. „Við höfum unnið mikið í samstarfi við sóknarpresta, sem er mikilvægt þar sem segja má að starf Morgunblaðið/Sverrir Sigurður Jóhannsson ásamt tveKgja ára syni sínum, Hákoni Loga. okkar tengist mjög þeim hluta starfs þeirra sem snýr að sambandi við syrgjendur. Þannig höfum við átt mjög gott samstarf við Reykjavíkur- prófastsdæmi, auk þess sem sóknar- prestar á landsbyggðinni hafa oft verið aðalhvatamenn að stofnun syst- ursamtaka á þeim stöðum sem þeir starfa. Einnig leitum við eftir sam- starfi við allar þær starfsstéttir sem gætu á einhvern hátt haft gagn af reynslu okkar, eða við af þeirra.“ c i«*f iiiiiiiiiiKititBiMixiMiaiiaaiiMaiil Sigurður segir gott dæmi um þetta að lögreglan í Reykjavík hafi haft frumkvæði að skoðanaskiptum við samtökin, sem hann telur að hafi reynst báðum aðilum mjög gagnleg. „Þannig verður samstarf og skoð- anaskipti út á við æ mikilvægari þáttur í starfsemi okkar." Fyrirlestra, sem haldnir eru á veg- um Nýrrar dögunar, sagði Sigurður vera fjármagnaða af félagsgjöldum, en nær 400 félagar eru nú skráðir í samtökin. „Við höfum notið fjár- hagsaðstoðar fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka, meðal annars til að geta haldið úti fréttabréfi. Þessi stuðningur hefur reynst okkur afar mikilvægur," segir Sigurður. „Við leituðum síðan til sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um fjárhagsst- uðning, og fengum úthlutað ein- hveiju fé frá nokkrum þeir'ra." Sigurður segir, að í framtíðinni sé ætlunin að leitast við að ná til breið- ari hóps fólks. „Við leggjum áherslu á að missa ekki sjónar á upphafs- markmiði okkar, sem er að öll starf- semin beinist að því að styðja syrgj- endur og aðstandendur þeirra, hvort sem um missi í dauða er að ræða eða annan rnissi," segir hann. „Á meðan það markmið er í heiðri haft og einhver árangur næst geta sam- tökin horft óhrædd til framtíðarinn- ar.“ • C • »

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.