Morgunblaðið - 13.08.1991, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. AGUST 1991
37
Einar S. Guðjóns-
son - Minning
Fæddur 22. október 1901
Dáinn 2. ágúst 1991
í dag kveð ég elskulegan afa
minn. Einar afi var sannur Austfirð-
ingur. Hann fæddist á Borgarfirði
eystra, fór ungur með móður sinni
í Mjóafjörð en bjó mestan hluta
starfsævi sinnar á Seyðisfirði. Ég
kynntist afa mínum þegar hann
flutti til Reykjavíkur; Afi kom mér
fyrir sjónir sem afar barngóður,
nægjusamur, eldri maður. Hann
gerði litlar kröfur til lífsins og ann-
arra en sinnti sínum störfum til sjós
og lands af samviskusemi aldamóta-
kynslóðarinnar. Aðaláhugamál hans
var spilamennska og skemmtilegast
þótti honum að spila brids. Oft sagði
hann mér sögur af því þegar hann
spilaði langt fram á nætur en var
auðvitað mættur til starfa í býtið
næsta dag.
Nú seinni árin var hugur afa oft
á æskustöðvunum og var það mér
mikið gleðiefni að fara með fjöl-
skyldu minni, foreldrum, afa og
ömmmu austur á Seyðisfjörð sumar-
ið 1988. Þar vorum við í nokkra
daga en afí var þá 86 ára og orðinn
lélegur í fótunum. Ég hafði áhyggj-
ur af því að hann þyldi ekki þetta
ferðalag en afráðið var að bregða
sér í dagsferð í Mjóafjörð. En þvílík-
ur kraftur og þrek sem kom í ljós
er afi nánast hljóp um hlaðið og
túnið í Fjarðarkoti. Þar voru tóftir
einar og gömul hrísla. Hann settist
við hrísluna og rifjaði upp með okk-
ur mannlífið í Mjóafirði, hvalveið-
arnar og búskapinn. Glaður í bragði
sagði hann okkur sögur af hveijum
hól og hverri þúfu. Hann sagði okk-
ur frá smalamennskunni og silung-
sveiðinni í ánni. 12 ára gamall reri
hann til fiskjar út á Mjóafjörð og
batt oft bátinn við hvali sem biðu
þess að verða dregnir upp í hval-
stöðvarnar. Andlitið ljómaði eins og
sólin í Mjóafírði þennan dag. Minn-
ingarnar um árin í Mjóafirði yljuðu
honum oft á síðustu árum.
Afí og amma leystu upp heimili
sitt fyrir rúmu ári vegna veikinda
ömmu. Afi var afskaplega þakklátur
fyrir þá aðstoð sem þau fengu í
Skjóli, en hann var orðinn lélegur
til heilsu en andlega mjög hress.
Hann fylgdist með öllum fréttum
og var vel inni í því sem var að
gerast í heimi íþróttanna. Hann vissi
allt um úrslit hinna og þessarra
leikja í handboltanum og fótboltan-
um. Afi var mjög minningur og
mundi m.a. öll nöfn og fæðingar-
daga langafabarnanna. Alltaf var
hann giaður og þakklátur þegar lit-
ið var inn og átti ævinlega sætindi
í skál handa litlum munni.
Nú er afi horfinn úr þessu jarð-
lífí en minningin um elskulegan afa
lifir.
Anna Vilborg Einarsdóttir
Ég dey, og ég veit að dauðann að ber.
Ég dey, þegar komin er stundin.
Ég dey, þegar ábati dauðinn er mér.
Ég dey, þegar lausnin mér hentust er
og eilífs lífs uppspretta er fundin.
(Sálmur, þýð. Stefán Thorarensen.)
Að kvöldi föstudagsins 2. ágúst
sl. lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli
Einar S. Guðjónsson.
Einar var eiginmaður tengdamóð-
ur minnar og mér og fjölskyldu
minni mjög kær. Þegar ég kynntist
fjölskyldu mannsins míns var Einar
ekki í fjölskylduhópnum nema sem
faðir hálfsystkina hans. Þau tengda-
móðir mín, Anna Guðmundsdóttir,
og Einar höfðu skilið og Einar
kvænst öðru sinni og bjó á þessum
tíma með síðari konu sinni, Arman-
níu Jónsdóttur, á Seyðisfírði.
Ármannía lést árið 1964 og sá
ég hana aldrei.
Að henni látinni flutti Einar til
Reykjavíkur og hófu þau Anna fljót-
lega búskap saman og giftust öðru
sinni. Má segja, að þá hafi ég eign-
ast annan tengdaföður og bömin
mín afa. Hann tók okkur ætíð sem
slíkum og varð ég aldrei þess vör
að við nytum ekki þess þó Hreggvið-
ur væri ekki hans sonur. Hreggviður
hefír ætíð sagt, að Einar hafí verið
honum mjög góður sem barni, en
þeir bjuggu báðir á Seyðisfirði. Ein-
ar var samt alltaf ávarpaður með
Skírnarnafni, því að tengdafaðir
minn lifir enn. Lítil sonardóttir sagði
þó eitt sinn við mig, þegar ég sagð-
ist ætla að heimsækja Önnu
langömmu og Einar. „Víst er Einar
líka langafi minn.“ Einar var fædd-
ur í Breiðuvík á Borgarfirði eystra,
en báðir foreldrar mínir eru líka
fæddir á Borgarfirði eystra. Upp-
vaxtarár sín átti Einar þar og í
Mjóafírði og á Seyðisfírði bjó hann
blómann úr ævi sinni eða þar til
árið 1965. Flestar minningar frá
æskuheimili mínu eru tengdar Aust-
urlandi og því voru menn og ör-
nefni, sem bar á góma í umræðum,
oft mér kunn, þó ég sé borin og
barnfædd í Reykjavík. Ég gat því
ótrúlega oft sett mig inn í umræður
þó svo að ég ekki tengdist þeim í
minningum mínum.
Einar var með afbrigðum minn-
ugur á menn og málefni og fylgdist
með þjóðmálum fram til síðasta
dags, þrátt fyrir háan aldur. Hann
var dagfarsprúður og fór aldrei með
hávaða, það var því auðvelt að taka
ástfóstri við hann. Hjá honum gilti
sannarlega sú gullvæga regla, að
„ræðan er silfur en þögnin gull.“
Gaman var að gleðja Einar, því að
hann tók ætíð viljann fyrir verkið.
Síðustu mánuðina kvaddi hann míg
jafnan, ef ég var ein á ferð með
þessum orðum: „Þakka þér fyrir
komuna og fyrir að gefa þér tíma
til að líta á gamla manninn“.
Hin síðustu ár voru Önnu og Ein-
ari erfíð, heilsufari þeirra fór hrak-
andi á sinn hátt hjá hvoru, hennar
andlega og hans líkamlega. Ætt-
ingjar þeirra voru afar þakklátir er
þau fengu skjól á hjúkrunarheimil-
inu Skjóli í Reykjavík, þar sem þau
gátu í vanmætti sínum þó notið
þess að fylgjast náið með líðan hvors
annars.
Börn þeirra Einars og Önnu eru
Vilborg Sigríður, gift Einari Run-
ólfssyni, þau eiga 3 börn á lífí, en
misstu son, þegar Suðurlandið fórst
á jóladag 1986: Einar, kvæntur
Ólöfu Stefánsdóttur og eiga þau 4
böm; og Jórunn gift Friðþjófi Más-
syni, þau eiga 5 börn. Sonur Önnu
er Hreggviður Þorgeirsson, kvæntur
undirritaðri, börn okkar eru 3.
Einar fylgdist grannt með öllum
afkomendum þeirra en barnabörnin
eru mörg og 6 eru langalangafa-
börnin.
Starfsfólki á 5. og 6. hæð Skjóls
eru hér með færðar þakkir fyrir
umönnun þeirra hjóna beggja.
Að leiðarlokum er þakklæti efst
í huga og Einari þakka ég um-
hyggju fyrir minni fjölskyldu, hans
verður ætíð minnst að góðu einu.
Aðstandendum öllum einkum tengd-
amóður minni, færi ég og fjölskylda
mín öll dýpstu samúð.
Langri ævi er lokið, hana ber að
þakka. Minningin lifír.
Hvíli hann í friði.
Herborg H. Halldórsdóttir
Svo skapast allt, jafnt orð sem dáð,
við iðugeislann, fagra hlýja.
Og lífstré rís úr röðuls náð,
frá rústum vona í hallir skýja.
Og hátt til lofts sem lauf þess grær,
skal blað hvert stofnins vexti vígja.
(E.B.)
Við andlát ættingja og vina koma
minningar liðinna samverustunda
upp í hugann. Andlátsfregnin kemur
á óvart jafnvel þó um háaldrað fólk
sé að ræða.
Um verslunarmannahelgi fórum
við hjónin í ferðalag norður í land.
Við kvöddum tengdaföður minn og
hann sagði: „Þið þurfíð ekki að hafa
áhyggjur af mér, ég er sæmilega
hress núna.“ En við hittum hann
ekki aftur á lífí. Víst hefðum við
viljað vera hjá honum síðustu stund-
irnar sem hann lifði. Það eru nú um
það bil 26 ár síðan Einar tengdafað-
ir minn flutti til Reykjavíkur, þá
nýlega búinn að missa konu sína,
Ármanníu Jónsdóttur, sem hann var
giftur í 12 ár og bjuggu þau á Foss-
götu 4 á Seyðisfirði. Þau voru barn-
laus en börn bræðra hennar dvöldu
oft hjá þeim á sumrin og eitt sumar
Stefán sonur okkar.
Við Einar þekktumst ekki mikið
þá. Hann bjó á Seyðisfirði og kom
ekki oft til Reykjavíkur. Við vorum
sjaldan á ferðinni og þá var langt
til Seyðisfjarðar, vegir slæmir og
þótti það þó nokkurt ferðalag í þá
daga að fara þangað.
Það var því kominn tími til að
tendafaðir minn tæki sér frí úr vinnu
og kæmi í heimsókn til barna sinna
og tengdabarna. Fyrst fór hann til
Jórunnar dóttur sinnar og Friðþjófs
manns hennar sem búa í Vest-
mannaeyjum og síðan til Reykjavík-
ur. Um þessar mundir fæddist Ein-
ar, yngsti sonur okkar, og fannst
mér upplagt að Einar tæki að sér
matreiðslu og innkaup á meðan ég
var á spítalanum þar sem að hann
hafði verið kokkur til sjós í mörg
ár. Hjá okkur var hann í rúma þijá
mánuði í þetta sinn. Hann ætlaði
ekki að stoppa svona lengi í Reykja-
vík en enginn ræður sínum nætur-
stað segir máltækið. Hver hefði trú-
að því að hann og hans fyrri kona,
tengdamóðir mín, tækju saman aft-
ur eftir 30 ára aðskilnað. Já, það
lifír stundum lengi í gömlum glæð-
um. Til Seyðisfjarðar fór hann aftur
aðeins ti! þess að ganga frá sínum
málum þar og keypti sér svo litla
íbúð í Reykjavík. Lengst af bjuggu
þau Anna og Einar í Austurbrún 4
enda vann Anna við hjúkrunarstörf
á Hrafnistu og því stutt að fara til
vinnu.
Einar fór fljótlega að vinria í
Gamla kompaníinu eftir að hann
kom til Reykjavíkur og vann hann
þar við framleiðslu á hurðum. Hann
var þar í góðum félagsskap og var
treyst fyrir vandasömum störfum
þó að hann væri ekki iðnlærður.
Þetta voru góð ár sagði hann.
Einar missti ungur foreldra sína
og flutti með móður sinni, Jórunni,
Björnsdóttur, til Seyðisfjarðar 1918
en hún dó það sama ár. Ekki var
um skólagöngu að ræða hjá Einari
aðra en barnafræðslu en hann var
ákaflega verklaginn og það var
sama hvort það var til sjós eða lands,
öll verk léku höndum hans. Hann
byijaði að vinna hjá Vilhjálmi á
Hánefsstöðum við Seyðisfjörð og
vann þar öll algeng störf til sjós og
lands. í mörg ár var hann landform-
aður á vertíðum á Höfn í Hornafírði
og í Keflavík. Kokkur á vélbátnum
„Valþóri" frá Seyðisfirði og sigldi
með honum til Englands á stríðsár-
unum og síðar sigldu þeir til Dan-
merkur. Alls staðar var Einar vel
liðinn og dugnaðarforkur hinn
mesti. Þau Einar og Anna heimsóttu
Seyðisfjörð árlega og hittu þá bróð-
ur Önnu, Einar, sem lést si. vetur
en hann dvaldi i áratugi í sjúkrahús-
inu á Seyðisfirði. þau dvöldu alltaf
hjá ættingjum og vinum meðan á
heimsókn þeirra stóð og voru þakk-
lát fyrir. Síðustu ferðina til Seyðis-
fjarðar fóru þau þegar Anna varð
85 ára. I þetta sinn var dvalið í
Skógum, sumarhúsi Seyðfirðingafé-
lagsins, og þaðan var farið í heim-
sókn til Mjóafjarðar og Borgarfjarð-
ar eystra. Margt skyldmenna var
með í för. Einar naut þessarar ferð-
ar mjög vel og nefndi öll nöfn og
kennileiti á leið okkar í Mjóafirði
og mundi þetta eins og hann hefði
verið þama í gær. Það var gaman
að fylgjast með honum þegar hann
gekk um gömlu æskustöðvarnar í
Fjarðarkoti. Hann settist undir
gamla fúna hríslu sem stóð við
bæjarrústirnar og líkti sjálfum sér
við hana, þau væru bæði orðin göm-
ul og lúin.
Ég hef fundið hve starfsfólkið í
Skjóli hefur borið hann á höndum
sér, já, eiginlega dekrað hann dálít-
ið og ekki má gleyma fólkinu á 6.
hæðinni sem var eins og ein fjöl-
skylda. Þau sögðust öll sakna hans
og þakka honum góða samveru. Við
þökkum hjartanlega öllum hjálpsemi
og vináttu í hans garð. Börnum
hans þótti öllum mjög vænt um
pabba sinn og hann vissi það. Ég
votta þeim öllum samúð mína, einn-
ig tengdamóður minni sem nú dvel-
ur í Skjóli og hefur svo mikið misst.
Blessuð sé minning tengdaföður
míns.
Ólöf Stefánsdóttir
Þriggja ára snáði strauk frá fólk-
inu heima á Hánefsstöðum og rangl-
aði niður að sjóhúsunum og bryggj-
unni, sem voru í hvarfi. Þetta var
í matarhléi um hádegisbil og allir
heima að borða. Drengurinn ætlaði
út í árabát, sem lá bundinn við
bryggjuna. Þá tókst svo til, að hann
féll í sjóinn milli báts og bryggju.
Um leið rak hann upp mikið óp. En
í þeirri andrá kom maður fram á
brekkubrúnina og heyrði neyðaróp-
ið. Maðurinn snaraðist niður brekk-
una og bjargaði barninu af miklum
vaskleik. Þessi maður hét Einar
Guðjónsson, en drenghnokkinn var
sá, er þetta ritar.
Einar Sigfínnur Guðjónsson frá
Seyðisfirði andaðist 2. ágúst sl.
tæplega níræður að aldri. Hann var
fæddur í Breiðuvík í Norður-Múla-
sýslu 22. október 1901. Hann var
yngstur átta systkina, sem öll eru
látin, og missti föður sinn ungur.
Móðir hans, Jórunn, flutti með böm-
in að Fjarðarkoti í Mjóafirði, en
árið 1918 fluttu þau að Brimbergi
í Seyðisfjarðarhreppi, en þá lést
móðir hans.
Einar fór þá kaupamaður í Há-
nefsstaði til Vilhjálms Árnasonar
afa míns. Hann vann við sjóinn en
jafnframt að landbúnaðarstörfum.
Hann var mjög eftirsóttur starfs-
maður, hamhleypa til vinnu, ágætur
sláttumaður, verklaginn og góður
smiður. Einar var fremur lágvaxinn
en óvenju snarpur og vaskur í fram-
göngu. Um 1920 kvæntist hann
Onnu Guðmundsdóttur frá Gull-
steinseyri á Þórarinsstaðaeymm.
Fóru þau að búa á Hánefsstaðaeyr-
um. Börn þeirra eru Vilborg, hús-
móðir í Kópavogi, Einar, rafvéla-
virki, starfsmaður Tryggingastofn-
unar ríkisins, og Jórunn, húsmóðir
í Vestmannaeyjum. Þau systkin eiga
hálfbróður, Hreggvið Þorgeirsson,
rafmagnstæknifræðing hér í
Reykjavík. Árið 1937 fluttu þau inn
á Seyðisfjörð, en skildu á því ári.
Einar bjó áfram búi sínu á Seyð-
isfirði, en árið 1952 giftist hann
Ármanínu Jónsdóttur, frænku
minni. Bjuggu þau í svonefndu Járn-
húsi alla tíð, þar til hún lést árið
1964.
Á Seyðisfirði starfaði Einar sem
sjómaður, m.a. í siglingum. En einn-
ig við netaviðgerðir og smíðar með
Sveinlaugi Helgasyni. Einar átti
jafnan nokkrar kindur og hafði yndi
af því. Helsta tómstundaiðja Einars
var að grípa í spil og var hann ágæt-
ur spilamaður. Eftir lát Ármanínu
flutti Einar fljótlega til Reykjavíkur
og þau Anna giftu sig aftur og
bjuggu saman alla tíð. Fyrst á Aust-
urbrún, en seinustu árin á hjúkruna-
rheimilinu Skjóli. í Reykjavík vann
Einar lengi hjá Gamla Kompaníinu
eða þar til hann hætti að vinna fyr-
ir nærri 20 árum. Var hann jafnan
mjög ánægður í þeirri vinnu.
Einar Guðjónsson var af alda-
mótakynslóðinni, sem nú safnast
óðum til feðra sinna. Hann fæddist
við frumstæð lífsskilyrði á afskekkt-
um útnesjabæ. Hann vandist hinni
gömlu verkmenningu til sjávar og
sveita. Hertist í mótlæti og erfíði
en lifði einnig vaxandi tækni,- og
vélvæðingu nýrra tíma. Hann var
jafnan liðtækur verkmaður. Eftir
hann liggur mikið ævistarf, sem
unnið var í kyrrþey og af trú-
mennsku og óvenjulegum dugnaði.
Ég blessa minningu Einars, þegar
af þeirri ástæðu að hann bjargaði
lífí mínu á örlagastundu, og færi
fjölskyldu hans og ættingjum hlýjar
samúðarkveðjur.
Tómas Árnason
MEGA SKÍFULAGA ÞAKPLÖTUR
LANGTÍMALAUSN
SEM ÞÚ LEITAR AÐ
SPARAÐU VIÐHALD
NOTAÐU ÁL
ÞAK YFIR HOFUÐIÐ!
MEGA skífulaga álplötumar ryðga
ekki og upplitast ekki. Þsr eru
langtímalausnin sem þú leitar að.
Fást í mörgum stærðum.
Ytir þrjátíu ára reynsla á fslandi.
Mega h/f, Engjateigi 5, 105 Reykjavík
Pósthólf 1026, 121 Reykjavík.
Sími 91-680606. Fax 91-680208.