Morgunblaðið - 13.08.1991, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991
39
Minninff:
Hendrik Rasmus
Fæddur 6. maí 1911
Dáinn 4. ágúst 1991
Mágur minn og góður vinur er
látinn.
Henni eins og flestir nefndu hann
var sonur hjónanna Ólafíu Þuríðar
Bjamadóttur Þórðarsonar frá
Reykhólum og konu hans Þóreyjar
Pálsdóttur sama stað og Sigurðar
Þorsteinssonar Jónssonar og konu
hans Önnu Guðmundsdóttur bæði
ættuð úr Borgarfirði eystra en
bjuggu lengst á Þrándarstöðum í
Eiðaþinghá.
Sigurður var að mestu alinn upp
hjá frænda sínum séra Sigurði
Gunnarssyni sem síðast þjónaði í
Stykkishólmi, en þeir vom þre-
menningar.
Foreldrar Henna, sem fullu nafni
hét Sigurður Gunnar Hendrik slitu
samvistir. Móðursystir hans Mar-
grét Theodóra og maður hennar
Johan Chr. G. Rasmus vefari og
framkvæmdastjóri frá Neumunster
í Þýskalandi, ættleiddu hann ásamt
2 stúlkum, Hjördísi f. 22. jan. 1916
og Edith Sophie f. 8. des. 1916 sem
er látin.
Margrét var fædd 27.03. 1877
d. 19.12. 1958 en Johan fæddur
26.12 1881 d. 22.11 1934.
Margrét var málleysingjakennari
lærði til þess í Danmörku og Þýska-
landi. Kennari málleysingjaskólans
Stóra Hrauni 1899-1908. Skóla-
stjóri sama skóla eftir flutning til
Rvík. frá 1908 til 1944.
Bemsku og æskuheimili Henna
var mikið menningarheimili þar sem
jafnframt var hugsað mikið um þá
sem minni máttar vora og áttu erf-
itt uppdráttar í lífinu.
Henni var við verkfræðinám í
Þýskalandi árin 1931-1935, hann
hætti námi eftir 2 ár án þess að
ljúka prófi en sneri sér þess í stað
að hljómlistinni, en sem bam nam
hann á píanó og lék fyrst opinber-
lega 13 ára gamall.
í Þýskalandi kynntist hánn djass-
tónlistinni og var ákaflega hrifinn
af henni. í Þýskalandi lék hann
með ýmsum hljómsveitum þar til
að hann kom heim árið 1935. Árið
eftir stofnar hann hljómsveitina
Blue Boys, sem lék í KR húsinu.
1941-42 starfaði hann í Hafn-
arfirði, stofnaði þar kabarett en fór
jafnframt út í húsamálun ásamt
öðram hljómlistarmanni Jónatani
Ólafssyni.
í síldinni á Siglufírði fyrir 1940
lék hann í 2 sumur, en hélt sig
annars að mestu við Suðurlandið.
Við balettskóla Sigríðar Ármann
annaðist hann undirleik til margra
ára bæði í skólanum og á danssýn-
ingum.
Hann samdi lög og útsetti og var
fljótur að hvoru tveggja sagði vinur
hans Jónatan Ólafsson.
Frá 1953 í ein 15 ár starfaði
Henni við skrifstofustörf á Kefla-
víkurflugvelli og lék jafnframt á
samkomum þar. Þegar hér var kom-
ið var heilsan orðin heldur léleg og
uppgötvaðist að hann var kominn
með parkinsonsveikina. Eftir það
var hann ekki í föstu starfí.
Henni var gleðimaður mikill,
heimsborgarabragur á honum, vel
gefinn, skemmtilegur og snyrti-
menni hið mesta.
Ósvikinn framsóknarmaður og
fylgdist vel með bæði þjóðmálum
og heimsmálum.
Það skiptust á skin og skúrir í
lífi Henna, hann var ákaflega gest-
risinn maður og rausnarlegur og
sást þá ekki alltaf fyrir í gerðum
sínum, hestamaður góður á yngri
áram. Fljótur að taka ákvarðanir
og framkvæma þær hveijar sem
afleiðingarnar urðu.
Árið 1949 vann Henni við húsa-
málun á Reykhólum, þar kynntist
hann systur minni Sigurlaugu
Hrefnu Þórarinsdóttir. Þau gengu
í hjónaband 12. sept. 1950.
Bjuggu fyrst í Reykjavík, síðan
á suðurnesjum til ársins 1959 að
þau flytja að Hlíðarveg 62A, Kópa-
vogi og þar hefur heimili þeirra
staðið síðan.
Börn þein-a eru þijú, Húgó f.
26.12. ’52 maki María Játvarðar-
dóttir, Tómas f. 4.9. ’54 maki Hlíf
Erlingsdóttir, Steinunn Ólafía f.
13.7. ’56 maki Jón Árni Sigurðs-
son. Frá hjónabandi með Ástríði
Önnu Guðmundsdóttir eignaðist
hann dótturina Margréti f. 1.4. ’36,
hún er lögfræðingur en hin börnin
kennarar.
Barnabörnin eru 10 og eitt
barnabarnabarn.
Góð vinátta var með okkur
Henna.
Á afmælinu mínu bárust mér
alltaf blóm og vín ásamt upphring-
ingu eða heimsókn. Þetta mátti
aldrei bregðast af hans hálfu.
19. júlí lagði ég af stað í sumar-
leyfl, kvöldið áður skrapp ég til að
kveðja systir mína og mág, því mér
sagðist svo hugur um að hann yrði
ekki að fmna er ég kæmi aftur, svo
varð líka raunin á. Hann var þó all
hress og stutt í glettnina og gömlu
reisnina sem alltaf prýddi hann.
Ég kveð mág minn með ljóðmæl-
um eftir Tómas Guðmundsson.
Og þögnin, þögnin hvíslar hálfum orðum.
Hugurinn minnist söngs sem löngu er dáinn.
Ó, sál mín, sál mín! svona komu forðum
sumrin öll, sem horfin eru í bláinn.
Við Máni vottum systur minni,
börnum Henna og fjölskyldum
þeirra innilega samúð.
Guð blessi minningu Henna Ras-
mus.
Kristín Ingibjörg
INDONESISKUR
MÁNUÐUR
í indónesískri matargerð gætir áhrifa frá Kína, Indlandi, Portúgal og Englandi vegna áhrifa og
stjórnunnar þessara þjóða á Indónesíu í gegn um aldirnar.
Matargerðin er mjög einföld, en notaðar eru kryddtegundir sem eru okkur framandi. Chilli er
notað í flest allan mat, og varla til uppskrift þar sem ekki er notað chilli, karrýréttir þeirra eru
einnig mjög þektir. Indónesískur matur er í flestum tilfellum bragðsterkur og þess vegna er borið
fram með honum mikið af hrísgijónum.
Við höfum nú fengið til okkar gestakokk, sem hefur 30 ára reynslu í indónesískri matargerð.
Til að kynna íslendingum þessa frábæru matargerð bjóðum við nú upp á
indónesískan mánuð í ASIU.
MATSEÐILL:
1 SOTO AYAM Kjúklingasúpa
Chicken soup
2 SOTO TOM YAM Súr og sterk súpa
Hot & sour soup
3 MIE GORENG Steiktar núðlur m/kjúkling og rækjum
Fried noodles w/chicken & prawns
4 MIE KUEY TEOW Steiktar núðlur m/rækjum og
nautakjöti - Friedindonesiannoodlesw/prawns&beef
5 NASI GORENG Steikt hrísgrjón m/kjúkling og rækjum
Fried rice w/chicken & prawns
6 SOTONG SAMBALSmokkfiskur í sambal
Stir fried squids w/sambal
7 IKAN BALI Pönnusteiktur fiskur í chilli
Pan fried fish w/chilli and vegetables
8 SAYUR LODEH Svínakjöt m/grænmeti
Pork w/vegetables
TILBOÐ MANAÐARINS:
1 SATE BABI Svínakjöt ápinna - Pork sate
2 IKAN MANISSúrsæturfiskur - Sweet & sour fish
3 AYAM GORENGKjúklinguríostrusósu (sterkt)
Chickenw/oystersouse (hot)
4 DAGING KAMBING Lambakarrý
Stirfriedlamb w/curry '
5 RENDANG DAGING Nautakjöt í grænmeti
Stir fried beef w/vegetables
KAFFI eða TE Coffee orTea
Allt á aðeins kr. 1.490,-
Everything only 1.490,- kr. pr.p.
Laugavegi 10 - Sími: 626210
FRÍ HEIMSENDINGAÞJÓNUSTA ef pantað er fyrir tvo eða fleiri eftir kl. 18.00 alla daga.
BLOM
SEGJA ALLT
Mikið úrval
blómaskreytinga
fyrir öll tækifæri.
^HÚS
Opið alla daga frá kl. 9-22.
Sfmi689070.
I