Morgunblaðið - 13.08.1991, Page 43

Morgunblaðið - 13.08.1991, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐÍUDÁGUR 13. ÁGÚST 1991 43 áhugasvið sitt og miðlaði öðrum af nýrri reynslu sinni. Þannig tókst honum t.d. að vekja áhuga minn á brids á nokkrum gönguferðum um Elliðaárdalinn, lánaði mér bækur um efnið og leiðbeindi mér um notk- un þeirra. Áð leiðarlokum vil ég þakka Þór- arni fyrir samfylgdina og vináttuna. Við Guðrún vottum Siggu, dætrun- um og öllum aðstandendum hans okkar dýpstu samúð. Ingvar Ásmundsson „Ætt manna er sem ætt laufblað- anna“ segir í Ilijónskviðu Hómers í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar. Lífið fölnar sem laufblöðin, þau falla af greinum. Svo er um menn en eftir standa stofninn og grein- arnar sem munu bera nýjan ávöxt því að lífið kviknar á ný. Fráfall Þórarins Guðmundssonar er okkur sem þekktum hann mikill harmur. Hann bar þannig persónu að erfitt verður að hugsa sér að hafa hann ekki lengur hjá sér. Þótt hann væri aðeins á miðjum aldri er hann féll frá, var hann búinn að kenna svo lengi í Menntaskólanum í Reykjavík að hann var samgróinn stofnuninni og einkennilegt verður að hugsa sér kennarastofuna án Þórarins. Hon- um þótti vænt um þessa öldnu stofnun, og oft sagði hann mér að sér líði vel á þessum vinnustað. Honum féll kennslan vel, traust þekking á eðlisfræði, sem var aðal- kennslugrein hans, og það góða samband sem hann náði við nem- endur, gerðu hann að ágætum kennara. Var þægilegt fyrir sögu- kennara að leita til hans ef eitthvað í vísindasögu bögglaðist fyrir þeim. Reyndar leit hann líka á sig sem sögukennara þar sem hann hafði hafið sinn kennsluferil sem sögu- kennari í Flensborgarskóla. Persóna Þórarins verður öllum sem honum kynntust minnisstæð. Skopskyn hans beindist mjög að honum sjálfum og ætla ég að fáum lánist að gera jafn laglegt grín að sjálfum sér og honum tókst jafnan. Gaman hans var hnittið og skoðað frá óvæntu sjónarhorni. Það var fullt af þverstæðum sem hann lék sér að. Slíkt hefur undarlega góð áhrif þegar kennarar koma þreyttir á kennarastofu í frímínútur. Væri þess virði að safna þeim setningum. Annað aðal Þórarins var rök- hugsun og skýrleiki í öllum málum. Hann hafði yndi af þrautum eins og skák, kotru og spiium. Þessum eiginleikum geta spilamenn vel kynnst í bókunum sem Þórarinn skrifaði fyrir Almenna bókafélagið Spilabókinni og Kaplabókinni. Hon- um var ekkert um þau svið mann- legrar reynslu þar sem tilfinning og ímyndun haldast einar í hendur. En nú ber að herða upp hugann. Kennarar Menntaskólans í Reykjavík verða saman að varðveita það andrúmsloft sem Þórarinn skapaði. Við hjónin sendum eiginkonu og dætrum Þórarins okkar einlægu samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing Þórarins Guðmundssonar. Haukur Sigurðsson Þórarinn Guðmundsson mennta- skólakennari fæddist í Reykjavík 4. maí 1936. Foreldrar hans voru þau hjónin Guðmundur bakara- meistari Ágústsson og Þuríður Ingi- björg Þórarinsdóttir, fiðluleikara Guðmundssonar. Þórarinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1957 og BA-prófi í stærðfræði og eðlisfræði frá Há- skóla íslands 1962. Árið 1969 lauk hann MS-prófi í eðlisfræði frá há- skólanum í Wisconsin í Banda- ríkjunum. Þórarinn lauk einnig prófum.í efnafræði og tók þátt í ýmsum námskeiðum heima og er- lendis. Þórarinn var kennari við Mennta- skólann á Laugarvatni 1962-1964 og Menntaskólann í Reykjavík frá 1964, deildarstjóri þar frá 1970. Auk þess var hann um skeið stunda- kennari við Háskóla íslands og víðar. Þórarinn lést eftir harða bar- áttu við erfiðan sjúkdóm hinn sjötta þessa mánaðar. Þórarinn Guðmundsson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sólveig Magnúsdóttir, en þau slitu samvistir. Börn þeirra voru: Þuríður Ingibjörg (dáinn 12. mars 1980) og Kristín tollfulltrúi í Reykjavík. Seinni kona Þórarins var Sigríður Steingrímsdóttir. Börn þeirra voru: Agla Huld og Helga Dröfn, en þær eru skólanemendur. Sá sem þetta ritar hefur lengi verið samstarfsmaður Þórarins Guðmundssonar í Menntaskólanum í Reykjavík og margar minningar og allar ljúfar koma fram í hugann, þegar hann er kvaddur. Fyrir tæp- um 20 árum varð ég aðstoðarmaður Þórarins í prófstjórn skólans. Það var fróðlegt og lærdómsríkt fyrir ungan mann að kynnast vinnu- brögðum Þórarins. Hann skipuiagði prófstjómina, eins og önnur störf, vandlega fyrir fram en gerði einnig ráð fyrir því, að ýmislegt ófyrirséð kynni að gerast. Mikil spenna er í loftinu á próftímum, og biýnt er, að þar fari allt skipulega og vel fram. Ef eitthvað óvænt og óþægi- legt gerðist, leysti Þórarinn jafnan úr þeim vanda fljótt og örugglega og sagði svo með kímnisvip á eftir: „Þetta er nú eitt af því sem gefur lífinu gildi.“ Þess minnist ég nú, er þau Þórar- inn og Sigríður höfðu verið að byggja í Breiðholtinu, að þangað komu stundum nokkrir vinir og samstarfsmenn til þess að hjálpa dálítið til. Sumt var gert til bráða- birgða, eins og títt er við slíkar aðstæður, m.a. skápur nokkur. Við gerð hans unnu ýmsir lærðir menn, m.a. eðlisfræðingur, stærðfræðing- ur, tónmenntafræðingur og nor- rænufræðingur og einhveijir fleiri. Að verki loknu sagði Þórarinn með bros á vör, að þetta væri nú líklega einhver „lærðasti skápur“ hér á landi. Þórarinn Guðmundsson hafði yndi af ferðalögum og fórum við kennararnir margar ánægjulegar ferðir að hans hvatningu. Hann kom og fyrir fáeinum árum í ferð, er við íslenskukennarar í MR fórum með nemendum á söguslóðir Njálu. Minntist hann nokkrum sinnum síðar á það, hve ánægjuleg þessi ferð hefð! verið. Þórarinn hafði mikinn áhuga á fornsögum, einkum íslendingasögum og ræddi alloft við mig um þær. Þórarinn var viðkvæmur maður, þótt hann flíkaði því ekki. Honum sárnaði t.a.m. mjög tómlæti og skilningsleysi í málefnum skóla og menntunar í voru samfélagi. Hann ræddi m.a. þau mál við mig, er við hittumst í síðasta sinn um miðjan síðasta mánuð. En Þórarinn var líka hreystimenni, og hann barðist við erfiðan sjúkdóm af karlmennsku og æðruleysi. Er ég ræddi við hann í vor hafði hann horast mjög, enda var búið að nema burt stóran hluta af meltingafærunum. En þótt hann væri fölur og tekinn brá fyrir kunn- uglegu brosi, og hann sagði við mig: „Ég mæli ekki með þessari aðferð til þess að grennast." Það hefur verið styrkur Mennta- skólans í Reykjavík, að þar hafa unnið ýmsir mjög vel menntaðir og áhugasamir kennarar. Þar var í fremstu röð Þórarinn Guðmunds- son. Hann setti sterkan svip á kennarastofuna, oftast glaður og reifur, og hann lagði jafnan eitthvað gott og skynsamlegt til mála, ef þess var þörf. Hann naut mikils álits, var í forustusveit kennara og jafnan kallaður til, ef mikilvægar ákvarðanir þurfti að taka á vegum kennaranna eða að vinna vandasöm verk. Það var alltaf ánægjulegt að ræða við Þórarin Guðmundsson. Maður skynjaði fljótt, að Þórarinn var hámenntaður maður, og víðsýnn, gæddur skýrum og hvöss- um gáfum. Hann var glaðsinna, einkar viðfelldinn og afar hlýlegur maður í viðræðum. Maður fór jafn- an ríkari af hans fundi. Mér er minnisstætt, eitt sinn fyr- ir mörgum árum, er hann sýndi mér ýmsar fjölskyldumyndir. Geis- landi augnaráðið og brosið sagði allt sem segja þurfti, enda var Þór- arinn mikill ijöiskyldumaður og lét sér mjög annt um velferð fjölskyldu sinnar. Að síðustu votta ég samúð mína eiginkonu, dætrum og móður hins látna. Algóður skaparinn gefi þeim styrk á erfiðum tímum. Guð blessi minningu Þórarins Guðmundsson- ar. Olafur Oddsson Kveðja frá Menntaskólanum í Reykjavík Hann kom til kennslu í eðlis- og efnafræði við Menntaskólann í Reykjavík haustið 1964 frá Menntaskólanum að Laugarvatni, þar sem hann hafði kennt frá því hann lauk BS-prófi frá Háskóla íslands. Skólaárið 1968-1969 hafði hann leyfi frá störfum, fór til Bandaríkjanna og lauk MS-prófi, kom aftur og kenndi hér fram á síðasta skólaár, er hann veiktist og átti ekki afturkvæmt. Þetta er í stórum dráttum starfs- saga Þórarins Guðmundssonar menntaskólakennara, sem kvaddur er í dag, en í hana vantar að sjálf- sögðu margt. í svona upptalningu kemur ekki fram gleðin, sem frá honum stafaði hvort sem var í kennslu- eða kennarastofu, ekki áhuginn á að koma ungu fólki til þroska í fræðigreininni, ekki hæfi- leikinn til að útskýra fyrir nemend- um, ekki stríðnin sem aldrei varð að háði, ekki góðvildin, sem alltaf bjó undir. Frá því að stöður deildarstjóra voru teknar upp var Þórarinn deild- arstjóri í eðlisfræði, skipulagði og stjórnaði kennslu í henni, sá um eðlisfræðistofuna og var vakinn og sofinn varðandi val á námsefni og áherzlum. Öll sín störf vann hann asalaust og af fyllstu samvizku- semi. Það er ekki vandi að reka skóla með slíkan starfsmann sér við hlið. Okkur kennurunum verður vafa- laust minnisstæðust kímnigáfa hans og kappsemi við skákborðið, kotruna og go-gobang, og ekki síður gönguferðirnar, sem hann um tíma hafði forgöngu um. Það er ósköp hætt við því, að hlátrasköllum á kennarastofu fækki og eftirsjáin verði mikil. Fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík sendi ég eiginkonu, dætr- um, móður og systkinum hans inni- legar samúðarkveðjur og persónu- lega þakka ég vináttu og hjálp og langan kunningsskap sem hófst, þegar ég kenndi honum dönsku í Miðbæjarskólanum fyrir rúmum 40 árum. Við hjónin þökkum skemmti- lega samfylgd. Guðni Guðmundsson Fleiri greinar um Þórarinn Guð- mundsson, menntaskólakennara bíða birtingar. Þærmunu birtast næstu daga. t Faðir okkar og fósturfaðir, MAGNÚS GUÐMUNDSSON frá Hvítárbakka, Fjölnisvegi 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 13. ágúst, kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Jakob Frímann Magnússon, Borghildur Magnúsdóttir. Rúna Hauksdóttir. t Eiginkona mín, moðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA GUÐRÍÐUR BJARNADÓTTIR, Skeiðflöt, Sandgerði, lést í Landspítalanum 9. ágúst. Þórarinn Sæbjörnsson, Bjarnveig Skaftfeld, Skúli Ragnarsson, Sæbjörn Þórarinsson, Guðrún Antonsdóttir, Jónína Þórarinsdóttir, Gunnar Stígsson, Ásta Laufey Þórarinsdóttir, Ragnar Már Sigfússon, barnabörn og barnabarnabörn. t Sonur minn og bróðir okkar, JÓN ARINBJÖRN, vistmaður á Kópavogshæli, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 14. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Foreldra- og vinafélag Kópavogshælis, gíró 72700-8. Lárus Sigurðsson og börn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVEINEY GUÐMUNDSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 14. ágúst kl. 15.00. Sveinn Þorsteinsson, Hjördís Einarsdóttir, Solveig Þorsteinsdóttir, Ólafur Þorsteinsson Guðrún Björgvinsdóttir og barnabörn. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs sonar okkar, GUÐMUNDAR SVEINBJÖRNSSONAR. Ingibjörg Kristjánsdóttir, Sveinbjörn Guðmundsson og aðrir ættingjar. + Þökkum samúð og vináttu við andlát og útför GUÐRÍÐAR ÁSMUNDSDÓTTUR fyrrverandi forstöðukonu, Akranesi. Systkini og aðrir aðstandendur. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna fráfalls elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, ÁSTU VIÐARSDÓTTUR, Borg, Þykkvabæ. Fyrir hönd foreldra og systkina hinnar látnu, tengdaforeldra og annarra vandamanna, Guðni Guðlaugsson, Viðar Rúnar Guðnason, Anna Eyberg Hauksdóttir, Róbert Karel Guðnason, Vigdis Rós Gissuradóttir, Atli Már Guðnason, Árni Reynir Hálfdanarson, Katrín Árnadóttir, Stefán Jóhannsson, Lára Árnadóttir, Ólafur H. Árnason, Stefanía Knútsdóttir, Þórhildur Annie Árnadóttir, Jón H. Árnason, Guðný Friðriksdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir, Rannveig Ólafsdóttir, Guðjón Kristjánsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.