Morgunblaðið - 28.09.1991, Page 33

Morgunblaðið - 28.09.1991, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991 33 Frá Dómkirkiunni í Reykjavík: Dagskrá vetrarstarfsins Safnaðarheimili Dómkirkjunnar er í gamla Iðnskólahúsinu við Lækj- argötu. Með komandi viku hefst vetr- arstarf Dómkirkjunnar. Okkur er ánægja að geta heilsað vetri með fjöibreyttu tilboði um sam- veru og uppbyggingu. Helgihald verður með svipuðum hætti og í fyrra. Hámessan er á sunnudögum kl. 11.00 en venjulega eru síðdegismessurnar kl. 17.00 og þá með öðru sniði; áhersla er þá á kyrrð, bæn og íhugun. Á sunnudaginn kl. 11.00 hefst vetrarævintýri kirkjuskólans. Það gerist í Safnaðarheimilinu í Lækjar- götu 14a, gamla Iðnskólanum. For- stöðukona kirkjuskólans er Bára Elíasdóttir, kennari. Með henni er traust lið sem ti-yggir að hvorki þurfi neinum að leiðast né heldur fara þess á mis sem mikilverðast er: Að kynnast Jesú. Við hvetjum öll börn í Dómkirkjusókn, þ.e. gamla vesturbænum og í Þingholt- unum neðanverðum, að vera með frá bytjun og athygli skal vakin á því að rúta fer frá Vestubæjarskól- anum kl. 10.45 að safnaðarheimil- inu. Fermingarundirbúningur er að hefjast. Miðvikudaginn 2. október kl. 18.00 er kynningarfundur í safn- aðarheimilinu með þeim fermingar- börnum sem ætla að vera með okk- ur í vetur. Við leggjum áherslu á upplifun trúarinnar og miðlun fræðslu mest í gegnum þátttöku í helgihaldi safnaðarins í vetur. Tveir unglingaklúbbar starfa hjá okkur, annar með unglingum sem fermdust 1990 (á þriðjudagskvöld- um) og hinn með unglingum fermd- um 1991 (á miðvikudagskvöldum). Umsjónarmenn eru þeir Haukur Ingi Jónasson og Sigurður Arnar- son guðfræðinemar. Þar er því fylgt eftir sem miðlað var í fermingar- undirbúningnum. Mömmu- og pabbamorgnar verða á dagskránni hjá okkur á þriðju- dágsmorgnum frá kl. 10-12 og verður farið af stað með þá 15. október. Þar gefst tækifæri til sam- veru og nppbyggingar. Ekki er lan'gt að ganga til okkar frá ágætu bílastæði við Oddfellowhúsið. Samvera eldra safnaðarfólks verður hjá okkur á miðvikudögum kl. 13.30-16.30. Spil og annað verð- ur til afþreyingar fram að kaffi en sungið og spjallað um guðspjöllin eftir það. Fótsnyrting fyrir aidraða verður svo sem venja er til í safnaðarheim- ilinu á þriðjudögum. Tímapantanir berist til Ástdísar í síma 13667. Hádegisbænir verða í kirkjunni á miðvikudögum kl. 12.05 og súpa á kirkjuloftinu á eftir. Þeir sem aðeins hafa hálftíma í mat geta jafnvel náð að vera með og ætti því að geta ræst sú von okkar að geta mætt þörf þeirra fjölmörgu sem starfa í miðbænum og nágrenni hans fyrir kyrrðarstund og samfé- lag í miðri viku. Við bjóðum öllum sem vilja taka þátt í vetrardagskránni með okkur, en þessum upplýsingum beinum við einkum til sóknarbarna Dómkirkj- unnar. Þeim erum við prestarnir til aðstoðar og gæslu í andlegum efn- um og minnum á viðtalstímana okkar í safnaðarheimilinu: Sr. Hjalti Guðmundsson, má.-fi. kl. 11.30- 12.30 og sr. Jakob Ágúst Hjálmars- son, þri.-fö. kl. 10.30-11.30. Síminn er 622755. Jakob Ágúst Hjálmarsson, Dóinkirkjuprestur. Málþing’ um háskóla og háskólamennt- un í Bandar í kj unum MÁLÞING um háskóla og háskóla- menntun verður haldið i Reykja- vík 1. - 5. október nk.. Málþingið er haldið í samvinnu bandaríska sendiráðsins, Menningarstofnunar Bandaríkjanna, Menntastofnunar íslands og Bandaríkjanna og Há- skóla Islands og er hluti dagskrár í tilefni þess, að í ár eru liðin 100 ár frá iandnámi Leifs Eiríkssonar í Vesturheimi og 50 ár siðan form- legu stjórnmálasambandi var komið á milli Islands og Bandaríkjanna. I fréttatilkynningu um málþingið segir, að á undanfömum árum hafi fjöldi íslendinga sem sækja háskóla- nám til Bandaríkjanna stóraukist og eru þar nú um 32% þeirra íslend- inga, sem stunda nám við erlenda háskóla. Á málþinginu verða fluttir fyrirlestrar um málefni bandarískra háskóla og ljallað verður um stöðu tiltekinna fræðigreina. Aðaræðumaður málþingsins verð- ur Theodore M. Hesbrugh, heiðurs- rekstor University of Notre Dame í Indiana. Hann flytur fyrirlestur í sal 101 í Odda, Háskóla íslands, á mið- vikudaginn, 2. október, og fjallar þar um framhaldsmenntun í Bandasríkj- unum. Hesburgh hefur verið sæmdur 122 heiðursgráðum, sem er meira en nokkur annar maður hefur hlotið. Aðrir fyrirlesarar eru Beverly To- rok - Storb, Michael Hooker og Otto Butz. Berverly Torok-Storb er rann- sóknarprófessor í læknisfræði við University of Washington og stundar rannsóknir við Fred Hutchinson krabbameinsrannsóknarstöðina í Se- attle, Washington. Sérsvið hennar Listasafn íslands: Tónverk eft- ir Hafliða Hallgiímsson SEX tónverk eftir Hafliða Hall- grímsson verða flutt í Listasafni Islands sunnudaginn 29. septem- ber kl. 20.30. Frumflutt verða þijú verk, þar á meðal er Intras- ia fyrir blásarakvintett sem Blás- arakvintett Reykjavíkur flytur. Einleikarar verða Pétur Jónsson sem flytur Jakobsstigann fyrir gít- ar, Kolbeinn Bjarnason Flug íkarusar fyrir einleiksflautu á 3. útgáfu og Helga Ingólfsdóttir Strönd fyrir sembal. Eftir hlé frum- flytur Guðný Guðmundsdóttir „Án Titils“ fyrir einleiksfiðlu, en þetta tónverk er samið í minningu Karls Kvaran listmálara. Síðasta verkið á tónleikunum er svo Intrasia sem Blásarakvintett Reykjavíkur frum- flytur. Til styrktar þessum tónleikum eru rannsóknir á æxlum og meðferð þeirra og E. Donnel Thomas, leiðtogi rannsóknarhópsins sem hún starfar með, hlaut nýlega Nóbelsverðlunin fyrir ígræðslu beinmergs. Beverly Totok-Storb flytur fyrirlerstur um fræðigrein sína á þriðjudaginn, 1. oktober, í fundarsal Landspítalans. Dr. Michael Hooker er rektor University of Maryland, Baltimore County. Hann er heimspekingur að mennt. Hann átti heiðurinn af því að koma á fyrsta sameiginlega rann- sóknarverkefninu í líftækni milli há- skóla og iðnfyrirtækis og samhlið rektorstörfum er hann framkvæmda- stjóri tveggja hátæknifyrirtækja. Hann flytur fyrirlestur, sem hann nefnir: Hvers vegna að ráða hugvís- indamann? í sal 101 í Lögbergi á fimmtudaginn, 3. október, klukkan 17:15. Fjórði fyrirlesarinn, Otto Butz, er rektor Golden Gate University í San Francisco. Hann er með B.A. gráðu í stjórnmálahagfræði frá University of Toronto og doktorsgráðu í stjórn- málafræði frá Princeton University. Butz flytur fyrirlestur um bandaríska viðskiptamenntun á þriðjudaginn, 1. október, í sal 101 í Odda og hefst fyrirlesturinn klukkan 17:15. Laugardaginn 5. október, klukkan 13 - 16, fer fram í anddyri Odda kynning á bandarískum háskólum á vegum Menntastofnunar íslands og Bandaríkjanna - Fulbright-stofnun- ar. í fréttatilkynningunni segir, að auk almennrar fræðslu um m.a. inn- tökuskilyrði, nauðsynlegt próf, kostnað verði kynntir sérstaklega um tuttugu háskólar sem íslendingar hafa mikið sótt síðustu ár. Hafliði Hallgrímsson er gefin út bók með sextíu teikning- um eftir Hafliða Hallgrímsson og verður hún seld á tónleikunum. Veglegt prógramm með umsögn um tónlist Hafliða eftir skoska tón- listargagnrýnandann Neil Mackay verður selt við innganginn og gildir sem aðgöngumiði að tónleikunum. (Fréttatilkynning) RICOH er styrktaraðili Olympíuleikanna 1992 Þetta er lúxusútgáfan RIC0H FAX1200 Lasertæki í hæsta gceðaflokki sem prentar á venjulegan papp RICOH FAX 1200 er tæki fyrir þá sem aðeins vilja það allra besta. Það er fjölnota faxtæki sem vinnur á venjulegan pappír og hentar sérstaklega stærri fyrirtækjum og þeim sem þurfa á mjög öflugu faxtæki aðhalda. RICOH FAX 1200 er ekki bara hágæða faxtæki, heldur einnig ljósritunarvél sem kemur öllu skýru til skila. Helstu kostir: • laserprentun á venjulegan pappír - pappír sem endist • 10 sek sendihraði, pað besta sem gerist - spamaður • hátækni laserprentun - 60% lægri rekstrarkostnaður • fjöldasendingar á allt að 100 aðila - tímasparnaður • 30 blaða sjálfvirkur matari - tímaspamaður • 17 síðna minni - faxmóttökur tapast ekki • stimplar hvert blað sem fer rétt í gegn - eykur öryggi Traustari tengsl SÍMI: 91-627333 FAX 91-628622

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.