Morgunblaðið - 10.12.1991, Síða 30
f£
30
fiÖQI ýJýSJ.í/.IjíEHiC? J)f fflQAé&yiWffflQtií
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991
1600 TONNA KVOTI SELDUR FRÁ VESTMANNAEYJUM TIL AKUREYRAR
Sala Bergejgar og loforð íslands-
banka um lán gengn tíl baka
Nauðvörn til að verja eignir félaganna, segja forsvarsmenn útgerðarinnar
ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Bergur-Huginn hf. í Vestmannaeyjum ákvað að
selja kaupsamning sinn um grænlenska togarann Natsek ásamt 1.600
tonna kvóta togarans Bergeyjar til Útgerðarfélags Akureyrar hf. vegna
þess að Islandsbanki treysti sér ekki, samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins, til að standa við gefin fyrirheit um fjármögnun kaupanna á
grænlenska togaranum í kjölfar þess að salan á Bergey með litlum
kvóta til Húsavíkur gekk til baka. Forráðamenn fyrirtækisins segjast
gera þetta í nauðvörn til að verja eignir félaganna. Isfélag Vestmanna-
eyja hf. missir við þetta hátt í fjórðung af kvóta þeirra skipa sem lagt
hafa upp hjá félaginu. Það ætlar að leita á fiskmarkað sem fyrirhugað
er að stofna í Vestmannaeyjum og annað til að afla hráefnis á móti
kvótanum sem Bergur-Huginn hf. hefur selt til Akureyrar. Magnús
Kristinsson stjórnarformaður Isfélagsins og framkvæmdastjóri Bergs-
Hugins hf. segir að reynt yrði að komast sem mest hjá samdrætti með
kaupum á fiski eða veiðiheimildum. „Við reynum að horfa fram á veg-
inn,” sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær.
Síðastiiðinn föstudag undirritaði
Begur-Huginn hf. í Vestmannaeyjum
og Útgerðarfélag Akureyringa hf.
(ÚA) samning um að ÚA yfirtæki
kaupsamning á græillenska togaran-
um Natsek sem Bergur-Huginn hafði
gert samning um. Jafnframt keypti
ÚA rúmiega 1.600 þorskígildistonn
af aflaheimildum útgerðarinnar.
Um ástæður þess að Bergur-Hug-
inn afsalaði sér kaupsamningnum og
seldi kvótann til Akureyrar segir í
fréttatilkynningu frá félaginu:
„Vegna breyttra aðstæðna hafði
Bergur-Huginn hf. ekki fjárhagslega
getu til að standa við fyrrgreindan
kaupsamning um togarann. Riftun á
kaupsamningum hefði verið félaginu
afar dýr að mati lögfræðinga. Til að
lágmarka fjárhagslegan skaða fé-
iagsins var farin sú leið að selja
samninginn en til að gera það fært
var nauðsynlegt að gera útgerð
skipsins rekstrarhæfa með framsali
á veiðiheimildum. Bergur-Huginn hf.
heldur togaranum Bergey VE með
veiðileyfi án kvóta, en erlenda togar-
anum var ætlað að koma í stað þess
skips. Við sölu samningsins og veiði-
■heimildanna telja forráðamenn
Bergs-Hugins hf. að fram hafi náðist
veruleg fjárhagsleg endurskipulagn-
ing, sem geri félaginu kleift að
standa af sér þá erfiðleika sem hafa
verið ,og verða að Öllum líkindum í
sjávarútvegi og salan veiji félagið
og geri það hæfára að takast á með
auknum krafti við rekstrarlega upp-
byggingu á nýju ári.”
Magnús Kristinsson framkvæmda-
stjóri vildi litlu við þetta bæta í sam-
tali við Morgunblaðið í gær. Hann
sagði þó að salan á Bergey með 260
tonna kvóta til Fiskiðjusamlags
Húsavíkur hf. hefði gengið til baka
þar sem norðanmenn hefðu ekki
treyst sér til að standa við samning-
inn. Ámi Johnsen alþingismaður
Hugsanlegt
að Vinnslu-
stöðin selji
kvóta
TIL greina kemur að
Vinnslustöðin í Vestmanna-
eyjum selji kvóta til að
minnka skuldir og er rætt
um allt að 1.500 tonn í því
sambandi. „Við erum opnir
fyrir öllu,” sagði Björn .Úlf-
Ijótsson framkvæmdastjóri
aðspurður um þetta.
Bjöm segir að sala kvóta
sé eitt af því sem komið hafi
til tals vegna þrýstings frá
íslandsbanka um að Fiskiðjan
hf. verði sameinuð Vinnslu-
stöðinni. „Ef það er snúið upp
á hendurnar á manni kemur
maður sér undan . vafningn-
um,” sagði Björn.
sagði í ræðu á Alþingi fyrir nokkru
að Islandsbanki hefði stöðvað nær
algjörlega alla fyrirgreiðslu til
stærstu íískvinnskustöðva og út-
gerða í Vestmannaeyjum. Magnús
neitaði því að íslandsbanki hefði átt
þátt í þessari breyttu stefnu Bergs-
Hugins hf. og vísaði til fréttatilkynn-
ingar Bergs-Hugins og ísfélags Vest-
mannaeyja frá því í gær en þar seg-
ir: „Að gefnu tilefni skal tekið fram
að forráðamenn fyrirtækjanna hafa
átt farsælt samstarf við íslandsbanka
hf. sem er viðskiptabanki þeirra.
„Betri er einn fugl í hendi en
tveir í skógi”
Nokkuð er um liðið frá því aftur-
kippur kom í söluna á Bergey til
Húsavíkur. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins fóru forráðamenn
Bergs-Hugins í framhaldi af því að
. leita leiða til að komast út úr þeirri
klípu sem það setti fyrirtækið í. Full-
reynt var að þeir gætu ekki losnað
undan kaupsamningnum um græn-
Iénska togarann nema með miklum
kostnaði, eins og fram kemur í frétta-
tilkynningu þeirra hér að ofan. Leit-
uðu þeir m.a. til íslandsban'ka um
fyrirgreiðslu. Á miðvikudag svaraði
bankinn bréflega. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins kom fram í
bréfinu að íslandsbanki treysti sér
ekki til að standa við gefin fyrirheit
um að fjármagna kaupin é togaran-
um þar til langtímafjármögnun feng-
ist. Þegar þessi fyrirheit voru gefin
Iá það fyrir að Bergey færi til Húsa-
víkur. Bankinn taldi, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins, að fyrir-
tækið gæti ekki staðið undir íjárfest-
ingunni án sölu á Bergey og vildi
tryggja að skipið yrði selt aftur áður
en fyrirgreiðslan yrði veitt. Bankinn
bauðst til að aðstoða fyrirtækið við
sölu á Bergey. í bréfinu sagði að
ekki væri rétt að fjárfesta á tímum
minnkandi kvóta og minnt á hið forn-
kveðna að betri væri einn fugl í hendi
en tveir í skógi.
Þegar þetta lá fyrir gekk fram-
kvæmdastjóri Bergs-Hugins hf. í það
að reyna að selja kaupsamninginn
um grænlenska togarann og náði
samkomulagi við Útgerðarfélag Ak-
ureyringa hf. sem setti það sem skil-
yrði að allur kvóti Bergeyjar fyigdi
með. Magnús Kristinsson undirritaði
samninginn á Akureyri á föstudag,
með fyrirvara um samþykki stjórnar
fyrirtækisins. Eftir það ræddi hann
við bankastjóra íslandsbanka en það
varð ekki til þess að breyta áformum
um sölu kvótans og var samningurinn
síðan samþykktur í stjórn Bergs-
Hugins hf. á laugardag.
Tryggvi Pálsson bankastjóri Is-
landsbanka vildi ekki ræða opinber-
lega um viðskipti bankans við Berg-
Huginn hf.
„Nauðvörn til að verja eignir
félaganna”
ísfélag Vestmannaeyja hf. á 40%
í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn
hf. Skip útgerðarfélagsins hafa lagt
fiskvinnslu ísfélagsins til verulegan
hluta hráefnis þess og því ljós að nú
minnkar hráefni félagsins verulega.
„En forráðamenn félaganna meta þá
fjárhagslegu endurskipulagningu
sem þessi aðgerð leiðir af sér, þ.e.
að losna undan verulegum skuldum
þrátt fyrir minni veiðiheimildir, geri
félögin enn sterkari en áður til að
takast á við uppbyggingu þegar rofa
fer til í útgerð og fiskvinnslu á ís-
landi. Á nýju ári mun opna fiskmark-
aður í Vestmannaeyjum. Til að afla
hráefnis á móti því sem hefur verið
framselt mun félagið leita þangað
eða annað til að afla fiskvinnslunni
hréfnis,” sagði Magnús Kristinsson.
Magnús sagði nánar aðspurður um
þetta að reynt yrði að komast sem
mest hjá samdrætti með kaupum á
fiski eða veiðiheimildum. „Við reyn-
um að horfa fram á veginn,” sagði
hann.
„Forráðamenn félaganna hafa
ekki lagt árar í bát. Varnaraðgerð
sem þessi var gerð sem nauðvörn til
að veija eignir félaganna og mun
gera þeim kleift að helja framsækna
uppbyggingu til heilla fyrir byggðar-
lagið,” segir ennfremur í fréttatil-
kynningu frá því í gær.
Bergur-Huginn hf. gerir út ísfisk-
togarana Halkíon, Gideon og Smáey,
auk Bergeyjar og frystitogarans
Vestmannaeyjar. í grein um 90 ára
afmæli ísfélagsins 1. desember síð-
astliðinn kemur fram að samanlagð-
ur kvóti ísfélagsflotans sé 6-7 þús-
und tonn. Um fjórðungur kvótans
hefur nú verið seldur til Akureyrar.
Grænlenski togarinn Natsek sem Útgerðarfélag Akureyringa er að eignast.
Gunnar Ragnars íramkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa:
Sólbakur úreltur á móti
grænlenska togaranum
Kvótimi notaður til að auka vinnslu í landi
ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa ætlar að úrelda togara sinn Sólbak
EA 305 á móti grænlenska togaranum Natsek sem félagið eignast
með yfirtöku á kaupsamningi Bergs^Hugins hf. í Vestmannaeyjum.
Sá rúmlega 1600 tonna kvóti sem ÚA kaupir frá Vestmanneyjum
ætlar félagið að nota til að mæta kvótaskerðingu og auka fisk-
vinnslu á Akureyri, að sögn Gunnars Ragnars framkvæmdasljóra.
Gunnar segir að kaupin á græn-
lenska togaranum og kvótanum
hafi komið til vegna kvótaskerðing-
ar á yfírstandandi fískveiðiári og
vegna úreldingar Sólbaks EA 305.
Hann segir að haffærniskírteini
Sólbaks renni út um áramót og
ekki svari kostnaði að endurbyggja
hann. Ákveðið hefði verið að leggja
Sólbak og láta önnur skip félagsins
veiða kvóta hans. Hann segir að
félagið eigi þá eftir fjóra ísfisktog-
ara, auk tveggja frystiskipa, og
dugi það varla til að halda uppi
hnökralausri vinnslu í fiskvinnslu
fyrirtækisins. Því hefði verið talið
æskilegt að eignast fimmta ísfisk-
togarann og kvóta fyrir hann. Seg-
ir Gunnar að viðskiptin við Berg-
Hugin hf. falli vel að þessari stefnu
fyrirtækisins.
Kaupverð kvóta og skips verður
ekki gefíð upp að sinni, samkvæmt
samkomulagi aðila, að sögn Gunn-
ars.; :
„Eg bendi á að eitt mikilvægasta
atriði laganna um stjórn fiskveiða
er fijáls tilfærsla kvóta. Það leiðir
til mestrar hagræðingar og verða
menn að horfast í augu við það,”
sagði Gunnar þegar leitað var álits
hans á umræðum í Vestmannaeyj-
um vegna sölu kvótans þaðan.
Grænlenski togarinn Natsek er
rúmlega 430 tonn að stærð, um 30%
minni en Sólbakur. Hann er 47,15
metra langur og 9,50 rp breiður.
Hann var smíðaður í Danmörku
1980 og endurbyggður þar 1988.
Hann er nú í slipp í Hirtshals í
Danmörku og eru starfsmenn Út-
gerðarfélagsins í skipasmíðastöð-
inni til að fylgjast með klössuninni.
Gunnar vonast eftir að skipið komi
til Akureyrar fyrir jól.
Okkur svíður þetta mikið
- segja talsmenn sjómanna
SALA Bergs-Hugins hf. á rúmlega 1.600 tonna kvóta til Akureyrar
kom flatt uppá forystumenn sjómanna í Vestmannaeyjum. „Þetta
er hið versta mál,” sagði Elías Björnsson formaður sjómannafélags-
ins Jötuns í samtali við Morgunblaðið í gær. „Okkur svíður þetta
mikið,” sagði Richard Sighvatsson gjaldkeri skipstjóra- og stýrimann-
afélagsins Verðandi.
Elías Bjömsson sagðist ekki hafa við uppákomum af þessu tagi. „En
kynnt sér málið í smáatriðum enda þetta er hið versta mál,” sagði hann.
hefði þetta borið brátt að. Sagði Elías sagði að sjómenn væru orðnir
hann að núverandi fyrirkomulag á eitt núll í kvótamálunum, það væru
stjórn fiskveiða byði uppá svona einungis peningamenn sem gætu
hluti og því alltaf hægt að búast keypt skip og kvóta.
Richard Sighvatsson gjaldkeri
skipstjóra- og stýrimannafélagsins
Verðandi sagði að Bergur-Huginn
hf. hefði misst 1.000 tonn í kvóta-
skerðingunni og nú þegar salan á
kvótanum bættist við hlyti það að
þýða að einu skipi yrði lagt. Ekkert
mun liggja fyrir um það hvort það
verður Bergey eða eitthvert af öðr-
um togurum útgerðarinnar. Fimmt-
án menn eiga að vera skráðir á
Bergey. Elías vissi ekki hvort ein-
hveijir sjómenn færu með kvótan-
um til Akureyrar.
Richard sagði að kvótasalan
hefði komið flatt upp á sjómenn.
„Okkur svíður þetta mikið,” sagði
hann. Sagði hann að lítið virtist
vera hægt að gera til að koma í
veg fyrir söluna, svo virtist sem gat
væri í lögunum þar sem ekki þyrfti
að leita umsagnar bæjarstjórnar
eða annarra við sölu á óskráðum
framtíðarkvóta eins og hér væri um
að ræða. Bæjarstjórn gæti hins
vegar gripið i taumana ef skip
væri selt.