Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR 294. tbl. 79. árg. ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins A-Þýskaland: Tekjur af fangasölu á fjárlögum Berlín. Reuter. RÁÐAMENN í hinu kommúníska Austur-Þýskalandi, sem áður var, létu oft handtaka saklaust fólk, blása upp stórar, pólitískar sakir á hendur því og „selja" síðan til Vestur-Þýskalands. Var þetta svo mikil tekjulind í erlendum gjald- eyri, að hún var færð sem sérstak- ur liður í fjárlögum ríkisins. Um miðjan síðasta áratug greiddu Vestur-Þjóðveijar að jafnaði rúm- lega 3,6 milljónir ISK fyrir lausn pólitisks fanga úr austur-þýsku fangelsi. Walter Priesnitz, embættismaður í þýska innanríkisráðuneytinu og sá, sem áður annaðist kaup á fólki að austan, sagði í viðtali við dagblaðið Bild, að fyrir austur-þýska kommún- ista hefði framleiðsla á „pólitískum föngum" verið eins og hver önnur atvinnustarfsemi. „Stundum var fólk handtekið fyr- ir að biðja um vegabréfsáritun eða sækja kirkju,“ sagði Priesnitz og það kom fram hjá honum, að á ofanverð- um síðasta áratug hefði alveg keyrt um þverbak í fjárkröfum austur- þýskra kommúnista. „Vegna þess, að þá'voru þeir farnir að gera ráð fyrir þessum tekjum á fjárlögunum.“ Vestur-þýska ríkisstjórnin brást við þessu með því að neita að greiða fyrir „tilbúna, pólitíska fanga“ og afleiðingin var sú, að handtökum á saklausu fólki í Austur-Þýskalandi var hætt að mestu. -----♦♦ ♦---- Pólska þingið: Ríkisstjórn Olszewskis samþykkt Varsjá. Reuter. PÓLSKA þingið samþykkti í gær ríkisstjórn Jan Olszewskis, for- sætisráðherra. Þar með er átta vikna óvissuástandi í pólskum stjórnmálum lokið en í kosningun- um í lok október náðu fulltrúar úr 29 flokkum kjöri til þings. Alls greiddu 235 þingmenn stjórninni atkvæði sitt, 60 voru á móti og 139 sátu hjá. Stjórnin hlaut því þann hreina meirihluta greiddra atkvæða sem nauðsynlegur var og sauiján atkvæðum betur. Lech Walesa, forseti Póllands, hefur verið andsnúinn tillögu Olsz- ewskis að ríkisstjórn og telur hana ekki Vera líklega til að knýja fram þær efnahagsumbætur sem að hans mati eru.nauðsynlegar fyrir landið. Skömmu áður en þingið greiddi at- kvæði lýsti Walesa því yfir að ef stjórnin yrði ekki samþykkt væri hann búinn að ákveða hver fengi umboð til stjórnarmyndunar. Olszewski sagði um helgina að Pólverjar hygðust standa við allar fjárhagslegar skuldbindingar sínar á alþjóðavettvangi en hins vegar yrði að vekja athygli alþjóðlegra fjár- málastofnana á nauðsyn þess að semja um skuldbreytingar vegna erfiðs efnahagsástands í landinu. Bloðug atök í Georgíu: Gamsak- hurdia for- seti verst í þinghúsinu Moskvu. Reuter. HARÐIR bardagar voru í gær og á sunnudag í Tbilisi, höfuðborg Georgiu, milli stuðningsmanna Zviads Gamsakhurdia forseta og vopnaðra uppreisnarmanna er saka forsetann um einræði. Upp- reisnarmenn í brynvörðum bílum sátu um þinghúsið, þar sem talið var að forsetinn hefðist við í kjall- aranum ásamt ráðherrum sínum. Beitt var failbyssum, eldflaugum og sprengjuvörpum. Að sögn TASS-fréttastofunnar Iagði mikla reykjarbólstra út um glugga húss- ins. /nterfax-fréttastofan hafði eftir talsmönnum stjórnvalda i Georgíu að 16 manns hefðu fallið á sunnudag og 160 særst; engar tölur höfðu verið birtar um mann- fall í gær er síðast fréttist. Deiluaðilar kenna hvor öðrum um upptök bardaganna. Allmikið sov- éskt herlið er í landinu en það skipt- ir sér ekki af átökunum, að sögn TASS. Vopnuðu fylkingarnar eru annars vegar sveitir þjóðvarðliða, er Gamsakhurdia kom á fót, og vopnuð lögregla, og hins vegar lið- hlaupar úr þjóðvarðliðinu og sjálf- boðaliðar. Uppreisnarmenn krefjast afsagnar, forsetans, heimta að póli- tískir fangar verði látnir lausir, tjáningarfrelsi verði komið á og fólki leyft að efna til friðsamlegra útifunda. Stjórnarandstaðan hefur margsinnis efnt til mótmæla gegn forsetanum undanfarna mánuði og í september og byijun október féllu alls átta manns í átökum fylking- anna. Helsti forystumaður upp- reisnarmanna er Tengiz Sigua, fyrrverandi forsætisráðherra Gamsakhurdia. Fréttir bárust einnig af mann- skæðum átökum í Suður-Ossetíu sem vill losna undan yfirráðum Georgíu og sameinast rússneska héraðinu Norður-Ossetíu. Sjá frétt á bls. 30. Þjóðveijar viðurkemia sjálf- stæði Króatíu og Slóveníu Bosnía-Herzegóvína hyggst leita aðstoðar Tyrkja geri sambandsherinn árás Bonn, Zagreb, Belgrad. Reuter. ÞJÓÐVERJAR viðurkenndu í gær sjálfstæði Króatíu og Slóveníu og lýstu því yfir að þeir hygðust taka upp stjórnmálasamband við rfldn um miðjan janúar. Alya Izetbegovic. forseti Bosníu-Herzegóvínu, sendi í gær öryggisráði Sameinuðu þjóð/mna (SÞ) skeyti þar sem hann fór þess á leit að sent yrði friðargæslulið til landsins til að koma fyrir að átökin í Króatíu breiddust út til lýðve.ldisins. vegar bárust engar fregnir af átökum í austurhluta Slavoníu og Dalmatíu. veg Talsmenn Króata vona að Banda- ríkjamenn fylgi fljótt í kjölfar Þjóð- veija og viðurkenni lýðveldið. Að sögn Tan/ug-fréttastofunnar Héldu bardagar áfram suður af Zagreb og í vesturhluta króatíska héraðsins Slavoníu í gær en hins Varðsveitir Króata þar og júgóslav- neski sambandsherinn undirrituðu samkomulag um jólavopnahlé á sunnudag. Stór, serbneskur minnihluti er í Króatíu og í Bosníu-Herzegóvínu eru Serbar um 30% íbúanna. Franko Kostic, varaforseti Júgóslavíu, sem nú samanstendur eingöngu af Serbíu og Svartfjallalandi, viðraði í viðtali um helgina hugmyndir um að sam- bandsstjórnin gæti stofnað nýtt ríki og yrði sambandsherinn látinn tryggja landamæri þess. Bosnía- Herzegóvína ákvað á föstudag að stefna að fullu sjálfstæði lýðveldisins en leiðtogar serbneska minnihlutans sögðust ekki ætla að virða þá ákvörð- un og stefna í staðinn að stofnun eigin ríkis fyrir 15. janúar nk. Alya Izetbegovic, forseti Bosníu-Herzegó- vínu, sagði í viðtali við tyrkneska dagblaðið Turkiye að sambandsher- inn yrði brotinn á bak aftur ef hann reyndi að ráðast á Sarajevo, höfuð- borg lýðveldisins. „Múhameðstrúar- menn munu veijast öllum árásum með fullum krafti,“ sagði forsetinn og bætti við að undir slíkum kring- umstæðum myndu þeir leita aðstoðar hjá „vinum sínum" Tyrkjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.