Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 Skólavörðustígur 1892. Reykjavíkurmyndir Jóns Helgasonar Myndlist Bragi Ásgeirsson Árbæjarsafn hefur efnt til kynningar á hinum stórmerku Reykjavíkurmyndum Jóns Helg- sonar biskups (1866-1942) í list- húsinu Nýhöfn við Hafnarstræti og stendur sýningin til fímmta janúar. Sýningin er sett upp í tilefni útkomu tveggja bóka með mynd- um af verkum hans ásamt upp- dráttum af Reykjavík og nágrenni. Fyrir marga eru myndir Jóns öðru fremur sagnfræði, og það virðist var annars konar fólk sem kemur á þessa sýningu en almenn- ar myndverkasýningar, varð ég t.d. var við að sumir skoða upp- drættina á sýningunni af mikilli athygli. Víst var dijúgur sagnfræðingur í Jóni Helgasyni og hann mun hafa málað flestar mynda sinna sem heimild öðru fremur, en eins og ég hef áður bent á þá kemur fram næm tilfinning fyrir mynd- byggingu og samræmi í litanotkun í mörgum mynda hans og það má vera alveg ljóst að hann var gædd- ur ágætum hæfileikum sem mál- ari. Allur lærdómur hans í listinni var sá, að hann sótti teikniskóla á kvöldin í tvö ár úti í Kaupmanna- höfn jafnframt aðalnámi sínu; Jón Helgason biskup á vísitasíuferð. Sölvhóll, séður frá Arnarhóli. guðfræðinni, en ljóst má vera að þetta hefur verið frambærilegur skóli og Jón námfús nemandi, því að það þarf nokkuð til að ná þess- um árangri á tveim árum, því kvöldskólanám vill nýtast misvel. Það sem einkum einkennir myndir Jóns er hve langt þær eru frá dauðum uppdráttum eins og hjá svo mörgum sem fara að hlut- unum í svipuðum tilgangi. Oftar en ekki eru myndirnar þá skilvirk- ar og sannverðugar heimildir en annars steindauðar í listrænu til- liti. Hins vegar kemur margt óvænt fram í myndum Jóns, sem bera næmum listrænum kenndum vitni. Ekki mun öllum vera það ljóst, sem eiga myndirnar, því að marg- ar þeirra þurfa allt aðra umgerð til að njóta sín og er óþarfí að einblína á þá sagnfræði sem felst í römmunum sjálfum og forneskju- legri uppsetningu myndanna þeg- ar málað er með olíu á þunnan pappa er t.d. vænlegt að láta fag- menn líma pappann með náttúru- lími á léreft, því að þá njóta mynd- irnar sín betur. Verða t.d. alveg sléttar og auk þessætti það að auka við varðveisluþol þeirra. Vegna umgerðanna um mynd- irnar hefur það verið erfítt verk að hengja sýninguna upp, en það hefur þó tekist mjög sómasamlega og þannig er maður fljótur að koma auga á listilegast gerðu verkin. Eins og fram kemur í sýningar- skrá og mörgum mun kunnugt „var söguáhugi Jóns mikill, og liggja eftir hann nokkrar bækur um sögu heimabæjarins. Rann- sóknir hans og myndlist tengjast nánum böndum, hann málaði og teiknaði sögusvið bóka sinna. Jón var líka upptekinn af sínu nánasta umhverfí í samtímanum og festi á léreft og pappír bæði bæinn og þá staði sem hann heimsótti sem biskup“. Þá segir annars staðar: „Jón Hejgason var hneigður til mynd- listar allt frá barnæsku. Hann lagði dráttlistina aldrei á hilluna þrátt fyrir annasama ævi og leit alla tíð á hana sem tómstundaiðju. Hann hafði næmt auga fyrir um- hverfi sínu og gerði sér far um að mála og teikna bæinn 'sem næst raunveruleikanum. Hann afl- aði sér upplýsinga um liti á húsum áður fyrr hjá gömlu fólki, notaði ljósmyndir til að mála eftir auk þess ssem hann studdist við kort og aðrar sögulegar heimildir." Þetta eru mikilsverðar upplýs- ingar fyrir þá sem skoða sýning- una og hvet ég sem flesta að festa sér skrána og lesa allt þar sem þar stendur, því það stuðlar mjög á auknum skilningi á æviverki þessa manns, sem var allt í senn sagnfræðingur, visindamaður, rit- höfundur, myndlistannaður, guðs- maður og biskup. Þótt margar myndanna á sýn- ingunni hafi á sér svip sagnfræði þá eru þar einnig aðrar er opin- bera ríka listræna kennd eins og t.d. myndirnar sem væntanlega fylgja þessum pistli „Bankastræti EIN LITIL PERLA Bókmenntir Sigurjón Björnsson Ur sagnabrunni. Þjóðsögur, sagnir og ævintýri Ásdísar Ólafsdóttur. Guðrún Reykdal og Þ. Ragnar Jónasson sáu um útgáfu. Vaka-Helgafell, Reykjavík 1991, 159 bls. Ásdís Ólafsdóttir, sú sem þessar sögur segir, var norðlensk hús- freyja í sveit. Hún fæddist 1831 og lést 1905. Fimmtán barna móðir var hún og bjó lengst af við mikla fátækt. Frá þessu og mörgu fleiru er sagt í eftirmála bókar. Ásdís var að sögn samtíma- manna sinna stálgreind kona, fróð, ættvís og minnug. En það sem lík- lega ber hæst er að hún var sagna- sjór hinn mesti og sagði snilldarlega vel frá. Á efri árum gat hún sér orð sem slík. Þjóðsagnasafnarinn Ólafur Davíðsson leitaði til hennar og eru nokkrar sögur Ásdísar í hinu mikla þjóðsagnasafni hans. Drjúg- virkastur við að skrifa eftir Ásdísi mun þó hinn þingeyski fróðleiks- maður Baldvin Jónatansson hafa verið. Nokkrar sagnir þannig til komnar er að finna í Grímu sem Þorsteinn M. Jónsson á Akureyri gaf út á sínum tíma. Fáeinar sagn- ir hafa geymst óprentaðar, síðast á Héraðsskjalasafninu á Húsavík. Þessum sögnum hefur nú verið safnað á eina bók sem gefin er út af Vöku-Helgafelli. Sonardóttir Ásdísar, Guðrún Reykdal, og maður hennar, Þ. Ragnar Jónsson, sáu um útgáfuna. Ritar Ragnar forspjall og Guðrún skrifar í bókarlok um æviferil þessarar ömmu sinnar og gerir grein fyrir þeim níu börnum hennar sem komust til aldurs. í bókinni eru fjórtán þjóðsögur, sagnir og ævintýri. Fjórar hafa ekki birst áður. Þetta er því ekki mikið magn og kemst fyrir á 134 bls. í litlu broti. Með vissu er þetta einungis örlítil ögn af öllum þeim sögum sem Ásdís kunni og sagði. Allt annað er sokkið í sjó gléymsku. Að því er mikið tjón eins og ég vil nú greina frá. Hvað efni varðar eru þessar sög- ur ósköp venjulegar og í litlu frá- brugðnar fjölda annarra sagna: Kóngur og drottning í ríki sínu, karl og kerling í koti, dætur sem er mismunað, sonur liggur í ösku- stó. Fátækur smali verður ríkur fyrir tilverknað huldufólks, tröll- konur eiga skipti við byggðamenn o.s.frv. Megininntakið er fátækt og ríkidæmi, ást og hamingja. Endir- inn er yfírleitt góður eins og vera bera í öllum ævintýrum. Sérstaða þessara sagna felst því alls ekki í efni, heldur öðru. Þær eru afburða- vel sagðar. Frásögnin er einföld, skipuleg, útúrdúralaus og með rök- réttum og dramatískum stíganda. Auk þess er hún þýð og einstaklega viðfelldin. Höfuðkostur er þó hið einstaklega fallega tungutak sem Ásdís hafði auðsæilega á valdi sínu. Mál hennar er hrein og fögur ís- lenska. Orðatiltæki mörg eru sér- staklega skemmtileg og smekkleg, setningar meitlaðar og lausar við allan lopa. Yfir sögunum er ljóð- rænn og þokkafullur blær. f raun má lesa flestar þessar stuttu sögur sem órímuð ljóð. Þessi einkenni sagnanna valda því að þessi litla bók hlýtur að verða þeim hugþekk sem lesa hana. For- eldrar ættu að huga að því að stinga henni í jólapakkann til barna sinna ef þeir vilja efla málsmekk þeirra á aðgengilegan hátt. Bókin er einkar fallega útgefin. Vel fer á því að brot sé lítið eins og hér er. Og bókin er í fallegu en yfirlætislausu bandi. Enda þótt verkið sé ekki stærra en þetta er það engu að síður verð- ugur minnisvarði mætrar gáfukonu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.