Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 47 Kveðjuorð: Valborg Bentsdóttir skrifstofustjóri Fædd 24. desember 1911 Dáin 2. nóvember 1991 Það er mildur nóvemberdagur. Ég sit í Borgarleikhúsinu í Uppsöl- um og hlusta á própfessor í ræðu- mennsku fjalla um spurninguna: „Á Svíþjóð einhveija afburðaræðu- menn?“ Hann segir frá Gustav Vasa sem sameinaði Svíþjóð í eitt ríki, hann talar um Per Albin Hans- son forsætisráðherra sem kom fyrstur með hugmyndina um þjóð- arheimilið og Olof Palme. Þeir höfðu allir verið ágætir ræðumenn þótt þeir hefðu ekki skrifað bestu ræð- urnar sínar sjálfir. Á eftir voru umræður. Ein kona spurði hvort ekki hefðu verið neinar góðar ræðukonur í Svíþjóð. Prófessorinn hló vand- ræðalega, baðaði út höndunum og fór að lýsa ræðustíl kvenna. Þær væru alltaf að biðjast afsökunar á sjálfum sér, ef ekki með orðum, þá með hreyfingum sínum og lát- bragði. Þá kviknaði ljós. Ég hverf tuttugu ár aftur í tím- ann og er stödd í Norræna húsinu í Reykjavík sem varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins á fuhdi með stúdentum um dagvistarmál. Hún er ein þeirra sem biður um orðið, Valborg Bentsdóttir. Hún gengur að ræðustólnum, lágvaxin kona um sextugt, svo grannvaxin að hún er næstum beinaber, en hreyfingarnar eru kvikar og ákveðnar. Nú stendur hún í ræðustólnum, skarpleit, aug- un liggja djúpt bakvið gleraugun og hakan framstæð, eilítið ögrandi gagnvart umhverfinu. Og hún byrj- ar að tala. Hún hikar aldrei í ræðu sinni, skoðanir hennar eru mótaðar, hugsunin skörp. Það bregður fyrir þurrlegri hæðni þegar hún talar um þá sem ekki hafa skilning á nauð- syn dagvistunar fyrir böm. Ég man að ég nýliði á félagsmálasviðinu dáðist að öryggi þessa ræðumanns sem var á aldur við móður mína. Og núna í Borgarleikhúsinu veit ég að lýsing prófessorsins á ræðustíl kvenna á ekki við þessa konu, hún fellur ekki inn í ramma hans: Val- borg Bentsdóttir baðst ekki afsök- unar á sjálfri sér. Þannig minnist ég Valborgar Bentsdóttur í fýrsta sinn. Ég hafði heyrt hennar getið áður, einkum fyrir það að hún hafði gerst svo djörf að yrkja ástarljóð til karla sem birtust í bókinni Til þín. Það þótti hálfóviðfelldið á þeim tíma eins og hún væri að þrengja sér inn á svið þar sem konur ættu ekki að vera. Valborg Bentsdóttir átti langan feril að baki og hafði komið víða við þegar fundum okkar bar saman í Norræna húsinu. Hún var þá skrif- stofustjóri á Veðurstofunni og í stjórn Kvenréttindafélags íslands. Hún hafði verið varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins eitt kjörtíma- Blömastofa Fríöfims Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öllkvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. bil 1958-62 og setið í barnavernd- arnefnd Reykjavíkur í rúman ára- tug. Hún hafði átt sæti í stjórnskip- uðum nefndum til að endurskoða skattamál hjóna 1957-58 og í jafn- launanefnd 1958-60 og starfað mikið að félagsmálum innan Starfs- mannafélags ríkisstofnana og BSRB. Ég held að Kvenréttindafé- lag íslands hafi alltaf staðið hjarta hennar næst. Hún gekk í félagið 1946 og átti sæti í stjórn þess frá 1960 eða í fjóra áratugi. Réttinda- mál kvenna voru hennar hjartans mál. Réttleysi kvenna hafði á sínum tíma orðið þess valdandi að hún komst sjálf ekki í menntaskóla og háskóla en til þess skorti hana hvorki gáfur né dugnað. Frá barnæsku hafði hún sótt í bækur. í Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur (1980) ræðir hún um æskudrauminn: „Þann draum, sem lagður var í kistu minn- inganna vorið 1927, þegar ég lauk utan skóla, gagnfræðaprófi við Menntaskólann í Reykjavík, 15 ára gömul. Þá átti ég bara eina ósk. Hún var ekki af þeirri gerð, sem nú er sungið um í dægurljóðum. Mín eina ósk var sú, að ég gæti varið næstu þrem árum til að lesa undir stúdentspróf." En fjárráð heimilisins leyfðu eki menntaskóla- nám. Valborg skrifar: „Piltar gátu komist í vinnu og kostað sig til náms, ef þeir voru duglegir, t.d. til sjós. Telpukrakki gat farið í vist og verið ríflega matvinnungur. Allir karlar fengu betri laun en konur. Þetta var svo sjálfsagður munur á kynjum, að ég skildi ekki fyrr en löngu seinna hvað launamisréttið var ranglátt." Valborg lauk kennaraprófi vorið 1934. Tveimur árum síðar giftist hún Eiríki Baldvinssyni kennara og eignuðust þau þijú börn, Silju Sjöfn 1937, Eddu Völvu 1939 og Véstein Rúna 1944. Þau hjónin slitu sam- vistum árið 1957. — Valborg sagði mér að hún hefði hreinlega ekki haft efni á því að fást við kennslu. Enn reikar hugurinn. Það var ekki hægt að starfa lengi á vettvangi félagsmála án þess að kynnast Valborgu. Og atvikin — og þeir sérstöku kvenréttindatímar sem fóru í hönd — höguðu því svo að við áttum eftir að starfa mikið og náið saman í fijálsu félagsmála- starfi í nær tvo áratugi. Þar er eftir- minnilegast framkvæmd Kvenna- frís 24. október 1975 þegar konur um allt land leggja niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnu- framlags síns. Það er dagurinn sem heppnast svo vel að ein kona segir að hún sé viss um að guð sé kona. Það var Valborg sem orti ljóð dags- ins Hvers vegna kvennafrí? undir laginu Fijálst er í fjallasal. En hún var einnig meðhöfundur að tveimur dagskrárliðum, Kvennakróníku í þríliðu og Völvuþætti. Hún hafði yndi af að semja. Á Lækjartorgi standa þrjátíu þúsund konur og syngja: Hvers vegna kvennafri? Konurnar fagna því, takast mun allsheijar eining. Vanmetin voru störf, vinnan þó reyndist þörf. Aðeins i kaupi kyngreining. Nú á að bijóta í blað bráðlega sannast það, við sigrum, ef saman við stöndum. Konan á vilja og vit, vilji hún sýna lit. Tengjumst því baráttuböndum. Metinn skal maðurinn, manngildi er hugsjónin. Enginn um ölmusu biður. Hljómar um fjöll og Qörð: Frelsi skal ríkja á jörð, jafnrétti, framþióun, friður. Og árin líða. Það er 1981. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík er að undirbúa stofnun Landssam- bands framsóknarkvenna. Valborg á mikinn þátt í að móta lög sam- bandsins. Nú er hún beðin að yrkja ljóð í tilefni stofnfundar þótt fyrir- vari sé stuttur og hún bregst vel við. Satt að segja minnist ég þess ekki að hún hafi nokkurn tíma skor- ast undan þegar ég leitaði eftir þátttöku hennar á félagsmálasvið- inu. Og aldrei minnist ég þess að hún hafi tekið sér umhugsunar- frest. Hún tilheyrði þeim hópi kvenna sem taldi að konur hefðu ekki efni á því að segja nei þegar leitað væri til þeirra til góðra verka. Ég er stödd á heimili Valborgar í Ljósheimum 16 b. Það er rúm- gott, smekklegt, listrænt og út- saumað. Anddyrið piýða net, neta- kúlur og sjávardýr sem minna á vestfirskan uppruna hennar, Haukadal í Dýrafirði en foreldrar Valborgar voru Karólína Friðrikka Friðriksdóttir og Bent Bjarnason kennari, bróðir sr. Böðvars Bjama- sonar á Hrafnseyri. Mikill bóka- kostur prýðir heimili Valborgar og mikið og veglegt skrifborð ber vott um virðingu eigandans á ritstörfum. Hún hafði gert skrá yfir bækur eftir konur 1800-1956 og gefið út eina bók sem fyrr var nefnd, 'Til þín, sögur og Ijóð 1962. Auk þess ljóð, smásögur og frásagnir í blöð- um og tímaritum og allmargar greinar og útvarpserindi um skatta- mál og jafnréttismál. Og enn reikar hugurinn. Nú eru konur úr stjórnmálaflokkunum að stofna Friðarhreyfingu íslenskra kvenna. Valborg er kvödd til þátt- töku. Það er árið 1983. Fastur liður í starfseminni verður friðarganga niður Laugarveginn á Þorláksmessu ásamt öðrum friðarhreyfingum. Við Valborg stöndum á Hlemmi báðar með kyndil í hendi. Það er frost og það snjóar. Hún er klædd pelsinum góða sem minnir á pardusdýr. Allt- af mætt, alltaf með kyndiiinn. Og við göngum niður Laugaveginn í von um frið og betri heim. Nú er lokið göngu Valborgar Elísabetar Bentsdóttur eins og hún hét fullu nafni. Að rétta hlut kvenna varð hugsjón hennar og þar var hún óþreytandi. — Valborg hlaut ýmsa viðurkenningu fyrir félagsmála- störf. Fálkaorðuna fékk hún árið 1982 og varð heiðursfélagi í Kven- réttindafélagi íslands og Félagi framsóknarkvenna í Reykjavík árið 1987. í fjöldamörg ár sat hún sem fulltrúi Framsóknarflokksins í stjórn Kvenréttindafélagsins. Fyrir hönd framsóknarkvenna til ég þakka þessari mætu baráttukonu mikil störf í þágu kvenna og votta aðstandendum innilega samúð. Ég geng úr Borgarleikhúsinu í Uppsölum út í nóvemberdaginn. Það er tekið að rökkva. Þann 24. desember hefði Valborg orðið átt- ræð, hefði hún lifað. Þann dag mun ég kveikja á kyndli til heiðurs Val- borgu Bentsdóttur með virðingu og þökk fyrir samfylgdina. Gerður Steinþórsdóttir + Eiginmaður minn og faðir okkar, BALDVIN ÞORSTEINSSON skipstjóri, Kotárgerði 20, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju laugardaginn 28. desem- ber kl. 11.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á Landssam- tök hjartasjúklinga. Björg Finnbogadóttir, Þorsteinn Már Baldvinsson, Margrét Baldvinsdóttir, Finnbogi A. Baldvinsson. Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORSTEINS KRISTJÁNSSONAR, Laugarnesvegi 42, fer fram 27. desember kl. 16.30 frá Fossvogskirkju. Jarðsett verður frá Lágafelli. Erla Þorsteinsdóttir, Óli Þorsteinsson, Rannveig Þorsteinsdóttir, Guðjón Eiríksson, Henný Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, ARNGRÍMUR BJARNASON fyrrverandi aðalfultrúi, Byggðarvegi 84, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 27. desember kl. 13.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ásta Friðriksdóttir. + Ástkaer eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJÖRN BJÖRNSSON, Kögurseli 20, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. desember kl. 15.00. Elsa Unnur Guðmundsdóttir Hafdís Björnsdóttir, Valtýr Björnsson, Anna Kristín Björnsdóttir, Anna Birna Björnsdóttir, Björn Björnsson, Svanhildur Arnarsdóttir, Guðfinna Arnarsdóttir, Guðmundur Arnarsson, Hrönn Arnarsdóttir, Arna Bára Arnarsdóttir Sævar Geirsson, Guðmundur Halldórsson, Kjartan Örvar, Peter Moldt, Bjarni Tryggvason, Sigurbjörg Gunnarsdóttir, Bergur Gunnarsson, og barnabörn. + Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar unnustu minnar, dóttur okkar og systur, BÁRU BJÖRGVINSDÓTTUR. Björn Ingvarsson, Esther Guðmundsdóttir, Björgvin Jónsson, Helga Dögg Björgvinsdóttir, Ragnheiður Björgvinsdóttir. Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla. + Þökkum innilega samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður minnar, tengdamóður og ömmu, IÐUNNAR KRISTINSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og lækna Hrafnistu. Þórhildur Ágústsdóttir, Erling Klemenz Antonsson og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR GUNNLAUGSDÓTTUR. Sérstakar þakkir eru sendar starfsfólki Seljahlíðar fyrir liðin ár. Gleðileg jól. Erling Jóhannsson, Þórunn Rut Þorsteinsdóttir, Sigrún Jóhannsdóttir, Fjóla Erlingsdóttir, Guðmundur H. Jónsson, Agnes J. Erlingsdóttir, Þorsteinn Magnússon, Anna Kristfn Guðmundsd., Kári Hólm Guðmundsson, SigriðurÁsdis Guðmundsd., Hjörleifur Stefánsson, Jóhanna Guðmundsdóttir, Jón Gerald Sullenberger, Hildur Sigrún Guðmundsd., Jón Örn Stefánsson, Inga Rakel Guðmundsdóttir og barnabarnabörn. Lokað vegna jarðarfarar LILJU TORFADÓTTUR föstu- daginn 27. desember. Hárgreiðslu- og rakarastofan, Klapparstíg 29.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.