Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVIK: 20.-23. desember — Þrátt fyrir margendurteknar ábendingar til ökumanna um að aka varlega og sýna aðgæslu og tillits- semi var tilkynnt um 50 umferðar- óhöpp til lögreglunnar um helgina. Þar af urðu slys á fólki í 6 tilvikum. — Algjör vöntun var á leigubílum í miðbænum aðfaranótt laugardags. Fólk, sem safnast hafði saman á leigubílastæðinu syðst á Lækj- argötu, varð af þess sökum ergilegt og lét reiði sína bitna hvert á öðru. — Á laugardagskvöld, aðfaranótt sunnudags og á sunnudag var gerð leit að tveimur mönnum er orðið höfðu viðskila við félaga sína í Ei- lífsdal. Þeir komu fram um miðjan dag á sunnudag eftir að hafa grafið sig í fönn um nóttina. — Ólögleg flugeldasala var stöðv- uð í húsakynnum fyrirtækis á Ár- túnshöfða um miðjan dag á föstu- dag. Ekki þarf að taka fram að öll sala flug- og skotelda er óheimil öðrum aðilum en þeim sem hafa fengið til þess sérstakt leyfi og er þá viðkomandi leyfi miðað við tiltek- inn og afmarkaðan sölustað, byggt á ákveðnum skilyrðum lögreglu- stjóra. — Eldur kom upp í verslun við Laugaveg á föstudagskvöld. Fljót- * lega tókst að ráða niðurlögum elds- ins, en kviknað hafði í út frá log- andi kerti á jólaskreytingu. Hún verður ekki notuð þessi jól. Á laug- ardagskvöld sáu lögreglumenn á eftirlitsferð logandi kerti í mann- lausrj verslun við Skólavörðustíg. Eigandanum var gert viðvart. Ekki er langt síðan að manni var bjargað meðvitundarlausum úr íbúð eftir að logandi kerti brenndi jólaskreyt- ingu, sem síðan brenndi hljóðfæri sem hún stóð á. Hlaust þá af nokkurt tjón. Það var fyrir árvekni athuguls nágranna að ekki fór verr í það skiptið. — Á laugardag var tilkynnt um að jólapakka hefði verið stolið úr ólæstri, mannlausri bifreið. Pakkinn hafði verið skilinn eftir í aftursæt- inu. — Á sunnudag var lögreglan köll- uð til vegna umferðartruflana í Lækjargötu við Tjörnina. Þar hafði hópur anda gert sig heimakominn á gangstétt og götu með fyrrgreind- um afleiðingum. Þrátt fyrir hávær mótmæli var öndunum vísað í ná- læga vök. — Á sunnudagskvöld var tilkynnt um sofandi mann í bifreið á bíla- stæðinu við Perluna í Öskjuhlíð. Þegar að var gáð reyndist þar vera um tvær ástfangnar manneskjur að ræða. — Rúða var enn brotin í verslun- arglugga Japis við Brautarholt. Sá sem það gerði komst undan með myndbandstæki og síma. í þessum glugga og gluggum hliðstæðra verslana virðist vera sérstaklega eftirsóttur varningur, a.m.k. eru rúðubrot og þjófnaðir tíðir. Ekki er óraunhæft að álykta sem svo að þörf sé á sérstökum frágangi útstill- ingaglugga sem þessara, ef komast á hjá síendurtekningu. — Aðfaranótt sunnudags hafði kona samband við lögregluna og sagði sínar farir ekki sléttar. Hún hafði þá skömmu áður verið á gangi í Stekkjunum og ætlað að stytta sér leið heim þegar hún festist skyndilega í „dýragildru". Hún hefði setið föst í gildrunni í 30-40 mínútur, barist um og hrópað á hjálp, en eftir mikinn barning hefði henni tekist að losa sig af sjálfsdáð- um. Farið var á vettvang og kom þá í ljós að húsráðandi einn hafði bundið nælonspotta þar milli tveggja trjáa því hann var orðinn þreyttur á að fólk stytti sér leið í gegnum garðinn hans. Konan hafði flækst í spottanum. — Um helgina þurfti lögreglan að hafa afskipti af yfir 100 einstakl- ingum vegna ölvunar og slæms hátternis á götum úti, á skemmti- stöðum og á heimilum. Það er von lögreglunnar að þeir og allir aðrir megi eiga ánægjuleg áfengislaus jól og að þeir sömu megi bera gæfu til þess að tileinka sér hófsemi í meðferð áfengis á nýju ári. Stjórn nýstofnaðrar Reykjavíkurdeildar Sjúkraliðafélags íslands. Frá vinstri: Sigríður Þórarinsdóttir, Sólveig Halblaub, Hlíf Geirsdóttir, Sólrún Þorgeirsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Ragna Ágústsdóttir. Reykjavíkurdeild sjúkraliða stofnuð REYKJAVÍKURDEILD Sjúkra- liðafélags íslands var stofnuð hinn 19. september síðastliðinn, en deildin er hin fjölmennasta innan félagsins. Aðild að deild- inni eiga sjúkraliðar í Reykjavík og að hluta sjúkraliðar í ná- grannasveitarfélögum borgar- innar. Rétt til aðildar eiga um 1250 manns. Helstu verkefni félagsins verða kjaramál, menntunar- og réttinda- mál sjúkraliða. Formaður deildar- innar er Hlíf Geirsdóttir, en aðrir í stjóm eru Sigríður Þórarinsdóttir varaformaður, Guðrún Jónsdóttir ritari, Ragna Ágústsdóttir gjald- keri, og Sólrún Þorgeirsdóttir með- stjórnandi. í varastjórn er Sólveig Halblaub. RAÐ AUGLYSIN A TVINNUAUGl ÝSINGAR Apótek Lyfjatækni vantar í hlutastarf. Upplýsingar í síma 53977. Apótek Norðurbæjar. Informix/UNIX Við leitum að starfsmanni við hönnun, forrit- un og þjónustu í gagnagrunns- og þróunar- umhverfinu Informix. Nauðsynlegt er að við- komandi hafi þekkingu og/eða reynslu í UNIX stýrikerfinu og SQL-uppbyggðum gagnasafnskerfum. Skriflegum umsóknum um menntun og fyrri störf skal skilað til Strengs fyrir 10. janúar 1992. Nánari upplýsingar veitir Snorri Bergmann hjá Streng. STRENGUR, verk- og kerfisfræðistofa, Stórhöfða 15, 112 Reykjavík, sími 685130, fax 680628. Strengur er umboðsaðili fyrir Informix á íslandi. Informix er gagnagrunns- og þróunarkerfi fyrir UNIX, OS/2 og DOS stýri- kerfi. Informix-línan samanstendur m.a. af gagnagrunnskerfinu Informix- OnLine, fjórðukynslóðar forritunarmálinu Informix 4GL, grafiska töflureikn- inum Wingz, notendaumhverfinu Storm fyrir biðla, skrifstofukerfinu, Smart- Ware auk ýmissa forritunartækja og tengibúnaðar til að tengja saman gagnagrunna, auka hraða og auðvelda þróunarvinnu. í Informix gagna- grunni er hægt að geyma auk hefðbundinna tölvugagna, tal, Ijósmyndir og „video“myndir í BLOBs („Binary Large Objects"). Informix er í dag mest selda gagnagrunnskerfi fyrir UNIX stýrikerfi í heimin- um og er jafnframt útbreiddasta gagnasafnskerfið á íslandi. Notendur Informix eru: íslandsbanki, Orðabók Háskólans, Reiknistofnun Háskólans, Alþingi, Ríkisspítalar, Landakot, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Fiskmarkaður Suöurnesja, Verk- og kerfisfræðistofan hf., AUK hf., STRENGUR verk og kerfisfræðistofa, Fasteignamat ríkisins, Iðavöllur kerf- is- og verkfræðistofa, Rikisútvarpið, tannlæknar meö Tannsa-kerfið, Mar- el hf., Póst og símamálastofnun og Tölvumiðstöð sparisjóðanna. ATVINNUHÚSNÆÐI Arkitektar - verkfræðingar Miðbærinn - húsnæði til leigu 93 fm sérhæft húsnæði fyrir teiknistofur er til leigu á Laufásvegi 19. r Húsnæðið er laust frá áramótum. Upplýsingar gefur Kristján í síma 26022 eða 50138. TIIKYNNINGAR Sjómannafélag Reykjavíkur Fiskimenn - farmenn Sjómannafélag Reykjavíkur heldur fundi föstudaginn 27. desember á Lindargötu 9, 4. hæð. Fiskimenn kl. 14.00. Farmenn kl. 17.00. Hvetjun farmenn og fiskimenn til að fjöl- menna á fundinn. Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur. HÚSNÆÐl í BOÐI íbúðtil leigu Nýleg þriggja herbergja íbúð til leigu á Haga- mel frá 1. janúar nk. Þeir, sem áhuga hafa, leggi inn upplýsingar um nafn, heimilisfang, símanúmer og annað sem máli skiptir á auglýsingadeild Mbl. fyrir hádegi 30. desember nk. merktar: „Melhagi - 7438“. Öllum bréfum verður svarað. ÝMISLEGT Sundlaug - Sauna Sundlaugin, saunan og Ijósalamparnir á Hót- el Loftleiðum verða opnir almenningi bæði um jól og áramót. Opið verður um jólin: 24.12. frákl. 8-16.25. 25.12. frá kl. 10-16,25. 26.12. frá kl. 10-16. Um áramótin verður opið: 31.12. frá kl. 8-16, 01.01. 1992 frá kl. 11-16. Allar nánari upplýsingar verða veittar í síma 22322. FÉLAGSSTARF Jólaknallið íaðsigi Hið árvissa samsiginlega jólaknall félaga ungra sjálfstæðismanna á höfuðborgarsvæðinu verður haldið laugardagskvöldið 28. desember í kjallara Valhallar, Háaleitisbraut 1. Hefst knallið kl. 20.30 og eru allir ungir sjálfstæðismenn hvattir til að koma og taka með sér gesti.' , Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma á jóladag kl. 16.00. Hátíðarsamkoma verður i Þríbúðum í dag kl. 16.00. Mikill söngur. Barnagæsla. Ræðu- maður verður Óli Ágústsson. Allir verlkomnir. Guð gefi ykkur gleðileg jól. Samhjálp. Audbreíika 2 • Kóptu’úiiur Jóladagur: Hátíðarsamkoma kl. 16.30. Gleðileg jól. Skipholti 50b, 2. hæð. Gleðileg jól! Jólastund í dag kl. 16.00. Allir hjartanlega velkomnir. Takið eft- ir: Samkomuröö hefst hjá okkur þann 28. des. kl. 20.30 og endar þann 1. janúar kl. 20.30. Ýmsir erlendir prédikarar þjónusta m.a. Richard Perinchief frá USA og Stíg Petrone frá Livetsord í Svíþjóð. Komdu og væntu þess að guð mæti þér. Orð Lífsins, Skipholti 50b. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18.00. Ræðumaöur Hafliði Kristinsson. Kór safnaðarins syngur. Einsöngvari Sólrún Hlöðversdóttir. Organleikari Ólafur Jakobsson. Jóladagur: Hátíðarsamkoma kl. 16.30. Ræ.ðumaður Hafliði Kristinsson. Kór safnaðarins syngur. Einsöngvari Ágústa Ingi- marsdóttir. Organleikari Árni Arinbjarnarson. Fíladelfiusöfnuðurinn óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla. ' VEGURINN y Kristið samféiag Smiðjuvegi 5, Kóp. 24. desember. Aðventuhátið kl. 17.00. „Fögnum og gleðjumst í Drottni". Dagana 26.-28. desember kl. 20.30 verða haldnar raðsam- komur fyrir ungt fólk. Verið velkomin. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Blysför um Elliðaárdalinn sunnudaginn 29. des. kl. 16.30. Kveðjum gamla árið með Ferðafélaginu. Mæting í Mörkinni 6 (nýbygging Ferðafélagsins v/Suðurlands- braut, austan Skeiðarvogs). Blys kr. 200,- seld fyrir brottför. Gengið verður inn í Elliðaárdal og tekur gangan um 1-1,5 klst. og er ókeypis. Allir eru velkomn- irfélagar og aðrir. Þátttakendur munu sjá glæsilega flugelda- sýningu Hjálparsveitar skáta. Slik blysför var farin í fyrsta sinn í fyrra og þá voru þátttak- endur 450. Við hvetjum alla til að vera með. Tilvalin fjölskyldu- ganga. Gleðileg jól! Ferðafélag fslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.