Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991
ÚR DAGBÓK
LÖGREGLUNNAR í REYKJAVIK:
20.-23. desember
— Þrátt fyrir margendurteknar
ábendingar til ökumanna um að aka
varlega og sýna aðgæslu og tillits-
semi var tilkynnt um 50 umferðar-
óhöpp til lögreglunnar um helgina.
Þar af urðu slys á fólki í 6 tilvikum.
— Algjör vöntun var á leigubílum
í miðbænum aðfaranótt laugardags.
Fólk, sem safnast hafði saman á
leigubílastæðinu syðst á Lækj-
argötu, varð af þess sökum ergilegt
og lét reiði sína bitna hvert á öðru.
— Á laugardagskvöld, aðfaranótt
sunnudags og á sunnudag var gerð
leit að tveimur mönnum er orðið
höfðu viðskila við félaga sína í Ei-
lífsdal. Þeir komu fram um miðjan
dag á sunnudag eftir að hafa grafið
sig í fönn um nóttina.
— Ólögleg flugeldasala var stöðv-
uð í húsakynnum fyrirtækis á Ár-
túnshöfða um miðjan dag á föstu-
dag. Ekki þarf að taka fram að öll
sala flug- og skotelda er óheimil
öðrum aðilum en þeim sem hafa
fengið til þess sérstakt leyfi og er
þá viðkomandi leyfi miðað við tiltek-
inn og afmarkaðan sölustað, byggt
á ákveðnum skilyrðum lögreglu-
stjóra.
— Eldur kom upp í verslun við
Laugaveg á föstudagskvöld. Fljót-
* lega tókst að ráða niðurlögum elds-
ins, en kviknað hafði í út frá log-
andi kerti á jólaskreytingu. Hún
verður ekki notuð þessi jól. Á laug-
ardagskvöld sáu lögreglumenn á
eftirlitsferð logandi kerti í mann-
lausrj verslun við Skólavörðustíg.
Eigandanum var gert viðvart. Ekki
er langt síðan að manni var bjargað
meðvitundarlausum úr íbúð eftir að
logandi kerti brenndi jólaskreyt-
ingu, sem síðan brenndi hljóðfæri
sem hún stóð á. Hlaust þá af
nokkurt tjón. Það var fyrir árvekni
athuguls nágranna að ekki fór verr
í það skiptið.
— Á laugardag var tilkynnt um
að jólapakka hefði verið stolið úr
ólæstri, mannlausri bifreið. Pakkinn
hafði verið skilinn eftir í aftursæt-
inu.
— Á sunnudag var lögreglan köll-
uð til vegna umferðartruflana í
Lækjargötu við Tjörnina. Þar hafði
hópur anda gert sig heimakominn
á gangstétt og götu með fyrrgreind-
um afleiðingum. Þrátt fyrir hávær
mótmæli var öndunum vísað í ná-
læga vök.
— Á sunnudagskvöld var tilkynnt
um sofandi mann í bifreið á bíla-
stæðinu við Perluna í Öskjuhlíð.
Þegar að var gáð reyndist þar vera
um tvær ástfangnar manneskjur að
ræða.
— Rúða var enn brotin í verslun-
arglugga Japis við Brautarholt. Sá
sem það gerði komst undan með
myndbandstæki og síma. í þessum
glugga og gluggum hliðstæðra
verslana virðist vera sérstaklega
eftirsóttur varningur, a.m.k. eru
rúðubrot og þjófnaðir tíðir. Ekki
er óraunhæft að álykta sem svo að
þörf sé á sérstökum frágangi útstill-
ingaglugga sem þessara, ef komast
á hjá síendurtekningu.
— Aðfaranótt sunnudags hafði
kona samband við lögregluna og
sagði sínar farir ekki sléttar. Hún
hafði þá skömmu áður verið á gangi
í Stekkjunum og ætlað að stytta
sér leið heim þegar hún festist
skyndilega í „dýragildru". Hún
hefði setið föst í gildrunni í 30-40
mínútur, barist um og hrópað á
hjálp, en eftir mikinn barning hefði
henni tekist að losa sig af sjálfsdáð-
um. Farið var á vettvang og kom
þá í ljós að húsráðandi einn hafði
bundið nælonspotta þar milli
tveggja trjáa því hann var orðinn
þreyttur á að fólk stytti sér leið í
gegnum garðinn hans. Konan hafði
flækst í spottanum.
— Um helgina þurfti lögreglan
að hafa afskipti af yfir 100 einstakl-
ingum vegna ölvunar og slæms
hátternis á götum úti, á skemmti-
stöðum og á heimilum. Það er von
lögreglunnar að þeir og allir aðrir
megi eiga ánægjuleg áfengislaus jól
og að þeir sömu megi bera gæfu
til þess að tileinka sér hófsemi í
meðferð áfengis á nýju ári.
Stjórn nýstofnaðrar Reykjavíkurdeildar Sjúkraliðafélags íslands. Frá
vinstri: Sigríður Þórarinsdóttir, Sólveig Halblaub, Hlíf Geirsdóttir,
Sólrún Þorgeirsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Ragna Ágústsdóttir.
Reykjavíkurdeild
sjúkraliða stofnuð
REYKJAVÍKURDEILD Sjúkra-
liðafélags íslands var stofnuð
hinn 19. september síðastliðinn,
en deildin er hin fjölmennasta
innan félagsins. Aðild að deild-
inni eiga sjúkraliðar í Reykjavík
og að hluta sjúkraliðar í ná-
grannasveitarfélögum borgar-
innar. Rétt til aðildar eiga um
1250 manns.
Helstu verkefni félagsins verða
kjaramál, menntunar- og réttinda-
mál sjúkraliða. Formaður deildar-
innar er Hlíf Geirsdóttir, en aðrir í
stjóm eru Sigríður Þórarinsdóttir
varaformaður, Guðrún Jónsdóttir
ritari, Ragna Ágústsdóttir gjald-
keri, og Sólrún Þorgeirsdóttir með-
stjórnandi. í varastjórn er Sólveig
Halblaub.
RAÐ AUGLYSIN
A TVINNUAUGl ÝSINGAR
Apótek
Lyfjatækni vantar í hlutastarf.
Upplýsingar í síma 53977.
Apótek Norðurbæjar.
Informix/UNIX
Við leitum að starfsmanni við hönnun, forrit-
un og þjónustu í gagnagrunns- og þróunar-
umhverfinu Informix. Nauðsynlegt er að við-
komandi hafi þekkingu og/eða reynslu í
UNIX stýrikerfinu og SQL-uppbyggðum
gagnasafnskerfum.
Skriflegum umsóknum um menntun og fyrri
störf skal skilað til Strengs fyrir 10. janúar
1992.
Nánari upplýsingar veitir Snorri Bergmann
hjá Streng.
STRENGUR, verk- og kerfisfræðistofa,
Stórhöfða 15, 112 Reykjavík,
sími 685130, fax 680628.
Strengur er umboðsaðili fyrir Informix á íslandi.
Informix er gagnagrunns- og þróunarkerfi fyrir UNIX, OS/2 og DOS stýri-
kerfi. Informix-línan samanstendur m.a. af gagnagrunnskerfinu Informix-
OnLine, fjórðukynslóðar forritunarmálinu Informix 4GL, grafiska töflureikn-
inum Wingz, notendaumhverfinu Storm fyrir biðla, skrifstofukerfinu, Smart-
Ware auk ýmissa forritunartækja og tengibúnaðar til að tengja saman
gagnagrunna, auka hraða og auðvelda þróunarvinnu. í Informix gagna-
grunni er hægt að geyma auk hefðbundinna tölvugagna, tal, Ijósmyndir
og „video“myndir í BLOBs („Binary Large Objects").
Informix er í dag mest selda gagnagrunnskerfi fyrir UNIX stýrikerfi í heimin-
um og er jafnframt útbreiddasta gagnasafnskerfið á íslandi. Notendur
Informix eru: íslandsbanki, Orðabók Háskólans, Reiknistofnun Háskólans,
Alþingi, Ríkisspítalar, Landakot, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins,
Fiskmarkaður Suöurnesja, Verk- og kerfisfræðistofan hf., AUK hf.,
STRENGUR verk og kerfisfræðistofa, Fasteignamat ríkisins, Iðavöllur kerf-
is- og verkfræðistofa, Rikisútvarpið, tannlæknar meö Tannsa-kerfið, Mar-
el hf., Póst og símamálastofnun og Tölvumiðstöð sparisjóðanna.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Arkitektar - verkfræðingar
Miðbærinn
- húsnæði til leigu
93 fm sérhæft húsnæði fyrir teiknistofur er
til leigu á Laufásvegi 19. r
Húsnæðið er laust frá áramótum.
Upplýsingar gefur Kristján í síma 26022 eða
50138.
TIIKYNNINGAR
Sjómannafélag Reykjavíkur
Fiskimenn - farmenn
Sjómannafélag Reykjavíkur
heldur fundi föstudaginn 27. desember á
Lindargötu 9, 4. hæð.
Fiskimenn kl. 14.00.
Farmenn kl. 17.00.
Hvetjun farmenn og fiskimenn til að fjöl-
menna á fundinn.
Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur.
HÚSNÆÐl í BOÐI
íbúðtil leigu
Nýleg þriggja herbergja íbúð til leigu á Haga-
mel frá 1. janúar nk.
Þeir, sem áhuga hafa, leggi inn upplýsingar
um nafn, heimilisfang, símanúmer og annað
sem máli skiptir á auglýsingadeild Mbl. fyrir
hádegi 30. desember nk. merktar: „Melhagi
- 7438“. Öllum bréfum verður svarað.
ÝMISLEGT
Sundlaug - Sauna
Sundlaugin, saunan og Ijósalamparnir á Hót-
el Loftleiðum verða opnir almenningi bæði
um jól og áramót.
Opið verður um jólin:
24.12. frákl. 8-16.25.
25.12. frá kl. 10-16,25.
26.12. frá kl. 10-16.
Um áramótin verður opið:
31.12. frá kl. 8-16,
01.01. 1992 frá kl. 11-16.
Allar nánari upplýsingar verða veittar
í síma 22322.
FÉLAGSSTARF
Jólaknallið íaðsigi
Hið árvissa samsiginlega jólaknall félaga ungra sjálfstæðismanna á
höfuðborgarsvæðinu verður haldið laugardagskvöldið 28. desember
í kjallara Valhallar, Háaleitisbraut 1.
Hefst knallið kl. 20.30 og eru allir ungir sjálfstæðismenn hvattir til
að koma og taka með sér gesti.' ,
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma á jóladag
kl. 16.00.
Hátíðarsamkoma verður i
Þríbúðum í dag kl. 16.00. Mikill
söngur. Barnagæsla. Ræðu-
maður verður Óli Ágústsson.
Allir verlkomnir.
Guð gefi ykkur gleðileg jól.
Samhjálp.
Audbreíika 2 • Kóptu’úiiur
Jóladagur: Hátíðarsamkoma
kl. 16.30. Gleðileg jól.
Skipholti 50b, 2. hæð.
Gleðileg jól!
Jólastund í dag kl. 16.00. Allir
hjartanlega velkomnir. Takið eft-
ir: Samkomuröö hefst hjá okkur
þann 28. des. kl. 20.30 og endar
þann 1. janúar kl. 20.30. Ýmsir
erlendir prédikarar þjónusta
m.a. Richard Perinchief frá USA
og Stíg Petrone frá Livetsord í
Svíþjóð. Komdu og væntu þess
að guð mæti þér.
Orð Lífsins, Skipholti 50b.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Aðfangadagur: Aftansöngur
kl. 18.00. Ræðumaöur Hafliði
Kristinsson. Kór safnaðarins
syngur. Einsöngvari Sólrún
Hlöðversdóttir. Organleikari
Ólafur Jakobsson.
Jóladagur: Hátíðarsamkoma
kl. 16.30. Ræ.ðumaður Hafliði
Kristinsson. Kór safnaðarins
syngur. Einsöngvari Ágústa Ingi-
marsdóttir. Organleikari Árni
Arinbjarnarson.
Fíladelfiusöfnuðurinn óskar
landsmönnum öllum gleðilegra
jóla.
' VEGURINN
y Kristið samféiag
Smiðjuvegi 5, Kóp.
24. desember. Aðventuhátið kl.
17.00. „Fögnum og gleðjumst í
Drottni".
Dagana 26.-28. desember kl.
20.30 verða haldnar raðsam-
komur fyrir ungt fólk.
Verið velkomin.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533
Blysför um Elliðaárdalinn
sunnudaginn 29. des.
kl. 16.30. Kveðjum gamla
árið með Ferðafélaginu.
Mæting í Mörkinni 6 (nýbygging
Ferðafélagsins v/Suðurlands-
braut, austan Skeiðarvogs). Blys
kr. 200,- seld fyrir brottför.
Gengið verður inn í Elliðaárdal
og tekur gangan um 1-1,5 klst.
og er ókeypis. Allir eru velkomn-
irfélagar og aðrir. Þátttakendur
munu sjá glæsilega flugelda-
sýningu Hjálparsveitar skáta.
Slik blysför var farin í fyrsta
sinn í fyrra og þá voru þátttak-
endur 450. Við hvetjum alla til
að vera með. Tilvalin fjölskyldu-
ganga.
Gleðileg jól!
Ferðafélag fslands.