Morgunblaðið - 24.12.1991, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 24.12.1991, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 Arngrímur Bjarna- son - Minning reyndar er ekki langt síðan ég átti þess kost að fara í berjamó með þeim hjónum. Því miður urðu sam- verustundirnar afar fáar meðan ég dvaldist erlendis lungann úr níunda áratugnum, en á síuðustu þremur árum hef ég stundum átt erindi til Akureyrar og þá hefur leiðin alltaf legið á Byggðaveginn, þar sem þau Ásta hafa búið síðan 1979. Ævin- lega barst tal okkar Arngríms að pólitík og viðfangsefnum líðandi stundar. Fyrst eftir að ég fór að hugsa um pólitík þótti mér nánast sjálfgefið að Arngrímur væri fram- sóknarmaður, enda Akureyri alltaf mikill framsóknarbær og Kaupfé- lagið eins konar háborg samvinnu- stefnunnar. I samtölum okkar hin síðari ár varð mér smátt og smátt ljóst að svo einfalt var málið ekki. Hann var að vísu sannur framsókn- armaður, en umfram allt samvinnu- og félagshyggjumaður, með fast- mótaðar skoðanir, kunni góð skil á réttu og röngu og lét menn hvorki njóta _né gjalda flokkspólitískrar stöðu. I samræmi við sín lífsviðhorf lét hann sig varða kjör annarra, sérstaklega þeirra sem minna mega sín. Hann taldi eins og margir að stjórnmálamennirnir hefðu brugðist skyldu sinni í því efni að tryggja öilum sómasamleg lífskjör og þar væri mikið verk að vinna. Ekki gat ég fundið annað en að róttæk sjón- armið mín mættu skilningi og stundum beinum stuðningi. Margan dag á ég í húgskoti mínu frá þess- um samverustundum öllum sem vert er að rifja upp og þakka fyrir. Það hefur stundum verið sagt í fjölskyldunni að Arngrímur hefði mörg líf — og ekki alveg að ástæðu- lausu. Árið 1970 var honum vart hugað líf þegar hann veiktist af nýrnasjúkdómi og lá á Landa-V kotsspítala um nokkra vikna skeið. Þá man ég eftir því að þær vöktu til skiptis yfir honum Þorbjörg móð- ir mín og Ólöf dóttir hans, báðar hjúkrunarfræðingar. Þá voru það ungir sérfræðingar, nýkomnir heim frá námi, sem beittu nýrri tækni við að hreinsa blóð og Arngrímur komst yfir hjallann þann og síðan eru liðnir tveir áratugir. Frá þeim tíma kenndi Arngrímur sér tæpast nokkurs meins fyrr en nýrnasjúk- dómurinn tók sig upp aftur fyrir um fimm árum. Það var svo snemma árs árið 1988 að hann fór að fara til Reykjavíkur með stuttu og reglubundnu millibili í „gervinýr- að“ á Landspítalanum. Síðla það sama ár fékk hann þó ný tæki og síðan gat hann að mestu sjálfur framkvæmt þær hreinsanir sem gervinýrað sér um og hafði þá út- búnaðinn til þess heima hjá sér. Þá fór hann einungis í fáar eftirlits- ferðir á ári til Reykjavíkur og var feginn að vera laus við flandur milli landshluta, því hann undi hag sínum best á Akureyri. Eftir því sem hjúkrunarfólk hefur sagt sinnti hann læknisverkunum af mikilli kostgæfni eins og honum var lagið, og aldrei þurfti að hafa áhyggjur af því að hann gleymdi sér. Með því móti gat hann verið heima allt þar til hann var fluttur á Landspít- alann nokkrum dögum áður en hann hóf ferðina inn í fegri heim og aldrei missti hann meðvitund, en það var eitt af því sem hann síst vildi, að þurfa að lifa úr tengsl- um við umheiminn. Hann var sjálf- sagt hvíldinni feginn. Eftir sitjum við sem söknum sam- ferðamanns. Sárast sakna eigin- kona og börn. Ég veit að ég mæli fyrir hönd föður míns og okkar bræðra þegar ég sendi Ástu, börn- um, tengdabörnum, barnabörnum og systkinum hugheilar samúðar- kveðjur. Arngrímur Bjarnason er kvaddur með virðingu og þökk. Blessuð sé minning manns sem gaf. Árni Þór Sigurðsson Björn Björnsson vélstjóri - Minning Fæddur 24. mars 1908 Dáinn 15. desember 1991 Allt frá því að ég man fyrst eft- ir mér hefur Arngrímur átt ákveð- inn sess í mínum huga. Hann var þessi virðulegi frændi sem kunni svör og ráð við flestu og var eigin- lega hafinn yfir gagnrýni. Eins konar höfuðsmaður ættarinnar sem hann var þó ekki fæddur inn í held- ur tengdist í gegnum hjónaband. Maður gat alltaf verið viss um að ráð hans væru óbrigðul og mátti þá einu gilda hvert umræðuefnið var. Nú er hann allur, á 84. aldurs- ári. Arngrímur Jón Vídalín Bjarnason fæddist 24. mars 1908 á Þórustöð- um í Mosvallahreppi í Vestur-ísa- fjarðarsýslu. Foreldrar hans voru Bjarni Jónatansson, sem þá var bóndi á Þórustöðum en fékkst síðar við verkamannastörf á Flateyri, sonur Jónatans Þorleifssonar á Litlu-Þúfu í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi og Önnu Filippíu Jóns- dóttur og Stefanía Arngrímsdóttur húsfreyju á Þórustöðum og Flat- eyri, dóttir Arngríms Vídalíns Jóns- sonar bónda og skipstjóra í Hjarð- ardal ytri í Önundarfirði og Lauru Williamine Margrethe Thomsen. Bjarni og Stefanía eignuðust 8 böm og var Arngrímur íjórði í röðinni, en elstur þeirra sem upp komust. Systkini Árngríms voru: Dagrún, fædd 1903, dáin 1929, Arngrímur, fæddur 1904 en lést á fyrsta ári, Bergljót, fædd 1906, dó á þriðja ári, Bergljót, fædd 1910, Una Margrét, fædd 1911, Njáll Bergþór, fæddur 1913 og Sólveig Stefanía, fædd 1916. Auk þess átti Arngrím- ur tvær hálfsystur og einn hálfbróð- ur. Föður sinn missti Arngrímur þegar hann var 13 ára og var hann þá tekinn í fóstur Ólafs Sigurðsson- ar hreppstjóra á Flateyri og konu hans, Valgerðar Guðmundsdóttur, húsfreyju. Árið 1927 fluttist Arngrímur til Akurey'rar og hóf nám í mennta- skólanum þar. Hann lauk stúdents- prófi utanskóla vorið 1933 og þá um haustið innritaðist hann í læknadeild Háskóla íslands. Eftir fyrsta veturinn varð hann þó að hverfa frá námi sökum fjárskorts en lauk áður cand.phil.-prófi. Leiðin lá aftur til Akureyrar þar sem Arn- grímur fékkst fyrst við kennslu og starfaði á lögfræðiskrifstofu. Síðla árs 1937 hóf hann svo störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, en því fyrir- tæki léði hann starfskrafta sína í tæp 50 ár. Hann varð skrifstofu- stjóri hjá KEA í apríl 1947 og gegndi því starfi fram á mitt ár 1971 en þá var hann ráðinn aðal- fulltrúi og staðgengill kaupfélags- stjóra. Árið 1979, þá 71 árs að aldri, lét hann af störfum hjá Kaupfélag- inu fyrir aldurs sakir. Starfskraftar Arngríms voru þó langt í frá þornir og hann var áfram í hlutastarfí við sérstök verkefni hjá Kaupfélaginu til nóvemberloka árið 1986. Þá átti hann að baki tæplega hálfrar aldar farsælan starfsferil hjá stærsta og umfangsmesta fyrirtæki á Akureyri og þótt víðar væri leitað. Ekki veit ég hvort það var hin langa vist hjá Kaupfélaginu sem gerði Arngrím að samvinnu- og félagshyggju- manni, eða hvort hann valdi sér þann starfsvettvang vegna lífsskoð- ana sinna, en það má einu gilda. Hann hafði í æsku kynnst fátækt og skorti, sem meðal annars bann- aði honum að stunda langskólanám eins og hugur hans stóð þó til, þann- ig að síst vantaði hann skilning á kjörum og erfiðleikum bágstaddra. Vafalaust hefur hvort tveggja, æskan og uppeldið annars vegar og starfið hins vegar átt þátt í að móta hans lífsviðhorf. Arngrímur var alla tíð sannur samvinnumaður í þess orðs víðustu merkingu og gott ef sú hugsjón varð ekki skarp- ari með árunum. Á löngum starfs- og æviferli gegndi Arngrímur fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hann átti m.a. sæti í sjó- og verslunardómi Akur- eyrar í mörg ár frá 1961, sat í stjórn Sjúkrasamlags Akureyrar óslitið fr4 1962-1982, var í nokkur ár full- trúi í framkvæmdanefnd leiguíbúða Akureyrar og var endurskoðandi reikninga Útgerðarfélags Akur- eyrar og Akureyrarbæjar eftir að hann lét formlega af störfum hjá KEA. Árið 1980 var hann sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að félagsmál- um. Þrátt fyrir vestfirskan upp- runa, sem honum varð tíðrætt um, var hann orðinn Akureyringur „par excellence“, eins konar heimsborg- ari í höfuðstað Norðurlands. Akur- eyri var honum afar kær, það má segja að þau hafi saman aldur alið Arngrímur og Akureyri líkt og hrísl- an og lækurinn, og hann mundi sannarlega tímana tvenna í sögu Akureyrar. Arngrímur var ákafiega bók- hneigður maður, vel heima í bók- menntum_, bæði íslenskum og er- lendum. Á heimili þeirra Ástu, móð- ursystur minnar, er mikið og gott bókasafn, vafalaust eitt af því besta í einkaeign hér á landi. Sem gest- komandi á heimili þeirra kom það aldrei fyrir að ekki fyndist einhver góð bók að glugga í og sjaldan kom maður að tómum kofunum hjá Arn- grími, því hann kunni skil á vel- flestu sem þar gat að líta. Sjálfur fékkst hann dulítið við ritstörf, a.m.k. á yngri árum. Hann þýddi nokkrar skáldsögur og sá um út- gáfu á barnabókinni Ævintýri Fjall- konunnar árið 1942. Þá þýddi hann fjölmargar smásögur og greinar fyrir Samvinnuna á fimmta ára- tugnum. Arngrímur var ágætlega hagmæltur og víða í gestabókum leynast stökur sem hann kastaði fram á góðum stundum. Arngrímur var tvíkvæntur. Árið 1939 kvæntist hann Elínu Guðrúnu Einarsdóttur, f. 1905, en þau slitu samvistir árið 1958. Kjördóttir þeirra er Ólöf Stefanía Arngríms- dóttir, f. 20. júní 1945, hjúkrunar- fræðingur á Akureyri, gift Baldri Jónssyni yfirlækni. Sonur þeirra er Arngrímur. Þann 24. ágúst 1958 gengu þau í hjónaband Arngrímur og Ásta Emilía Friðriksdóttir, f. 4. janúar 1926. Hún starfar á skrif- stofu Sjúkrasamlags Akureyrar. Ásta var þá liðlega þrítug ekkja og einstæð móðir. Foreldrar hennar voru Friðrik Jónsson bóndi á Hömr- um og víðar í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, síðar búsettur á Akur- eyri, og seinni kona hans, Steinunn Soffía Stefánsdóttir hjúkrunar- kona. Friðrik var Skagfirðingur í báðar ættir en Soffía var húnvetnsk að ætt. Börn Arngríms og Ástu eru: Guðríður Þórhallsdóttir (dóttir Ástu af fyrra hjónabandi, sem Arn- grímur gekk í föður stað), f. 17. september 1945, meinatæknir í Mosfellsbæ, gift Hallgrími Jóns- syni, flugstjóra hjá Flugleiðum, og eiga þau þijú börn: Hrefnu, Ástu og Hallgrím. Stefán Arngrímsson, f. 9. ágúst 1960, BA 5 ensku og sagnfræði, lögreglumaður í Reykja- vík, kvæntur Kristbjörgu Héðins- dóttur meinatækni og eiga þau tvo syni, Þórð og Arngrím. Á kveðjustund hrannast upp minningar um liðna tíma. Á æsku- árum mínum dvöldumst við bræð- urnir ásamt móður okkar oft um lengri eða skemmri tíma á sumrin í Oddeyrargötunni hjá Ástu og Arn- grími. Frá þeim tíma eru aðeins ljúf- ar minningar — þá var alltaf gott veður á Akureyri, sól og sumar og Skátagilið var miðpunktur ærsla og leikja. Nokkur sumur vorum við Stefán Arngrímsson saman í sum- ardvöl á Dagverðareyri við Eyja- fjörð, þar sem verkalýðshreyfingin rak sumardagheimili. Ég minnist Arngríms sérstaklega frá þeim árum um 1965-1970. í hugum okk- ar krakkanna var enginn jafnmikil aufúsugestur og Arngrímur þegar hann kom með timbur og nagla og annað tilheyrandi til að við gætum dundað okkur við smíðar. Og þá var margur kastalinn reistur og rif- inn og endurbyggður. Alltaf með jöfnu millibili hafði Arngrímur tíma til að skjótast út að Dagverðareyri með stórt og smátt sem gat glatt hugi barnanna. Það voru líka ófáir bíltúrarnir sem við frændurnir fór- um í með Arngrími inn í Eyjafjörð, út með Lögmannshlíð eða jafnvel út á Dalvík. Alltaf gat Arngrímur fundið upp á einhveiju nýju og spennandi, vel vitandi að lítið er ungs manns gaman. Tíðum fórum við saman í sumarfrí, foreldrar mín- ir með okkur bræður og Ásta og Arngrímur með Stefán. Þær hafa líka orðið margar beijaferðirnar og Fæddur 11. febrúar 1927 Dáinn 12. desember 1991 Mágur minn, Björn Björnsson, vélstjóri, fæddist á Selfossi 11. febrúar 1927, sonur hjónanna Önnu Eiríksdóttur frá Sandhaugum í Bárðardal og Björns Sigurbjarnar- sonar frá Tjömesi, en hann var gjaldkeri Landsbankans á Selfossi. Björn var einnig lærður rafvirki, en þá iðn lærði hann bæði á Sel- fossi og í Reykjavík, þar sem hann lauk námi hjá Johan Rönning. Kynni okkar Björns hófust eftir að hann kynntist systur minni, Elsu Unni, árið 1978. Hann var þá ekkju- maður og átti fimm uppkomin börn. Elsa átti einnig fimm börn frá fyrra hjónabandi sínu, flest þá flutt að heiman. Elsa og Björn hófu sambúð 1978, en giftust 11. febrúar 1986, á afmælisdegi Bjöms. Björn stundaði lengst af sjóinn, en þegar kynni þeirra Elsu hófust starfaði hann í Vélsmiðjunni Nonna, en fór síðan fljótlega til starfa hjá ísbirninum hf. í Reykjavík, þar sem hann starfaði sem vélstjóri í frysti- húsi félagsins og síðar hjá Granda hf. Björn fór til sjós aftur sem vél- stjörf'Á b.v. Ásþóri og fylgdi því skipi er það var selt Þorbirni hf. í Grindavík og hlaut nafnið Gnúpur. Þar var hann yfirvélstjóri þar til hann fluttist á nýjan Gnúp GK-11, er áður hét Snæfugl. Björn var um borð í Gnúpi, þar sem skipið var á veiðum, hínn 12. desember sl., er hann fékk hjartaáfall og lézt áður en tókst að koma aðstoð til skipsins 'með þyrlu. Björn verður jarðsettur á þriðja í jólum. Þau Elsa bjuggu fyrstu árin í íbúð hennar að Völvufelli 50 en á árunum 1981 til 1982 byggðu þau sér einbýl- ishús í Kögurseli 20 og fluttu þang- að í desemþer 1982. Lögðu þau mikla vinnu í það hús og gerðu smekklega úr garði. Björn var afskaplega rólegur og jafnlyndur maður og sérlega barn- góður. Er mér minnisstætt, að þótt ein dóttir mín væri nokkur manna- fæla, eins og gengur í bernsku, hændist hún mjög að þessum skeggj- aða manni og tók hann langt fram yfir aðra, sem sýna vildu henni vin- arhót, þótt mýkri væru á vangann. Þá fór hugur barnabarna Elsu systur ekki á milli mála. Þau litu öll á Björn sem afa sinn og sakna hans nú sárt. Þá var samband hans og stjúpbarna gott og innilegt, mest þó við yngstu dóttur Elsu, Ornu Báru, sem hefur búið hjá þeim Birni frá árinu 1989 með tveimur sonum sín- um. Elsku Elsa mín. Missir þinn og söknuður er mikill og sár. En ég veit, að þú átt ekkert nema góðar minningar um mann, sem færði þér þá lífshamingju, sem ekki fyrnist yfír. Bragi Kr. Guðmundsson Þann 12. desember laust eftir hádegi vorum við á veiðum í Rósa- garðinum, s-austur af Islandi. Bjart- sýnir um góða veiði og sölu í Þýska- landi. Nýbúnir að setja hluta af áhöfninni í land í siglingafrí, þegar dimmdi skyndilega yfir okkur. Björn HUSIÐ OPNAÐ KL. 18.30 A NYARSDAG 1992 Ósóttir miðar verða seldir milli jóla og nýárs, frá föstud. 27. des. PERLAN á öskjuhlíð ■ 125 Reykjavík ■ Pósthólf 5252 ■ Fax 620207 • Sími 620200
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.