Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 31 Reuter Faxig á Tævan Fang Lizhi, einn þekktasti andófsmaður Kína, kom til Tævan um helgina í níu daga heimsókn. Á blaða- mannfundi í gær sagði hann Kína hafa byijað að feta braut efnahagslegra og félagslegra umbóta sem smám saman myndu leiða til lýðræðis. „Þetta eru áhrifamiklar breytingar. Þróunin á efnahagssviðinu mun þegar fram í sækir valda þreytingum á stjórnmálasviðinu„“ sagði hann meðal annars. Fang var varafor- seti Vísinda- og tækniháskólans í Anhui-héraði en var rekinn úr starfi eftir að skólinn varð að miðstöð stúdentamótmæla árið 1986. Eftir að svipuð mótmæli höfðu verið brotin á bak aftur með hei-valdi árið 1989 leitaði hann hælis í bandaríska sendiráðinu í Peking. Ári síðar var honum leyft að halda til Banda- ríkjanna „til að leita sér læknisaðstoðar“ og starfar hann nú við kennslu við þarlenda háskóla. Koma EB-ríki í veg fyr- ir GATT-samkomulag? Brussel. Reuter. Viðskiptaráðherrar Evrópubandalagsríkjanna, EB, komu saman í Brussel í gær til að ræða tillögur Arthurs Dunkels, framkvæmda- stjóra GATT, tolla- og viðskiptabandalagsins, um samkomulag en hann lagði þær fram þegar ljóst var, að enginn árangur næðist í viðræðum EB og Bandaríkjamanna um landbúnaðarmálin. Eiga ráð- herrarnir úr vöndu að ráða því að landbúnaðarhagsmunirnir eru ríkir innan EB en hins vegar vilja þeir ekki sitja uppi með að hafa eyðilagt GATT-viðræðurnar, sem staðið hafa í fimm ár. Líta má á sum atriði í tillögum Dunkels sem eftirgjöf við EB en önnur eru þess eðlis, að EB á erfitt með að kyngja þeim. Má meðal annars nefna, að Dunkel leggur til, að dregið verði úr niðurgreiddum útflutningi um 24% og útflutnings- uppbætur minnkaðar um 36% á árunum 1993-’99. Þá vill hann, að opinber stuðningur við bændur, annar en útflutningsuppbætur, verði skorinn niður um 20% á sama tíma. Ray MacSharry, sem fer með landbúnaðarmál innan EB, telur þetta óframkvæmanlegt en aðildar- ríki GATT, 108 að tölu, munu skoða tillögurnar fram til 13. janúar þeg- ar viðræðurnar hefjast aftur í Genf. Niðurgreiðslur í landbúriaði eru eina ágreiningsefnið í GATT-við- ræðunum, sem máli skiptir, en með þeim hafa ríku þjóðirnar eyðilagt markaðsstöðu fátæku ríkjanna og komið í veg fyrir framfarir í land- búnaði þeirra. Bandaríkjamenn eru tilbúnir til að kasta sínum niður- greiðslum fyrir róða en innan EB eru bændur svo öflugur- þrýstihóp- ur, að stjórnvöld fá lítt við ráðið. EB hefur verið að vinna að sínum eigin umbótum á landbúnaðarkerf- inu en margir óttast, að verði ekk- ert GATT-samkomulag muni aftur sækja í gamla farið með offram- leiðslu og kostnaðarsöm matarfjöll og vínsjói. Önnur ríki munu þá bregðast við með verndartollum og einangrunarstefnu og afleiðingin verður viðskiptastríð — einmitt það, sem GATT-viðræðurnar áttu að útiloka. Ráðstefnan um lýðræðislega Suður-Afríku: Stuðningnr við fjölflokka- kerfí og jafnan atkvæðisrétt Jóhannesarborg. Reuter. FYRSTA fundi Ráðstefnunnar um lýðræðislega Suður-Afríku (Codesa) lauk í Jóhannesarborg á laugardag. Fulltrúar nítján sljórnmálafylkinga sátu þennan sögulega tveggja daga fund og varð að samkomulagi að ráðstefnan kæmi saman að nýju í lok mars. Sameiginleg viljayfirlýsing var undirrituð af fulltrúum sautján fylkinga þar sem lýst er yfir stuðn- ingi við fjölflokkakerfi, jafnan atkvæðisrétt, sjálfstætt dómskerfi og mannréttindayfirlýsingu. Ríkisstjórnin lagði á fundinum fram tilboð um að blökkumenn myndu eiga aðild að stjórn landsins þar til ný stjórnarskrá hefur tekið gildi og kom þannig til móts við kröf- ur þess efnis að kosið yrði sérstakt stjórnarskrárþing. Þessu tilboði var vel tekið af fulltrúum stjórnarand- stöðunnar en samt talið of óljóst til að hægt yrði að taka endanlega af- stöðu til þess. F.W. de Klerk, forseta Suður-Afr- íku, og Nelson Mandela, forseta Afr- íska þjóðarráðsins (ANC), laust sam- an við upphaf fundarins vegna þess að ANC neitar að hætta skæruhern- aði. Sökuðu þeir hvor annan um leynimakk og óheiðarleika. En við upphaf síðari fundardagsins tókust þeir í hendur og í lokaræðum þeirra var áherslan á sáttfýsi. „Sú stað- reynd að við erum staddir hér sýnir að samstaða er um að vinna saman á uppbyggilegan hátt,“ sagði Man dela í ræðu .sinni. De Klerk var sá síðasti sem ávarpaði ráðstefnuna áður en henni lauk og sagði hann að kraftaverk hefði gerst. „Markmið okkar eru göfug," sagði forsetinn. „Ég skuldbind mig til að tryggja að ekkert muni koma í veg fyrir að þessi markmið verði að veruleika." Öfgahópar jafnt til hægri sem vinstri neita að taka þátt í ráðstefn- unni þótt þeim standi það til boða. Hægriöfgamenn mótmæltu fyrir ut- an ráðstefnumiðstöðina á laugardag og hin fasísku samtök Afrikaner Weerstandbeweging (AWB) gáfu út yfirlýsingu þar sem segir að litið verði á allar tilraunir til að koma á jafnri stöðu kynþátta sem stríðsyfir- lýsingu. —— Reuter James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti til þess um helgina, að matar- og lyfjaflutningar til sovésku lýðveldanna yrðu stórauknir til að koma í veg fy.rir skort og hungursneyð. Eru þeir raunar umtalsverðir nú þegar, frá Bandaríkjunum og Evrópubanda- lagsríkjunum, og hér eru börn á sjúkrahúsi í Moskvu að gæða sér á bandarískri súpu. tali við ítalska útvarpið í gær kvaðst hann litla trú hafa á framtíð nýja samveldisins. Taldi hann, að það myndi einkennast af ágreiningi urn flest mál auk þess sem það skorti nauðsynlegar stofnanir eins og þær, sem Sovétríkin hefðu stuðst við. Ýmsir bandarískir háskólar hafa boðið Gorbatsjov prófessorsembætti að sögn dagblaðsins The New York Times og hefur Paul H. Nitze- alþjóðarannsóknastofnunin, sem er deild við Johns Hopkins-háskólann í Washington, einnig boðið Raisu, eig- inkonu Gorbatsjovs, til sín sem pró- fessor. Segist Gorbatsjov hafa fengið boð af þessu tagi frá Bandaríkjunum, Japan, Þýskalandi og Frakklandi en ekki hafa í hyggju að yfirgefa ætt- jörðina. Sovétlýðveldin 11, sem undirrituðu samveldissáttmálann, eru Rússland, Úkraína, Hvíta Rússland, Kazak- hstan, Armenía, Azerbajdzhan, Moldova, Úzbekístan, Tadzhíkístan, Kírgízístan og Túrkmenístan. Það tólfta, Georgía, sendi aðeins áheyrn- arfulltrúa. llln tíSSK* hær eru gerða ef þær eru |jósmyndapaPP'r- framköllunarþjónusta er hjá þessum aðilum: Framköllunarþjónustan Borgamesi, Ljósmyndaþjónusta Stefán Pedersen Sauóárkrókl, Nýja Bió Siglufirði, Myndsmiðjan Egilsstöðum, Framköllunarþjónustan Prentverks Homafjarðar, Fótó Vestmannaeyjum, Ljósmyndastofa Suðurlands Selfossi, Filman Hamraborg 1, Kópavogi, Reykjavík: Vesturbær. Ulfarsfell Hagamel, Miðborgin: Ljósmyndabúðin Ingóifsstræti, Austurbær: Ljósmyndavörur Skiphoiti 31. Grafarvogur. Kyrrmynd Höfðabakka 1, við Guiilnbrú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.