Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 a ^tftés' teyfist, herrcK minn, þóc mstU éjryjeé ostasata.£iruj og a.U- uerutegri upphacii þjór/é.." T3» Ásí er... . . . hugurinn sem að baki liggur. TM Reg. U.S. Pat Off.—all ríghts raserved c 1990 Los Angeles Times Syndicate Með morgnnkaffíjiu Hefðum betur aldrei farið til Hawaii ... HÖGNI HREKKVÍSI „H 4 Nn 1-.K: •//> HKK.S J > ’PP 'i ' ’K' •" DEYJANDIBÖRN Kæru íslendingar. Senn gengur hátíð jólanna í garð. Jólin eru sá tími ársins þegar við leggjum frá okkur strit og áhyggjur hversdagsins og slöppum af í faðmi ijölskyldunnar. Við borðum og sof- um. Gefum hvoru öðru gjafir, lesum bækur og spjöllum saman. í stuttu máli reynum við að skapa okkur stundir sem einkennast af ást og hlýju. Svo sannarlega eigum við gott að búa hér á landi friðar og allsnægta. En því miður eru ekki allir íbúar þessa hnattar jafn lánsamir. I nán- ast öllum löndum þriðja heimsins eru stórir hópar fólks sem búa við mikla fátækt og jafnvel hungur. Og sá hópur mannfólksins sem verst verður úti eru börnin. Stórir hópar barna alast upp við hræðileg- ar aðstæður. Ýmist eiga þau for- eldra sem geta ekki séð fyrir þeim, þau eru munaðarlaus eða hafa ver- ið yfirgefin. Og hvað verður um þessi börn? Mörg lenda í því að vera þrælað út í ómannúðlegum verksmiðjum. Sumum tekst að draga fram lífið með hnupli og betli. Og öðrum ekki. Á hveijum degi eru það stórir hópar barna sem í fullkominni ör- birgð leggjast á jörðina og deyja. Úr hungri. Kæru lesendur þessa greinar- stúfs. Er þetta sú heimsmynd sem við myndum kjósa okkur ef við fengjum að ráða? Viljum við að lít- il börn séu að hrynja niður úr hreinni fátækt í þriðja heims lönd- unum? Að sjálfsögðu ekki. Þess myndum við aldrei óska. En hvað getum við gert? Er eitt- hvað til ráða.? Sem betur fer er ýmislegt til ráða. Hér á íslandi eru í það minnsta fjórir aðilar sem hafa að markmiði að hjálpa börnum í þess- um löndum. Með því að greiða ákveðna upphæð mánaðarlega get- ur þú lesandi góður tekið eitt ákveð- ið barn í „fóstur“ og þú verður nokkurs konar „fósturforeldri". Upphæðin sem þú greiðir nægir til að kosta fæði, klæði, húsnæði, menntun og heilbrigðisþjónustu. Þú færð allar upplýsingar um barnið ásamt mynd. Þú getur staðið í bréfasambandi og fýlgst með tötr- um- klæddu, grindhoruðu barni breytast í sterkan og heilbrigðan einstakling með trú á lífið. Allt þetta er mögulegt fyrir jafn lága upphæð og 1.000 krónur á mánuði. Og það telst nú ekki mik- ið. Hvað fáum við fyrir 1.000 krón- ur í dag? Einn aðgöngumiða á skemmtistað? Svo og svo margar raðir í einhveiju happdrættinu sem maður vinnur svo ekkert í? Eitt- hvert hnossgæti sem maður gleymdi svo í ísskápnum og varð að henda því það var orðið skemmt? Getum við ekki öll verið sammála um að við höfum oft eytt 1.000 krónum í eitthvað sem var kannski engin gífurleg þörf fyrir? Og við skulum hugleiða hve mikla þörf bömin hafa fyrir þessa litlu upp- hæð. Þeir aðilar sem koma slíkum greiðslum til skila eru að því er ég best veit eftirtaldir: SOS barnaþorp- in, pósthólf 8707, 128 Rvík. S: 53279. Hjáparstofnun kirkjunnar, Tjarnargötu 10. S. 26440, 25290. Fax: 624495. ABC hjálparstarfið, Sigtúni 3. S. 686117. Einnig skal nefna Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna á íslandi, Stóragerði 30. S: 34260. Barnahhjálpin býður ekki uppá þennan „fósturbarna“möguleika, en tekur hinsvegar á móti frjálsum framlögum sem varið er til ýmissa verkefna sem koma börnum til góða. Ef einhveijir hafa orðið útundan fyrir misgáning geta viðkomandi samtök auglýst tilvist sína hér í Velvakanda. Mig langar að biðja þig, kæri lesandi, að klippa þessa grein út úr blaðinu og hengja hana á eldhús- skápinn. Mig langar að biðja þig að gera það upp við þig yfir hátíð- irnar hvort þú sért ekki tilbúin/nn að gefa eina jólagjöf til viðbótar við þær sem þú gefur um þessi jól. Er ekki kominn tími til að þú ákveðir að lítið barn í þriðja heimin- um fái að njóta hluta þeirrar hlýju og kærleika sem við gefum ástvin- um okkar yfir hátíðirnar? Litlar þúsund krónur á mánuði duga til að gefa því jólagjöf sem það mun muna alla ævi. Þær duga til að gefa því lífið. J Vísurnar um mánuðina Á fimmtudeginum 19. des. var spurt um þessa vísu og ég fann hana hjá mér, vilduð þið vera svo væn að birta hana. Tólf eru synir tímans er tifa framhjá mér janúar er á undan með árið í faðmi sér. I febrúar eru fannir, þá læðir geislum lágt. í mars, þótt blási oft biturt þá birtir smátt og smátt. í apríl sumrar aftur, þá ómar söngur nýr. í maí flytur fólkið og fuglinn hreiður býr. I júní sest ei sólin, þá brosir blómaljöld. í júlí baggi er bundinn og borðuð töðugjöld. í ágúst slá menn engið og bömin tína ber. í september fer söngfugl og sumardýrðin þver. í október fer skólinn að bjóða bömum heim. í nóvember er náttlangt um norðurljósa geim. Þótt desember sé dimmur þá dýrleg á hann jól. Með honum endar árið og aftur hækkar sól. Guðrún Halldórsdóttir Víkverji skrifar Einn af talsmönnum ríkisstjórn- arinnar lýsti stöðu mála í þinginu sl. laugardag á þá leið í samtali við Víkveija, að lands- byggðarþingmenn vildu fara beim, kvennalistakonur vildu komast heim að baka en Olafur Ragnar vildi ná hefndum vegna þess, að afgreiðsla fjárlaga hefði einu sinni í hans ráðherratíð dregizt fram yfir jól. Hver sem skýringin er á vinnu- brögðum þingsins síðustu daga og vikur er hitt alveg ljóst, að þau hafa ekki verið Alþingi til fram- dráttar, hvorki ríkisstjórn né stjórn- arandstöðu. Út af fyrir sig má segja, að ástandið hafi alltaf verið svona í desembermánuði og hafi hvorki verið betra né verra nú en áður. Tæplega er hægt að segja, að nokkur reynsla sé komin á starf þingsins í einni málstofu og þess vegna of snemmt að hafa nokkra skoðun á því, hvort erfitt ástand í þinginu að þessu sinni eigi rætur að rekja til breytts skipulags. Raun- ar er það ekkert einsdæmi á Al- þingi íslendinga, að vandræða- ástand skapist fyrir frí þingmanna. í bandaríska þinginu er stundum algert öngþveiti síðustu dagana áður en þingmenn fara í frí. En óneitanlega sýnist æskilegt, að hægt sé að skipuleggja störf þingmanna betur. Hafa þeir nokkra yfirsýn yfir það, sem þeir eru að gera, þegar svona öngþveiti skapast eins og þjóðin hefur orðið vitni að síðustu daga? xxx Einn hinna eldri þingmanna hafði orð á því við Víkveija, að yngri þingmenn sinntu ekki nægilega þeirri skyidu að sitja í þingsal og hlýða á umræður. Um- ræður í þinginu eru vafalaust mis- jafnar að gæðum en forsenda þess, að þingmenn viti yfirleitt hvað ger- ist á Alþingi er náttúrlega , að þing- menn sitji og hlusti á umræður, hvort sem þeim þykir það ljúft eða leitt. Fyrir nokkrum áratugum hafði einn af fremstu þingskörungum þjóðarinnar orð á því með velþókn- un, þegar hann ræddi um nýjan þingmann í flokki sínum, að hann væri duglegur að sitja þingfundi og fylgjast með umræðum. Það hlýtur að vera grundvallaratriði - eða hvað?! xxx NNú er bókavertíðinni að ljúka. Eins og jafnan ganga marg- víslegar sögur um hvaða bækur seljast bezt. Eitt dagblaðanna birtir slíkan lista en skiptar skoðanir eru um, hversu mikið sé á honum að byggja. Nú vill svo til, að sumar bókabúðir a.m.k. hafa tekið upp kassatækni, sem gerir kleyft að fylgjast nákvæmlega með sölu á hverri bók. Er ekki hugsanlegt að bókaútgefendur geti náð samkomu- lagi um að birta upplýsingar um sölu bóka eftir árið, sem byggja á slíkum beinhörðum og áþreifanleg- um upplýsingum? Er kannski til of mikils mælzt? Ekki má gleyma því, að Morgunblaðið er eina dagblaðið, sem er í Upplagseftirliti Verzlunar- ráðsins, þ.e. veitir aðila á þess veg- um aðgang að bókhaldi með upplýs- ingum um sölu blaðsins. Er við sama vanda að etja í bókaútgáfu? Ef svo er, hvers vegna birta þær bókaverzlanir, sem ráða yfir þess- ari kassatækni ekki sína eigin bók- sölulista?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.