Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 Góður Kafka Bókmenntir Einar Falur Ingólfsson Franz Kafka: I refsinýlendunni og fleiri sögur. Smásögur, 248 blaðsíður. Menningarsjóður 1991. Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson þýddu og rita eftirmála. í þessu safni, í refsinýlendunni og heiri sögum, eru fjörutíu og tvær sögur eftir Franz Kafka (1883-1924), sú lengsta er nær því fjörutíu síður og aðrar örstuttar; einhverskonar athuganir í nokkrum setningum, eins og Fæsta þorp: Afi minn var vanur að segja: „Lífið er furðulega stutt. Nú skreppur það svo saman í minningu minni að ég skil til dæmis varla hvernig ungur maður getur tekið ákvörðun um að ríða til næsta þorps án þess að óttast - þótt alls ekki sé reiknað með neinum óhöpp- um - að venjulegt farsælt æviske- ið kunni að reynast allt of stutt fyrir slíka reiðferð“ (131). Franz Kafka er einstæður rithöf- undur, einn af risum heimsbók- menntanna. Hann var þýskumæl- andi gyðingur, búsettur mestan hluta ævinnar í Prag, lögfræðingur og skrifstofumaður sem fann sig knúinn til að skrifa og skynjaði ritstörfin: „... meðal annars sem fjötra er hindruðu að hann gæti orðið „eðlilegur" hamingjusamur borgari og fjölskyldufaðir sem kannski hefði farið með bömin sín í dýragarðinn og fjölleikahúsið" (úr eftirmála þýðenda, bls. 241). Kafka vann að ritstörfum í hjá- verkum og þrátt fyrir að hann hafi fallið frá rétt rúmlega fertugur skrifaði hann þijár skáldsögur: Ameríku, Höllina og Réttarhöldin; merkilegar dagbækur og fjölda bréfa; og síðan smásögur sem má skipta í „hefðbundnar" sögur, dæmisögur og orðskviði. Af skrif- um sínum voru smásögur það eina sem Kafka sá birtast á prenti, en á árunum 1913 til 1924 gaf hann út sjö sagnakver, samtals fjörutíu sögur, og birti auk þess fjórar sög- ur í blöðum og tímaritum. Þær eru samankomnar í þessari bók, að frá- dregnum tveimur löngum sögum eða nóvellum, og hefur önnur þeirra, Hamskiptin, komið út í þýð- ingu Hánnesar Péturssonar. Sögurnar í þessu safni eru vissu- Iega missterkar og hrífa mismikið, en sumar fylla mann endálausri undrun og nokkrar teljast tvímæla- laust með stórvirkjum evrópskrar smásagnagerðar; eins og Dómur- inn, Sveitalæknir, Hungurlistamað- ur og Áhyggjur húsbóndans. Bak við allar þessar sögur, og skrif Kafka í heild, er mögnuð vitund höfundarins; allur þessi efi, öll möguleg og ómöguleg vandamál, undarleg og ógnandi sýnin á lífið. í óræðum textanum fetar Kafka einstígi milli ofurraunsæis og fant- asíu, tákna og dularfullrar ógnar; einstígi sem enginn annar höfundur hefur fundið fyrr eða síðar. Les- andinn kynnist til dæmis listrænni aftökuvél sem skrifar mannbæt- andi hugleiðjngar á líkama fang- anna, hungurlistamaður leitar full- komnunar í svelti sínu, faðir dæm- ir son sinn til dauða og api flytur skýrslu um aðlögun sína að menn- ingunni. Stundum virðist höfundur- inn jafnvel vera að sýna eða út- skýra ástæður hugsana sinna fyrir lesandanum, eða hreinlega afsakar tilvist sína: Ég hef enga afsökun fyrir því að ég stend á þessum palli, held mér í þessa lykkju, læt berast með þessum vagni, að fólk víkur fyrir vagninum eða gengur í rólegheitum eða hvílist fyrir fram- an búðargluggana. - Enginn krefst þess heldur af mér, en það skiptir engu máli“ (28). Feðgarnir Eysteinn Þorvaldsson og Ástráður Eysteinsson þýða sög- urnar, en áður hafa þeir þýtt Rétt- arhöldin, 1983. Stundum er deilt um þær leiðir sem þýðendur fara - ekki síst þegar þýtt er úr máli eins og þýsku, sem byggir á löngum málsgreinum með mörgum auka- Lítið fólk sigr- ast á lífinu Bókmenntir Franz Kafka setningum. Eysteinn og Ástráður fara þá leið að færa frásögnina sem nákvæmast og orðréttast af þýsk- unni yfir á íslensku. Þannig kapp- kosta þeir að varðveita eins vel og mögulegt er alla merkingarmögu- leika og blæbrigði textans. Fyrir vikið kann sumum að finnast málið nokkuð stíft á köflum, þýskulegt. En þeir Eysteinn og Ástráður leysa ætlunarverk sitt ákaflega vel, það er greinilegt að mikil vinna, vand- virkni og slípun liggur að baki þýð- ingunni. Og við lesturinn skynjar maður að auki rithátt höfundarins að einhveiju leyti og það getur bætt ýmsu við skilninginn - hlutum sem hafa til dæmis tapast í enskum þýðingum sem ég hef lesið. Þó kemur fyrir að virðingin fyrir frum- textanum sé of mikil, og setningar mættu vera íslenskari: „Þá er ég orðinn klæðlaus og horfi rólegur, með fingurna í skegginu, drúpandi höfði, á fólkið“ (110). Þetta sagnasafn er kærkomið og vonandi standa þýðendurnir við gefið fyrirheit í stuttum en greinar- góðum eftirmála, um að von sé á þýðingu skáldsögunnar Ameríku áður en langt um Iíður. Útlit / refsi- nýlendunni og fleiri sagna er gott, textinn situr fallega á síðunum og gaman er að einföldum pennateikn- ingum Kafka við kaflaskipti. Súsanna Svavarsdóttir Dvergurinn Rauðgrani og brögð hans Dísa ljósálfur Alfinnur álfakóngur Höfundur: G.T. Rotman Útgefandi: Forlagið Þau eru fá ævintýrin sem eiga sér jafn öruggan samastað í hjarta fólks og þessi þrjú ævintýri hollenska rit- höfundarins Rothmans. Þau voru fyrst gefin út á íslandi á árunum 1928 til 1930 og það virðist vera sama hvern maður hittir, allir hafa haldið upp á þessi ævintýri frá barn- æsku. Ævintýrin þijú eru að mörgu leyti keimlík. Þau eru full af göldrum og heimur þeirra er svo takmarkalaus. Fólk minnkar og stækkar, býr með- al smádýra og blóma, er galdrað í dýr og jurtir og á öllu gengur. Auð- vitað ekkert raunsæislegt við það annað en að þetta getum við öll gert í huganum. í sögunni af dvergnum Rauðgrana segir frá systkinunum Hans og Huldu, sem búa á sveitabæ. Hans gætir Huldu á meðan foreldrar þeirra vinna úti á akrinum. En einn daginn sofnar Hans á verðinum.og Huldu er rænt. Hans óskar þess að hann gæti fengið þá ósk sína upp- fyllta að verða eins lítill og dýrin, til þess að geta talað við þau. Honum verður að ósk sinni, þar sem dverg- urinn Rauðgrani heyrði til hans og uppfyllti óskina samstundis. Og nú fer Hans að leita systur sinnar. Það er löng og hættuleg glæfraför; Hans lendir í ýmsum hrakningum en nýtur hjálpar ýmissa dýra; músa, froska, fugla og fiska og ekki má gleyma álfameynni. Afrek hesta og manna Bókmenntir Sigfús Sigfússon Sigurjón Björnsson Guðmundur Jónsson og Þorgeir Guðlaugsson: Hestar og menn 1991 Árbók hestamanna 1991 Skjaldborg 1991, 271 bls. Árbók þessi kemur nú út í fimmta sinn, glæsileg að vanda. Hún hefur fengið á sig hefðbundið snið ef svo má segja. Það skiptast á frásagnir af hestamótum, viðtöl við einstaka menn og ferðasögur. Að þessu sinni segir frá þremur aðalmótum ársins. Fyrst er að telja Fjórðungsmótið á Suðurlandi sem haldið var á Gaddastaðaflötum við Hellu 26.-30. júní og þótti takast afar vel. Um þetta mót hefur mikið verið skrifað og bjóst maður hálf- partinn við að lítið væri varið í að fara að lesa um það einn ganginn enn. Svo var þó ekki því að frásögn- in er skýr og lifandi, útúrdúralaus og hefur m.a. þann ágæta kost að sögð eru góð deili á þeim hrossum sem sköruðu fram úr. Frásagnir af hinum mótunum tveimur, Islands- mótinu í Húnaveri og Heimsmeist- Tíunda bindi þjóðsafns Sigfúsar komið út Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur gefið út 10. bindi ritsafnsins „Is- lenskar þjóðsögur og sagnir“ sem safnað hefur verið og skráð af Sigfúsi Sigfússyni. Þetta bindi ritsafnsins hafa búið til prentunar Grímur M. Helgason og Helgi Grímsson, sem tók við verkinu af föður sínum látnum, en Grímur og Óskar Halldórsson unnu að ritsafninu meðan þeim entist aldur. í þessu nýja bindi ritsafnsins eru þrír flokkar, Ævintýri, Kímnisögur og Ljóðleikir og skiptist hver þeirra í fjölmarga hópa. Safnið er mikið að vöxtum, alls 528 bls. Bókin er prentuð í Prentsmiðju Guðjóns Ó. hf. og bundin hjá Bókfelli hf. aramótinu í Norrköping, eru sömu- leiðis hinar'prýðilegustu. Viðtöl við einstaka menn eru verulegur hluti bókarinnar. Að þessu sinni eru rætt við sex ein- staklinga. Fjórir þeirra eru íslensk- ir, Ragnar Þór Hilmarsson, Guðni Jónsson, Þórður Þorgeirsson og Tómas Ragnarsson. Allt eru þetta kunnir knapar. Sá fyrstnefndi varð Skeiðmeistari íslands á Suðurlands- móti í hestaíþróttum í sumar. Guðní kom mjög við sögu sl. sumar og vann einkum mikla sigra á Akra- nesmótinu. Þórður Þorgeirsson er einnig vel þekktur knapi og vann t.a.m. góða sigra á Suðurlandsmóti í hestaíþróttum. Tómas Ragnarsson þekkja líklega flestir sem eitthvað hafa fylgst með. Hann var einn meðal Islendinga á heimsmeistara- mótinu í Norrköping, en hestur hans heltist snemma í keppni. Út- Iendingarnir tveir eru þau Carina Heller og Ulf Lindgren. Carina er þýsk og skaust óvænt upp á stjörnu- himininn er hún varð sigurvegari í fimmgangi í Norrköping. Ulf er sænskur og vann hann sigur í 250 m skeiði á sama móti. Gaman er að geta þess að hestar beggja eru frá Sauðárkróki, Glaumur og Hrafnketill. Öll eru viðtölin vel gerð og vekja áhuga á þessu efnilega fólki. Ferðasögurnar eru tvær eins og áður segir. Önnur þeirra var hóp- ferð kringum Tindafjöll og er ferða- sagan skráð af Hauki Árnasyni. Þetta var vikuferð. Sagan er vel sögð og prýdd korti og skemmtileg- um myndum. Hin ferðasagan er öllu óvenjulegri. Þar var það kunnur ferðagarpur, Ólafur B. Schram, sem fór einn síns liðs með fjóra hesta norður með Vatnajökli yfir Lónsör- æfi að Stafafelli. Fjóran og hálfan sólarhring tók ferðin. Var þetta mikil afreks- og glæfraferð og frá- sögnin eftir því, enda hef ég víst lesið hana þrisvar. Myndir tók Ólaf- ur sjálfur í ferðinni. Bókinni lýkur á skrá yfir úrslit helstu móta ársins 1991. Hestar og menn 1991 eru eins og forverar hennar glæsileg bók og áhugaverð aflestrar. Hún fer jafn- vel batnandi með hveiju ári sem líður. Ennþá hefur þó ekki alveg tekist að kveða niður prentvillupúk- ann. Dísa Iitla ljósálfur segir frá því að Dísa hefur villst að heiman og týnt mömmu sinni. Þar sem hún sit- ur á tijágrein og grætur finnur skóg- arhöggsmaður hana. Hann ákveður að færa konu sinni litla ljósálfinn og er viss um að þau geta grætt heil ósköp á litla anganum. Til að tryggja það að Dísa fljúgi ekki í burtu, klippa þau vængi hennar af. En Dísa kemst frá þessum harð- bijósta hjónum, því húsamýsnar koma og bjarga henni. Þar með hefst langt og erfitt ferðalag Dísu, í leit að móður sinni. Hún lærir margt og mikið um heiminn og af því að hún er svo lítil er heimur dýranna næst- ur henni; það er að segja smádýr- anna. Hún lærir ýmislegt á þessu ferðalagi, um græðgi, öfund, vináttu og samkennd og að sjálfsögðu fer allt vel. Þriðja sagan, ævintýri Alfinns álf- akóngs í Rauðhól, hefst þegar óvinir þeirra Gráskeggjarnir, dökkálfar frá Djúpumýri, ráðast á hólinn hans og sigra, svo Alfinnur verður að flýja ásamt Trítli, syni sínum. Ferðinni er heitið til Álvíss læknis, vinar þeirra, en áður en þangað kemur verða feðgarnir viðskila. Trítill lend- ir í ýmsum ævintýrum, sem hann á endanum kemst klakklaust út úr og ratar til Alvíss, þar sem faðir hans dvelur. En feðgarnir hafa ævintýra- þrá í blóðinu og þegar þeir hitta svölu sem er að búa sig undir að fara til Afríku, ákveða þeir að fljúga burtu með farfuglunum. En svalan er of smá fyrir þá og þeir taka sér far með storkinum. Þeir komast til Egyptalands og ævintýri þeirra byija fyrir alvöru. Eins og í hinum sögun- um tveimur, ferðast álfafeðgarnir meðal dýra og þeir fara víða um veröldina. Ekki er allt jafn gott og fagurt sem þeir sjá. Þeir feðgar verða aftur viðskila og hittast ekki aftur fyrr en báðir hafa ratað aftur heim. Þessi ævintýri eru um margt sér- stök. Þau fjalla öll um agnarlitlar verur, sem eru hrifnar í burtu úr öryggi heimilis eða foreldra og þurfa að yfirvinna ýmsar hindranir og erf- iðleika á framandi slóðum. Boðskap- urinn er augljós; í lífinu eru ótal hindranir sem maður þarf að yf- irstíga á leið sinni til að verða að manni. Hjá því kemst enginn. Auð- vitað eru sögupersónurnar að því komnar að gefast upp oft á tíðum, en hjálpin er alltaf nærri; einhver sem segir: Þú verður að halda áfram. Það er nefnilega svo að það er ekki hægt að hætta við að verða fullorð- inn, þótt mann langi til þess. Ekki skemma myndskreytingar Rotmans sögurnar. Þær eru af- bragðs fallegar og lifandi og ég man að þegar ég var krakki, dundaði ég mér við það heilu dagana, að lita þær. Árni Óla þýddi söguna um Dísu ljósálf og Freysteinn Gunnarsson söguna um Rauðgrana en um þýð- anda Alfinns er ekki getið. En hvað sem því líður, þá eru þær jafn góðar og þær hafa alltaf verið. Málfarið er fallegt og vandað og rýrir síst einstakt gildi þessara sagna. íslensk teiknimyndapersóna fyrirmynd að sparibauk Söguhetja í íslenskri barnasögu er orðin sparibaukur sem íslandsbanki ætlar að setja á markað eftir ára- mótin. Um er að ræða mörgæsina Georg í bókinni Georg í Mannheim- um eftir Jón Hámund Marinósson og Jón Ármann Steinsson, en bókin kom út nú fyrir jólin. Þetta er í fyrsta skipti svo vitað sé sem banki notar persónu í íslenskri barnabók sem sparibauk. Sagan er teikni- myndasaga og fjallar um baráttu mörgæsarinnar Georgs við mengun frá Mannheimum og ferðalag hans þangað til að koma í veg fyrir hana. að betri framtíð. Við erum að sjálf- „Yrkisefni bókarinnar er umhverfis- sögðu himinlifandi yfir þessu,“ sagði vernd. Hún og sparnaður eru ná- Jón Ármann Steinsson í samtali við skyld mál enda leggja bæði grunn Morgunblaðið af þessu tilefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.