Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991
I.
JÓL
um víða
veröld
Jólin eru haldin hátíðleg víða um
heim. Þetta er sama hátíðin, en þó
höldum við ekki eins upp á dagana.
Hjá okkur er aðfangadagurinn mik-
ilvægur og okkur finnst að jólin
byrji kl. 6 þann dag. Jóladagarnir
okkar eru taldir þrettán og jólunum
lýkur á þrettándanum, það er sjötta
janúar.
Sjötti janúar er líka mikilvægur
hjá Spánveijum. Hjá þeim er jatan
miðpunktur og við hana krýpur
fólkið og syngur og biður. Á jóladag
borða þeir góðan mat, en gjafirnar
geyma þeir til 6. janúar.
í Eþíópíu eru jólin haldin hátíðleg
6. janúar.
I sumum löndum er mikilvægt
að vera með lítið fjárhús og styttur
af Maríu og Jósef, fjárhirðunum og
vitringunum og einnig litla jötu.
í Póllandi er aðfangadagur kall-
aður dagur stjörnunnar. Fólk borð-
ar ekkert allan daginn og undirbýr
veisluna sem byijar um leið og
fyrsta stjarnan sést. Þegar búið er
að borða er kveikt á ljósunum á
trénu og.inn koma drengir klæddir
eins og vitringarnir og gefa gjafir.
ÓSKAR ÖRN ARNARSON, 8 ÁRA, HJARÐARHAGA 26, SENDI ÞESSA JÓLAMYND.
KÚLUSPIL
Þessi leikur er erfiðari en
hann sýnist í fyrstu, en það
gerir hann einmitt skemmti-
legri.
Settu perlu eða kúlu í pappa-
kassa, þar sem þú hefur klippt
gat á botninn. Gatið á að vera
helmingi stærra en kúlan sjálf.
Síðan á að hrista kassan þann-
ig að kúlan velti út.
HVAÐ ER
í PAKK-
ANUM?
Allir eru spenntir að vita
hvaða er í pökkunum. Hérna
er skemmtilegur leikur, sem
gengur út á að finna út hvað
er í pakkanum. Þið skiptist
á að pakka inn alls konar
LI I LI EINMANA
ENGILLINN
Lítill engill gekk um og fannst hann vera
einmana. Það var eiginlega undarlegt vegna
þess að í himni Guðs þarf engum að finnast
hann einmana eða yfirgefinn.
En þannig var þetta núna. Litli engillinn
gekk um og velti því fyrir sér hvers vegna
hann, já einmitt hann af öllum englum
Guðs væri einmana. Þetta var óskiljanlegt
og að lokum fór hann til Guðs og spurði.
Guð tók engilinn í fang sér og sagði:
- Jæja, barnið mitt um hvað ertu að hugsa?
Ja, sagði engillinn, ég er að velta því
fyrir mér hvers vegna ég er einmana. Eng-
inmAdll leika við mig og enginn spyr eftir
mér.
Þá sagði Guð: - Ég hef eiginlega komið
þessu svona fyrir vegna þess að ég þarf að
fela þér verkefni niðri á jörðinni. Þú verður
að skilja að niðri á jörðinni eru margir sem
eru yfírgefnir og einir og það eru þeir sem
ég vil að þú heimsækir. Þess vegna hef ég
gefíð þér hjarta, þannig að þú eigir betur
með að skilja þá og augu til þess að þú
getir betur séð þá.
Nú er það þannig sem þú hugsaðir þetta,
sagði einmana engillinn, og fann til stolts
og ánægju yfír þessu mikilvæga hlutverki
sem hann hafði fengið.
Fyrst á vegi engilsins niðri á jörðinni var
lítil stúlka á leið í skólann. Hún horfði niður
fyrir fætur sér og leit ekki glaðlega út. Og
litli engillinn var fljótur að fínna út hvers
vegna þetta var.
Stúlkan var innflytjandi. Hún hafði flutt
frá ókunnu landi og líkaði ekki við bekkjar-
félaga sína. Húð hennar var dekkri en hinna,
hár hennar svartara og svo var ekki alltaf
auðvelt að tala þetta ókunna tungumál. Hin
börnin höfðu ekki áhuga á að tala við hana.
Hún fékk ekki að vera með í leikjum barn-
anna og þau stríddu henni. Þess vegna var
stúlkan leið.
I sama mund kom önnur stúlka hlaup-
andi og var nærri búin að hlaupa þá fyrri
um koll því hún flýtti sér svo mikið til þess
að sleppa við að vera henni samferða.
Bíddu hæg, sagði engillinn, ég verð að
tala við þig. Stúlkan hvorki heyrði né sá
engilinn, svo hann varð að koma svo nálægt
henni að hann gæti hvíslað orðum sínum í
hjarta hennar.
Það fékk stúlkuna til þess að hugsa sig
um.
- Kannski ég ætti að vera samferða þess-
um útlendingi, hugsaði hún, hún er nú allt-
af ein. Og um leið og þessar hugsanir þutu
um hug hennar hægði hún gönguna.
- Ef ég væri nú stödd í ókunnu landi og
hefði engan að tala við, hvað myndi ég þá
gera? - hugsaði hún - hversu einmanalegt
og leiðinlegt væri það ekki.
Við þessar hugsanir stoppaði hún alveg.
Utlenda telpan nálgaðist hana hægt og ró-
lega. Þegar hún sá að hin hafði hægt ferð-
ina varð hún hrædd. Kannski hún sé ein
af hrekkjusvínunum, hugsaði hún og hægði
á sér. En það var alveg sama hvað hún
hægði á sér bilið milli þeirra minnkaði stöð-
\
•Z