Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 Sj ómannaafslátt- urinn var varinn eftirÁrna Johnsen Sjómannaafslátturinn var varinn af fullri einurð innanborðs á Alþingi þegar kom til endurskoðunar á þess- um tekjuþætti sjómanna vegna aug- ljósrar mismununar og misnotkunar. I ljósi þess að hvarvetna er nú tekið á í útgjaldaliðum í gerð íjárlaga þjóð- arbúsins var ugglaust stefnt að því að skerðingin á sjómannaafslættin- um yrði meiri en raun varð á. Það er ekki hægt að loka augunum fyrir því að við ramman reip er að draga og það er af illri nauðsyn að tekið er á svo viðkvæmum málum. Uppsafnað slugs í stjórn landsins undanfarin ár er hins vegar svo mikið að það geng- ur ekki lengur og snúa verður blað- inu við. Liður í því er að lækka halla ríkissjóðs, sem var um ellefu milljarð- ar króna á þessu ári niður í þrjá til íjóra milljarða og stuðla þannig að jafnvægi í efnahagsmálum, stór- lækkun vaxta og jarðveg fyrir grósku í athafnalífi og mannlífi landsmanna. Við sem vildum ekki hreyfa við sjó- mannaafslættinum urðum undir, en snerum þá vörn í sókn og fiskuðum agnúana út til þess að tryggja stöðu þeirra sem raunverulega eiga að njóta réttarins. Á þeim grunni náðum við samkomulagi og þau sjónarmið nutu einnig skilnings ráðherranna. Gremja sjómanna er vel skiljanleg þegar tekið er á þætti sem varðar kjör þeirra, ekki síst á tíma aflasam- dráttar, en því miður verður það að viðurkennast að kerfið gaf færi á umtalsverðri misnotkun. Niðurstaða málsins við lokaafgreiðslu á Alþingi var hins vegar mun jákvæðari en reikna mátti með í byijun, því fast var sótt á báða bóga eins og eðlilegt er, en útkoman tryggir betra kerfi sjómanna gagnvart afslættinum eg auðveldara er fyrir sjómenn að sækja rétt sinn. Hjá þeim sem sækja sjóinn mest er engin skerðing, hjá mörgum öðrum sem hafa ekki nýtt allan rétt sinn vegna deilna um framkvæmda- atriði afsláttarins eykst rétturinn á afslættinum vegna margfeldisstuðuls 1,49 og hjá öðrum er um skerðingu að ræða á bilinu 0-6% á afslættinum sjálfum í þessum tilvikum. Heils árs sjómenn halda rétti sínum til fulls og hinir fá hlutfallslegan rétt, en viðmiðunartalan er 5 dögum hærri en skattaregiur hafa miðað við upp á síðkastið. í baráttunni fyrir því að halda sjó- mannaafslættinum óbreyttum hjá sjómönnum voru margir sem lögðu hönd á plóginn í snarpri lotu Alþing- is. Málið hvíldi mest á stjórnarsinnum enda hlutverk þeirra í stöðunni. Við sem sóttum málið sérstaklega fyrir sjómenn notuðum rök og ráð þeirra talsmanna sjómanna sem gerst þekkja kerfið. Við bárum mikið sam- an bækur og unnum að vörn og sókn málsins nokkrir þingmenn. Guðjón A. Kristjánsson forseti Farmanna og fiskimanna, Guðmundur Hallvarðs- son formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, Karl Steinar Guðnason formaður Verkalýðs- og sjómannafé- lags Keflavíkur og einnig þingmenn- imir Guðjón Guðmundsson og Einar K. Guðfinnsson svo nokkrir séu nefndir. Þetta var „sjómannaliðið" sem hélt saman í slagnum með stuðn- ingi margra annarra þingmanna. Varnarbaráttan skilaði miklum árangri og snarpur þrýstingur af hálfu sjómanna var af hinu góða, því hann undirstrikaði mikilvægi málsins. Þegar niðurstaðan liggur fyrir geta sjómenn andað léttar, það munu þeir sjá þegar málið er skoðað ofan í kjölinn. Vissulega er um ei- litla skerðingu að ræða í sumum til- vikum á afslættinum, en á móti kem- ur miklu skilvirkara og sterkara kerfi fyrir þá sem sækja sjóinn mest. Kerf- ið var orðið mjög umdeilt og það má ekki vera svo að allir sjómenn, hvort sem þeir eru aðeins hluta árs- ins eða allt árið, njóti sama réttar á greiðslu fyrir allt árið. Samkvæmt niðurstöðu Alþingis skulu allir lögskráðir dagar reiknaðir auk slysa- og veikindadaga. Þeir sjó- menn sem ná 245 dögum fá afslátt fyrir 365 daga, eða með öðrum orð- um er stuðullinn í dæminu 1,49 sem þýðir að fyrir hveija 30 daga á sjó fá menn gert upp með afslætti fyrir 45 daga. Síðan fá aðrir sjómenn í hlutfalli við það. Menn mega sem sagt vera 120 daga í landi en njóta samt fulls sjómannaafsláttar fyrir alla daga ársins. Kerfið tryggir nú fullan rétt þeirra sem sækja sjóinn mest, en af um 11 þúsund sjómönn- um eru um 3 þúsund sem kallast heilsárs menn á fiskiskipaflotanum. Hjá þeim er engin skerðing miðað við 245 dagana, sem liggja nær al- veg við fyrri mörk og lögskráningin gildir. Kerfið var orðið all mengað. Það kom til dæmis í ljós að um 100 menn sem höfðu engar tekjur af sjó- mennsku nutu sjómannaafsláttar og það er einnig ljóst að nokkur hundr- uð ársverk munu detta út úr kerfinu vegna þess hvernig hægt var að spila á það framhjá anda laganna, en það þýðir enn fleiri hundruð manna sem voru ekki á réttum forsendum með afslátt, en sóttu hann í skjóli þeirra sem sækja sjóinn mestan hluta árs- ins. Nú er búið að spúla dekkið í þessum efnum og festa klárara kerfi í sessi eins og Friðrik Sóphusson fjár- málaráðherra orðaði það. Sjómenn á trillum fara nú út úr kerfinu ef minna en 30% af tekjum þeirra eni vegna sjómennsku, en hátt í 1.000 trillur af liðlega 2.000 á landinu, eða um 1.500 sjómenn alls eru eftir með sjómannaafslátt að hluta eða öllu leyti. Talsmenn þeirra eru sammála um að ímynd kerfisins sé nú mun betri og traust- ari og að það sé nokkurs virði að gefa eftir út á það. Sjómenn fá nú sjómannaafslátt í eðlilegu hlutfalli innbyrðis miðað við lögskráningardaga, skarpari skil eru á milli sjómanna í aðalstarfi og hluta- starfi. Þá munu sjómenn fá uppgjör jafnharðan á afslættinum en þurfa ekki í sumum tilvikum að bíða til næsta árs. Þetta þýðir beinharða peninga. Ég hygg að það sé ljóst að póli- tíska lausnin í þessu máli var mun jákvæðari en menn þorðu að vona. Það var skemmtilegt að vinna þessa vamar- og sóknarbaráttu með sjó- mönnum. Menn þurftu að nota press- una og það gekk á málefnalegum rökum, enda engin ástæða til þess að blanda pólitík inn í málið þótt það væri reynt. Ég sendi sjómönnum bréf, bæði á.haf út og í Morgunblað- Árni Johnsen „Við sem vildum ekki hreyfa við sjómannaaf- slættinum urðum undir, en snerum þá vörn í sókn og fiskuðum agnú- ana út til þess að tryggja stöðu þeirra sem raunverulega eiga að njóta réttarins.“ ið og fékk mikil og góð viðbrögð sem ég þakka fyrir. Þau viðbrögðum og ábendingar nýttust vel innan veggja Alþingis og „Sjómannaliðið“ sótti fast með fullum skilningi forsætis- ráðherra, sjávarútvegsráðherra og fjármálaráðherra sem gengu skemmra en þeir töidu raunverulega rök fyrir við uppstokkun kerfis sem kallaði að mörgu leyti á lagfæringu. Nú eru vafaatriðin fá, kerfið réttlát- ara, heils árs sjómenn halda fullum rétti, hinir hlutfallslega. Sumir fá meira vegna skirvirkari reglna, aðrir einhveijum prósentum minna, en þeir sem áttu ekki raunverulegan rétt fara út úr kerfinu og þaðan næst mesta skerðingin á heildartölu sjómannaafsláttarins, þessar 180 milljónir sem um er talað af alls 1500 milljónum króna. Hér fara á eftir nokkur dæmi um niðustöður fyrir og eftir breytinguna: Maður var lögskráður 235 daga á árinu. Jafnframt var hann frá vegna veikinda í 15 daga á árinu. Hann hafði tekjur af öðru en sjómennsku og var ráðinn hjá útgerðinni allt árið. Hann fékk því 365 daga í sjómanna- afslátt. Eftir breytinguna fær þessi maður sjómannaafslátt í (235*365/245+15 daga = 235*1,49+15 daga, eða) 365 daga eða jafn marga daga og fyrir breytingu á lögunum. Lagabreyting- in hefur því engin áhrif á þenítan mann. Maður var ráðinn hjá útgerð frá 16. janúar til 15. desember. Frá 1.1.- 15.1. og 16.12.-31.12. var hann á atvinnuleysisbótum eða alls 30 daga. Hann var lögskráður í 225 daga og fékk því sjómannaafslátt í 335 daga á árinu, eða allan ráðningartímann. Eftir breytinguna á hann rétt á (225*365/245 = 225*1,49 dögum eða) 335 dögum. Þessi maður er jafn vel settur eftir breytingu á lögunum. Maður var lögskráður 235 daga á árinu. Hann hafði ekki tekjur af öðru en sjómennsku og var ráðinn hjá útgerðinni allt árið. Hann fékk því 365 daga í sjómannaafslátt. Eftir breytingu fær þessi maður sjómannaafslátt í (235*365/245 daga = 235*1,49 daga eða) 350 daga. Hann skerðist um (365-350) 15 daga eða 9.900 kr. ári sem er 4,1% af sjómannaafslættinum. Miðað við 2.000 þús. kr. tekjur skerðast ráðstöfunartekjur hans um 0,6%. Maður var ráðinn allt árið hjá út- gerð og hafði ekki tekjur af öðrum. Hann var ekkert frá vegna veikinda eða slysa. Hann var lögskráður í 220 daga og fékk 365 daga í sjómannaf- slátt. Eftir breytingu fær hann (220*365/245 = 220*1,49 daga eða) 328 daga í sjómannaafslátt. Skerð- ingin er því (365-328) 37 dagar eða 24.420 kr. á árinu, sem er 10% af sjómannaafslættinum. Miðað við 2.000 þús. kr. árstekjur skerðast ráðstöfunartekjur hans um 1,4%. Þessi dæmi sýna svart á hvítu niðurstöður í málinu. Það hvein oft 1 svo glumdi í brúnni þegar málið var varið og sótt á Alþingi, en það er trú mín að innst inni séu sjómenn sáttir við þessa niðurstöðu eins og ástatt er. Miðað við 2 millj. kr. árs- tekjur hefur sjómaður með fullan sjómannaafslátt 1.723.164 kr. í ráð- stöfunartekjur. Reiknaður skattur af 2 millj. kr. er 795.800 kr. en frá dregst sjómannaafsláttur upp á 240.900 kr. og persónuafsláttur upp á 287.064 kr. Þannig að skatturinn verður 267.836 kr. Allt er í heiminum hverfult, en mikilvægt er að spila úr hveiju máli eins vel og kostur er. Að endingu. Gleðileg jól og gjöfult nýtt ár til sjós og lands. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi. Reykholtsskóli: Líf o g starf í heimavistarskóla er skemmtilegt og þroskandi eftír Sunnu Ósk * Logadóttur og Olaf R. Ingason Ástæðan fyrir skrifum þessarar greinar er sú að okkur nemendum og kennurum í Reykholtsskóla fannst tími til kominn að öðrum gæfist tækifæri til að vega og meta nokkra augljósa kosti heimavistar- skóla í sveit. Héraðsskólinn i Reykholti stend- ur eins og nafnið ber með sér á holti einu í hjarta Reykholtsdals. Þegar komið er inn í dalinn ber reisulegar byggingar við himinn. Innan veggja Héraðsskólans hafa hundruð nemenda tekið út þroska, andlegan og líkamlegan, við leik og störf. Þar hafa menn bundist böndum ástar og vináttu sem enst hafa ævilangt. En látum nú staðar num- ið að sinni við rómantískar hugleið- ingar og snúum okkur að alvör- unni. Markmið þessarar greinar er eins og fram er komið að veita upplýsingar og með þeim að laða að skólanum framsækið æskufólk. Árið 1931 var settur skóli í Reyk- holti þannig að hann á sextíu ára afmæli í ár. Skólinn var arftaki Hvítárbakkaskólans og fluttur í Reykholt að tilstuðlan UMSB og manna sem börðust ötullega fyrir þessum flutningi bæði í orði og verki. Jarðhiti skipti sköpum þegar staður var valinn. Fyrstu árin starf- aði Alþýðuskóli í Reykholti. Árið 1940 voru staðfest ný lög um Hér- aðsskóla. í framhaldi af því færðist kennsla yfir á gagnfræðastig. Þesar breytingar tóku um tíu ár. Samfara þessum breytingum tekur ríkið við rekstri skólans af sýslunefndum. Árið 1974 verður aftur breyting með tilkomu grunnskólalaganna í framhaldi lagasetningarinnar tekur grunnskólapróf við af landsprófi og gagnfræðaprófi. Þessar breytingar eru um garð gengnar 1977. í dag er boðið upp á tveggja til þriggja vetra nám í framhaldsdeildum. Uppbygging hefur verið mikil í Reykholti. Þar er nú heimavistar- rými fyrir 120—130 nemendur. Nýtt mötuneyti var tekið í notkun fyrir tveimur árum. Þar er góður samkomusalur. í gamla skólahús- inu er innisundlaug. Þar er gufu- bað. í viðbyggingu er leikfimisalur skólans og í tengslum við hann þrekþjálfunaraðstaða allgóð. Námsframboð framhaldsdeild- anna hefur miðast við almenna bóknámsbraut fyrir þá sem hyggj- ast stunda menntaskólanám eða sambærilegt nám í fjölbrautakerf- inu. Viðskiptabraut sem lýkur með verslunarprófi eftir tveggja vetra nám en gefur jafnframt möguleika á áframhaldandi námi á hagfræði- braut til stúdentsprófs, íþróttabraut sem stefnir til stúdentsprófs. Jafn- framt þessu er fornámsbraut fyrir nemendur sem þurfa á betri undir- búningi að halda í einstökum grein- um áður en þeir taka upp glímuna á einstökum brautum. Lengd forná- msins er ýmist ein eða tvær annir og fer eftir því hvernig nemendur eru staddir í viðkomandi grein. Nám í kjamagreinum á fyrstu árum í áfangakerfisskóla er orðið að mestu samræmt fyrir allar brautir. Auk þess eru ákveðnir valáfangar orðnir þeir sömu fyrir margar brautir. Þótt nefndar séu aðeins þijár meg- inbrautir við Héraðsskólann í Reyk- holti geta nemendur sem hyggja á nám á öðrum brautum vel stundað nám sitt fyrstu árin í Reykholti. Héraðsskólinn í Reykholti er sam- starfsskóli Fjölbrautaskóla Vestur- lands og skipuleggur nám sitt sam- kvæmt námsvísi þeirrar stofnunar. Allar námsáætlanir og próf eru unnin sameiginlega af kennurum og skólastjórum. Þetta tryggir nem- endum greiða leið á milli skóla. Skólar sem eru með samskonar námsvísa og Vesturlandsskólarnir eru Fjölbrautaskóli Suðurnesja og Fjölbrautaskólinn á Selfossi. Aðrir skólar sem gamlir Reykhyltingar hafa sótt eru meðal annars Armúla- skólinn og Menntaskólinn við Hamrahlíð. Félagslífið Starfandi eru ýmsir klúbbar og ráð innan skólans. Fjöldi þeirra undangengin ár hefur ráðist af dugnaði og áhuga nemenda. Að- staða nemenda til ýmissa félags- starfa er með ágætum. Þegar nýja mötuneytið var tekið í notkun Iögðu nemendur undir sig sal og eldhús þess gamla og settu þar upp að- stöðu til að spila borðtennis, snók- er, tefla og spila, stunda pílukast og annað sem þeir hafa áhuga á. Æfingaaðstaða skólahljómsveitar- innar er nú í gamla eldhúsinu. Ágæt aðstaða er til ljósmyndagerð- ar. íþróttaklúbbar nýta sundlaug og íþróttasal að vild eftir skólatíma. Skólafélagsstóm hefur funda- og skrifstofuaðstöðu á annarri hæð í gamla skólanum. Skólafélagið rek- ur skólasjoppuna í forsal nýja mötu- neytisins. Skólafélagið á mynd- bandstæki og eru sýndar myndir nokkrum sinnum í viku. Á öllum setustofum vistanna eru sjónvarps- tæki. Eins og í öllum gömlum og góð- um skólum hafa skapast ýmsar hefðir í skólastarfinu. Þær verða ekki tíundaðar hér heldur hjúpaðar1 leynd og koma á óvart liveijum nýnema. Starfstími — kostnaður — þjónusta Fyrir ungt fólk sem stefnir að framhaldsskólanámi skiptir kostn- aður mjög miklu máli. Helstu kostn- aðarliðir fyrir utan bækur og rit- föng eru: Fæði, húsnæði og þvott- ar. Jafnframt þarf að gera ráð fyr- ir einhveijum vasapeningum. Á síð- ustu önn greiddu nemendur kring- um níuhundruð krónur á dag í fæði, húsæði og þvotta. Samanburður við aðra skóla er því mjög hagstæður. Vorönn hefst kringum 10. janúar og lýkur með prófum í maí. Skóla er oftast slitið 10.—15. maí. Póst- hús og símstöð eru í Reykholti, jafn- framt er nýlenduvöruverslun í ná- grenninu. Bóksala er rekin í skólan- um. Áætlunarferðir eru til og frá Reykholti alla daga vikunnar. Líf og starf í heimavistarskóla er skemmtilegt og þroskandi. Þar skiptast á skin og skúrir og vissu- lega er misjafnt hvað hver einstakl- ingur fær út úr dvöl sinni. En dug- mikið ungt fólk sem keppir að ákveðnu markmiði og vill vinna undir eðlilegum aga nær árangri. Lítill heimavistarskóli býður upp á mikla möguleika í aðstoð við ein- staklingana. í Héraðsskólanum í Reykholti er leitast við að sinna þörfum hvers og eins. Lestímar á eftirmiðdögum þar sem kennari gengur um og aðstoðar við heima- nám og litlar bekkjardeildir gefa mikla möguleika í þessum efnum. Lítið hefur verið rætt og skrifað um heimavistarskóla landsins. Það er eins og þeir séu gleymdir í hug- ; um landsmanna og er það miður. Eins og þegar Ármúlaskólinn varð tíu ára í haust var mikið um það talað, en færri vita að Reykholts- skóli varð sextíu ára í ár, sem sagt sex sinnum eldri! I Reykholti ríkir skemmtilegur og óþvingaður andi og teljum við það víst að þeir sem einu sinni hafí verið þar við nám vilji koma aftur. Höfundar eru nemendur í Reykholtsskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.