Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 Hækkun mjólkurdufts: Líkur á að súkku- laði hækki um 15% NIÐURGREIÐSLUR á hrámjólk til framleiðslu á mjólkurdufti verða samtals 30 milljónir króna á næsta ári, en það er skerðing um 70 milljónir frá áætluðum niðurgreiðslum á þessu ári. Gert er ráð fyr- ir að niðurgreitt heildsöluverð á mjólkurdufti til samkeppnisiðnaðar verði 209 kr. á kíló, en það var um 65 krónur á þessu ári. Að sögn Yngva Harðarsonar, hagfræðings hjá Félagi íslenskra iðnrekenda, mun þessi hækkun á heildsöluverðinu væntanlega leiða til um 15% verðhækkunar á íslensku súkkulaði. Til þess að bæta stöðu sælgætis- iðnaðarins verður lagt verðjöfnunargjald á innflutt súkkulaði frá næstu áramótum, sem nemur 44 krónum á hvert kíló, en að sögn Yngva þýðir það um 10% verðhækkun á innfluttu súkkulaði. Yngvi sagði í samtali við Morg- unblaðið að sælgætisfrarrileiðendur hefðu undanfarið safnað nokkrum birgðum af mjólkurdufti á gamla verðinu, og því myndi ekki koma til verðhækkunar á framleiðslu þeirra á næstunni. Hann sagði ljóst að framleiðendur myndu reyna að halda aftur af þeirri hækkun sem við blasti vegna hækkunar á heild- söluverði mjólkurduftsins, og meðal annars yrði kannað hvort innflutn- ingur á kakódufti, sem blandað væri mjólkurdufti að verulegu leyti, reyndist hagkvæmur. „Það er ljóst að lögum samkvæmt er innflutningur á hreinu mjólkur- dufti óheimill, en hins vegar getur ekkert komið í veg fyrir innflutning á kakódufti. Það hefur hingað til aðeins verið flutt inn í litlu magni, og því ekki fengist marktæk tilboð, en á næstunni verður kannað til þrautar hvort slíkur innflutningur reynist hagkvæmur fyrir iðnaðinn,“ sagði hann. Morgunblaðið/Þorkell Tjörninni hleypt að Ráðhúsinu Vatni úr Tjöminni hefur verið hleypt að Ráðhúsinu og er þar með verið að leggja síðustu hönd á frá- gang við umhverfi hússins. Hækkað vatnsyfirborð mun hafa miklar útlitsbreytingar í för með sér, hvort sem horft er á Tjörnina úr Ráðhúsinu eða að því. Að sögn Stefáns Hermannssonar aðstoðarborg- arverkfræðings er búið að fjarlægja mestalla jarð- vegsfyllingu við Vonarstræti og nú er verið að fjar- lægja fyllingu sem verið hefur fyrir sunnan Ráðhús- ið en þá fellur Tjömin upp að húsinu. Fyrir ári síð- an var staða jarðvatnsins inni í fyllingunni hækkuð til að athuga hvort kjallari Ráðhússins væri þéttur en nú er um endanlega framkvæmd að ræða. Fylling- arefnið sem verið er að fjarlægja verður, að sögn Stefáns, notað í fyllingar í Njarðargötu sunnan Hringbrautar og meðfram Ægissíðuræsi. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 24. DESEMBER YFIRLIT: Skammt fyrir ve.stan land er 1016 mb hæðarhryggur sem þokast austur en lægðardrag yfir vestanverðu Grænlandshafi þok- ast austur. Langt suður í hafi er vaxandi lægð sem hreyfist all- hratt norðnorðaustur. SPÁ: Sunnan- og suðvestanátt, gola eða kaldi. Él á Suður- og Vesturlandi, en léttskýjað Norðan- og Austanlands. Heldur hlýn- andi en áfram frost um allt land. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á JÓLADAG: Sunnanátt og hlýindi. Rigning eða súld sunnanlands og vestan en úrkomulítið norðaustantíl. HORFUR Á ANNAN DAG iÓLA: Suðvestanátt með snjó- eða slydduéljum á suðvestanverðu landinu, en léttskýjað á norðaustur- og austurlandi. Hiti um eða rétt yfir frostmarki. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. y. Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- ■j o Hitastig: 10 gráður á Celsíus Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður • V Skúrir er 2 vindstig. * V El Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka / / / zzz Þokumóða Hálfskýjað * / * •> Súld Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur * * * 4 Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður MEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma híti veður Akureyri +6 skafrenníngur Reykjavík +5 úrkoma f grennd Bergen 4 haglél Helsinki 1 slydda Kaupmannahöfn 8 rigningogsúld Narssarssuaq +11 snjókoma Nuuk *4 snjókoma Osló 2 léttskýjað Stokkhólmur 5 skýjað Þórshöfn 3 alskýjað Algarve 21 heiðskírt Amsterdam 12 alskýjað Barcelona 16 heiðskírt Berlín 11 alskýjað Chicago 1 rigning Feneyjar 9 heiðskfrt Frankfurt 12 skýjað Glasgow 5 úrkomafgrennd Hamborg 12 alskýjað London 13 rigning Los Angeles 13 skýjað Lúxemborg 9 súld Madnd 10 heiðskfrt Malaga 17 heiðskfrt Mallorca 18 léttskýjað Montreai 2 alskýjað NewYork vantar Orlando vantar Paris 15 heiðskírt Madeira 18 skýjað Róm 15 heiðskírt Vín 8 skýjað Washington 1 skýjað Winnipeg +13 heiðskfrt Breyting á hlut sjúkl- ings í lyfjakostnaði Endurnvia þarf lyfjaskírteini um áramót UM ARAMu taka nokkar breytingar gildi, sem gerðar hafa verið á reglugerð um greiðslu almannatrygginga á lyfjakostn- aði. Breyting verður á hlut sjúkl- ings í lyfjum, sem fengust endur- gjaldslaust gegn framvísun lyfj- askírteinis, en aðrir greiddu að fullu. Eftir áramót greiða skír- teinishafar fastagjald fyrir þessi lyf- Þetta eru ýmis lyf samkvæmt 4. grein reglugerðar um greiðslu al- mannatrygginga á lyfjakostnaði nr. 300 frá 1991, t.d. sýklalyf og hægð- alyf. Lyfín eru merkt með „0“ í lyfja- skrám. Þá verður og sú breyting, að nú greiðist eitt gjald fyrir 100 daga lyfjaskammt í stað 60 daga skammts áður. Þá minnir Tryggingastofnun rík- isins á, að handhafar skírteina, sem gefin voru út fyrir reglugerð- arbreytinguna 1. júlí 1991, verða að endurnýja þau nú. Skírteinin falla úr gildi um áramótin óháð áritun um annan gildistíma. Hafa þarf sam- band við lækni vegna umsóknar um ný lyfjaskírteini. -----♦------- Borgarráð: 6,6% hækkun ábrunamati BORGARRÁÐ hefur samþykkt að grunnverð brunamats fasteigna frá 1. janúar 1991 til 1. janúar 1992 hækki um 6,6%. Samþykktin byggir á tillögu tveggja dómkvaddra manna, sam- kvæmt ákvæðum laga um húsa- tryggingar í Reykjavík. Þar segir: „Byggingavísitala í byijun ársins 1991 var 176,5 stig en verður 187,4 stig, eða sem svarar 6,2% hærri í byijun næsta árs, en með tilliti til útreiknings byggingavísitölunnar, þar sem ekki mælist að fullu kostnað- arhækkun bygginga, leggjum við til að framreikningur verði miðaður við 6,6%.“ Flugleiðaþotan komin í áætlun BOEING 757 þota Flugleiða, Hafdís, kom heim frá New York í gærmorgun og hafði heimkom- unni seinkað um tvo sólarhringa vegna þess að bíl var ekið á þot- una á Kennedy-flugvelli. Þurfti að fá varahlut frá Boeing-flug- vélaverksmiðjunum í Seattle og tók töluverðan tíma að koma honum til New York. Farþegarnir, sem áttu bókað far með vélinni til íslands aðfaranótt laugardags, komust heim með ann- arri þotu Flugleiða sólarhring síðar og farþegar sem ætluðu til Evrópu með millilendingu á íslandi komust fyrr með öðrum flugfélögum. Þá varð röskun á öðru flugi Flugleiða, t.d. seinkaði flugi til Orlando á laug- ardag og í gær. Alþingi mun kanna kaup á Hótel Borg SALOME Þorkelsdóttir forseti Alþingis segir að ef til þess komi að Reykjavíkurborg selji Hótel Borg muni Alþingi kanna mögu- leika á að kaupa húsið. Markús Örn Antonsson borgar- stjóri varpaði fram þeirri hugmynd við fyrri umræðu um fjárhagsáætl- un Reykjavíkurborgar, að bjóða hæstbjóðanda Hótel Borg til kaups. „Ef svo er finnst mér að við fleygj- um því ekki frá okkur án þess að skoða það mál betur,“ sagði Salome. Á sínum tíma hafí hugsan- leg kaup verið könnuð auk þess sem kannað var hvernig húsnæðið nýtt- ist þinginu. „Það mál verður þá tekið upp á ný,“ sagði hún. „Það stendur til að taka upp á ný húsnæðismál þingsins en búið var að teikna þarna hús sem þótti of stórt til að í væri ráðist á seinni tímum. Ég mundi því ekki vilja kasta þessum möguleika frá mér að óathuguðu máli.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.