Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991
Hækkun mjólkurdufts:
Líkur á að súkku-
laði hækki um 15%
NIÐURGREIÐSLUR á hrámjólk til framleiðslu á mjólkurdufti verða
samtals 30 milljónir króna á næsta ári, en það er skerðing um 70
milljónir frá áætluðum niðurgreiðslum á þessu ári. Gert er ráð fyr-
ir að niðurgreitt heildsöluverð á mjólkurdufti til samkeppnisiðnaðar
verði 209 kr. á kíló, en það var um 65 krónur á þessu ári. Að sögn
Yngva Harðarsonar, hagfræðings hjá Félagi íslenskra iðnrekenda,
mun þessi hækkun á heildsöluverðinu væntanlega leiða til um 15%
verðhækkunar á íslensku súkkulaði. Til þess að bæta stöðu sælgætis-
iðnaðarins verður lagt verðjöfnunargjald á innflutt súkkulaði frá
næstu áramótum, sem nemur 44 krónum á hvert kíló, en að sögn
Yngva þýðir það um 10% verðhækkun á innfluttu súkkulaði.
Yngvi sagði í samtali við Morg-
unblaðið að sælgætisfrarrileiðendur
hefðu undanfarið safnað nokkrum
birgðum af mjólkurdufti á gamla
verðinu, og því myndi ekki koma
til verðhækkunar á framleiðslu
þeirra á næstunni. Hann sagði ljóst
að framleiðendur myndu reyna að
halda aftur af þeirri hækkun sem
við blasti vegna hækkunar á heild-
söluverði mjólkurduftsins, og meðal
annars yrði kannað hvort innflutn-
ingur á kakódufti, sem blandað
væri mjólkurdufti að verulegu leyti,
reyndist hagkvæmur.
„Það er ljóst að lögum samkvæmt
er innflutningur á hreinu mjólkur-
dufti óheimill, en hins vegar getur
ekkert komið í veg fyrir innflutning
á kakódufti. Það hefur hingað til
aðeins verið flutt inn í litlu magni,
og því ekki fengist marktæk tilboð,
en á næstunni verður kannað til
þrautar hvort slíkur innflutningur
reynist hagkvæmur fyrir iðnaðinn,“
sagði hann.
Morgunblaðið/Þorkell
Tjörninni hleypt að Ráðhúsinu
Vatni úr Tjöminni hefur verið hleypt að Ráðhúsinu
og er þar með verið að leggja síðustu hönd á frá-
gang við umhverfi hússins. Hækkað vatnsyfirborð
mun hafa miklar útlitsbreytingar í för með sér,
hvort sem horft er á Tjörnina úr Ráðhúsinu eða að
því. Að sögn Stefáns Hermannssonar aðstoðarborg-
arverkfræðings er búið að fjarlægja mestalla jarð-
vegsfyllingu við Vonarstræti og nú er verið að fjar-
lægja fyllingu sem verið hefur fyrir sunnan Ráðhús-
ið en þá fellur Tjömin upp að húsinu. Fyrir ári síð-
an var staða jarðvatnsins inni í fyllingunni hækkuð
til að athuga hvort kjallari Ráðhússins væri þéttur
en nú er um endanlega framkvæmd að ræða. Fylling-
arefnið sem verið er að fjarlægja verður, að sögn
Stefáns, notað í fyllingar í Njarðargötu sunnan
Hringbrautar og meðfram Ægissíðuræsi.
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 24. DESEMBER
YFIRLIT: Skammt fyrir ve.stan land er 1016 mb hæðarhryggur sem
þokast austur en lægðardrag yfir vestanverðu Grænlandshafi þok-
ast austur. Langt suður í hafi er vaxandi lægð sem hreyfist all-
hratt norðnorðaustur.
SPÁ: Sunnan- og suðvestanátt, gola eða kaldi. Él á Suður- og
Vesturlandi, en léttskýjað Norðan- og Austanlands. Heldur hlýn-
andi en áfram frost um allt land.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á JÓLADAG: Sunnanátt og hlýindi. Rigning eða súld
sunnanlands og vestan en úrkomulítið norðaustantíl.
HORFUR Á ANNAN DAG iÓLA: Suðvestanátt með snjó- eða
slydduéljum á suðvestanverðu landinu, en léttskýjað á norðaustur-
og austurlandi. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.
Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
y. Norðan, 4 vindstig:
" Vindörin sýnir vind-
■j o Hitastig:
10 gráður á Celsíus
Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður • V Skúrir
er 2 vindstig. * V El
Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka
/ / / zzz Þokumóða
Hálfskýjað * / * •> Súld
Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur
* * * 4 Skafrenningur
Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður
MEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
híti veður
Akureyri +6 skafrenníngur
Reykjavík +5 úrkoma f grennd
Bergen 4 haglél
Helsinki 1 slydda
Kaupmannahöfn 8 rigningogsúld
Narssarssuaq +11 snjókoma
Nuuk *4 snjókoma
Osló 2 léttskýjað
Stokkhólmur 5 skýjað
Þórshöfn 3 alskýjað
Algarve 21 heiðskírt
Amsterdam 12 alskýjað
Barcelona 16 heiðskírt
Berlín 11 alskýjað
Chicago 1 rigning
Feneyjar 9 heiðskfrt
Frankfurt 12 skýjað
Glasgow 5 úrkomafgrennd
Hamborg 12 alskýjað
London 13 rigning
Los Angeles 13 skýjað
Lúxemborg 9 súld
Madnd 10 heiðskfrt
Malaga 17 heiðskfrt
Mallorca 18 léttskýjað
Montreai 2 alskýjað
NewYork vantar
Orlando vantar
Paris 15 heiðskírt
Madeira 18 skýjað
Róm 15 heiðskírt
Vín 8 skýjað
Washington 1 skýjað
Winnipeg +13 heiðskfrt
Breyting á hlut sjúkl-
ings í lyfjakostnaði
Endurnvia þarf lyfjaskírteini um áramót
UM ARAMu taka nokkar
breytingar gildi, sem gerðar hafa
verið á reglugerð um greiðslu
almannatrygginga á lyfjakostn-
aði. Breyting verður á hlut sjúkl-
ings í lyfjum, sem fengust endur-
gjaldslaust gegn framvísun lyfj-
askírteinis, en aðrir greiddu að
fullu. Eftir áramót greiða skír-
teinishafar fastagjald fyrir þessi
lyf-
Þetta eru ýmis lyf samkvæmt 4.
grein reglugerðar um greiðslu al-
mannatrygginga á lyfjakostnaði nr.
300 frá 1991, t.d. sýklalyf og hægð-
alyf. Lyfín eru merkt með „0“ í lyfja-
skrám. Þá verður og sú breyting,
að nú greiðist eitt gjald fyrir 100
daga lyfjaskammt í stað 60 daga
skammts áður.
Þá minnir Tryggingastofnun rík-
isins á, að handhafar skírteina, sem
gefin voru út fyrir reglugerð-
arbreytinguna 1. júlí 1991, verða
að endurnýja þau nú. Skírteinin falla
úr gildi um áramótin óháð áritun
um annan gildistíma. Hafa þarf sam-
band við lækni vegna umsóknar um
ný lyfjaskírteini.
-----♦-------
Borgarráð:
6,6% hækkun
ábrunamati
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
grunnverð brunamats fasteigna
frá 1. janúar 1991 til 1. janúar
1992 hækki um 6,6%.
Samþykktin byggir á tillögu
tveggja dómkvaddra manna, sam-
kvæmt ákvæðum laga um húsa-
tryggingar í Reykjavík. Þar segir:
„Byggingavísitala í byijun ársins
1991 var 176,5 stig en verður 187,4
stig, eða sem svarar 6,2% hærri í
byijun næsta árs, en með tilliti til
útreiknings byggingavísitölunnar,
þar sem ekki mælist að fullu kostnað-
arhækkun bygginga, leggjum við til
að framreikningur verði miðaður við
6,6%.“
Flugleiðaþotan
komin í áætlun
BOEING 757 þota Flugleiða,
Hafdís, kom heim frá New York
í gærmorgun og hafði heimkom-
unni seinkað um tvo sólarhringa
vegna þess að bíl var ekið á þot-
una á Kennedy-flugvelli. Þurfti
að fá varahlut frá Boeing-flug-
vélaverksmiðjunum í Seattle og
tók töluverðan tíma að koma
honum til New York.
Farþegarnir, sem áttu bókað far
með vélinni til íslands aðfaranótt
laugardags, komust heim með ann-
arri þotu Flugleiða sólarhring síðar
og farþegar sem ætluðu til Evrópu
með millilendingu á íslandi komust
fyrr með öðrum flugfélögum. Þá
varð röskun á öðru flugi Flugleiða,
t.d. seinkaði flugi til Orlando á laug-
ardag og í gær.
Alþingi mun kanna
kaup á Hótel Borg
SALOME Þorkelsdóttir forseti
Alþingis segir að ef til þess komi
að Reykjavíkurborg selji Hótel
Borg muni Alþingi kanna mögu-
leika á að kaupa húsið.
Markús Örn Antonsson borgar-
stjóri varpaði fram þeirri hugmynd
við fyrri umræðu um fjárhagsáætl-
un Reykjavíkurborgar, að bjóða
hæstbjóðanda Hótel Borg til kaups.
„Ef svo er finnst mér að við fleygj-
um því ekki frá okkur án þess að
skoða það mál betur,“ sagði
Salome. Á sínum tíma hafí hugsan-
leg kaup verið könnuð auk þess sem
kannað var hvernig húsnæðið nýtt-
ist þinginu. „Það mál verður þá
tekið upp á ný,“ sagði hún.
„Það stendur til að taka upp á
ný húsnæðismál þingsins en búið
var að teikna þarna hús sem þótti
of stórt til að í væri ráðist á seinni
tímum. Ég mundi því ekki vilja
kasta þessum möguleika frá mér
að óathuguðu máli.“