Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 63 KNATTSPYRNA lan Wright í hlutverki jólasveinsins Gaf stuðningsmönnum Arsenal fjögur mörk íjólagjöf á Highbury Frá Bob Hennessy ÍEnglandi IAN Wright, miðherji Arsenal, var í sviðsljósinu í Englandi um helgina. Hann missti af síðustu fimm leikjum Arsenal vegna meiðsla en kom, sá og sigraði á laugardaginn og gerði öll mörk Arsenal í 4:2 sigri gegn Everton á Highbury. „Ég hefði hugsanlega gert sex mörk, ef ég hefði verið búinn að ná mér 100°/o. Ég var ekki alveg eins og ég á að mér, en mörkin skyggðu á mistökin," sagði Wright. lllfright, sem er 28 ára og var keyptur til Arsenal fyrir tveimur mánuðum, er markahæstur hjá Arsenal í deild og bikar með 18 mörk, en hefur ekki áður gert fjögur mörk í leik. Svíinn Anders Limpar lagði upp þijú mark- anna og Wright var réttur maður á réttum stað inní í markteig mót- heijanna, en var eini leikmaðurinn, sem var bókaður á Highbury. „Hann átti ekki skilið að fá spjald,“ sagði George Graham. „Hann er ákafur og verður að læra að temja skapið, en það má ekki verða á kostnað baráttunnar.“ Howard Kendall hrósaði Wright og vildi ekki kenna varnarmönnum sínum um hvernig fór. „Það er hins vegar svekkjandi að gera tvö mörk á Highbury, en tapa samt.“ Óbreytt á toppnum Leik Manchester United og Aston Villa var frestað vegna mikil vatnselgs á Old Trafford, en Leeds náði aðeins markalausu jafntefli í Nottingham og missti af tækifær- inu til að ná efsta sætinu — United er með betri markatölu og á auk þess tvo leiki til góða. Leeds var meira með boltann gegn Forest án þess samt að skapa sér hættuleg marktækifæri, en heimamenn fengu þijú góð færi. Sheffield Wednesday vann Wimbledon 2:0 og er áfram í þriðja sæti. Veðrið var leiðinlegt í Sheffield og hafði það mikil áhrif á viðureignina, en John Sheridan tryggði heimamönnum sigur með tveimur mörkum eftir hlé. Liverpool skipti um gír um miðja síðustu viku og virtist til alls líklegt eftir góðan leik og sigur gegn Tott- enham, en leikmennirnir nær brot- lentu á Anfield, þar sem þeir gerðu 2:2 jafntefli við Manchester City. Graeme Souness var enda óhress. „Ég er óánægður með úrslitin og frammistöðu manna minna. Sumir leikmannanna virðast hafa trúað því, sem stóð í blöðunum fyrir leik- inn. Leikmenn City komu hins veg- ar hingað með réttu hugarfari, börðust vel og áttu stigið svo sann- arlega skilið." Allen á réttum stað Clive Allen, sem var keyptur til Chelsea frá Manchester City fyrir þremur vikum, þakkaði fyrir flutn- inginn og gerði tvö mörk í 4:2 sigri gegn Oldham. Ian Porterfield sagði að Allen væri loks kominn heim og þar kynni hann best við sig. „Hann getur gert fyrir okkur það sem John Aldridge hefur verið að gera hjá Tranmere Rovers." Allen sagði að gott væri að leika frammi með Terry Dixon. „Terry sagði mér að strákamir sköpuðu ávallt mörg marktækifæri og eftir því sem við leikum meira saman verður skilningurinn meiri.“ Dennis Bailey var hetja QPR aðra helgina í röð. Fyrir rúmri viku tryggði hann QPR jafntefli gegn Manchester City með marki á 88. mínútu, en nú skoraði hann á 90. mínútu gegn Norwich og var það eina mark leiksins. Lánið lék hins vegar ekki við Norwich. Leikmenn liðsins hreinlega óðu í færum og fór þar Darren Beckford fremstur í flokki. „Við getum engum nema sjálfum okkur um kennt,“ sagði Dave Stringer. QPR gaf okkur rot- höggið á síðustu mínútu.“ Francis var hins vegar ánægður með strák- ana sína. „Ég hef verið að beijast við að ná þessum stöðugleika viku eftir viku og við sáum góða knatt- spyrnu að þessu sinni.“ West ham og Sheffield United gerðu 1:1 jafntefli í London. United hefur ekki sigrað á Upton Park í 17 ár og eftir að fyrirliðanum Brian Gayle hafði verið vikið af velli á 66. mínútu drógu gestirnir sig aftur og ætluðu að halda fengnum hlut. Samt náðu þeir að skora, þegar sex mínútur voru til leiksloka, en Julian Dicks gerði sigurvonir þeirra að engu þremur mínútum síðar — jafn- aði úr vítaspyrnu. Utafreksturinn orkaði tvímælis. Gayle lét móðinn mása og tók dóm- arinn blótsyrðin til sín, en fyrirliðinn sagðist hafa verið að skammast út í samheija. „Ég má ekkert segja, því það getur komið mér í koll,“ sagði Dave Bassett, sem hefur kom- ist í hann krappann vegna ummæla um dómara. Varamaðurinn barg Grikkjum |alta og Grikkland gerðu 1:1 jafntefli í Valetta á Möltu á sunnudaginn. Þetta var síðasti leik- urinn í 6. riðli Evrópukeppninnar. Holland sigraði í riðlinum, Malta var neðst með tvö stig, en Grikk- land, sem er í sama riðli og ísland í undankeppni HM, var í þriðja sæti. Malta var á góðri leið með að sigra eftir að Stefan Sultana hafði notfæit sér mistök Georgis Plitsis, markvarðar Grikkja, og skorað á 42. mínútu. Grikkir voru án nok- kurra lykilmanna, en Georgis Mar- inakis kom inná sem varamaður hjá Grikkjum ogjafnaði 1:1 á 67. mín- útu. ísland og Malta léku á sama stað í byijun maí s.l. íslenska liðið var þá án flestra atvinnumannanna en vann 4:0 og gerðu Rúnar Kristins- son (2), Sigurður Grétarsson og Andri Marteinsson mörkin. lan Wright skoraði fjögur mörk á Highbury. Þetta var barátta tveggja botn- liða og Billy Bonds gerði sér grein fyrir því. „Þetta stig getur skipt sköpum fyrir okkur í vor. Við erum í fallbaráttu, en ég verð fyrst að selja menn áður en ég get farið að hugsa um að styrkja West Ham lið- ið.“ Gary Lineker, fyrirliði enska landsliðsins, lék á ný með Guðna Bergssyni og smaheijum í Totten- ham eftir að hafa misst af fjórum leikjum vegna veikinda nýfædds sonar. Markahæsti leikmaðurinn í Englandi gerði annað mark Spurs í 2:1 sigri gegn Crystal Palace. Papin knattspymu' maður Evrópu Crakkinn Jean-Pierre Papin, ■ sem leikur með Marseille, var á sunnudaginn útnefndur Knatt- spyrnumaður Evrópu 1991. Hann er þriðji Frakkinn sem er þessa heiðurs aðnjótandi. Áður höfðu þeir Raymond Kopa og Michel Platini borið nafnbótina. Papin fékk 141 stig, en þrír leikmenn komu síðan með 42 stig. Lothar Matthaus, sem var knatt- spyrnumaðir ársins 1990 og Júgó- slavarnir Darko Pancev og Dejan Savisevic. Þriðji Júgóslavinn, Ro- berto Prosinecki, varð í fimmta sæti með 34 stig. Papin er 28 ára. Hann hefur skorað 124 deildarmörk fyrir Marseille síðan hann byrjaði að leika með félaginu 1986. Jean-Pierre Papin. LYFTINGAR ÆT Islandsmet Þorsteins Þorsteinn Leifsson, KR, bætti átta ára gamalt met Baldurs Bergþói'sson ar í snörun um hálft kg um helgina. Keppt var í ólympískum lyfting um í líkamsræktarstöðinni Kjörgarði og snaraði Þorsteinn 150,5 kg. samanlögðu (snörun og jafnhendingu) lyfti Baldur 337,5 kg, sem er einn ig met, en met Guðmundar Sigurðssonar hafði staðið í u.þ.b. 15 ár. Árangur Þorsteins hefði nægt í 9. sæti á HM í Þýskalandi fyrir skömmu og ei' 7,5 kg yfír lágmarkinu, sem Alþjóða ólympíunefndin setti vegna ÓL í Barcelona. Frá Bob Hennessy iEnglandi Mxm FOLK DAVID Whiíe gerði bæði mörk Manchester City í 2:2 jafnteflinu gegn Liverpool. White gerði líka tvö mörk í fyrri leik liðanna, en þá sigraði City á Main Road. Liðinu hefur hins vegar ekki gengið eins vel á Anfield og hefur^ ekki sigrað þar í áratug. IAN Wright er fjórði leikmað- urinn í Englandi til að gera ijögur mörk í leik á tímabilinu. Hinir eru Gary Lineker hjá Spurs, Doncan Shearer með Swindon og Steve Moran, leikmaður Exeter. Wright hefur áður verið með þrennu í vetur. M MO Johnston lék þriðja leik sinn fyrir Everton og skoraði ann- að mark sitt fyrir félagið. ■ ARSENAL tapaði einum leik í fyrra og fékk þá á sig 18 mörk. Meistararnir hafa nú gert 39 mörk, en fengið á sig 26. ■ VINNIE Jones var í jólaskapi fyrir leik Chelsea og Oldham. Hann hitaði upp með jólasveinahú^. á höfðinu og var með rautt trúðs- nef utan um sitt eigið. ■ PAUL Davis hefur farið fram á að verða seldur frá Arsenal, þar sem hann byijaði 14 ára gamall. Davis fékk ijáröflunarleik fyrr- á árinu og runnu um 15 millj. ÍSK í hans hlut, en hann er óánægður með að vera lengst af á bekknum. George Graham var allt annað en kátur við tíðindin, sagði að tveir miðjumenn [Sigurður Jónsson og Michael Thomas] væru þegar farnir og Davis færi hvergi encSh- samningsbundinn. ■ TREVOR Steven hefur átt er- fitt uppdráttar hjá Marseille í Frakklandi og er á heimleið, en hann var keyptur fyrir um 550 millj. ÍSK frá Glasgow Rangers fyrir fimm mánuðum. Graeme Sou- ness keypti hann til Rangers og vill fá hann til Liverpool, en Rangers hefur einnig áhuga. Steven er tilbúinn að fara aftur til Skotlands ef samningar nást, en hann á hús í Edinborg og annað í Liverpool. ■ STEVEN lækkar töluvert í launum við að fara aftur til Bret- lands. Vikulaun hans nú eru um , 1,4 millj. ÍSK. ^ ' ■ CHRIS Wncldlc gengur hins vegar betur hjá Marseille og gerði eitt mark í 5:0 sigri gegn Caen á laugardaginn. ■ NEIL Ruddock var rekinn af velii á síðustu mínútu, þegar Sout- hampton og Notts County gerðu 1:1 jafntefli. Þetta er í annað sinn í vetur, sem þessi varnarmaður Southampton fær að sjá rauða spjaldið. H IAIN Dowie skoraði loks fyrir Southampton, en hann var keyptur frá West Ham í ágúst svL ■ MICK Hnrford tryggði Luton fyrsta sigurinn í 15 leikjum og gerði sjötta mark sitt á tímabilinu í 1-0 sigri gegn Coventry. ■ STUÐNINGSMENN knatt- spyrnufélaganna í Bretlandi hafa um annað að hugsa en knattspyrnu síðustu helgi fyrir jól. Því voru margir fegnir slæma veðrinu, sem varð til þess að fresta þurfti 23 leikjum, ■ JAN Stejskal, markvörðurinn tékkneski hjá QPR, hefur haldið hreinu í þremur síðustu leikjum. Hann gengur nú undir nafninu óút- fylltur Tékki! Iþróttir 27. des. HANDKNATTLEIKUR Landsleikur: Akureyri, ísland - Rússland.kl. 20 KÖRFUKNATTLEIKUR Landsleikur: Keflavik, ísland - Pólland.kl. 20 FRJÁLSÍÞRÓTTIR Jólamót Fijálsíþróttaráðs Reykjavík- ur verður haldið í Baldui'shaga undir stúku í Laugardal 27. desember kl. 17 til 20. Keppt verður í karla- og kvennaflokki 150 m gr., 50 m hlaupi, hástökki, langstökki og þrístökki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.