Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 Fjárlög' samþykkt með 4.112 milljóna halla ALÞINGI samþykkti aðfaranótt sunnudagsins fjárlög fyrir næsta ár með 4.112 milljóna króna halla, en ríkisstjórnin stefndi að því að halli á fjárlögunum yrði innan við 4.000 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum fjár- málaráðuneytisins gera fjárlögin fyrir árið 1992 ráð fyrir að ríkissjóð- ur afli 105.463 milljóna króna tekna á næsta ári en gjöld verði 109.575 Árásarmaðurinn ófundinn: Hugsanlegt að leitað verði til öryggis- fyrirtækja LEITIN að manninum sem réðist að útibússtjóra ÁTVR í Hafnar- firði sl. föstudagskvöld hefur enn ekki borið árangur. Höskuldur Jónsson, forsljóri ÁTVR, segir að borist hafi orðsendingar frá ör- yggisvörslufyrirtækjum þar sem þeir kynna þjónustu sína, meðal annars á sviði peningaflutninga. Hann segir ekki útilokað að leitað verði til þeirra með slíka þjón- ustu. Tveir starfsmenn ÁTVR voru rændir árið 1982 er þeir hugðust leggja inn stórar fjárhæðir í banka- hólf í Landsbankanum Laugavegi 77. Sagði Höskuldur að eftir það atvik hefði lögreglan verið fengin til að flytja peninga frá útsölum ÁTVR. Reglur um peningaflutninga voru síðan teknar til endurmats 1986 og sagði hann að nú þyrfti að fara reglulega yfir þær því öll „rútína“ væri óeðlileg og óheppileg, meðal annars vegna þess að mikil hreyfing væri á starfsmönnum í verslunum ÁTVR og nokkrir tugir eða hundruð manna kunnáttumenn í því hvaða starfsreglur gilda hvetju sinni. „Þetta þarf að vera sífellt í endur- skoðun og síst af öllu fallið að birta hvaða starfsreglur gilda,“ sagði Höskuldur. milljónir króna á meðalverðlagi árs- ins. Niðurstöðutölur fjárlaga yfir- standandi árs voru 101.698 milljónir á tekjuhlið og 105.767 milljónir á gjaidahlið. Þegar tekið er tillit til fjáraukalaga, sem Alþingi hefur samþykkt á árinu, gera íjárlögin hins vegar ráð fyrir 112.250 milljóna króna haila. Ef miðað er við hækkun meðal- verðlags landsframleiðslu má hækka niðurstöðutölur fjárlaga fyrir árið 1991 um 3% til að fá út sambærileg- ar tölur við fjárlög næsta árs, sam- kvæmt upplýsingum íjármálaráðu- neytisins. Þannig uppfærðar eru fjárlagatölur síðustu fjárlaga 104.749 milljónir króna á tekjuhlið og 108.940 á gjaldahlið eða ívið lægri en tölur fjárlaga næsta árs, en með örlítið meiri halla. Ef hins vegar er miðað til dæmis við hækkun byggingarvísitölu frá upphafi til loka þessa árs, 6,2%, væru rauntökur ljárlaga 1991 108.003 milljónir króna á tekjuhlið og 112.324 á tekjuhlið. Sjá einnig þingsíðu, bls. 38. Snjóþungt í Ejjum Morgunblaðið/Sigurgeir Mikil snjókoma var í Vestmannaeyjum aðfaranótt s.l. sunnudags og mjög hvasst. Urðu lögregla og björgun- arsveitir að aðstoða fólk. Snjór er nú með því mesta sem þekkist í Eyjum. Mun fleirí beiðnir um að- stoð fyrir jólin en áður Söfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar hefur gengið hægar en hjá öðrum líknarsamtökum MIKLU fleiri einstaklingar hafa óskað aðstoðar líknarsamtaka hér á landi fyrir þessi jól en um jólin í fyrra og virðist þörfin nú mun meiri en áður. Jafnframt virðast íslendingar vera jafn rausn- arlegir og áður. í söfnunarframtaki Mæðrastyrksnefndarinnar, Hjálpræðishersins og Rauða Krossins á Rás 2 nýverið söfnuðust um 3,5 milljónir króna, auk annarrar peningasöfnunar, fata- og matargjafa og fleira. Jónas Þórisson, framkvæmda- stjóri Hjálparstofnunar kirkjunn- ar, segir söfnunina ekki hafa gengið eins vel og í fyrra. Þó hafi Hjálparstofnunin látið af hendi um 700 þúsund krónur til einstaklinga Munið eftir smáfuglun- um en haldið kisa inni - segir formaður Sólskríkjusjóðsins „VIÐ HVETJUM fólk til að gefa smáfuglunum um jólin og halda köttunum inni,“ sagði Erlingur Þorsteinsson, formað- ur Sólskríkjusjóðsins. Sjóður- inn sendi út 70 sekki til barna- skóla á landinu í haust og þá aðallega til skóla á landinu norðanverðu þar sem snjóar mest en einnig til Vestmanna- eyja, Skóga undir Eyjafjöllum og Hafnar. Sekkirnir voru sendir út í lok nóvember og eru um 50 kg af fóðri í hverjum þeirra en 35 kg í nokkrum. Kennarar sjá um að skipta fóðrinu milli barnanna sem fara með það heim og gefa fuglun- um, auk þess sem nokkru er dreift við skólana. „Verslanir í bænum áttu fyrn- ingar frá því í fyrra og einnig framleiðendur, þannig að send- ingin barst í tæka tíð til skól- anna,“ sagði Erlingur. „Það var svo afskaplega snjólétt í fyrra en nú ætiar að gera áhlaup og við hvetjum því fólk til að gefa fugl- unum og halda köttunum inni. Það er ágætt að gefa þeim á bíl- skúrsþök en þangað komast kett- ir oft þannig að betra væri að gefa þeim út um þakglugga, á þakið sjálft eða út á svölum. Þang- að koma þeir frekar og eru óhræddir." á síðustu tíu dögum. Það sem af er árinu hafí um tveimur milljón- um króna verið varið í aðstoð. Jónas segir um helmingi fleiri beiðnir hafa borist nú en á sama tíma í fyrra. Unnur Jónasdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndarinnar, segir að aldrei hafí fleiri beðið um að- stoð þar en í ár. í gær höfðu á fimmta hundrað manns leitað til Mæðrastyrksnefndarinnar og eru það rúmlega helmingi fleiri beiðnir en í fyrra. Bjóst Unnur við að mun fleiri ættu þó eftir að óska aðstoð- ar fyrir jólin, en oft komi síkar beiðnir rétt fyrir hátíðina. Hún sagði söfnun í ár hafa gengið vel, sérstaklega vegna söfnunarfram- taksins á Rás 2. Unnur sagði al- menning hafa sýnt mikinn rausnarskap og velvild í þessari söfnun og vildi koma á framfæri þakklæti til allra þeirra, sem veitt hefðu stuðníng. Hjálpræðisherinn verður að venju með jólamat í kvöld, að- fangadagskvöld, og að sögn Daní- els Oskarssonar, yfírmanns Hjálp- ræðishersins á íslandi, er búist við að um fímmtíu manns leiti þang- að. Jafnframt sagði Daníel þörfína fyrir hjálp vera miklu meiri nú en áður og mun fleiri hefðu leitað til þeirra nú en áður. Sagði hann að auk söfnunarframtaksins á Rás 2 hafí Hjálpræðisherinn verið með söfnunarbauka víða um bæinn og hafí sú söfnun einnig gengið mjög vel. Ólafur Oddsson, starfsmaður Rauða Krossins, segir að visa hafi þurft fólki frá, sem beðið hafí um aðstoð, vegna þess hversu miklu fleiri hefðu óskað aðstoðar en við var búist. Það hefði komið þeim mikið á óvart hversu margir hefðu leitað til þeirra. Hann sagði einnig að Rauði Krossinn hafa fengið margar ábendingar um fólk, sem þyrfti á aðstoð að halda og þá hafí verið hringt í það og því boðin hjálp. Þetta væri oft fólk úti á lands- byggðinni og væru peningar lagð- ir inn á bankareikninga þess og færi allt fram í fullum tnínaði, en þetta væru helst þeir,r sem ekki leituðu sér aðstoðar sjálfír. ------------------ Garðar Gísla- son dómari við Hæstarétt FORSETI íslands hefur að til- lögn dómsmálaráðherra skipað Garðar Gíslason, borgardómara í Reykjavík, til þess að vera dómari við Hæstarétt íslands frá 1. janúar næstkomandi. Garðar er fæddur 29. október 1942 í Reykjavík, sonur hjónanna Kristjáns G. Gíslasonar stórkaup- manns og Ingunnar Jónsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1962 og prófi frá lagadeild Há- skóia íslands árið 1967. Hann var við framhaldsnám í réttarheim- speki við lagadeild Oxford-háskóla frá 1967-1969 og 1971. Garðar varð fulltrúi yfirborgardómarans í Reykjavík árið 1970 og síðar aðal- fulltrúi, en árið 1974 var hann settur borgardómari og skipaður í þá stöðu 1979. Hann hefur verið stundakennari við lagadeild HÍ frá 1973. Gæsluvarð- hald vegna hasssmygls 17 ÁRA gömul stúlka og 19 ára piltur hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna játningar urn að hafa flutt til landsins fikniefni innvortis. Talið er að þau hafi gleypt 160-180 grömm af. hassi sem þau keyptu í Krisljaníu í Kaupmannahöfn. Pilturinn var úrskurðaður til 30. desember og stúlkan til 28. desem- ber. Þau voru handtekin í húsi í borginni. Pilturinn hefur áður komið við sögu fíkniefnamála en stúlkan ekki. Garðar Gíslason Auk Garðars sóttu um stöðuna þau Auður Þorbergsdóttir, borgar- dómari, og dr. Páll Sigurðsson, prófessor. MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út laugardaginn 28. des- ember. Morgunblaðið kemur einnig út sunnudaginn 29. og þriðjudaginn 31. desember. Fyrsta blað á nýju ári kemur út föstudaginn 3. janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.