Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 21 BARNAEFNI JOLIN UM ...stjarnarr mín og tjaman þín.. f ...Liggur X í jötunni lávarður heims... STAFARUGL ...hann tigna himins herskarar... Hér eru sex orð sem öll minna \ á einn eða annan hátt, v á jólin. Orð- in eru falin i í öllum stöf- í unum, og geta staðið á . ská, verið f skrifuð lóð- \ j rétt eða lárétt v| og verið stöf- uð afturá- bak eða Jk áfram. . ■/ “ ...í lágan stall var lagður hann... JOLALAG í nótunum eru hlutar af j versumíþekktumjóla- J k I notunum eru hlutar af versum í þekktum jóla- sálmum. Þekkirðu hvaða jólasálmar þetta eru? hlutum og búið þannig til eins kon- ar „jólagjafir“. Ef þið pakkið í mörg lög af pappír verður þetta erfiðara. Sá sem er hann á nú að reyna að finna út hvað er í pakkan- um. Aðeins má nota hendurnar og best er að hafa bundið fyrir aug- un. Sá sem getur — rétt uppá flest- um pökkunum vinnuYlttfmmF*#* AVfc Æ ugt. Og þegar fyrri stúlkan stansaði alveg varð hin að taka í sig kjark og ganga fram- hjá henni. Þá sagði stúlkan sem stóð kyrr - við ættum kannski að vera samferða? Utlenda stúlkan varð undrandi, en svar- aði strax játandi og svo urðu þær samferða í skólann. Báðar voru þær glaðar og ánægð- ar, en ánægðastur var þó litli engillinn. Nú vissi hann að á jörðinni var núna einum færra sem var einmana. Litli engillinn hélt áfram og kom til ann- ars heimshluta, þar sem var sumar og fólk- ið var í sumarfríi. Krakkarnir léku sér í stórum garði. Þar voru mörg börn og þau léku sér öll saman, nema einn drengur með hækjur. Hann var með fætuma í gipsi og sat á bekk og fannst hann vera einn. Dreng- urinn hafði verið svo óheppinn að fótbijóta sig um svipað leyti og skólinn hætti og gat því ekki farið í fríið með systkinum sínum. Hann varð að bíða þess að losna við gipsið. Allt var svo leiðinlegt og hann vorkenndi sjálfum sér. Allt í einu kom drengur akandi í hjóla- stól. Hann gat ekki gengið, ekki einu sinni með hækjur. Tímunum saman sat hann einn í skugga tijánna alveg þangað til einhver kom og sótti hann. Drengurinn með hækj- urnar hafði séð hann oft, en það var fyrst daginn sem litli engillinn var á ferð sem hann fór í alvöru að hugsa um drenginn. Þá fór hann að hugsa um það hvernig drengnum liði. - Það hlýtur að vera meira að hjá honum en breinbrot - hugsaði hann. Hver veit nema hann sé lam- aður? Hugsa sér að geta ekkert hreyft sig af j sjálfsdáðum! , Hann horfði á gipsið sitt og var ánægður með að það voru bara nokkrar vikur þangað til hann yrði heill aftur. En það er einmana- legt að geta ekki leikið sér með hinum og enginn kærir sig um að tala við mann. Nú kom litli engillinn þar aftur og allt í einu áttaði drengurinn sig á því að ef til vill liði hinum drengnum líka illa. - Ætli ég fari ekki og tali við hann, sagði hann við sjálfan sig. Hann tók hækjurnar og fór að hjólastólnum. Litli engillinn ákvað að halda áfram vit- andi það að brátt yrðu tveir í heiminum í viðbót sem ekki væru einmana lengur. Næst kom litli engillinn að stóru hvítu húsi - einmana húsi - það sá hann strax. Þegar hann kom inn vissi hann hvers vegna það var. Þar bjó faðir með ijórum börnum sínum. Móðir þeirra var nýlátin. Ekkert þeirra hafði skilið til fullnustu það sem gerst hafði, og það er ekkert undarlegt þar sem dauðinn er ekki auðskiljanlegur. Hann skilur eftir tómarúm sem ekki verður fyllt aftur. Þau gengu um hljóð og einmanaleikinn óx. Þau báru hann í hjarta sér eins og stór- an svartan klump og þau sáu ekki að hinir höfðu líka þennan klump að bera. Litli engillinn bæði sá og skildi og hjarta hans fylltist meðaumkvun. Svo mikil var meðaumkvun hans að hún fyllti ekki aðeins hjarta hans sjálfs, heldur varð einnig að komast til annarra. Litli engillinn ákvað að halda sig hjá minnstu stúlkunni og þess vegna var það hún sem fyrst fann til með- aumkvunar. Þá skildi hún sorg stóru syst- ur, og varð svo áköf að hugga að hún gleymdi sinni eigin sorg um stund. Stóra systir leyfði henni að hugga sig og reyndi síðan að hugga hina. Að lokum hafði með- aumkvun litla engilsins náð til allra systkin- anna. Þegar þau sáu sorg föður síns vildu þau hugga hann. Þau sýndu honum allan þann kærleik sem þau áttu til og smám saman losnaði um svarta klumpinn í hjarta hans og hann fór að tala um sorgina og söknuð- inn og hversu heitt hann hefði elskað móður þeirra. Þá gátu þau öll grátið saman. Þegar tárin runnu minnkaði einmanaleikinn, því hann gerir það um leið og þú deildir honum með öðrum. Enn fækkaði þeim sem voru einmana á jörðinni og litli engillinn hélt ferð sinni áfram. Litli engillinn hafði sannarlega nóg að gera. Stundum varð það næstum of mikið. Þegar Guð tók eftir því kallaði hann á litla engilinn og tók hann í faðm sér. Þar fékk hann að hvíla, sig og meðtaka svo mikinn kærleika að hann varð fær um að fara aft- ur til jarðarinnar og sýna öðrum kærleika. (Sagan er þýdd úr norsku).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.