Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 Húsaleiga lækkar í fyrstasinn í atta ar HÚSALEIGA, sem samkvæmt samningum fylgir vísitölu hús- næðiskostnaðar eða breytingum meðallauna, á að lækka um ára- mót um 1,1%, að því er Hag- stofa Islands upplýsir. Gildir þessi Iækkun fyrir leigu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis og reiknast lækkunin á þá leigufjárhæð, sem gilti fyrir desember. Jón Kjart- ansson, formaður Leigjenda- samtakanna, segir þessa lækkun fagnaðarefni fyrir félagsmenn. Lækkun á leigu húsnæðis hefur ekki orðið síðustu 8 ár, eða frá því er lög nr. 62 frá 1984 voru sett. Raunar má segja að slík lækkun hafi aldrei orðið áður. Sú leiga, sem tekur gildi 1. janúar 1992, skal síðan vera óbreytt næstu 3 mánuði eða fram til 1. apríl 1992. Samkvæmt heimildum Hagstof- unnar eru það áhrif launavísi- tölunnar sem valda þessari lækk- un. í júnímánuði var eingreiðsla, sem metin var inn í húsaleiguviðm- iðunina og olli hækkun á húsaleigu síðust þriggja mánaða. Þessi áhrif eru nú horfin og valda lækkun. Þá er inni í þessari lækkun spá um þróun einn mánuð fram í tím- ann. Jón Kjartansson segir að þótt ekki liggi fyrir hversu hátt hlut- fall húsaleigusamninga sé bundið þessari vísitölu megi samt áætla að það sé vel yfir helmingur allra samninga. Þessi lækkun vísi- tölunnar komi sér því vel fyrir meirihluta af leigjendum. „Megnið af húsaleigusamningum sem gerðir hafa verið á síðustu árum eru bundnir einhvers konar vísitölum og ég held að flestir þeirra fylgi vísitölu húsnæðiskostnaðar,“ segir Jón. Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar nálgast duflið með gát, því ekki var fullvíst að það væri skaðlaust. Morgunbiaðið/Júlíus Látraströnd á Seltjarnarnesi: Mikill viðbúnaður en engin hætta er dufl rak að landi TILKYNNT var um að sést hefði til torkennilegs hlutar á reki undan Látraströnd á Seltjarnarnesi rétt fyrir hádegi í gær, Þor- láksmessu. Grunur lék á að um stórt tundurdufl gæti verið að ræða, og því kynni að vera af því mikil sprengihætta. Fólk í nærliggjandi húsum var beðið um að halda sig innan dyra, og í þeim hluta hússins sem sneri frá sjó. Klukkustund síðar var stað- fest að ekki hefði verið um sprengidufl að ræða, heldur aðeins bauju eða legufæri, sem engin hætta stafaði af. Tilkynning um duflið barst Land- helgisgæslunni frá íbúa næriiggj- andi húss klukkan 11.54, og var þegar sendur sprengjusérfræð- ingur á staðinn auk þess sem lögreglunni var gert viðvart. Öll umferð var stöðvuð á um fimm hundruð metra kafla sitt hvorum megin við duflið á Norðurströnd og Eiðsgranda meðan sérfræð- ingar freistuðu þess að bera kennsl á hlutinn. Duflið stöðvað- ist um 40 metra undan strönd- inni og rak ekki lengra, þrátt fyrir álandsvind. Sprengjusérfræðingur Land- helgisgæslunnar sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir hefðu fyrst í stað talið að um tundur- dufl væri að ræða, og því var allt sett í viðbragðsstöðu. Fljót- lega kom þó í ljós að svo var ekki, og farið var að duflinu í báti til að fá endanlega úr því skorið. Staðfesting þess efnis barst svo Landhelgisgæslunni klukkan 13.06. „Lögreglan er þokkalega í stakk búin til að ganga í hús og loka fyrir umferð þegar svona kemur uppá,“ að sögn Árna Vig- fússonar, aðalvarðstjóra hjá lög- reglunni í Reykjavík, en hann sagði jafnframt að ef þetta hefði verið sprengidufl sem náð hefði landi og sprungið, hefði málið horft öðru vísi við. Margir lög- reglumenn voru settir í við- bragðsstöðu, en mikið lið var úti við umferðastjórn. „Við munum fara ofan í saumana á þessu at- viki, því þetta er kjörið tækifæri til að læra af.“ Jóhann Álfþórsson, íbúi í húsi við Látragranda, sagðist hafa séð hlutinn út um gluggann rétt fyr- ir klukkan tólf. „Augljóslega hafði einhver þegar hringt á lög- regluna, því hún kom innan skamms. Það var gengið í hús og fólk annað hvort beðið að halda sig í þeim hluta húsanna sem vissi frá ströndinni eða hreinlega yfirgefa húsin, hvað við og gerðum. Við vorum með veikt barn, og Iögreglan flutti okkur í húsnæði bæjarskrifstof- unnar. Við vorum bara rétt að koma heim aftur,“ sagði Jóhann í samtali við Morgunblaðið laust fyrir klukkan tvö. Að sögn Landhelgisgæslunnar hefði sprengikrafturinn í dufli af þessari stærðargráðu nægt til að bijóta rúður í flestöllum húsum á norðanverðu Seltjarnarnesinu, og fór því betur en horfði. Vel hefði gengið að ná baujunni upp, og hyrfi hún nú á vit örlaga sinna. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Bein útsending var í Útvarpi Helluskóla frá helgileik barnanna á litlu jólunum í Hellubíói. Bein útsending frá litlu jóliimim á Hellu Hellu. IBÚUM Helluþorps gefst ekki á hverjum degi tækifæri til að hlusta á sína eigin útvarpsstöð. Það var þó hægt núna í desember þegar krakk- arnir í Hclluskóla luku hefðbundnu skólastarfi fyrir jólaíeyfi með því að reka útvarpsstöð. Síðustu fjóra dagana fyrir jóla- leyfi í Helluskóla ráku krakkarnir í efstu bekkjunum sína eigin útvarps- stöð í Hellubíói og sendu út fjöl- breytta dagskrá frá kl. 9 á morgnana til miðnættis. Tæki voru fengin að láni, geislaspilari héðan, plötuspilari þaðan og heilmikið plötusafn sem krakkarnir og fjölskyldur þeirra lögðu til. I'jölbreytt dagskrá var í útvarpinu, spurningaleikir, ljóða- þættir, leikrit, viðtöl og fjölbreyt tónl- ist - allt frá Elvis og Led Zeppelin til vinsældarlista dagsins í dag. Inn á milli atriða mátti heyra auglýsing- ar og tilkynningar frá fyrirtækjum á staðnum eins og vera ber á alvöru útvarpsstöð. Þetta framtak er kærkomin til- breyting og orðið hefð í undirbúningi jólanna hjá Hellubúum. Krakkamir fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr, reka saman og stjóma sínu eig- in fyrirtæki. Er mál manna að vel hafi til tekist og aðstandendum til sóma. Dagskránni lauk með beinni útsendingu frá litlu jólunum sem haldin voru hátíðleg í Hellubíói 19. desember. A.H. Inn í fj ár hagsáætlunina vantar mikilvæga þætti - sagði Sigurjón Pétursson við umræður í borgarstjórn SIGURJÓN Pétursson, Alþýðubandalagi, sagði við umræður um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar í borgarstjórn s.l. fimmtudag, að hann gæti aðeins litið á hana sein beinagrind þar sem inn í hana vantaði mjög mikilvæga þætti. í heild sagði hann að nærri 900 milljónir vantaði í fjárhagsáætlunina ef þau merki sem gefin hefðu verið af opinberum stofnunum ættu eftir að ganga eftir. Siguijón gagnrýndi að ekki væri gert ráð fyrir bandormnum eða þátttöku í löggæslukostnaði í fjár- hagsáætluninni. Þar að auki væri gert ráð fyrir óbreyttu atvinnustigi út allt næsta ár þó að spá Þjóð- hagsstofnunar gerði ráð fyrir 6% samdrætti og reikna mætti með að atvinnutekjur drægust saman um 5% á næsta ári. Ólína Þorvarðardóttir, Nýjum vettvangi, sagði frumvarpið ekki bera með sér að menn hefðu í h.vggju að halda að sér höndum þó efnahagsþrengingar settu mark sitt á fjárhag sveitarfélaganna, ekki síst ef hugmyndir núverandi ríkisstjómar um efnahagsráðstaf- anir næðu fram að ganga. Hún sagðist hafa áhyggjur af skulda- stöðu borgarinnar og því hvað gert væri ráð fyrir litlum launahækkun- um og launakostnaði í frumvarp- inu, þar sem hún teldi að illt yrði að manna þjónstuna við þessi skil- yrði. Ólína sagði að það yrði þó að segjast að það fjármagn sem að þessu sinni færi í byggingarfram- kvæmdir færi til þarfari verkefna en á síðasta ári, þegar ráðhús og Perla hefu tekið til sín bróðurpart af öllu framkvæmdafé. Sigrún Magnúsdóttir, borgar- fulltrúi Framsóknarflokks, óskaði bókað á fundinum að hún óttaðist um ýmsar nauðsynlegar fram- kvæmdir, sem núna væru inni á áætluninni, þegar niðurskurðar- hnífurinn væri settur á eigna- breytingaliðina. „Skipting á eignabreytingafénu er jákvæðari eins og hún er í áætl- uninni en mörg undanfarin ár. Þrátt fyrir að rúmar 400 milljónir króna fari í Ráðhúsið og búnað, munar um lækkun kostnaðar við Ráðhúsið frá í ár. Við framsóknar- menn kunnum vel að meta hækkun á framlögum til skólabygginga og uppbyggingar dagvistaheimila, svo og stóraukin framlög til stofn- kostnaðar til æskulýðs- og íþrótta- mála,“ segir í bókuninni. í bókun sem Elín G. Ólafsdóttir, Kvennalista, lagði fram á fundin- um segir að frumvarpið beri þess glöggt vitni að vera samið við að- stæður sem einkennist af hraksp- ám og svartagallsrausi varðandi efnahag þjóðarinnar og nánustu framtíð. Hún sagði áherslur í vissum málaflokkum vera skv. þessu frumvarpi heldur nær þeim sem Kvennalistinn hefði barist fyrir í borgarstjórn. „Því ber að fagna. Þannig eru framlög til dagvista, framlög til smíði og kaupa á félags- legum íbúðum og til menningar- mála hækkuð, en gatnagerð skorin niður svo dæmi sé tekið,“ segir í bókuninni. Þar segir jafnframt: „Hins vegar er ekki frekar en fyrr gert ráð fyrir að mæta í neinu viðvarandi skorti á starfsfólki í lægst launuðu störfunum hjá borginni né dregið úr framkvæmdahraða Ráðhúss, en Ráðhúsið eitt tekur til sín um 500 milljonir króna, sem svo sannar- lega hefðu komið sér vel t.d. til að mæta neyðarástandi í öldrunar- málum í borginni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.