Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 t Hjartkær eiginmaður minn, ÓLAFUR Þ. JÓNATANSSON, lést í Landspítalanum 21. desember. Sigriður Kristófersdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GARÐAR BJARNASON, Snælandi 8, lést í Landspítalanum 22. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhanna S. Júlíusdóttir. t Eiginkona mín og móðir okkar, GUÐRÚN VALGERÐUR ODDSDÓTTIR, Vesturgötu 123, Akranesi, er látin. Bjarni Kristófersson og börn. t Eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, SIGRÚN TORFADÓTTIR KAJIOKA, lézt í sjúkrahúsi í Toronto 21. desember. Robert Kajioka, Halla Thorlacius, Rosemary Kajioka, Kathleen Kajioka, Anna Jónsdóttir, Torfi Hjartarson. r t Eiginkona mín, HÓLMFRÍÐUR HJARTARDÓTTIR frá Skagaströnd, Grettisgötu 77, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 15. desember. Útförin fer fram frá Fíladelfíukirkjunni í Reykjavík föstudaginn 27. desember kl. 13.30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Pálmi Sigurðsson. t Elskulegur faðir okkar, TRYGGVI KRISTINN JÓNSSON fyrrverandi frystihússtjóri, Dalvik, lést 20. desember. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 28. desember kl. 13.30. Ragnar T ryggvason, Kristín Tryggvadóttir, Jóhann Tryggvason. t GUÐLAUG ÓLAFSDÓTTIR frá Ólafsey, til heimilis á Dalbraut 27, áður Ránargötu 7A, ■Reykjavík, lést 12. desember sl. Að ósk hinnar látnu hefur jarðarförin farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, ÓlafurTh. Ólafsson. Halldóra Rúts- dóttir - Minning Fædd 19. júlí 1914 Dáin 28. september 1991 Látin er fjarri fóstuijörðu í Will- iamsport í Pennsylvaníufylki í Bandaríkjunum vinkona mín Hall- dóra Rútsdóttir Malloy, eftir langa baráttu við illkynja sjúkdóma. Stríð hennar var geysiíega erfitt, en lífs- gleði hennar slík ásamt þránni til tjáskipta við ættingja og vini, að þrek þjáðs líkama hennar óx ótal- falt. Hún fékk hægt andlát síðasta laugardag septembermánaðar sl. eftir nær 5 mánaða sjúkrahúsvist, þar sem „læknisfræðilegur" sigur hafði unnist á tveim krabbamein- um. Dóra var hún ávallt kölluð og kennd við föður sinn til aðgreining- ar frá öllum hinum Dórunum, og með því okkar allra sem henni kynntust - hin eina og sanna Dóra Rúts. Hún fæddist á Sigurðarstöðum í Presthólahreppi á Melrakkasléttu, önnur í röð fjögurra systra, en þær voru Guðrúi», Bergljót Lára og Jóna. Þær fyrstnefndu voru hjúkrunar- konur, sem báðar fluttu til Banda- ríkjanna og áttu og ráku hjúkrunar- heimili í Hauppauge á Long Island í nær aldarfjórðung frá 1960. Jóna vann verslunarstörf hér í bæ en lést fyrir aldur fram 1956. Foreldr- ar Dóru voru Maren Ragnheiður Friðrika Lárusdóttir prests á Sauða- nesi og Finnbogi Rútur Jónsson, Arasonar prests á Húsavík og Guðr- íður Ólafs frá Mýrarhúsum á Sel- tjarnarnesi. Rútur bóndi á Sigurðar- stöðum brá búi, þegar Dóra og syst- urnar voru enn í æsku og fluttist með fjölskyldu sína til Húsavíkur, þar sem hann stundaði landbúnað- arstörf um hríð, en fann ekki sína hillu fyrr en í Reykjavík, þar sem hann gerðist umsvifamaður í rit- vélaviðgerðum og rak eigið verk- stæði í þeirri grein um árabil. Búferlin til Reykjavíkur voru á fermingarári Dóru og þar rættust draumar foreldranna um menntun- artækifæri fyrir systurnar. Dóra lauk unglingaskólaprófi 1930 og kennaraprófi 1936 frá Kennara- skóla íslands, en hóf störf sem barnaskólakennari þegar árið 1935 og stundaði þau til 1940 við barna- skóla víðsvegar um landið, frá Óspakseyri í Strandasýslu í vestur til Geithellnaskóla í Suður-Múla- t Móðir okkar, GUÐBJÖRG PÉTURSDÓTTIR frá Höfn i Grindavík, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði að kvöldi 21. desember. Börn hinnar látnu. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, VALGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 27. desember kl. 15.00. Sigurður Ingimarsson, Elín Magnúsdóttir, Inga Gerður Ingimarsdóttir, Sverrir Stefánsson og barnabörn. t Útför elskulegrar eiginkonu mínnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LILJU TORFADÓTTUR, Laugarnesvegi 51, Reykjavík, fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 27. desember. Geirmundur Guðmundsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLMI S. ÞÓRÐARSON fyrrum útgerðarmaður frá Fáskrúðsfirði, sem andaðist 16. desember, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kapellu föstudaginn 27. desember kl. 10.30 árdegis. Alma Pálmadóttir, Stefán Pálmason, Gústaf Pálmason, Sigurbjörg Pálmadóttir, Þórður Pálmason, Ólafur Jónsson, Hallbjörg Eyþórsdóttir, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Magnús Asgeirsson, Sólrún Gunnarsdóttir og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn og faðir, t Eiginmaður minn og faðir okkar, KJARTAN B. AÐALSTEINSSON BENJAMÍN MARKÚSSON lyfsali, frá Ystu-Görðum, Urðarbraut 6, Kolbeinsstaðahreppi, Blönduósi, verður jarðsunginn frá Kolbeinsstaðarkirkju laugardaginn 28. des- andaðist laugardaginn 21. desember. ember kl. 14.00. Bílferð frá BSÍ kl. 11.00. Emma Arnórsdóttir og börn. Arndís Þorsteinsdóttir og börn. .' — : - : - — J L sýslu í austurátt. Dóra var lista- kennari, eins kenndi hún ensku í einkatímum eftir að hún hætti al- mennri kennslu. Heimsstyijöldin síðari, 1939-45, breytti högum margra, og þar á meðal Dóru, sem hætti kennslu 1940 þg tók upp skrifstofustörf hjá heildverslun Garðars Þorsteinsson- ar til 1947, en þá réðst hún til ævistarfa sinna í utanríkisþjónustu Islands, fyrst hér í Reykjavík, en áður en langt um leið voru henni fengin trúnaðarstörf í sendiráði ís- lands í London og frá 1950 til starfsloka hjá aðalræðismanns- skrifstofu landsins í New York. Sigurður heitinn Magnússon kennari, blaðafulltrúi Loftleiða og húmoristi var samtíða Dóru um hríð í Kennaraskólanum og minntist hennar oft í mín eyru, svo að mér fannst ég þekkja hana mun lengur en raun bar vitni, en í ársbyijun 1952 leitaði ég til ræðismannsskrif- stofunnar í New York, þá févana „léttmatrós" á ss. Dettifossi í jóla- fríi frá læknanámi, og fannst ég fá frábæra þjónustu. Með því að kvæn- ast Ragnheiði Aradóttur, bræðr- ungi Dóru 7 árum síðar, fannst mér sem sifjaböndin væru nánast alvöru skyldleiki. Á það reyndi raunar strax, því að daginn eftir brúðkaup okkar Ragnheiðar héld- um við í vesturveg, þar sem fram- haldsnám mitt átti að hefjast, en „Presthólar" í Hackensack í New Jersey, heimili Dóru og 10 annarra íslendinga, varð fyrsti áningarstað- urinn. Eftir þá fundi varð „skyld- leiki" okkar Dóru órofinn, með því að engar meiriháttar ákvarðanir voru teknar án hennar vitundar. Eg sakna vinar í stað. Með búsetu Dóru á erlendri grund hófst annar og mikilvægur þáttur í tilveru hennar, sem var að safna að sér fólki á ferð, stofna til kunningsskapar og alls kyns tengsla, sem leiddi óhjákvæmilega til þess, að hvert skot í hvaða hús- næði sem var í London eða New York var setið lengur eða skemur af hverskonar fólki, sem öll urðu ævarandi vinir hennar. Ragnheiður kona mín og ég bjuggum hjá Dóru á Presthólum fyrsta árið af 3, sem við vorum í New York og þá staðfestist endan- lega hvílíkum hæfileikum hún var gædd til samskipta við alla, og alla jafnt, háa sem lága. Dóra var mikil frískleikakona, nett, vel litkuð og limuð, með tæran svip og virðuleg í fasi, en þyrfti hún að flýta sér, þá hljóp hún og máttu unglingsstúlkur öfunda hana af færileiknum. Hún giftist aldavini sínum Thomas J. Malloy eftir verka- lok í utanríkisþjónustunni og bjuggu þau lengst á Long Island, en síðasta áratuginn í Williamsport í nágrenni Helenar systurdóttur Dóru og undu sér vel, en alltaf á heimleið. Ég þakka fyrir vináttuna við Dóru og bið Tom og Bergljótu Láru systur hennar allrar blessunar og votta þeim og systurbörnum og systurbarnabörnum ásamt öðrum vandamönnum og vinum Dóru alla samúð mína. Bálför Dóru fór fram í Williams- port 1. október sl., en aska hennar verður jarðsett í íslenskri mold inn- an tíðar. Sigurður Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.