Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 27 Alþingi hið forna eftirÁrna Einarsson Hugsum okkur dýrafræðing á íslandi. Hann hefur áhuga á dýra- ríki landsins og vill gjarnan skyggn- ast eitthvað aftur í tímann og freista þess að setja núverandi dýra- líf í sögulegt samhengi, — og jafn- framt í samhengi við dýralíf grann- landanna. Hann hefur einnig áhuga á að nota sérþekkingu sína til þess að skýra torkennileg atriði í fomum sögnum á náttúrufræðilegan hátt. Hann vill vita hvort sannleikskjarni kunni að leynast í sögnunum. Dýra- fræðingurinn flettir upp í þjóðsög- um og rekst á eftirfarandi sögn úr Grímsey: „Eitt sinn á helgum degi er þess getið, að prestur var í kirkju og kominn í messuklæðin, sáust þá bjarndýr þrettán saman koma utan eyna. Var auðséð þá, er þau nálguð- ust, að dýrakóngurinn var á ferð. Hann gengur venjulega fremstur, hefur horn fram úr enni. í því er lýsigullssteinninn, og oftast fylgja honum tólf dýr. Nú er þau gengu fram hjá, fór prestur í öllum messu- skrúða út í kirkjudyrnar. Laut þá dýrakóngurinn honum fýrstur og síðan hin önnur dýrin. Héldu þau svo fram hægri ferð í beinni stefnu, þangað til þau komu suður í Borga- mó. Urðu þá gemlingar á leið þeirra, og drap það dýrið, er aftast gekk, einn þeirra. Jafnskjótt og dýrakóng- urinn varð þess var, gekk hann aftur fyrir flokk sinn og rak spill- virkjann í gegn með horni sínu, svo hann lá þar dauður eftir hjá geml- ingnum. Þótt dýrafræðingúrinn sé fagidj- ót er hann þrátt fyrir allt sannkrist- inn og sér strax að atburðarásin og talan 12 (+ 1 konungur) minnir grunsamlega á biblíusögurnar úr barnaskólanum. Ef hann spyr sér fróðari menn fær hann að vita að frásögn sem þessi kallast allegóría, hefur dulda merkingu, þ.e. merkir eitthvað allt annað en í söguþræðin- um felst. Slíkar sögur hafi verið sagðar í fornöld og á miðöldum, spekingum til umþenkingar og til að varðveita lærdóma sem alþýðu manna var ekki ætlað að kunna skil á. Horn bjarndýrakóngsins vísi sennilega til einhyrningsins sem miðaldamenn notuðu til að tákna frelsarann, og lýsigullssteinninn gæti táknað guðspjöllin. Sé kafað enn dýpra í efnið má ljóst vera að bjarndýrakóngurinn eigi sér einnig rætur í heiðinni speki. Dýrafræðingurinn okkar hugsar sig' um vel og lengi qg kemst þvínæst að niðurstöðu: Ur því að miðaldamenn sögðu sögur þar sem dýr og tölustafir höfðu tákngildi, er þá nokkur leið að meta dýra- fræðilegt sannleiksgildi sagnanna án þess að gjörþekkja táknmálið? Svarið er augljóslega nei. Nú er það svo, því miður, að forn- sögur okkar eru næsta snauðar að náttúrulýsingum, en þeim mun auð- ugri að frásögnum af persónum og atburðum. Það kemur í hlut sagn- fræðingsins í stað dýrafræðingsins- að spyija: Er það gefið mál að frá- sagnir (og þar með tölur) í Islend- ingasögunum eigi við atburði sem raunverulega gerðust, eða segi frá persónum af holdi og blóði? Er hugsanlegt að frásagnarlist allegór- íunnar ráði að hálfu eða öllu leyti. Getum við gengið að því sem vísu að Kári Njáls sögu hafi ekki verið persónugervingur vinds eins og Kári Fomljótsson í Orkneyinga sögu? Enn á ný verður að þekkja táknmál og talnaspeki ef árangur á að nást í túlkun sagnanna. Táknmálið og tölvísin er, eðli málsins samkvæmt, eldra en sög- urnar þar sem þessum tækjum er beitt. Oft miklu eldra. Sú staðreynd ljær táknmálinu heimildagildi í sagnfræðilegum skilningi, svo und- arlegt sem það kann að virðast. Athuganir á því hvernig íslenskir miðaldahöfundar notuðu táknmál og tölur gætu vísað á þá strauma sem menning okkar, bæði kristin og heiðin, á rætur að rekja til. Einn maður hefur öðrum fremur Einar Pálsson fengist við rannsóknir á táknmáli fornsagna okkar, og er það Einar Pálsson, höfundur þeirrar bókar sem hér er til umfjöllunar. Einar hefur birt athuganir sínar í ritröð- inni Rætur íslenskrar menningar sem telur nú ein 10 bindi. Efni bind- anna er svo mikið að vöxtum að erfitt er að fá heildarsýn yfir. Enda fer mikið rúm í þeim ritum í að kynna lesandanum þá flóknu speki sem lá að baki táknfræði fornaldar og miðalda. Með riti sínu Aiþingi hið forna - Goðræn umgjörð Alþingis á Þing- völlum í heiðni (útg. Mímir) sem nýkomið er út, tekur Einar saman yfirlit um það sem af rannsóknum hans má ráða um hugmyndafræði- legan grundvöll goðaveldisins. Hann freistar þess að svara spurn- ingunni um það hvers vegna Al- þingi var svo saman sett sem heim- ildir greina. Gerir hann það á þann veg að ekkert fer milli mála hvað við er átt, og mun bókin vera auð- skilin hveijum manni. Lesandi þarf með öðrum orðum ekki að vera fluglæs á táknmáli miðaldaspek- inga. Hann þarf einungis að gera sér grein fyrir tilvist táknmálsins og að heimsmynd miðaldamanna var gerólík því sem nú er. Þannig táknuðu tölur ekki bara fjölda ein- hvers, heldur einnig einhveija sýni- lega (eða goðræna) hluti. Til dæm- is voru frumefnin fjögur: jörð, vatn, loft og eldur táknuð með tölunum 8, 12, 18 og 27. Þessi speki er m.a. kennd í einu af höfuðhandrit- um íslendinga, Hauksbók, og verð- ur Einari tilefni til umfjöllunar. Þegar við þetta bætist leikur forn- spekinga með tvöföldun og helm- ingun talna, auk þess margföldun talna með sjálfum sér, þá fer að hilla undir hugsanlegar skýringar á grundvelli goðveldisins og Alþingis hinu forna. Megintilgáta Einars er sáraein- föld: Goðarnir 36 voru látnir endur- spegla skiptingu himinhrings í 36 tíundir. Þeir endurspegluðu á sinn hátt alheiminn, líkt og konungar gerðu í öðrum löndum. Þannig sam- svaraði ísland 36-skiptu konung- dæmi. Þegar þessi tilgáta er tengd við hugmyndir miðaldamanna um ríkið sem spegilmynd himinhvolfs, tímatal, mál og vog, þá verður úr því furðu samfelld mynd. Svo vitnað sé í texta á bókarkápu: „Til skamms tíma var því trúað, að Alþingi ís- lendinga að fornu hafi verið ólíkt flestu, er menn þekktu í heiminum. Niðurstaða þessarar bókar er gagn- stæð: umgjörð hins íslenska goða- veldis var með afbrigðum skipuleg og föst í sniðum — og í beinu sam- ræmi við mikilvægustu heimsmynd- arfræði fornaldar." Það er mat mitt sem leikmanns í fornum fræðum, að hér hljóti að fara rit sem valda muni straumhvörfum í rannsóknum á íslénskri fornmenningu, — og þá muni dýrafræðin einnig njóta góðs af. Árni Einarsson er líffræðingur. NYARSFAGNAÐUR A HOTELISLANDI Óumdeilanlega glæsilegasti nýársfagnaður til fjölda ára ESTIÐ ^IÍÍTAMm SEM FYBST JOHANN ÓMAR MATSEÐILL Fordrykkur: Ritz Fizz Háttðarkvöldverður: Hvítlauklskryddaður vatnaáll Kjötseyði Federal Hindberjasorbert Innbökttð nautalund Logandi ístindur Hvítvín: Gewurzraaminer Rauðvtn: Cháteau Haut-Mardrac % DAGSKRA: Samleikur Sigrúnar Eðvaldsdóttur, fiðluleikara og Seltnu Guðmundsdóttur, píanóleikara. Óperusöngvararnir Inga Bachman og Sigurður Steingrímsson flytja óperudúetta og lög úr pekktum söngleikjum við undirleik Bjama Jónssonar. Okkar ástkæra söngkona Þuríður Sigurðardóttir laðarfram Ijúfa tóna. Hinn landskunni skemmtikraftur Ómar Ragnarsson flytur nýja gamanþætti. Nýársballettinn Stórkostleg, sérsamin dansatriði undir stjórn Ástrósar Gunnarsdóttur, Jóns Péturs og Köm Amgrímsdóttur. Einnig kemur fram Jóhann Sigurðarson, leikari. Heiðursgestur og ræðumaður kvöldsins er Artúr Björgvin Bollason. Kynnir: Rósa Ingólfsdóttir. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi ásamt söngkonunum Sigrúnu Evu og Berglindi Björk. HOT jU &Æ> RÓSA Gestír njóta þcss besta í mat og drykk, við undirlcik ingimars Eydal, píanóleikara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.