Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 33 ■pinrgmnMalfií Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsia: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Guðsneistinn í brjósti þínu að er stundum sagt að það sé Guðsneisti í hverri manneskju, samanber heilræð- ið: Trúðu á tvennt í heimi, / tign sem hæsta ber, / Guð í alheimsgeimi, / Guð í sjálfum þér. Það er mikilsvert að hlúa að þessum neista, sem skarast við samvizku mannsins og skynsemi, svo að hann verði lýsandi kyndill á vegferðinni frá vöggu til grafar. Það er ástæðulaust að gera lítið úr efnahagslegri velferð eða líkamlegum þörfum mann- eskjunnar. Þau fyrirbæri setja mark sitt á jarðvist hennar alla. En þegar mannshugurinn rís hæst, eins og í listsköpun og -túlkun — tónlist, bók- menntum og myndverkum — verður árangurinn ekki ein- vörðungu skýrður með líkam- legum þörfum, heldur jafn- framt, og reyndar - fyrst og fremst, með Guðsneistanum í manninum, viðleitni hans til innri fullkomnunar. Þegar maðurinn rís hæst í listum eða líkn við samferða- fólkið, til dæmis í læknisfræði eða ræktun náungakærleika, færir hann, meðvitað eða ómeðvitað, rök fyrir þeirri kenningu, sem lesa má út úr Nýja testamentinu, að hugar- heimur manneskjunnar er á stöðugri þroskaleið, í leit að ljósinu og sannleikanum. Leið sem stefnir að ákveðnu marki; leið sem höfundur tilverunnar hefur hannað. í bók bókanna, heilagri ritn- ingu, er greint frá hirðum sem hlustuðu á engla almættisins; Guðsneistana í sjálfum sér. Þeir vísuðu hirðunum á ung- barn í jötu, sem var ljós heims- is. Sem er og verður ljós heims- ins. Sem lýsir upp leiðina til lands fyrirheitanna. Boðskapurinn er sá sami í dag, til mín og þín, og hann var til hirðanna á hinni fyrstu jólanóttu: Yður er í dag frels- ari fæddur, Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Við, sem nú lif- um, erum hvert og eitt og öll saman hirðar líðandi stundar, bæði í eigin lífi og í samfélagi manna. Leitin að ljósinu og sannleikanum leiðir fólk á helgum'jólum þessa árs, eins og á öllum fyrri jólum kynslóð- anna, að jötu fyrirheita og kærleika. Sama Betlehems- stjarnan, sem leiddi vitringa biblíunnar að ljósi heimsins, vísar enn í dag á veginn, sann- leikann og lífið. Bolli Gústavsson, vígslu- biskup á Hólum í Hjaltadal, vitnar í jólahugvekju hér í blaðinu í dag til Kaj Munks, þess merka danska kenni- manns. Munk kallaði Krist skærustu stjörnu og vita mannkynsins. Orðrétt hefur vígslubiskupinn eftir þessum látna, danska kennimanni: „Hann [Kristur] er trú- fastari en nokkur stjarna á dimmum næturhimni, og í öll- um kulda alheimsins er hjarta hans óslökkvandi bál kærleik- ans“. Kristur er óslökkvandi bál kærleikans. Kertaljósin, sem við kveikjum á heimilum okkar á dimmum desemberdögum, eru tákn þessa óslökkvandi kærleiksbáls og þeirra vona, sem við það eru bundnar. Jól- in, sem haldin eru til að minn- ast komu Krists i mannheim, eru því réttnefnd hátíð kær- leikans. En þau eru jafnframt hátíð friðar og réttlætis, en þau hugtök eru, auk hugtaks kærleikans, þemað í hinni kristnu kenningu. Síðast en ekki sízt eru jólin fjölskylduhátíð. Þau knýta bet- ur mikilvæg fjölskyldu-, vensla- og vinabönd, sem stundum hefur slaknað um of á í erli og önnum hvunndags- ins. Heimili og flölskyldur, hornsteinar samfélagsins, styrkja stoðir sínar á helgum jólum, þegar sól tekur að hækka á lofti, dag að lengja og birtan að ýta myrkrinu úr umhverfi fólks. Við ofgerum stundum í ver- aldlegum þáttum jólahaldsins. Það er að vísu af hinu góða að gleðja sína nánustu — og aðra — með gjöfum, heimsókn- um og hlýhug á hátíð kærleik- ans. En við megum ekki gera gjafaflóðið að aðalatriði jól- anna. Kjarni þeirra er og verð- ur Kristur og kærleiksboð- skapur hans. A helgum jólum eigum við að ganga í Guðs hús, kirkjur landsins, og taka þátt í 'lof- gjörð til höfundar tilverunnar. A helgum jólum eigum við að hlusta á Guðsneistann í sjálf- um okkur og láta hann vísa okkur veginn að jötu kærleik- ans. Morgunblaðið óskar lesend- um sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, friðar og heilla. Tveggja manna leitað í Esjunni; Annar mannanna þungt haldinn vegna ofkælingar Björgunarsveitarmenn lentu tvisvar í snjóflóðum við leitina MIKIL leit var gerð að tveimur félögum úr Alpaklúbbnum í norðan- verðri Esjunni á laugardagskvöld og aðfararnótt sunnudagsins. Menn- irriir fundust síðdegis á sunnudag en annar þeirra liggur nú á Landsp- ítalanum þungt haldinn vegna ofkælingar. Aðstæður til leitar voru mjög varhugaverðar á svæðinu og tvisvar lentu björgunarsveitar- menn í snjóflóðum. Liggur nú einn björgunarsveitarmaður á sjúkra- húsi vegna meiðsia sem hann hlaut í snjóflóði. Forsaga málsins er sú að á laug- ardagsmorgunn héldu 10 félagar úr Alpaklúbbnum á Esjuna. Ákveð- ið var að klifra upp á toppinn úr Eilífsdal norðan megin í ijalli og klifu menn tveir til þrír saman. Þeir sem týndust, Matthías Sigurð- arson og Heimir Viðarsson, voru öftustu menn í þeim hópi sem fóru leið er kallast Einfarinn. Hópurinn sem fór á undan þeim upp Einfara sá síðast til þeirra tveggja um klukkan 16.30 en þá áttu þeir óf- arna um 30 metra upp á brún dals- ins. Voru ekki kunnugir svæðinu Stefán Bragi Bjarnason, fulltrúi SVFÍ í svæðisnefnd björgunar- sveita, segir að þeir Matthías og Heimir hafi ekki verið kunnugir á svæðinu og að þeir hafi reiknað með að hópurinn sem var á undan þeim upp á brúnina myndi bíða þeirra þar. Er þeir náðu upp á brún- ina var kominn mikill skafrenningur á topp Esjunnar og sáu þeir ekki handa sinna skil. Á þessum slóðum er allsstaðar þverhnípt niður í Ei- lífsdal og því tóku þeir þá ákvörðun að fara nokkuð áleiðis sömu leið niður aftur og grafa sig þar í fönn. Grófu þeir sig niður að hluta og létu síðan fenna yfir sig. Á milli klukkán 01-02 um nóttina heyrðu þeir í björgunarþyrlu á sveimi yfir sér og reyndu þeir þá að skjóta upp neyðarblysi en byssan með blysinu sprakk í höndunum á þeim. Þeir voru einnig útbúnir höf- uðljósum og reyndu að hlaupa á eftir þyrlunni en'ekki sást til þeirra í snjókófinu. Um klukkan 11 á sunnudags- morguninn fór að rofa til með veð- ur og um klukkan 13 lögðu þeir af stað aftur niður í dalinn, þokka- lega á sig komnir en kaldir. Um klukkan 14 var Heimir orðinn illa haldinn af ofkælingu og gat ekki haldið áfram. Matthías kom honum þá aftur fyrir í snjóhúsi þeirra og hélt sjálfur áfram. Hann hitti svo á leitarmenn um klukkan 16 og gat gefið þeim nákvænja staðsetningu á félaga sínum. Þyrla var strax kölluð út og var hún komin á stað- inn 20 mínútum síðar. Þyrlan tók tvo þaulvana ú'allamenn um borð í Eilífsdal og flutti þá upp á brún dalsins. Þeir komu síðan Heimi í sjúkrabörur og um borð í þyrluna sem flutti hann á Landspítalann. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þyrla Landhelgisgæslunnar kemur með annan mannanna á þyrlupall- inn við Borgarsjúkrahúsið á sunnudag. Björgunarmenn undirbúa leit að mönnunum tveimur aðfararnótt sunnudagsins. Morgunblaðið/Ingvar Kl. 17.00: Komnir upp á Kl. 16.15: Anriar maður- brún við Eilifstind og villtir inn kemur fram í Eilifsdal Kl. 20.46: Björgunarsveitir Ki. 17.19: Hinn maðurinn kallaðar út fundinn og fluttur með Kl. 23.00: Leit hafin þyrlu Lanahelgisgæsl- Kl. 01.30: Mennirinir heyra unnar á Borgarspitalann iþyrlu Snjóflóð hamla leit Að sögn Stefáns Braga voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar um klukkan 20.45 á laugardags- kvöldið og var strax ljóst að um alvarlegt tilfelli var að ræða þar sem mennirnir báðir eru vanir ijallaferð- um. Svæðisnefnd björgunarsveit ákvað svokallað undanfaraútkall strax en þá er kallaður út 20 manna hópur sérþjálfaðra manna með stuttan viðbragðstíma. Þegar mest var voru um 120 manns að leitarstorfum í Eilífsdal en aðstæður til leitar voru mjög erfiðar og varhugaverðar vegna snjóflóða. Þurfti hluti leitarmanna að vera í viðbragðsstöðu til að að- stoða félaga sína af þeim sökum. Tveir hópar leitarmanna fengu á sig svokölluð „kófhlaup" sem heyr- ist ekki í og því erfitt að bregðast við. Eitt slíkt hlaup hreif með sér tvo menn úr Flugbjörgunarsveitinni og færði með sér um 200 metra niður hlíðar Eilífsdals. Annan þess- ara manna þurfti að flytja á sjúkra- hús þar sem hann gekk undir að- gerð á fæti en líðan hans í gærdag var eftir atvikum góð. Síðar um nóttina hreif annað snjóflóð með sér aftasta mann í leitarröð en hann var bundinn í línu við félaga sína og náðu þeir að kippa honum úr flóðinu. í kjölfarið var ákveðið að fresta leit um sinn aðfararnótt sunnudagsins en halda svo áfram er birti. Er Matthías hitti björgunar- sveitarmenn á sunnudeginum var hann nokkuð vel á sig kominn en félagi hans hinsvegar var þungt haldinn af ofkælingu og talinn í lífs- hættu er honum var bjargað. Hann er var enn þungt haldinn í gærdag. Bæði Matthías og Heimir eru nemendur í Háskóla Islands, Matt- hías á fyrsta ári í tannlæknadeild en Heimir á fyrsta ári í læknisfræði. „Sög'ðum lélega brandara til að halda okkur vakandi“ -segir Matthías Sigurðarson annar þeirra er leitað var í Esjunni Mörgunblaðið/Sverrir Matthías Sigurðarson: „Höfðum áhyggjur af að aðstandcndur okkar væru farnir að óttast um okkur.“ „VIÐ sögðum hvor öðrum lé- lega brandara til að halda okk- ur vakandi og vorum skjálfandi af kulda alla nóttina," segir Matthías Sigurðarson 20 ára, annar þeirra sem leitað var í Esjunni norðanverðri um helg- ina. Matthías komst svo til heill á húfi frá þessu óhappi sem hann lenti í ásamt félaga sínum, en er að vísu svoítið kalinn á tám og fingrum. „Við vorum þeir síðustu sem klifum upp á brún Eílífsdals og það varð misskilningur milli okkar - og félaga okkar sem voru með okkur sem olli því að við villt- umst,“ segir Matthías. „Við töldum að við hefðu sagt förunautum okk- ur að við værum ókunnir á þessum slóðum en þeir stóðu í þeirri mein- ingu að við værumþeim kunnugir. Þegar við komum upp á brúnina var komið mikið fjúk og skafrenn- ingur og búið að fenna í fótspor hinna sem á undan okkur fóru. Við fundum að vísu gilið, þar sem við áttum að feta okkur niður, en vorum ekki vissir á því og vildum ekki taka áhættuna af að fara nið- ur það þar sem við sáum ekki handa okkar skil fyrir skafrenn- ingnum.“ I máli Matthíasar kemur fram að þegar hér var komið sögu hafi hann og félagi hans tekið þá ákvörðun að láta fyrirberast þar sem þeir voru þar til birti á ný og grófu þeir sig í snjóskafl. „Við klæddum okkur svo í sömu dúnúlp- una og reyndum hvað við gátum að halda okkur vakandi. Um nótt- ina heyrðum við í þyrlu og fórum þá út úr skaflinum en þegar við reyndum að skjóta neyðarblysi á loft var það sprungið. Við hlupum á eftir þyrlunni með ljós en hún sá okkur ekki. Við vorum ekkert svekktir yfir þessu því okkur leið ekkert illa að ráði og einu áhyggj- urnar sem við höfðum voru af að- standendum okkar í bænum sem örugglega voru farnir að óttast um okkur.“ Þegar birti af degi á sunnudeg- inum fór veður versnandi en Matt- hías segir að eftir hádegi hafi þeirn fundist sem ekki væri um annað að ræða en halda af stað niður fjallið. „Félagi minn virtist hress.í fyrstu en svo hneig hann niður eftir um 30 skref og þá voru góð ráð dýr fyrir mig. Ég stóð frammi fyrir þeim valkostum að taka hann með, skilja hann eftir eða fara ekki sjálfur. Mér fannst sem ég yrði að fara og þar sem mikil hreyf- ing er hættuleg þeim sem hafa ofkælst kom ég honum aftur fyrir í skaflinum, en hraðaði mér síðan niður fjallið." Matthías segir að hann hafi síð- an séð bílaþyrpingu björgunar- manna í Eilífsdal og hljóp hann að þeim kallandi. „Um leið og ég kom að fyrsta manninum gaf ég honum upp staðsetninguna á fé- laga mínum og þeir kölluðu síðan út þyrla með hraði.“ Matthías og félagi hans eru van- ir fjallaferðum og fram kom hjá björgunarsveitarmönnum að þeir hefðu brugðist rétt við í-öllum til- fellum eftir að þeir villtust á fjall- inu. íkveikja í Kársnesskóla: Tjónið talið nema 10-20 millj. króna TJÓN á bilinu 10-20 milljónir kr. varð í miklum eldsvoða í Kársnes- skóla í Kópavogi á sunnudagskvöld. Gríðarlegar skemmdir urðu á skólastofu á 1. hæð þar sem eldurinn varð mestur og miklar skemmd- ir urðu einnig í skólastol'u á annarri hæð og í samkomusal á jarðhæð vegna vatnsaga. Brotist hafði verið inn í skólann og er fullvíst talið að um íkveikju sé að ræða. íbúar í nærliggjandi húsum urðu varir við að eldtungur stóðu út um þrjá glugga í vesturálmu skólahúss- ins og gerðu þeir slökkviliðinu að- vart um kl. 11.30. Fyrstu slökkvibíl- ar voru komnir um fjórum mínútum síðar á vettvang, en sjálfu slökkvi- starfmu var lokið á 30-45 mínútum. Fjórir dælubílar voru á staðnum og tveir sjúkrabílar. Eldurinn var mestur í skólastofu á 1. hæð og brann þar allt sem brunnið gat, að sögn Bergsveins Alfonssonar varðstjóra hjá slökkvil- iðinú. Vegsummerki sýni að um- gangur hafi verið í skólanum fyrr um kvöldið. Skólaborð og stólar, hljóðeinangrun í lofti og timbur- milliveggur sem geymdi skólagögn - allt brann þetta upp til agna. Fjór- ir reykkafarar fóru inn í eldhafið og hófu strax slökkvistörf og auk þess var vatni dælt á eldinn að utan- verðu. Bergsveinn sagði að múrhúð hefði sprungið á veggjum í skóla- stofunni og eldurinn hefði verið það magnaður að ljóst sé að hann hafi náð að krauma í nokkra stund áður en nokkur varð þess var. Eldtung- urnar náðu upp í glugga á næstu hæð og sprungu þeir. Þó tókst að koma í veg fyrir að miklar eld- skemmdir yrðu þar, en skemmdir af völdum vatns og sóts urðu mikl- ar. Þá sprakk vatnskerfi hússins í hitanum er myndaðist og var mikill vatnsagi í samkomusal á jarðhæð sem er lagt parketi. Sót og svarta- reykur barst um alla ganga skólans. „Það brann ein kennslustofu al- Erum komin í iólaskap - segja hjónin á Hveravöllum Á HVERAVÖLLUM eru jólin með nokkuð hefðbundnum hætti hjá hjónunum Grími Sigurjónssyni og Hörpu Lind Guðbrandsdóttur, sem þar vinna að veðurathugun- um fyrir Veðurstofu Islands. Grímur sagði í samtali við Morg- unblaðið að allur jólaundirbún- ingurinn yrði að vera með miklum fyrirvara svo að liægt væri að fá jólamatinn, jólagjafirnar og fleira sent frá byggðum. „Við erum komin í jólaskap og erum nýbúin að klára laufabrauðs- gerð. Við verðum með svínahrygg á aðfangadagskvöld og hangikjöt á jóladag en Hafþór Ferdínandsson, sem einnig er þekktur sem Hvera- vallaskreppur, kemur alltaf um miðj- an desember með jólasendingu, mat, jólagjafir og fleira. Við höldum því tiltölulega hefðbundin jól hér,“ segir Grímur. Grímur segir að von sé á einhverj- um ættingjum og vinum á milli jóla og nýárs og að einnig verði haldið upp á áramótin með viðeigandi ára- mótabrennu og flugeldum. „Við höf- um að sjálfsögðu safnað í litla brennu hér og ætlum að kveikja í henni á gamlárskvöld.“ Grímur og Harpa fara inikið á gönguskíði og þegar þau fá heim- sóknir. fara þau jafnvel á snjósleða. „Nú er að meðaltali um 35 sm hár snjór hérna en okkur þykir það ekk- ert mikið. Annars hefur veður verið heldur slæmt undanfarið," segir Grímur. Hann segir töluverða umferð vera um svæðið. „Ferðafélagið er með skála hér nálægt, sem taka um sjö- tíu manns og það er nánast allt pant- að bæði á milli jóla og nýárs og á gamlárskvöld. Því má búast við tölu- verðri umferð yfir hátíðirnar,“ segir Grímur Siguijónsson. Óveður geisar í Lech ÓVEÐUR hefur geisað undanf- arna daga í austurríska skíða- staðnum Lech. Hitastigið hefur sveiflast úr fimbulfrosti upp fyrir núllið, og snjó kyngdi niður í ómældu magni fyrr í vikunni, fylgt eftir af asahláku. Nokkrar íslenskar fjölskyldur eru í Lech, og náði Morgunblaðið í gær sambandi við Friðrik Þór Snæbjörns- son, sem er búinn að vera þar síðan 21. desember. „Við vorum heppin að komast upp að hótelinu, og hefð- um aldrei haft það nema með keðj- um,“ sagði Friðrik. „Hótelstjórinn sagði okkur að aldrei í manna minn- um hefði snjóað svona mikið. Daginn eftir tók hins vegar að rigna með þvílíkum látum að skíðasvæðið lokað- ist. Ég fór tvær ferðir niður brekk- una og hundblotnaði." Friðrik segir veður hafa stillst í dag, og sólin látið sjá sig. „Ég var á skíðum f allan morgun, og um leið voru þeir i óða önn að sprengja," segir Friðrik. Þegar hann er inntur nánar eftir hvaða sprengingar hér sé um að ræða kemur í ljós að þegar snjóflóðahætta er mikil taka Alpabú- ar sig gjarnan til og varpa sprengjum úr þyrlu niður á verstu hengjurnar. „Það var reyndar svolítið . óskemmtileg reynsla sem ég lenti í í morgun að lyftan stöðvaðist og við * komumst ekki út. Þá var ég viss um ’ að þeir væru að fara að sprengja.“ , í gær var aftur farið að fjölga í Lech, og lítur út fyrir að véðrið sé ’ að batna. B’lestir íslendingarnir í Lech ætla sér að vera þar fram yfir áramót, og fá þeir vona að þeir fái * ekki íslenskt vetrarveður — það hefðu þeir getað fengið alveg ókeyp- is hér heima. veg að innan - hún lítur út eins og þegar mótatimbrið er rifið utan af steypunni," sagði Þórir Hallgríms- son skólastjóri Kársnesskóla. Hann sagði að þetta væri tugmilljónatjón. Álitamél væri hvort kennsla gæti hafist í þessari álmu skólans þegar skólafríi lýkur. „Það er alveg á hreinu að þetta er íkveikja. Það var brotist inn í skólann. Það hefur verið farið inn um brotna rúðu í opnanlegum glugga," sagði Þórir. Eldurinn kom upp í deild yngstu nemendanna, 6-7 ára. Rannsóknarlögregla ríkisins fer með rannsókn málsins og hefði ekki náðst í sökudólgana þegar síð- ast fréttist. Slökkviðsmenn að störfum í gærkvöldi. Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.