Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 41 Haldið upp á 20 ára af- mæli Kirkj ubæj arskóla Kirkjubæjarklaustri. í HAUST var haldið upp á 20 ára afmæli Kirkjubæjarskóla á Síðu. Öllum fyrrverandi og nú- verandi starfsmönnum og nem- endum var boðið til kaffisamsæt- is þar sem ávörp voru flutt og auk þess var í skólanum mynda- sýning, svipmyndir úr myndlist til sýningar. Kirkjubæjarskóli, eins og margir Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir Gestur skoðar svipmyndir úr skólastarfinu í 20 ár. aðrir skólar á landinu, var lengi í byggingu. Þegar hann var vígður haustið 1971 var fullbyggð mötu- neytis- og heimavistarálma og kennt í bráðabirgðakennslustofum. Síðar voru byggðar kennslustofur og kennarastofa og síðasti áfanginn var bókasafnsbygging sem tekin var í notkun 1988. Nú er unnið að framkvæmdum við skólalóð, kostn- aðaráætlun þar að lútandi rúmlega 4 milljónir, lokið verður við þá fram- kvæmd í júní á næsta ári. NÞað sem helst vantar nú er kennslustofa fyrir srníðar en auk þess er ekkert íþróttahús við skól- ann, íþróttir eru kenndar í félags- heimili og í sundlaug skólans. Nú eru 93 nemendur í skólanum og starfsmenn eru samtals 18, þar af 11 kennarar. Auk þess er að hluta til tengd skólanum deild úr Fjölbrautaskóla Suðurlands, Fisk- eldisdeild þar sem eru 14 nemendur. Kirkjubæjarskóli er allt í senn, heimavistar-, heimanaksturs- og heimagönguskóli og er grunnskóli nemenda úr Skaftárhreppi sem er byggðin milli Mýrdalssands og Skeiðarársands. H.H. Frá útskrift stúdenta við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Fjölbrautaskólinn við Ármúla: Fyrstu sjúkraliðarnir útskrifast Dengsi færgull Piatan „Jólaball með Dengsa og félögum" hefur fengið gull, þ.e. selzt í 3.000 eintökum. Á meðfylgjaldi mynd hefur Halldór Bachmann markaðsstjóri Skífunnar hf. afhent þeim Björgvini Halldórssyni, Yil- hjálmi Guðjónssyni og Þórhalli Sigurðssyni hverjum sína gullplötu, og tveimur hinum fyrstnefndu fyrir sinn þátt í plötunni. Með þeim á myndinni er Bjarni Dagur Jónsson, þar sem afhendingin fór fram í beinni útsendingu á Bylgjunni. LAUGARDAGINN 21. desember voru nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla við hátíðlega athöfn í Langholts- kirkju. Þrír luku verslunarprófi, tíu luku sjúkraliðaprófi, hinir fyrstu frá skólanum, og þrjátíu og tveir luku stúdentsprófi, flestir af félagsfræðibraut. Hafsteinn Þ. Stefánsson skóla- meistari setti athöfnina og stjórn- aði henni. í ræðu sinni vék hann að stöðu skólans, en hann er 10 ára um þessar mundir. Skólinn var formlega stofnaður 7. september 1981 er borgarstjórinn í Reykjavík og menntamálaráðherra undirrit- uðu samning um reksturinn. Af- mælisins var minnst með veglegri veislu í haust, en íleira er á döf- inni á bak jólum. Sérhæfing Fjölbrautaskólans við Ármúla er á heilbrigðissviði. í des- ember luku námi fyrstu nemend- urnir á braut fyrir aðstoðarfólk tannlækna, og fara þeir í starfs- þjálfun hjá tannlæknadeild Há- skóla íslands eftir áramót. Fyrstu sjúkraliðarnir luku prófi að þessu sinni, og eftir áramót verður nám- skeið í handlæknishjúkrun fyrir sjúkraliða, en skólinn hefur tekið að sér að annast framhaldsmennt- un fyrir þessa stétt. í febrúar verð- ur síðan haldið námskeið fyrir læknaritara, og að því loknu fá þeir löggildingu ráðuneytis til starfa. Að venju veitti skólinn viður- kenningu þeim nemendum, sem fram úr sköruðu í námi. Á náms- braut fyrir sjúkraliða fengu Björg Kristjánsdóttir og Sveinbjörg Steinþórsdóttir bókaverðlaun fyrir góða kunnáttu í hjúkrunargrein- um. Dux scholae varð Sólrún Birg- isdóttir, sem lauk stúdentsprófi af íþróttabraut. Hún hlaut auk þess sérstök verðlaun fyrir þýskukunn- áttu. Auk þess hlutu eftirtaldir Lögreglustöðin í Grindavík í nýju húsnæði. Grindavik: Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Lögreg'lan í nýtt húsnæði Nýtt símanúmer tekið í notkun Grindavík. LöGREGLAN í Grindavík flutti nýlega í nýtt húsnæði við Víkur- braut 25 þar sem áður var Lands- banki Islands. Með flutningunum batnar öll aðstaða lögreglunnar til muna. Þeir fá einnig nýtt síma- númer sem verður 67777. „Það má segja að það verði nán- ast bylting hvað varðar starfsað- stöðu. I staðinn fyrir að vera nán- ast í einu herbergi fá lögreglumenn starfsaðstöðu og varðstjórarnir fá sérherbergi og ég fæ séraðstöðu," sagði Sigurður M. Ágústsson að- stoðaryfirlögregluþjónn við Morg- unblaðið í tilefni tímamótanna. „Við fáum fangahús en gamla fangahúsið hefur verið lokað und- anfarin 2 ár og við þurft að aka með fanga til Keflavíkur um 25 kílómetra leið. Öll tæki eru betri á nýja staðnum og við erum sem óð- asf að fá ný öryggistæki þannig að þessi breyting eykur öryggi bæjarbúa. Nýtt símanúmer í staf- rænu stöðinni hefur það í för með sér að það tekur mun skemmri tíma á ná í bakvaktarmann en það gat tekið nokkurn tíma áður og varð oft til þess að menn náðu ekki til lögreglunnar. Almannavarnanefnd Grindavíkur fær glæsilega stjórn- unaraðstöðu á efri hæð hússins sem var nánast engin áður. Með því að skrifstofa bæjarfógeta flyst á efri hæð hússins losnar fólk einnig við að ganga í gegnum lögreglustöðina til að komast þangað og lögreglu- menn sem áður geymdu allan fatn- að sinn á biðstofu bæjarfógeta fá fataklefa og geymslu. Öll aðstaða til hreinlætis batnar einnig með þessari nýju stöð.“ Stöðin er öll hin glæsilegasta og víst bregður lögreglumönnum við að komast úr gömlu stöðinni sem var bæði þröng og lítil. Sigurður vildi undirstrika að menn notuðu nýja númerið sem lögreglan fær, 67777. - FÓ Myndabrengl Með pistli Gunnars Hersveins, Er vit í lífinu, birtist mynd af nafna hans Bragasyni. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar. Ekið á kyrr- stæðan bíl við Kringluna EKIÐ var á kyrrstæðan bíl af gerðinni Daihatsu Charade fyr- ir utan veitingastaðinn Kvikk í Kringlunni í gær á tímabilinu 12.30-13. Bíllinn er stór- skemmdur á hlið farþegameg- inn. Bíllinn er nýr, rauður að lit, með skráningarnúmerið PT-350. Sá er skaðanum olli hvarf af vett- vangi, en lögreglan telur líklegt að jeppi hafi valdið tjóninu. Marg- ir voru á ferli um þetta leyti við Kringluna og biður lögreglan þá er hafa orðið vitni að atvikinu að hafa samband. ----♦ ♦ ♦-- Leiðrétting I frétt Morgunblaðsins á sunnudag- inn þar sem fjallað var um ráðningu Arnars Páls Haukssonar til Ruvak var foiveri hans í starfi þar nyrðra rangfeðraður. Hann var sagður heita Kristján Sigmundsson, en hið rétta er að hann heitir Kristján Sig- uijónsson og leiðréttist það hér með og er beðist velvirðingar á mistök- unum. nemendur viðurkenningu fyrir góða kunnáttu í einstökum grein- um: Bryndís Jóna Jónsdóttir í fé- lagsgreinum, Guðbjörg Kr. Bárð- ardóttir í íslensku, Samúel Hinriks- son í viðskiptagreinum, Ásrún Jó- hannsdóttir í stærðfræði, frönsku og ensku, og Jónas G. Allansson fékk bókargjöf fyrir framlag sitt til félagsmála nemenda. Kertasníkir. Kertasníkir kemurídag Þrettándi og síðasti jóla- sveinninn, Kertasníkir, kemur í Þjóðminjasafnið í dag, að- fangadag, kl. 11. Kjaradeila mjólk- urfræðinga: Verkfall hefst á miðnætti 27. desember VERKFALL nijólkurfræðinga hefst á miðnætti föstudaginn 27. desember, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma, og stendur yfir áramótin til miðnættis fimmtudaginn 2. janúar. Samninganefndir aðila hafa ekki fundað undanfarna daga eftir að upp úr slitnaði á síðasta á fundi. 4 Gert er ráð fyrir fundi næst seinni- part föstudagsins og á þá að reyna til þrautar að ná samkomulagi áður en verkfall skellur á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.