Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 félk f fréttum KNATTSPYRNA Byrjaði á því að biðjast afsökunar Viðmælendur blaðsins leyfðu ekki myndatökur, en hellirinn er á þessum slóðum. JÓL Stuðlabergssúlur, haustlauf og fágæt máltíð 1 jólahaldi trölla Og þá var hringt í Hólakirkju, öllum dyrabjöllunum....“ berst í skammdegishúminu frá helli ein- um miklum utan í brattri fjallshlíð skammt utan Reykjavíkur. Textinn er ekki alveg réttur, en söngvurun- um er nokkur vorkun, það hefur aldrei nokkur maður kennt þeim og þeir eru að auki ólæsir og því vanbúnir að nema slíkt upp á eigin spýtur. Það eru jól hjá tröllunum í fjöllunum og við höfum mælt okkur mót við þrjú tröll sem hafa haldið jólin saman í sama hellinum síðustu 450 árin. Það eru hjónin Bóla og Torfi og frænka þeirra Griðný sem býr í næsta fjalli. Jól hjá tröllum? Síðan hvenær og síðan hvenær eru til tröll? Dóu þau ekki út er ritend- ur þjóðsagna létu af skriftum? Torfi ræskir sig og vill ólmur svara þess- um spurningum, en það titrar allt fjallið þannig að hann tekur sig saman í andlitinu og lækkar róm- inn. „Við höfum alltaf verið til, sbr. þjóðsögurnar, hitt er svo annað mál að það er frekar nýtt af nálinni að við höldum jól. Lengst af vorum við nefnilega hundheiðin. Það var þó alltaf orðum aukið, meint gijótkast okkar á kirkjur rétt upp úr kristni- tökunni. Það ar bara bull og þar sýndi sig að eitt skemmt epli getur smitað út frá sér. Þannig var nefni- lega, að skessan í Skarðsheiði var að þeyta gijóti á kirkju ofan í And- akíl. Hún hitti aldrei, sennilega hefur einhver kraftur vemdað kirkj- una. Skessan trylltist alltaf meira og meira og gleymdi sér, dagur rann og hún varð að blágrýti. Síðan loð- ir þetta helv. við okkur. En það fór með okkur eins og aðra landsmenn, að nýi siðurinn vék hinum gamla frá,“ þrumar Torfi á rólegu nótun- um í sömu mund og Bóla fer að þrasa um að\það komist enginn að fyrir Torfa. Griðný hefur reyndar hægt um sig, virðir blaðamanninn fyrir sér og stangar úr tönnunum með birkihríslu. Þegar Torfi neyðist til að draga andann grípur Bóla orðið og segir frá jólasiðum trölla. „Þetta er nú á svipuðum nótum og hjá ykkur mönnunum að öðru leyti en því að við höfum ekki rafmagn. Við sleppum jólatijám, þau eru svo lítil, reisum frekar stuðlabergssúlur inni á miðju hellisgólfi og skreytum það með þurrkuðum haustlaufum sem við drögum upp á spunaþráð. Ofan á súlunni logar á keiti. Gjaf- irnar fáum við sendar að sunnan í gegn um pöntunarlista. Ég gef Toifa alltaf ársbirgðir af tannburst- um og hann gefur mér oftast eitt- hvað gressilegt vellyktandi. Þetta er svona orðið að vana hjá okkur og skrýtinn vani það, því við notum þetta aldrei. ^ Griðný leggur aftur á móti ekk- ert upp úr gjöfum, jólin eru í henn- ar huga tími frábrærrar máltíðar. Þá fær hún nokkuð sem við verðum orðið að neita okkur um af augljós- um ástæðum..." Eins og hvað? „Það er blessuð blíðan í dag, hah!,“ segir Bóla og Torfi ekur sér aðeins. Hann tekur eftir því að stuðlabergssúlan riðar til falls eftir að hann gekk fram hjá henni augnabliki áður. Stekkur til og grípur hana. Blaða- maður ræskir sig og spyr tröllin um gamlar sögur um þau fyrr á tímum, „það fór það orð af trölls- kessum að þær eltu uppi sveitapilta og hefðu þá í helli sínum í lengi-i eða skemmri tíma og létu þá þjóna sér á alla lundu. Svo þegar þeir hefðu náð vissum holdastuðli hefðu þær étið þá! Griðný rennir dimmum augum til blaðamanns. Hún hefur lagt birkihrísluna frá sér, en er farin að skerpa egg tanna sinna með skræ- póttum jaspís. Tennurnar minna á klasa af svörtum og brúnum indján- atjöldum. Hún segir ekkert og það er að sjá að Torfa sé ekkert um umræðuefnið gefið. Hann hamast við að skreyta stuðlabergssúluna og klórar sér annað veifið undir handleggnum og skrækir undar- lega. Bóla lygnir hins vegar aftur augunum og svarar malandi rómi að þetta hefði verið svo í þá gömlu GÓÐU daga, „þetta var tími sem aldrei kemur aftur. Hitt er svo ann- að mál að við erum nú uppi á upp- lýsingaöld, og fólk veit meira um okkur en í þá daga. Þá vorum við taldar vera hinar verstu forynjur. Reyndar var það alveg hreint rétt og allt sem um okkur var sagt stóðst nema þetta með gijótkastið og kirkjurnar. Núna er öldin önnur, við þurfum ekkert að eltast við strákana nú til dags. Þeir koma bara sjálfir bless- aðir, sérstaklega á haustin þegar leitir standa yfir. Þetta breyttist allt þegar við hættum að éta þá að skilnaði. Það var farið að kalla okk- ur svörtu ekkjurnar!," hlær Bóla og virðist skyndilega vera eitthvað tau- gatrekkt. Frá Griðnýju heyrist flautukennt soghljóð. En farið þið aldrei ofan úr fellunum, aldrei til byggða og þess háttar spyr nú blaðamaður og það hefur sett að honum hroll. Torfi er að biýna sax einn hroðalegan og skörðóttann, hann verður fyrir svörum og segir, „nei, það gengur ekki. Gæti misskil- ist, fólki bregður enn við útliti okk- ar þótt það þekki betur til okkar en fyrr. Frændi minn ætlaði einu sinni til Reykjavíkur, en hætti við er hann hafði valdið einum 12 um- ferðaróhöppum....“ Torfi malar eitthvað áfram, en blaðamaður heyrir það ekki, sog- hljóðin magnast í Griðnýju og Bóla er að gera klárt við pottastæðið. Ein spurning að lokum, segir blaðamaður, þið sögðuð mér aldrei hvað þið hafið í jólamatinn? Það hvín eins og í tekatli í Griðnýju. „Nú gleymdum við því“ segir Bóla and- stutt og brosandi, „segðu 'honum það Torfi...“ Ein af jólabókunum í Dan- mörku í ár er stutt lífs- hlaup einnar af nýjustu íþróttahetjum Dana, knattspyrnumannsins Peters Schmeichels, sem stendur í marki enska stórliðsins Manchester United. Bókarinnar var beðið með mikilli eftir- væntingu, enda maðurinn ein mesta og helsta hetja danskra unglinga og barna. Risi að vexti, ljall- myndarlegur og í heims- frægu knattspyrnuliði! Danskar konur hafa að auki skrifað hann hátt á lista yfir kynþokkafyllstu karlmenn Danaveldis. Svo kom bókin, „Aftasti maðurinn", nafn sem skír- skotar til stöðu markvarð- ar á knattspyrnuvellinum. Vart var hún komin í verslanir er því var slegið upp að Schmeichel atyrti danska landsliðsþjálfarinn Richard Möller í textan- um. Salan á bókinni varð ógurleg og Möller lét ein- hver miður vinsamleg orð falla um markvörðinn í blöðum. Schmeichel varð hins vegar hinn kindarleg- asti og vissi í fyrstu ekk- ert um hvað málið snérist. Er honum var bent á það, sá hann að vel mátti skilja annað á orðalagi á einum stað heldur en hann meinti sjálfur. Hann byijaði eftirfylgni að bókinni því með því að Peter Schmeichel fær ekki mörg mörk á sig, en þarna er eitt þeirra í fæðingu. biðja Möller opinberlega afsökunar. Möller tók því vel og sagði málið úr sögunni. MorgunDiaoiö/Porkell Þarna eru f.v. Pirrko Hamalainen sendiráðsfulltrúi, Þórarinn B. Jónsson ræðismaður, Hakan Branders sendiherra, Friðrik Þorvalds- son fráfarandi ræðismaður og Haraldur Björnsson aðalræðismaður Finna á íslandi. UTNEFNING NYR RÆÐISMAÐUR FYRIR NORÐURLAND Utanríkisráðherra Finnlands hefur útnefnt Þórarinn B. Jónsson umboðsmann Sjóvá Al- mennra á Akureyri til finnsks kjör- ræðismanns á Akureyri með Norð- urland sem umdæmi. Sendiherra Finnlands á íslandi, Hakan Brand- ers, gaf fyrir nokkrum dögum út skipunarbréf Þórarins í embætti og íslenski utanríkisráðherran Jón Baldvin Hannibalsson, viðurkenn- ingarbréf til handa honum. Fráfar- andi ræðismaður á Akureyri var Friðrik Þoi-valdsson sem hafði ósk- að eftir lausn frá embætti. Var honum þakkað gott starf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.