Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 JÓLAHALD LANDSMANNA: Um 1,8 milljón jólakorta send Samkvæmt skoðanakönnun Hagvangs GERA má ráð fyrir því að landsmenn opni um 1,8 milljón jólakorta í kvöld, aðfangadagskvöld, en samkvæmt skoðanakönnun Ilagvangs eru jólakortin þá opnuð á 59,8% heimila. Póstyfirvöld telja að Islend- ingar sendi um þijár milljónir jólakorta innaniands í ár, og sam- kvæmt könnun Hagvangs eru um 1,1 milljón þeirra, eða 36,3%, opn- uð um leið og þau berast, en 3,8% segja misjafnt hvenær þau séu opnuð. Athygli vekur að aðeins 0,1% aðspurðra í könnuninni sögð- ust ekki fá send jólakort. Er búið til, jólakonfekt" á heimilinu? |-j Nei □ Já Eru jólakortin tekin upp jafnóðum eða öll í einu, t.d. á aðfangadagskvöldi? n Misjafnt | | Öll í einu □ Opnum jafnóðum Er til siðs að gefa möndlu- gjöf á aðfangadagskvöldi? □ Nei □ Já Hagvangur lagði fjórar spumingar fyrir þátttakendur i skoðanakönnun, sem gerð var 28. nóvember til 5. desember. Könnunin vargerð simieiðis og var hringt í 1.000 manna stembiúrtak úr þjóðskrá. Heildarsvarhlutfall var 77,2%, en svarendur voru á aldrinum 18-67 ára og búa um land allt. Horfír þú á biskupinn syngja aftansöng í sjónvarpinu? □ Nei nJáaðhluta □ Já Hgvangur hefur undanfarin ár spurt um siðvenjur landsmanna um jól og áramót í desemberspurninga- vagni sínum. Könnunin að þessu sinni var gerð símleiðis dagana 28. nóvember til 5. desember, og var stærð úrtaksins 1.000 manns, sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurningarnar voru lagð- ar fyrir fólk á aldrinum 18-67 ára alls staðar á landinu, og var brúttó svarhlutfall 77,2%. Að þessu sinni var spurt um venjur landsmanna við að opna jólakortin, hvort búið væri til jólakonfekt á heimilinu, hvort siður væri að hafa möndlug- jöf á aðfangadagskvöld og hvort horft væri á aftansöng í sjónvarpinu á aðfangadagskvöld. í ljós kom að nánast enginn munur var á því milli höfuðborgar- svæðisins og landsbyggðarinnar hvort jólakortin á heimilinu væru opnuð á aðfangadagskvöld eða jafn- óðum og þau bærust með póstinum. Þannig sögðu 35,7% á höfuðborgar- svæðinu að þau væru opnuð jafnóð- um og 36,9% á landsbyggðinni, en 60,4% á höfuðborgarsvæðinu sögðu að þau væru opnuð öll í einu og 59,2% á landsbyggðinni. Jólakortin eru opnuð jafnóðum hjá um 34% fólks í aldurshópunum 18-29 ára og 50-67 ára, en 38,8% fólks á aldr- inum 30-49 ára sagði að kortin væru opnuð jafnóðum. Lítill munur reyndist vera á svörum við þessari spurningu þegar þau voru flokkuð eftir kyni. Möndlugjafir og konfektgerð Spurt var hvort það væri siður á heimilum svarenda í könnuninni að hafa möndlugjöf á aðfangadags- kvöld, og í ljós kom að sá siður er viðhafður á 41,1% heimila, en 58,9% svarenda sögðu svo ekki vera. Al- gengara er að möndlugjöf sé höfð á heimilum á höfuðborgarsvæðinu, en þar er þessi siður viðhafður á 44,8% heimila á móti 36,6% heimila á landsbyggðinni. Enginn teljandi munur var milli aldurshópa í þessu tilviki, en hins vegar sögðu 43,5% karla þennan sið viðhafðan á sínum heimilum á móti 38,7% kvenna. Þá var spurt hvort jólakonfekt væri yfirleitt búið til fyrir jólin á heimilum svarenda, og sögðu 32,9% svo vera, en nei sögðu 65,7%. 1,4% sögðust ekki vita hvort sérstakt jólakonfekt væri búið til á heimlinu. Nánast enginn munur var á millí höfuðborgarsvæðisins og lands- byggðarinnar varðandi konfekt- gerðina, en nokkur munur var hins vegar milli aldurshópa og kynja. Þannig sögðu 32,4% svarenda á aldrinum 18-29 ára að konfekt væri búið til á heimili þerra fyrir jólin, 39,1% svarenda á aldrinum 30-49 ára sagði svo vera, en hjá aldurshópnum 50-67 ára reyndist jólakonfekt vera búið til á 20,4% heimila. Þegar svörin við þessari spurningu voru greind eftir kyni kom í ljós að 36,2% kvenna sögðu jólakonfekt yfirleitt búið til á sínu heimili, en 29,4% karla sögðu þenn- an sið yfirleitt viðhafðan á sínum heimilum. Aftansöngur í sjónvarpi Síðasta spurning Hagvangs að þessu sinni um jólasiði landsmanna var um það, hvort viðkomandi SKATTALÆKKUN VEGNA HLUTABRÉFAKAUPA Frá því haustið 1986 hafa þúsundir einstaklinga ávaxtað sparifé sitt með kaupum á hlutabréfum í Hlutabréfasjóðnum hf. Með kaupum á hlutabréfum í Hlutabréfasjóðnum hf. nýta einstaklingar þá leið til skattalækkunar sem fylgt getur kaupum hlutabréfa. Á árinu 1991 verður frádráttur vegna hlutabréfakaupa allt að kr. 94.000 hjá einstaklingi en allt að kr. 188.000 hjá hjónum. Hluthafar í Hlutabréfcisjóðnum hf. eru nú á þriðja þúsund og verðmæti hreinnar eignar félagsins er 645 milljónir króna. Hlutabréfcisjóðurinn hf. hefur áhættudreifingu að leiðarljósi. Félagið ver hlutafé sínu til fjárfestinga í hlutabréfum og skuldabréfum traustra atvinnufyrirtækja. Verðmæti hlutabréfaeigncir er nú 480 milljónir og skiptist þannig á einstök félög: Eimskip 86,0 mkr. Olís 10,8 Faxamarkaður 4,1 - Olíufélagið 24,5 Flugleiðir 90,3 - SH verktakar 7,0 Grandi 56,3 - Sjóvá/Almennar 7,4 Hampiðjan 25,8 - Skagstrendingur 19,8 Haraldur Böðvarsson 13,3 - Skeljungur 48,2 íslandsbanki 2,1 - Sæplast 8,7 Ehf. Alþýðubankans 5,0 - Tollvörugeymslan 14,1 Ehf. Iðnaðarbankans 14,3 - ÚA 13,4 Ehf. Verslunarbankans 10,9 - Þormóður rammi 17,6 Hlutabréfasjóðurinn hf. er fyrsti hlutabréfasjóðurinn sem stofnaður var hér á landi. Hann er stærsti hlutabréfasjóður landsins. Hlutabréf Hlutabréfasjóðsins hf. eru seld hjá öllum helstu verðbréfafyrirtækjum. ÁHÆTTUDREIFING Á EINUM STAÐ HLUTABRÉFASJÓÐURINN HF. Skólavörðustíg 12 - Sími: 21677 - 101 Reykjavík. horfði yfirleitt á aftansöng í sjón- varpi á aðfangadagskvöld þar sem biskupinn yfir íslandi messar. Sam- kvæmt niðurstöðum könnunarinnar horfir þriðjungur landsmanna ekki á aftansönginn, en rúmlega helm- ingur, eða 52,3%, segist yfirleitt horfa, og 14,5% segist gera það að hluta. Nokkur munur er á íbúum höfuðborgarsvæðisins og lands- byggðarinnar í þessu tilviki. Þannig segist 58,3% íbúa á landsbyggðinni horfa á aftansönginn á móti 47,2% íbúa höfuðborgarsvæðisins, og 37,4% íbúa höfuðborgarsvæðisins segist ekki horfa á aftansönginn á móti 28,2% íbúa á landsbyggðinni. Þeir sem segjast horfa á aftansöng- inn að hluta eru 15,3% á höfuðborg- arsvæðinu og 13,5% á landsbyggð- inni. Nokkuð afgerandi munur er á milli aldurshópa fólks hvað horfun á aftansönginn varðar. Þannig segj- ast 73,7% þeirra sem eru á aldrinum 50-67 ára horfa á aftansönginn og 9,6% segjast gera það að hluta, en 16,8% svöruðu spumingunni neit- andi. 53,9% fólks á aldrinum 30-49 ára sagðist horfa á aftansönginn og 15,6% sögðust gera það að hluta, en 30,4% sögðust ekki horfa. Tæp- lega helmingur svarenda á aldrinum 18-29 ára, eða 48,2%, sögðust ekki horfa á aftansönginn, 16,2% sögð- ust gera það að hluta, og 35,6% sögðust yfirleitt horfa. Konur eru í meirihíuta þeirra sem segjast horfa á aftansöng í sjónvarpinu, en 56,5% svöruðu þessari spurningu játandi á móti 48% karlmanna. 16,2% kvenna sögðust horfa að hluta til og 12,7% karla, en 39,3% karla svöruðu spurningunni neit- andi og 27,3% kvenna. Eins og fyrr segir hefur Hag- vangur spurt spurninga varðandi jóla- og áramótasiði landsmanna í spumingavagni sínum nokkur und- anfarin ár, en þó hefur aldrei verið spurt sömu spurninganna. Að sögn Gunnars Maack, framkvæmda- stjóra Hagvangs, er ekki ólíklegt að á næstu árum verði spurningarn- ar endurteknar til að fá saman- burð, og kanna þannig hvort ein- hveijar breytingar hafi oi'ðið á þeim siðum landsmanna sem spurt hefur verið um. cjoiaíugur lokaO Camlárðdagur lokað Nýársdagur kl. 18-2330 Alla aðra daga er opið eins ogvenjukgakL 11-2330 Gleöilegahátíð Þöaaxmviös%tínáárinu Agg ■W>0 W.IHI n ' XWTHBMI fked
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.