Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 9 JÓLAHUGVEKJA „Hví ertu kominn hér svo lágt?“ eftirsr. Bolla Gústavsson á Hólum „Ó, Guð, sem ráð á öllu átt, hví ertu kominn hér svo lágt, í tötrum lagður hart á hey, sem hefðir dýrri bústað ei?“ Þannig spyr Marteinn Lúter í einum jólasálma sinna, sem nefndur var bamalofsöngur: „Hví ertu kominn hér svo lágt?“ Og enn í dag spyijum vér þeirrar spurn- ingar. Hvers vegna er megininn- tak kristindómsins svo fjarri flestu því, er menn sækjast eftir, a.m.k. er allt leikur í lyndi og hvorki skortir heilsu né krafta? Frásögn Lúkasar af fæðingu Jesú Krists er ekki í samræmi við þær hug- myndir, sem íbúar hins siðmennt- aða heims gera sér um mannlega reisn og eftirsóknarverð mæti. Fátæk hjónaleysi, iðnsveinn úr lítt kunnum smábæ og auðsveip heitkona hans, hlýða skipun óvæginna, erlendra yfirvalda og taka sér ferð á hendur. Hann fót- gangandi og teymir undir stúlk- unni, sem ekki situr glæstan gæð- ing, heldur lítilmótlegan asna. Þannig er myndin, sem vér þekkj- um af Maríu og Jósef; mynd, sem vér höfum þó reynt að gylía og fegra á glanskortum. En hann kunni eigin skil á upp- mælingu, þessi umkomulitli smið- ur, sem ekki átti kost á betri gisti- stað í Betlehem, en dimmum og taðþefjuðum fjárhúskofa. Lítil var fyrirhyggja Jósefs, þegar þess er gætt, að heitkona hans var úr- vinda af þreytu og komin með fæðingarhríðir.'Allt stangast það á við þau markmið, sem kynnt eru af hagfræðingum vorum, er í engu samræmi við það skipulag, sem er grundvöllur velmegunar eða efnahagslegs réttlætis í lýð- ræðisríki. Kristindómi hefur löng- um verið legið á hálsi fyrir það, að hann reyni að sætta menn við erfið kjör, jafnvel fátækt: „hví ertu kominn hér svo lágt, í tötrum lagður hart á hey sem hefðir dýrri bústað ei?“ Já, hvað dugar þetta gagnvart raunsæjum boðskap athafna- manna, ráðstefnugarpa og nefndaspekinga? Hvaða bifreiða- umboð getur notast við frásögn Lúkasar af ferðinni til Betlehem, án þess að gera þá lítið úr hinni helgu fjölskyldu? Hvaða ferða- skrifstofur eða fasteignasölur sjá sér hag í því að minnast á þetta íjárhús í auglýsingum sínum? Nei, á því er ekkert að græða í þess orðs bókstaflegu merkingu. II „Hví ertu kominn hér svo lágt?“ Marteinn Lúter lét þeirri spurn- ingu ekki ósvarað. Það var löng- um háttur hans að bijóta öll atriði trúfræðinnar til mergjar, svo eng- inn þyrfti að velkjast í vafa. Því orti hann í framhaldi af því versi, sem hér hefur verið vitnað til: til: Þótt veröld öll sé víð og löng, sú vagga er þér samt of þröng og þín ei verð, þótt væri hún full af vegsemd þeirri er skín sem gull. Svo hefur, Drottinn, þóknazt þér, og þá vilt speki kenna mér, að lieimsins auð og allt hans glys þú eigi virðir meira en fís. Þannig er jatan myndrænt tákn um takmarkanir heimsins, er eigi rúmar Guð, og um skammsýni mannkynsins, sem hvorki skilur hann, né verkin hans. -.. heimsins auð og allt hans glys þú eigi virðir meira en fís. Þessi yfirlýsing er mælt fyrir munn Guðs. Á tímum siðskipt- anna var hún næsta brýn. í hvert sinn, sem kirkjan hefur vikið frá þeirri stefnu, hefur hana hrakið af réttri leið og henni hnignað. Jólasálmur Lúters var einmitt ort- ur, þegar taumlaus auðhyggja hafði leitt kirkjuna á refilstigu svo fagnaðarerindi Jesú Krists var á hraðri leið með að týnast í fánýtu glysi heimsins. Því bú til vöggu í bijósti mér, minn bezti Jesú, handa þér. í hjarta mínu hafði dvöl, svo haldi ég þér í gleði og kvöl. Þetta er það sem öllu máli skiptir, að vaggan sé til reiðu fyr- ir frelsarann í bijóstum vorum. Óneitanlega er samlíkingin sér- stæð og þó skiptir það, sem hún boðar, öllu máli fyrir eilífðarheill vora. Óhætt er að fullyrða að það sé mikilvægara en lausn þess margþætta Ijárhagsvanda, sem þingmenn vorir hafa nú fjallað um á löngum fundum fyrir þau jól, sem fara í hönd. Er ég þó ekki að gera lítið úr nauðsynlegri viðleitni þeirra. Hinu verður vart neitað, að sjaldan virðist á eilífð- ina minnst í sölum Alþingis. Stundum vaknar sú spurning, hvort þar hafi gleymst, að maður- inn ber dauðann í líkama sínum og eilífðarþrá í huga. Sú stað- reynd mætti vera mönnum ofar í huga, þegar fjallað er um framtíð- arheill þjóðarinnar; eilífðarvonin, sem fyrr eða síðar knýr menn til að taka afstöðu til Guðs og ríkis hans, til þess að viðurkenna van- mátt sinn og brennandi þrá eftir lausn, sem felst í boðskap Krists og sigri hins krossfesta yfir synd og dauða. Sagan opinberar verk heilags anda um aldir og þau sannindi, að þannig vinnst sá sig- ur, er horfir til eilífs lífs og gerir oss kleift að nálgast þær him- nesku hirðsveitir, er sungu á hin- um fyrstu jólum og syngja enn: Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á. III Dýrðarsöngur englanna er und- urfagurt ljóð. Heilbrigðar tilfinn- ingar skynja, að sannleikurinn býr í hveiju orði þess og í allri jóla- sögu Lúkasar. Sannleikurinn um Guð, um skaparann, sem aldrei yfirgefur sköpun sína, grætur yfir því, sem miður fer og gleðst í kærleika yfir öllu, sem horfir til framfara. Hveijar eru forsendur þeirra framfara: Ráðvendni og trúmennska, virðing fyrir kær- leikanum, fyrir ástinni, lotning fyrir lífinu, fyrir barninu litla í vöggunni, barninu, sem þér er trúað fyrir. Himinninn er í augum þess, himinn með blikandi stjörn- um og skærasta stjarnan er Krist- ur. Hann er jólastjarnan. Kai Munk nefndi hann eitt sinn vita mannkynsins í jólaprédikun og bætti við: „Hann er trúfastari en nokkur stjarna á dimmum nætur- himni, og í öllum kulda alheimsins er hjarta hans óslökkvandi bál af kærleika." Þess vegna á boðskap- ur hans erindi við alla og ætti því ekki síst að móta störf í hverri stofnun þjóðfélagsins, hvort held- ur er Alþingi, stjórnarráð, dóm- stólar, bankar, skólar, sjúkrahús eða hin mikilvægasta stofnun þess, heimilið. Minnumst þess ávallt, að jóla- saga Lúkasar er ekki síst dýrðar- óður um fjölskylduna og heimilið, um þau tvö, Maríu og Jósef, er bundust tryggðaböndum, sem ekkert. mótlæti fékk rofið, ekki fátækt eða ytra skjólleysi. Þau eru tákn þeirrar hreinu, einlægu ást- ar, sem aldrei bregst heilögu heiti. Barnið í jötunni var þeim kær- komin og dýrmæt gjöf, sem þau báru ábyrgð á í sameiningu. Jafn- framt gerðu þau sér ljóst, að það var yfir þeim vakað. Já, þess skul- um vér jafnan minnast, að jörð vor er ekki stærri en það, að him- inn Guðs umlykur hana. >X< Jallabbs •)ía,S. r, Skeitan 3h-Slmi 812670 Auglýsendur athugið! Auglýsingar í laugardagsblaðið 28/1 2 þurfa að berast auglýsingadeild í síðasta lagi fyrir kl. 12.00 þriðjudaginn 24/12 (aðfangadag).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.