Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 64
MORGUNBLADW, AfíALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK
SÍMl 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HA FNA RSTRÆTI 85
ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Um þriðjungur smábáta á aflamarki hefur selt kvóta sinn:
Samgönguráðuneytið hafnar tilboði und-
irbúningsfélags starfsmanna í Ríkisskip:
Ekki gert ráð fyr-
ir styrk frá ríkinu
Samgöngnráðuneytið hefur hafnað tilboði því, sem undirbún-
ingshópur starfsmanna Skipaútgerðar ríkisins (Ríkisskipa) og fleiri
aðila gerði í fyrirtækið. Ráðuneytið fellst reyndar á kauptilboð
hópsins í eignir skipafélagsins, en hafnar þeim hluta tilboðsins
sem gengur út á að gerður verði þjónustusamningur við ríkið og
það leggi fyrirtækinu til ákveðinn styrk árlega fyrir að viðhalda
nær óbreyttri þjónustu við landsbyggðina. ’
í svari samgönguráðuneytisins
við tilboðinu segir að því hafí bor-
izt fleiri erindi og tilboð varðandi
Ríkisskip, þar sem gert sé ráð
^fyrir ríkisstyrk, og þeim hafi öllum
* verið hafnað. Ekki sé gert ráð
fyrir neinu framlagi ríkisins til
reksturs fyrirtækisins á næsta
ári. Á undanförnum áratug hafa
farið að meðaltali 300 milljónir
króna af fé skattgreiðenda á ári
hverju til að rétta af hallann á
Skipaútgerðinni.
Ráðuneytið telur raunhæft að
gefa afslátt af bókfærðu verði
eigna Ríkisskipa, eins og gert var
ráð fyrir í tilboðinu. Samkvæmt
heimiídum Morgunblaðsins er þar
gert ráð fyrir að eignirnar verði
keyptar með u.þ.b. þriðjungsaf-
slætti. Ráðuneytið fer þó fram á
tryggingar fyrir reglulegum
greiðslum.
í svarbréfí samgönguráðuneyt-
isins er óskað svars frá undirbún-
ingshópnum fyrir áramót. Að sögn
Hjartar Emilssonar, aðstoðarfor-
stjóra Ríkisskipa, verður haldinn
fundur í hópnum milli jóla og ný-
árs og ákveðið hvert verður næsta
skref.
Þessi nýlegi plastbátur, sem kvótinn hafði verið seldur af, var eyðilagður á fimmtán mínútum, undir
eftirliti Sigiingamálastofnunar. Bátur á borð við þennan kostar a.m.k. á aðra milljón króna, en kvótalaus
er hann einskis virði.
Brögð að því að nýlegir
smábátar séu eyðilagðir
Smábátaeigendur vilja breyta banndagakerfinu til að koma í veg fyrir sóun á verðmætum
TALSVERÐ brögð eru að því, samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins, að nýlegir smábátar, sem kosta milljónir króna í framleiðslu,
séu eyðilagðir vegna þess að kvótinn hefur verið seldur af þeim
eða vegna þess að nota á endurnýjunarréttinn af þeim þegar nýtt
skip er smíðað. Orn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands
smábátaeigenda, segir að smábátaeigendur vilji breyta útfærslu
banndagakerfisins til að koma í veg fyrir þessa sóun á verðmætum.
Jólafagnaður
Verndar
Þrítugasti og annar jólafagn-
aður Vemdar verður haldinn í
Veitingahúsinu Furstanum,
Skipholti 37, í dag, aðfanga-
dag. Þar verður á boðstólum
siðdegiskaffi, hátíðarmatur og
kvöldkaffí. Allir þeir, sem ekki
hafa tök á að dveljast með vin-
um eða vandamönnum á þess-
um hátíðisdegi, eru velkomnir
á jólafagnaðinn. Húsið verður
opnað kl. 15.
Að sögn Arnár Pálssonar neyð-
ast trillukarlar oft til að selja bát-
ana sína, eða veiðiheimildirnar af
þeim, í algjörri nauðvörn. „Þegar
kvótinn er skammtaður svona
naumt á þetta litlar einingar, hafa
menn ekki möguleika til að bjarga
sér út úr þessu nema með sölu,“
sagði Örn í samtali við Morgun-
blaðið.
Hann sagði að Siglingamála-
stofnun túlkaði lagaákvæði um
úreldingu þannig að nauðsynlegt
væri að eyðileggja bátana til þess
að þeir færu af skipaskrá. „Við
mæltumst til þess að til að koma
í veg fyrir þessa verðmætasóun
gætu þessir bátar komið inn í
banndagakerfíð og fengið króka-
veiðileyfi, þó með því skilyrði að
þeir kæmu inn með sömu aflahlut-
deild á bak við sig og var seld af
þeim,“ sagði Örn. „Nýlegur bátur
gæti þá komið inn í kerfið í stað-
inn fyrir annan lélegri, sem færi
út úr krókaveiðileyfinu."
Örn sagði að þessi verðmætasó-
un skyti skökku við. „Um leið og
verið er að sóa svona verðmætun-
um og henda fískiskipum, lánar
Fiskveiðasjóður milljarða í smíði
frystitogara úti í Noregi. Stóru
frystitogararnir, sem eru að fara
að streyma hér inn, jafnvel á afla-
heimildir, sem smábátar höfðu,
fengu lán úr Fiskveiðasjóði fyrir
65% af smíðaverði. Það er verið
að taka hrikalega mikil lán erlend-
is til þess að smíða skip í Noregi
og skapa þar atvinnu, þegar við
horfum upp á þetta ástand hér
heima. Þetta finnst manni alveg
sárgrætilegt," sagði hann.
Órn segir að af þeim bátum, sem
völdu aflamark þegar ákveðið var
að setja kvóta á smábáta, hafi um
þriðjungur þegar selt kvóta sinn.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er talsvert um það að út-
gerðarfyrirtæki, sem eru að end-
urnýja skip, kaupi nokkra smá-
báta, færi kvótann af þeim yfír á
stærri skip og láti svo eyðileggja
bátana. Þannig eru skip fyrir
ákveðinn tonnafjölda úrelt, sem
kemur til góða ef nýja skipið er
stærra en það gamla, sem verið
er að úrelda, því að endurnýjunar-
rétturinn flyzt á milli. Örn Pálsson
staðfesti að hann hefði fregnir af
því að svona væri þessu sums stað-
ar háttað.
Siglingamálastofnun hefur eft-
irlit með því að bátar, sem teknir
eru af skipaskrá, séu eyðilagðir.
Samkvæmt upplýsingum stofnun-
arinnar hafa 92 opnir smábátar
verið úreltir í ár.
------»-»■■♦----
Loðnu- og síldar-
flotinn í jólastopp:
Fjórir tog-
arar á sjó
yfir jólin
ÖLL Ioðnu- og síldarskipin eru
nú komin í land og fara ekki út
aftur fyrr en eftir jólin. Fá skip
verða á sjó yfir þessi jól eða að-
eins fjórir togarar á siglingu til
erlendra hafna, þrír til Þýska-
lands og einn til Bretlands.
Samkvæmt upplýsingum frá Til-
kynningaskyldunni voru 32 skip á
sjó í gærdag, Þorláksmessu, þar af
8 togarar.
Að sögn Vilhjálms Vilhjámssonar
hjá LÍÚ verða fjórir togarar á sigl-
ingu um jólin, Sindri, Rán, Vigri
og Breki. Eru þetta færri skip á
sjó úin jól en verið hefur undanfar-
in ár.
Morgunblaðið/JúUus
Fáfnisvegur 4, tvílyít timburhús, brann til grunna í gærkvöldi.
Timburhús
eyðilagðist
í eldsvoða
HÚSIÐ á Fáfnisvegi 4 í Skerja-
firði varð alelda í gær og var
slökkvilið kvatt á staðinn kl.
18.04. Húsið gereyðilagðist í
eldsvoðanum. Allt tiltækt lið
slökkviliðsins var kvatt út, þar
með talið varalið, en bjarminn
frá hinu brennandi húsi sást
alla leið frá Slökkvistöðinni í
Reykjavík. Ekki var talið að
fólk hefði verið inni í húsinu
og ekki er vitað um upptök
eldsins.
Húsið var gamalt tvílyft timb-
urhús. Fjöldi fólká safnaðist sam-
an við staðinn enda sást bruninn
víða að.
Það logaði upp úr húsinu þegar
slökkvilið kom á vettvang og var
húsið alelda. Að sögn varðstjóra
slökkviliðsins sást bjarminn frá
brennandi húsinu að Slökkvistöð-
inni í Reykjavík. Að sögn lögreglu
var ekki talið að fólk hefði verið
inni í húsinu.