Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 15 JÓLAKVEÐJA FRÁ EIMSKIP 1903“ og „Skólavörðustígur 1892“. Myndir sem þessar og ýmsar fleiri eiga hvergi heima annars staðar en á Listasafni íslands, eða væntanlegu Borgarlistasafni, og mundu jafnvel sóma sér vel innan um nútímaleg verk. Það er annars áberandi hve mikið er lagt í ýmsar þessara mynda og einkum hve Jón nær stemmningunni vel. Svo látlaus var hann og einlægur þjónn áhug- asviðs síns að hann hirti sjaldan um að árita myndir sínar, sem er nú það sem margur kann best í dag. Þetta eru með réttu önnur vinnubrögð en menn sjá hjá yngri kynslóðum og yfir þeim meiri heið- ríkja, innileiki og væntumþykja. Það er líkast sem að sums staðar leiftri listrænir taktar í þessum myndum, sem þó var ekki aðal- atriðið hjá Jóni heldur sannverðug lýsing myndefnisins. En einmitt þess vegna bua þær yfir töfrum þess sem verður tii rökrétt og ósjálfrátt, sem í höndum meistar- anna verður .svo að mikilli snilld. Viðkynningin við þessar myndir hlýtur að kveikja í öllum þeim sem lifðu gömlu Reykjavík, t.d. er Rauðarárstígur var enn á mörkum byggðar og Tunga uppi í sveít, og hestar voru algeng sjón, auk þess sem menn héldu hænsni og jafnvel einstaka maður belju, þá var það árviss viðburður að lömb voru rekin af fjalli til slátrunar. Streymdu um götur borgarinnar sem flóðalda við óp, köll og hróp, skeggjaðra veðurbarinna rekstrar- manna og fjallkónga, er blönduð- ust svo furðulega við jarmið í ráð- villtum fórnardýrunum. Umskiptin frá þessum tíma og til dagsins í dag eru tröllsleg og sú kyrrð og ró sem einkenndi sum hverfi löngu horfin. Slíkir hljóta að meta myndir Jóns Helgasonar og skynja að ævi hans var stórvirki fyrir íslenzka sagnfræði auk þess sem að mynd- listarmenn nýrri tíma viðurkenna ótvírætt gildi bestu mynda hans fýrir íslenzka myndlist. Seinni tíma kynslóðir munu vissulega með forvitni virða fyrir sér þessar myndir og spyija sig margra spuminga, því ýmsum mun ljóst hve margt hefur glatast fyrir skammsýni og óforsjálni mis- viturra byggingarfulltrúa. Svo að maður tali máli sem fólk nú á tímum skilur, væru sumar götumyndirnar milljarðavirði í beinhörðum peningum ef tekist hefði að varðveita þær fram á daginn í dag. Það eina sem við eigum eftir eru þessar óborganlegu heimildar- myndir Jóns Helgasonar biskups og gildi þeirra mun aukast með hverri kynslóð, bæði sem sagn- fræðileg heimild og það listræna leiftur sem bregður fyrir í þeim. Barnaspítalinn fær leikjatölvur Barnaspítala Hringsins barst nýlega gjöf frá Tölvuhúsinu hf. við Laugaveg, tvær Sega-sjónvarpsleikjatölvur. Herta Jónsdóttir deildar- stjóri vildi fyrir hönd Barnaspítala Hringsins koma á framfæri sér- stökum þökkum til Tölvuhúsins. Jólatréð á Austurvelli er í hugum margra íslendinga tákn um nálægð jólanna. I 39 ár hefur haldist sá siður að Oslóborg hefur gefið höfuð- borg íslands glæsilegt barrtré úr skógum Noregs svo það mætti skarta ljósum sínum í íslensku skammdegi. í ár sem svo oft áður hlotnaðist EIMSKIP sá heiður að fá að færa íslendingum þessa jóla- gjöf. Við vonum að jólatréð á Austurvelli, þetta vináttutákn granna okkar, minni landsmenn með sínum hljóðláta hætti á boðskap og fögnuð jólanna. ** * ,* * ***** * * -¥■ * oífkrt1 / p n a0tf, VIÐ GREIÐUM PÉR LEIÐ HVlTA HÚSIÐ / SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.