Morgunblaðið - 25.01.1992, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992
Frá fundi Versiunarmannafélags Reykjavíkur með vinnuveitendum í gær.
VR leggur fram sérkröfur vegna fjögurra starfsgreina:
Svar um starfsgreínasamnínga
er forsenda heildarviðræðna
- segir Magnús L. Sveinsson, formaður VR
Verslunarmannafélag Reykja- með vinnuveitendum í gær, en
víkur lagði fram sérkröfur vegna áður höfðu verið lagðar fram
fjögurra starfsgreina á fundi kröfur vegna sérmála tveggja
Kaupmáttur óbreyttur
á þjóðarsáttartímanum
Kaupmáttur verkakvenna jókst um 11,8% frá 3. ársfjórð-
ungi 1990 til jafnlengdar 1991 og skrifstofukvenna um 6,8%
KAUPMÁTTUR launa var óbreyttur frá 3. ársfjórðungi 1990 til
sama tíma 1991, að því er fram kemur í könnun Kjararannsókna-
nefndar. Laun landverkafólks innan Alþýðusambands íslands hækk-
uðu um 7,4% á tímabilinu og framfærsluvísitalan um það sama. Þá
er ekki tekið tillit til 6.300 króna eingreiðslu vegna viðskiptakjara-
bata sem hækkar kaupmáttinn um 2%.
Sunday Times
bridsmótið:
*
Islendingam-
ir aftarlega
ÍSLENSKU þátttakendurn-
ir á Sunday Times brids-
mótinu í London enduðu í
12. og 14. sæti af 16 þátttak-
endum.
Gabriel Chagas og March-
ello Branco frá Brasilíu unnu
mótið með yfirburðum, en
þeir fengu 645 stig. í öðru
sæti urðu Bob Hamman og
Bobby Wolff frá Bandaríkjun-
um með 566 stig, og í þriðja
sæti urðu Enry Leufkens og
Barry Westra frá Hollandi
með 494 stig. Aðalsteinn
Jörgensen og Jón Baldursson
urðu í 12. sæti með 401 stig,
og þeir Guðmundur Páll Arn-
arson og Þorlákur Jónsson í
14. sæti með 382 stig.
Að sögn Jóns Baldurssonar
spiluðu þeir íslendingarir illa,
og fannst þeim þá skorta út-
hald. Þetta mót er eitt það
sterkasta sem haldið hefur
verið í heiminum, en pörin 16
sem tóku þátt í því hafa öll
unnið ýmist heimsmeistara-
titla, Ameríku- eða Evrópu-
titla.
Niðurstaðan er sú sama ef gildis-
tími þjóðarsáttarsamninganna frá
I. febrúar 1990 til 15. september
1991 er tekinn. Kaupmáttur er
nánast sá sami í upphafi tímabilsins
og í lok þess. Greitt tímakaup
hækkaði um 11% að meðaltali á
þessu tímabili og kauptaxtar um
10,6%, en framfærsluvísitalan um
II, 2%.
Mánaðartekjur einstakra starfs-
stétta innan ASÍ hækkuðu sem hér
segir frá 3. ársfjórðungi 1990 til
3. ásrfjórðungs 1991: Verkakarlar
hækkuðu úr 94.535 krónum í
103.445 krónur, hækkunin er 9,4%
og hækkun kaupmáttar 1,9%.
Verkakonur hækkuðu úr 71.552 í
85.927 krónur í mánaðartekjur,
hækkunin er 20,1%, sem er 11,8%
aukning kaupmáttar. Iðnaðarmenn
hækkuðu úr 128.940 krónum í
136.299 krónur, hækkunin er 5,7%,
sem er 1,6% minni kaupmáttur en
var 1990. Afgreiðslukarlar hækk-
uðu úr 101.319 krónum í 110.648
kr., sem er hækkun um 9,25 og
aukning kaupmáttar um 1,7%. Af-
greiðslukonur hækkuðu úr 71.937
kr. í 76.425 krónur, hækkunin er
6,2% og kaupmáttarrýrnun 1,1%.
Skrifstofukarlar hækkuðu úr
119.822 krónum í 127.902 krónur,
hækkunin er 6,7%, sem þýðir kaup-
máttarrýmun upp á 0,6%. Skrif-
stofukonur hækkuðu úr 78.978
krónum í 90.609 krónur, hækkunin
er 14,7% og aukning kaupmáttar
er 6,8%.
starfsgreina. Magnús L. Sveins-
son, formaður VR, segir að það
sé meginkrafa félagsins að gerð-
ir verði við það starfsgreina-
samningar og fyrr en skýr svör
hafi fengist frá vinnuveitendum
varðandi það atriði sé félagið
ekki tilbúið til viðræðna um að-
alkjarasamning á vettvangi
heildarsamtakanna.
í gær voru lagðar fram sérkröfur
vegna starfsfólks í byggingarþjón-
ustu, starfsfólks í bíla- og vélasölu,
starfsfólks í lyfjabúðum og starfs-
fólks í ferðaþjónustu, en áður höfðu
kröfur vegna sérmála starfsfólks í
stórmörkuðum og starfsfólks í
trýggingafélögum verið lagðar
fram. Magnús sagði að meginatriði
í kröfugerð félagsins væri að samið
yrði við það á grundvelli starfs-
greina, en afdráttarlaust svar varð-
andi það hefði ennþá ekki fengist
frá vinnuveitendum. Hins vegar
væri búið að skipa undimefndir til
að fara yfir nokkur mál og þær
væm að störfum. Varðandi sérmál
þeirra hópa sem lögð voru fram í
gær sagði Magnús að vinnuveitend-
ur hefðu sagst ætla að skoða þau
og láta vita fljótlega.
Aðspurður hvemig viðræður um
aðalkjarasamninga á vettvangi
heildarsamtakanna horfðu við VR,
sagði Magnús: „Á meðan við fáum
ekki skýr svör um okkar megin-
kröfu að við fetum okkur sameigin-
lega inn í það samningsform að
samningar verði gerðir á grundvelli
starfsgreina þá erum við ekki til-
búnir til að fara í heildarsamninga-
gerð. Við þurfum að fá skýrari svör
en við höfum fengið frá vinnuveit-
endum áður en við gætum gert
það.“
Fundur hefur verið boðaður á
mánudag með miðstjórn ASÍ og
formönnum landssambanda ASÍ og
svæðasambanda til að fara yfir
stöðu samningamála og meta hvort
grundvöllur sé til að hefja viðræður
um heildarkjarasamning. Síðar á
mánudag hefur fundur vinnuveit-
enda og Verkamannasambands ís-
lands um aðalkjarasamning verið
ákveðinn.
Mikíl hálka
á vegiim
MIKIL hálka var víða á vegum
í gærkvöldi. Skammt frá Fífl-
holti á Mýrum missti ökumaður
Toyota pallbíls stjórn á bílnum
í beygju vegna hálku með þeim
afleiðingum að bíllinn rann á
hliðinni út af veginum og lenti
þar á toppnum. Þrennt var í
bílnum og slapp allt ómeitt.
Þá varaði lögreglan í Keflavík
við hálku á Reykjanesbraut en þar
gekk á með éljum í gærkvöldi.
Engin óhöpp höfðu orðið en að
sögn lögreglunnar lá greinileg
glæra yfir veginum.
■" ■ " ■■■—
Brennivín-
ið vinsælt
YFIR 50 flöskur af gömlu,
íslensku brennivíni seldust í
ÁTVR í Kringlunni í gær, á
fyrsta degi þorra. Á venju-
legum föstudegi seljast að
meðaltali um 8 flöskur af
sömu tegund. Sævar Skaftii-
son, hjá útsölueftirliti ÁTVR,
segir að þennan mánuð selj-
ist að jafnaði helmingi meira
af íslensku brennivíni en
aðra mánuði.
í ÁTVR í Kringlunni seldust
263 flöskur af venjulegu ís-
lensku brennivíni en yfirleitt
seljast um 150 flöskur á föstu-
dögum. í verslun ÁTVR á
Stuðlahálsi seldust 230 flöskur
af íslensku brennivíni í gær en
aðra föstudaga seljast um 140
flöskur.
Vetrartilboð Flugleiða í Bandaríkjunum:
Flogið milli Evrópu og Ameríku
fyrir 17.000 til 20.500 krónur
Mismunandi markaðsaðstæður valda lægri fargjöldum vestra, segja Flugleiðir
FLUGLEIÐIR bjóða nú vetrarfargjöld frá Bandaríkjunum til áfanga-
staða sinna í Evrópu, með millilendingu á íslandi, á 298 til 358 Banda-
ríkjadali, eða 17.135 til 20.585 íslenzkar krónur. Þarna er meðal
annars um að ræða flug til borga á Norðurlöndum. Flugleiðir hafa
sótt um að fá að lækka fargjöld til Norðurlanda, í kjölfar áforma
skandinaviska flugfélagsins SAS um Tækkun. Lægsta fargjald til
Norðurlanda á þá að verða 29.000 krónur. Margrét Hauksdóttir lyá
upplýsingadeild Flugleiða segir að markaðsaðstæður séu ólíkar í
Bandaríkjunum og á íslandi og því sé unnt að bjóða lægri fargjöld
vestra.
„Fargjöld eru mismunandi eftir
mörkuðum. Við munum til dæmis
bjóða enn Jægra fargjald næsta
sumar frá íslandi til Norðurland-
anna en það sem við erum að sækja
um núna. Við erum þegar byijuð
að selja miða á því fargjaldi, sem
er 20.900 krónur, en það tekur gildi
15. april,“ sagði Margrét Hauks-
dóttir hjá upplýsingadeild Flug-
leiða.
Hún sagði að Bandaríkjamarkað-
ur væri stór og því væri hægt að
bjóða þar lægri vetrarfargjöld en
hér heima. „Á þessum árstíma er
minnst að gera í fluginu og Flug-
leiðir flytja fjórum sinnum færri
farþega en yfir sumarmánuðina.
Til að hægt sé að halda úti nægi-
legri ferðatíðni þarf að ná inn til-
teknum farþegafjölda á öllum
mörkuðum. Þessi tímabundna
lækkun með takmörkuðu sæta-
framboði er okkar leið til að keppa
um þessa farþega við fjölda amer-
ískra risaflugfélaga á Bandaríkja-
markaði, en þessi fargjöld eru svip-
uð og önnur félög bjóða þar. Oll
önnur flugfélög eru með mismun-
andi uppbyggingu fargjalda eftir
mörkuðum og mismunandi fargjöld
geta verið í gildi hjá sama flugfé-
lagi á sömu leiðum. Atlantshafs-
flugið og Skandinavíuflugið er
tengt saman og heldur hvort öðru
uppi. íslenzki markaðurinn er svo
lítill að í raun þarf að fá stóran
hluta farþeganna af öðrum mörkuð-
um til að geta haldið uppi sæmilega
tíðu áætlunarflugi,“ sagði Margrét.
Ráðherra samþykkur
lækkun fargjalda
Umsóknir SAS og Flugleiða um
lækkun fargjalda til Norðurlanda
verða afgreiddar í samgönguráðu-
neytinu eftir helgina. Halldór
Blöndal samgönguráðherra sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
það væri ánægjuefni ef hægt væri
að lækka fargjöld til annarra landa
og hann sæi enga meinbugi á því
að umsóknir flugfélaganna yrðu
samþykktar. Ráðherrann bætti því
við að ef samningar um evrópskt
efnahagssvæði tækjust myndu loks
gjlda reglur ftjálsra markaðsvið-
skipta um leigu- og áætlunarflug
til og frá landinu. „Flugleiðir geta
þá keppt á jafnréttisgrundvelli á
öðrum Norðurlöndum og í Evrópu.
Því fylgir mikið hagræði fyrir okkur
og mun auka möguleika Flugleiða
til þess að bjóða góða og ódýra
þjónustu,“ sagði Halldór.