Morgunblaðið - 25.01.1992, Side 4

Morgunblaðið - 25.01.1992, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANUAR 1992 Stóraukning verkefna lögreglu í Reykjavík: Mínni ölvun en fleiri verkefni í umferðinni Á SÍÐASTA ári sinnti lögreglan í Reykjavík 61.412 verkefnum, nær 6 þúsundum fleiri en árið á undan og nær 12 þúsundum fleiri en árið 1989. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlög- regluþjóns má rekja þorra aukningarinnar til umferðarmála en útköllum vegna ölvunar fækkaði um rúm 400 og kærðum innbrot- um og þjófnuðum fækkaði einnig nokkuð. Fíkniefnamálum sem almenn lögregla kom upp um að árið hefur fjölgað verulega undanfarin tvö ár og er það rakið til aukinnar fræðslu og samhæf- ingar milli almennrar lögreglu og fíkniefnalögreglu. Gerðar voru rúmlega 34 þúsund lögregluskýrslur og miðað við fyrri ár kemur aukningin nær öll fram í málum sem skýrslur eru gerðar um en ekki í þeim þúsundum til- vika þar sem lögreglan veitir ýmiss konar aðstoð. 6.491 ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur í Reykjavík á síðasta ári, tæplega 1.400 fleiri en 1990 og rúmlega 2.100 fleiri en árið 1989. Einnig voru fleiri en undanfarin ár sektaðir fýrir brot eins og að virða ekki stöðvunar- skyldu og að aka yfir á rauðu ljósi. Gistingar heimilislausra í fanga- geymslum lögreglunnar voru á síð- asta ári 788 talsins; árið 1990 voru þær 881 og 1.222 árið 1989. Að sögn Ómars Smára er engin augljós skýring á þessari fækkun. Alls voru 5.123 vistaðir í fangag- eymslum lögreglunnar í fyn-a. Arið 1990 voru vistanirnar 5.526 og 1989 5.599. Árið 1989 kom almenna lögregl- an upp um 32 fíkniefnamál. Árið 1990, eftir sérstakt átak til fræðslu fyrir almena lögreglumenn, urðu málin 82 talsins og á liðnu ári voru þau 104. Tilkynnt var um 1.051 innbrot í Roykjavík í fyrra en árið 1990 voru þau 1.114 og 1.127 árið 1989. Kærðir þjófnaðir voru 826 í fyrra.miðað við 992 árið 1990 og 720 árið 1989. Áætlaður halli á útgjöldum ríkisins 1991 Haust '90 Árslok '90 Apríl/mai '91 Mai '91 -n, Niðurstaðan Jan. '92 -3,650 milljarðar króna I! 1 §> 1« 1» -4,069 milljarðar króna 8 ia £ 42 d) 42 "S w *o 3 o> «o ra (0 (B (D -7,000 milljarðar króna -9,078 milljarðar króna Þróun ríkisíjármála 1991 -12,640 milljarðar króna Hallinn á útgjöldum ríkissjóðs á síðasta ári rúmlega þrefaldað- ist frá því sem ljárlög gerðu ráð fyrir eins og sjá má á meðfylgj- andi súluriti. Samkvæmt frum- varpi til fjárlaga var gert ráð fyrir að hallinn yrði 3,650 milljarðar, en í meðförum alþingis jókst hann um rúmar 400 milljónir og varð 4,069 milljarðar. Þegar ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar tók við var gerð úttekt á stöðu ríkissjóðs og var hallinn þá metinn rúmir 9 milljarðar. Að- gerðir ríkisstjórnarinnar í beinu framhaldi áttu að lækka hallann um 2 milljarða. Þegar upp var staðið reyndist halli ríklssjóðs vera 12,640 milljarðar króna. VEÐUR Heimlfd: Veöurstofa íslands (Byggt á veöurspá kl. 16.151 gæó ÍDAGkl. 12.00 VEÐURHORFUR í DAG, 25. JANÚAR YFIRLIT: Á Grænlandssundi er hægfara lægð, sem þokast norð- norðaustur og önnur áiíka skammt suðsuðaustur af Vestmannaeyj- um, einnig á norðausturleið. SPÁ: Horfur á laugardag. Suðvestan gola eða kaldi. Sums staðar frostmark við suður- og vesturströndina, en annars vægt frost. Síðdegis þykknar upp með hægt vaxandi sunnanátt suövestan- og vestanlands um kvöldiö. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Sunnanátt með hlýindum um ailt land. Víða þokuloft eða súld og jafnvel rigning með köflum sunnan- og vestanlands, en þurrviðri norðaustanlands. HORFUR Á MÁNUDAQ: Hlý sunnanátt og fremur vætusamt sunn- an- og vestanlands í fyrstu, en síðar suðvestlægari og kólnandi veður með skúrum eða éljum suðvestan- og vestanlands. Lengst af úrkomulaust norðaustanlands. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnír: 990600. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / # / * / * Slydda , / * / * # * * * * * Snjókoma * * * 10 Hftastig: 10 gráður á Celsíus SJ Skúrir ~ Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur R Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyrí 0 skýjað Reykjavik 0 skýjað Bergen 3 skýjað Helsinki 1 skýjað Kaupmannahöfn 2 þokumóða Narssarssuaq *7 alskýjað Nuuk +e snjókoma Ostó +6 þokaígrennd Stokkhólmur 2 léttskýjað Þórshöfn 8 rigning Algarve 11 skýjað Amsterdam m hrímþoka Barcelona 7 rigning Berlín +1 mistur Chicago +9 léttskýjað Feneyjar rigning Franklurt vantar Qiasgow 4 mistur Hamborg +3 þokumóða London +1 mistur Los Angeles 12 heiðskírt Lúxemborg 0 þokumóða Madrid 8 heiðskirt Malaga 13 heiðskirt Mallorca 12 skýjað Montreai 2 léttskýjað NewYork 9 léttskýjað Orlando 13 alskýjað París 1 þokumóða Madeira 17 skýjað Róm 13 rigning Vín 1 mistur Washington 3 léttskýjað Winnipeg +23 helðskírt Fæðingarheimili Reykjavíkur: Reynt verður að kom- ast hjá uppsögnum - segir Davíð Á. Gunnarsson, for- stjóri Ríkisspítalanna STJÓRNENDUR Borgarspítala og Landsspítala héldu í gær fund með starfsfólki Fæðingarheimilis Reykjavíkurborgar þar sem rætt var um þann vanda sem snúa mun að starfsfólki þess þegar rekstur Fæðingarheimilisins flyst frá Borgarspítala til Landsspítala. Að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar, forstjóra Ríkisspítalanna, verður þjónusta tengd fæðingum áfram á Fæðingarheimilinu. Davíð segir að reynt verði að leysa úr vanda þeirra starfsmanna sem flytjast frá Reykjavíkurborg til ríkisins við breytinguna án þess að segja þurfi nokkrum upp. „A fundi með starfsfólki Fæðingarheimilisins í gær ræddum við leiðir sem mögu- legar eru til að þessi tilflutningur geti orðið í samvinnu og með sam- komulagi við hvern einstakan starfsmann,“ sagði Davíð. Annars vegar verður starfsfólkinu boðið að ganga inn í lausar stöður á Lands- spítala, hins vegar á Borgarspíta- lanum í Fossvogi. Tuttugu starfsmenn eru á Fæð- ingarheimilinu en að sögn Davíðs eru sjö stöðuheimildir í fjárlögum til að annast þá starfsemi sem nú fer fram á Fæðingarheimilinu eftir að Landsspítalinn tekur við starf- seminni. „Þannig er ljóst að við verðum að finna nokkrum fjölda starfsfólks störf á öðrum vettvangi heldur en þessum til að ekki þurfi að koma til uppsagna," sagði Dav- íð. Hann sagðist telja að með góðu skipulagi yrði það auðvelt. Davíð sagði að til þess að ná fram sparnaði væri ljóst að einhver upp- stokkun yrði á starfsemi Fæðingar- heimilisins. Þó væri ijóst að þjón- usta tengd fæðingum yrði þar áfram. Obreyttur rekst- ur er óhugsandi - segir Gunnlaugur Snædal prófessor UMRÆÐUR á milli Reykjavíkurborgar og ríkisspítalanna um Fæðingar- heimili Reykjavíkur eru hafnar og að sögn Gunnlaugs Snædal, prófess- ors, er enn ekki vitað hvernig staðið verður að sameiningu Fæðingar- heimilisins og Kvcnnadeildar Landspítalans. Hann segir þó að líkleg- ast verði Fæðingarheimilið haft sem sængurkvcnnadeild og að ailar fæðingar verði á Kvennadeildinni. Gunnlaugur segir að annars veg- ar komi til greina að hafa fæðing- arvakt á Fæðingarheimilinu aðeins hluta úr degi og hins vegar að láta allar fæðingar fara fram á Kvenna- deildinni og nota Fæðingarheimilið sem sængurkvennadeild og sé það líklegri kosturinn. Þá yrðu konur færðar yfír' á Fæðingarheimilið nokkrum klukkustundum eftir fæðingu. Hann segir að gera verði tilfæringar á Kvennadeildinni en ekki sé alveg fullmótað hvernig að því verði staðið. „Það er auðvit- að mjög dýrt að hafa tvær vaktir hvora sínu megin við götuna. Aðal- spamaðurinn liggur í því að hafa aðeins eina vakt í einu og því er óbreyttur rekstur óhugsandi,“ seg- ir Gunnlaugur. Hann segir að Kvennadeild Landspítalans hafí verið hönnuð og byggð með það í huga að þar færu fram um 2.500 fæðingar á ári. Hins vegar sé nú fyrirsjáanlegt að við sameininguna gætu þær orðið um 3.100. „Við teljum okkur því ekki í stakk búna að taka yfir rekstur Fæðingarheimilisins án þess að fá húsnæði þeirra með,“ segr Gunnlaugur. Árið 1990 voru fæðingar á Kvennadeild Landsspítalans 2.784 á móti 429 fæðingum á Fæðingar- heimilinu og á síðasta ári voru fæðingar á Kvennadeild 2.558 á móti 464 á Fæðingarheimilinu. ( F ► * » 1 I i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.