Morgunblaðið - 25.01.1992, Side 14

Morgunblaðið - 25.01.1992, Side 14
ÍSIENSKA AUClÝSiNGASTOFAN HF. 14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992 Sto^* BOKAMARKAÐURINN 1992 RAXAFEN110 Magnaóasti bókamarkaóur allra tima ALLT AÐ AFSLÁTTUR ALDREI BETRI AÐSTAÐA ALDREI FLEIRI BÆKUR Stærsti bókamarkaður sem haldinn hefur verið. íslenskar bækur, erlendar bækur, spil og leikir, geisladiskar og snældur. HARAKIRI í VIÐ- SKIPTALÍFINU eftirHerbert Guðmundsson Meirihluti núverandi stjómar Fé- lags íslenskra stórkaupmanna, sem kosin var á aðalfundi í ársbyijun 1991, hefur hleypt sér út í heilagt stríð fyrir hönd félagsmanna og stefnt að því leynt og ijóst í hálft ár að einangra verslunina og samtök hennar í íslensku viðskiptalífi. Fyrsti opinberi áfangi í þessum stríðsrekstri birtist í hamskiptum stjómar FÍS í afstöðu til Verslunar- ráðs íslands um mitt síðasta ár. Þessi tvö félög stofnuðu til sameigin- legs skrifstofurekstrar fyrir tveim árum í þeim tilgangi að hagræða í rekstri beggja og að efla átakamátt sinn. Þeirri ákvörðun fylgdi raunar von um að fleiri félög í viðskiptalífinu tækju fyrr en síðar höndum saman við VI og FIS um þessi markmið með sama eða svipuðu samstarfi. Um þetta hafði verið rætt milli ýmissa, en VÍ og FÍS tóku af skarið um að gera tilraun í þessa veru. Úttekt nýrrar stjórnar FÍS Þegar hin nýja stjórn Félags ís- lenskra stórkaupmanna tók við í ársbytjun 1991 var rúmt ár liðið af tilrauninni. Nýja stjómin fór grannt ofan í saumana og gerði ýmsar at- hugasemdir við reksturinn og sumar harkalegar, en engar sérstakar við hið félagslega samstarf, eins og hvort tveggja hafði þróast. Samtímis tók stjórn FÍS einhliða og fyrirvaralaust út úr hinum sam- eiginlega rekstri innheimtu kjara- málagjalds til Vinnuveitendasam- bands íslands vegna félaga FÍS, en innheimtuþókun vegna þess var einn af mikilvægum tekjustofnum skrif- stofu VÍ og FÍS, Skrifstofu viðskipt- alífsins. Framkvæmdastjórn Verslunar- ráðsins mat aðgerðir hinnar nýju stjórnar FÍS þannig að annars vegar þyrfti að færa ábyrgð á hinum sam- eiginlega skrifstofurekstri á eina hendi, þá VÍ, og hins vegar að kveða upp úr um það, sem var þó aug- ljóst, að FÍS væri í einu og öllu sjálf- stætt málefnalega, eins og gilt hafði í raun alveg ótvírætt og athug- semdalaust af hálfu FÍS. BréffráFÍS 22.maí 1991 Stjórn FÍS ritaði VÍ bréf þann 22. maí 1991. Lokaorðin voru þessi: „Það er niðurstaða stjórnar Félags íslenskra stjórkaupmanna að það rekstrarhagræði sem felst í betri nýtingu starfsmanna, tækja og hús- næðis réttlæti áframhaldandi sam- vinnu um Skrifstofu viðskiptalífsins, á grundvelli samstarfssamings dags. 14. ágúst 1989, enda séu málefna- svið FÍS og VÍ aðskilin nema eftir nánari ákvörðun félaganna hveiju sinni.“ Þarna var slegið í á ný — en úr um leið, því hvorki var fallið frá frambornum meginathugasemdum um reksturinn það sem af var né fallist á að skila inn í hann inn- heimtuþókuninni vegna kjaramála- gjalds til VSÍ. í bréfinu fólst m.ö.o. að stjórn FÍS viðurkenndi hvorki þær rekstrarforsendur né þá fjármála- stjórn, sem félögin höfðu samið um ári áður og tvívegis samþykkt hvort um sig með afgreiðslu fjárhagsáætl- ana fyrir Skrifstofu viðskiptalífsins. Eftir stóð j)ó á þessari stundu, að stjórn FIS hafði alls engan ágreining gert um málefnalegan grundvöll samstarfsins og nægir að vísa til ofangreindrar tilvitnunar í bréfi stjórnar FIS, sem undirritað var af formanni og báðum varafor- mönnum félagsins. Ragnarök íjúní1991 Framkvæmdastjórn Verslunar- ráðsins svaraði maíbréfi stjórnar FÍS í viðræðum, með bréfi og með tillögu að nýjum samstarfssamningi. Kjarni málsins af hálfu VÍ var þessi: a. Fyrri samningurinn um sam- rekstur stæði í einu og öliu utan forræðis skrifstofunnar, sem yrði aðeins' í höndum VÍ. FÍS fengi alla þá starfsaðstöðu sem farið hafði verið fram á gegn því einu að skrif- stofan fengi á móti öll félagsgjöld beggja félaganna og innheimtuþókn- unina vegna kjaramálagjalds félags FÍS til VSf. b. FÍS yrði áfram „sjálfstætt félag og ekki að neinu leyti undir málefna- legu forræði VÍ, þrátt fyrir að félag- ar þess væru jafnframt félagar í ráðinu“. c. Halli á rekstri Skrifstofu við- skiptalífsins vegna ársins 1990 (um 2 m.kr.) yrði yfirtekinn af VÍ. Þessu boði hafnaði meirihluti stjórnar FÍS og áfram var karpað um fjólur og fífla uns að því kom að upphaflegan samning yrði að blása af fyrir júlílok 1991, ellegar framlengdist þetta ótrúlega ástand skv. upphaflegum samningi um jafn- vel heilt ár. Frámkvæmdastjórn VÍ tók því þá ákvörðun að segja samn- ingi félaganna formlega upp með bréfi 27. júní 1991, með von um að viðræðum um áframhaldandi sam- eiginlegan skrifstofurekstur lyki sem fyrst, enda fælist í uppsögninni „ekkert nýtt efnislegt innlegg inn í viðræður milli félaganna". Ekki er vafi á því, að þegar hér var komið hafði ósamkomulagið um rekstur Skrifstofu viðskiptalífsins þegar fyrir löngu spurst út og skað- að bæði félögin sem og áhrifamátt þeirra. Því er svo skemmst frá að segja, að formaður og meirihluti stjórnar FÍS túlkaði formlega uppsögn VÍ á samningi um skrifstofurekstur fé- laganna sem aðför Verslunarráðs íslands að Félagi íslenskra stórkaup- manna. Þar með hófst upp sú raust formanns FÍS og nokkurra stuðn- ingsmanna hans, sem hefur nú um skeið beinst að því að einangra stór- Setjum daglega þúsundir gamalla bóka á borðin. Opið laugardaga og sunnudaga kl.12-18 og á virkum dögum kl.12-20 VIÐ ERUM HÉR Eymundsson STOFNSETT 1872 Sveltur sltjandi kráka en fljúgandi fær!!! Þeir komu ekki allir aftur eftir Svein Sæmundsson Þessi misserin koma þeir alkomn- ir í land, mennimir sem færðu björg í bú á stríðsárunum og hættu lífi og limum til þess að við hin, sem búum hér á eyjunni, mættum njóta góðra lífskjara. Hvort heldur menn drógu fisk úr sjó, eða sigldu þá helj- arslóð sem Norður-Atlantshafið var á stríðsárunum, áttu þeir það sam- eiginlegt að láta sig hættur og harð- ræði litlu skipta. Þeir sinntu störfum sínum á hafinu af sömu elju og sam- viskusemi sem fyrr. Ekki komu aliir aftur sem lögðu frá landi á þeim árum. Allt of mörg eru dæmin um árásir á vopnlausa sjómenn við skyldustörf á hafinu. Ekkjur sjó- manna og föðurlaus börn af völdum stríðsins voru í svo til hveiju sjávar- plássi landsins. Hefði margur „uppinn" sem tekur allt sitt á þurru gott af að kynna sér þá sögu. Sem betur fer voru sjómenn sjálf- ir svo forsjálir og framsýnir að efna til samtaka um hátíðisdag einu sinni á ári, hvar þeir hinir sömu skyldu gera sér glaðan dag, kynna landkröbbum störf sín á hafinu og mikilvægi þeira fyrir þjóðarbúið. Frá því fyrsti Sjómannadagur var hald- inn á Skólavörðuhæð í Reykjavík er mikið vatn til sjávar runnið. Á þeim tíma hafa sámtök sjómanna byggt sér óbrotgjama minnisvarða, dvalar- heimilin tvö, Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði. Áður áttu sjómenn og ekkjur sjómanna, — sem var og er fjölmenn stétt — í fá hús að venda að loknum annasömum starfsdegi. Að hýrast umhirðulítill í lélegri, „Hefði róðurinn orðið þungur í uppbyggingu og viðhaldi ef ekki hefði notið við fram- legðar frá happdrætti samtakanna — Happ- drætti DAS.“ saggaðri kjallaraholu eða í kaldri herbergiskytru á háalofti varð oft á tíðum hlutskipti þeirra sem hvað mest höfðu á sig lagt við að draga þjóðinni björg í bú. Mestu erfiðis- mennirnir bera oft minnst úr býtum. Þá var ekki minni hlutur sjó- mannskonunnar — sem varð að vera heimili sínu og börnum algjör forsjá meðan eiginmaðurinn var við störf á sjónum, stundum svo mánuðum skipti. Það er fyrir framsýni og stórhug forystumannanna sem í öndverðu hófu merkið á loft og þá ekki síður þeirra sem við tóku, efldu starfið og héldu því áfram, að fyrrverandi sjómenn, eiginkonur þeirra og sjó- mannaekkjur geta átt von á góðu atlæti á síðasta skeiði ævinnar. En það eru reyndar fleiri sem njóta góðs af framtaki Sjómannadagsráðs. Þar eru starfrækt öll svið svokallaðr- ar öldrunaþjónustu. Við uppbyggingu dvalarheimil- anna hafa margir tekið til hendi. Enn fleiri hafa sýnt málefnum hlý- hug og stuðning. Gjafir og fjárfram- lög hafa borist frá einstaklingum og félagasamtökum. Þjónustuklúbbar svo sem Lions og Kiwanis og Odd- fellow-stúkur gefa á ári hveiju stór- gjafir til heimilanna tveggja, sem um þessar mundir hýsa yfir 600 manns. Þrátt fyrir þetta hefði róðurinn orðið þungur í uppbyggingu og við- haldi ef ekki hefði notið við fram- legðar frá happdrætti samtakanna — Happdrætti DAS. Tekjur frá því hafa, þrátt fyrir hátt vinningshlut- fall orðið þessari starfsemi hin mesta lyftistöng. Um árabil rann verulegur hluti hagnaðar Happdrættis DAS til svipaðrar starfsemi utan höfuðborg- arsvæðisins. Fyrir því er það hagur allra sem komnir eru til vits og ára og nokk- urs þroska að styðja DAS happ- drættið. Með því tryggjum við þeim, sem áttu hvað stærstan þátt í bygg- ingu velferðarríkisins Islands, öryggi og þægilega ellidaga og búum í hag- inn fyrir okkur sem yngri erum. Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.