Morgunblaðið - 25.01.1992, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992
plíirgmiMalíií
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Námsmenn og
lánareglur
Framlag ríkissjóðs til Lánasjóðs
íslenzkra námsmanna á þessu
ári nemur 2.220 milljónum króna,
en útgjöld hans eru áætluð tæpar
5.800 milljónir samkvæmt fjárlög-
um. Til að brúa bilið mun sjóðurinn
taka lán að upphæð 2.815 milljón-
ir, auk þess sem hann hefur rúmar
740 milljónir í tekjur af afborgun-
um og vöxtum. Reiknað er með því
að um 8 þúsund nemendur fái lán
í sjóðnum á þessu ári, þar af 5.500
vegna náms innanlands og 2.500
vegna náms erlendis. Framlag rík-
issjóðs til lánasjóðsins hækkar um
nærri hálfan milljarð frá því sem
gert var ráð fyrir í fjárlögum fyrir
1991, en það ár fóru fjármál lána-
sjóðsins úr böndunum, þrátt fyrir
breytingu á útlánareglum, sem
gerðar voru sl. vor. Af 5.800 millj-
ón króna útgjöldum lánasjóðsins í
ár fara 3.330 milljónir til útlána,
en tæpar 2.280 milljónir í afborg-
anir lána og vexti.
Augljóst er, að kostnaður vegna
lánasjóðsins er þungur baggi á rík-
issjóði og hann hefur farið ítrekað
fram úr áætlunum sem gerðar hafa
verið og það hefur kallað á aukin
framlög og lántökur. Það er óhjá-
kvæmilegt, að sá mikli vandi, sem
við er að etja í ríkisfjármálum, bitni
á lánasjóðnum, sem og öðrum þátt-
um í rekstri ríkisins. Gífurlegur
halli á ríkissjóði undanfarin ár og
linnulausar lántökur halda uppi
vaxtastiginu í landinu og valda
þannig auknum útgjöldum heimila
og atvinnulífs. Það er meginatriði
við endumýjun þjóðarsáttar, að það
takist að lækka vexti. Þess vegna
verður að draga úr hallarekstri rík-
isins og lántökum og það er megin-
skýringin á niðurskurði ríkisstjóm-
arinnar. Námsmenn eiga ekki síður
en aðrir landsmenn mikið undir því
komið að það takist að ná vöxtun-
um niður, ekki sízt þegar þeir halda
til starfa í þjóðfélaginu að námi
loknu og þurfa að koma sér upp
húsnæði fyrir sig og sína.
Það er hins vegar námsmönnum
nauðsyn, að þeir viti að hveiju þeir
ganga þegar þeir fá lán hjá Lána-
sjóði íslenzkra námsmanna, geti
treyst því að lánareglum sé ekki
breytt í sífellu eins og verið hefur
undanfarin ár. Steingerður Sigur-
bjömsdóttir, sem stundar sérfræð-
inám í læknisfræði í Bandaríkjun-
um, hefur nýlega vakið athygli á
því í greinum hér í blaðinu, hversu
breytingar á lánareglum geta bitn-
að illa á námsmönnum. Sérfræði-
nám í læknisfræði er ekki lengur
lánshæft, en þegar hópur lækna
hóf sérfræðinám sitt árið 1990 gátu
þeir fengið námslán í samfæmi við
ákvörðun stjómar lánasjóðsins. Það
segir sig sjálft, að þegar reglunum
var breytt aftur á sl. ári breytti
það gmndvellinum, sem sérfræði-
nám þessa hóps byggðist á. Grein-
arhöfundur spyr, hvort það sé lög-
legt og leyfilegt að breyta stefnu
lánasjóðsins fyrirvaralaust og láta
það ganga yfir fólk, sem þegar
hafí hafíð nám. Það er eðlilegt að
þannig sé spurt.
í svari framkvæmdastjóra lána-
sjóðsins við þessari gagnrýni segir
hann, að læknar í sérfræðinámi
hafí ekki nema í undantekningar-
tilfellum fengið lán, þar sem tekjur
þeirra séu það háar. Hann bendir
á að skerðing á framfærslulánum
breyti forsendum allra náms-
manna. Framkvæmdastjórinn segir
einnig, að breytingin á lánshæfni
lækna í sérfræðinámi þýði, að þeir
fái ekki frestun á endurgreiðslu
lána, svo og gæti hún haft áhrif á
lánshæfni maka hjá sjóðnum. Það
er náttúrlega ótækt að svipta fólk
rétti til námsláns án fyrirvara, eft-
ir að það hefur gert fjárráðstafanir
vegna framhaldsnáms á ákveðnum
forsendum frá lánasjóðnum og
hefja jafnframt innheimtu á lánum
á meðan það er enn í námi. Það
er réttmæt krafa að endurgreiðsla
hefjist ekki á meðan nám er stund-
að, ef það er gert af fullri alvöru.
Almennt talað er óhjákvæmilegt,
að námsmenn búi við sömu efna-
hagslegu skilyrði og almenningur
í landinu. Samdráttur í þjóðartekj-
um hlýtur að bitna á þeim sem
öðrum. Það verður samt að hafa i
huga vegna námsmanna erlendis,
að framfærslukostnaður þeirra fer
eftir aðstæðum á dvalarstað og
taka verður tillit til þess þegar
upphæð námsláns er ákveðin.
Það hefur löngum viljað brenna
við í íslenzku þjóðfélagi, að leikregl-
um sé breytt fyrirvaralaust. Það
hefur meira segja komið fyrir, að
skattalög hafa verið látin virka
afturábak og sjá þó allir, hversu
slíkt er fáránlegt. Það er illkleift
að gera nokkrar vitrænar áætlanir
fram í tímann, ef grundvelli þeirra
er skyndilega breytt. Afnám á láns-
hæfni sérnáms í læknisfræði er
gott dæmi um þetta. Kominn er
tími til þess að sátt takist um það
milli samtaka námsmanna og lána-
sjóðsins að mótaðar verði lánaregl-
ur sem gildi til frambúðar og að á
þeim verði ekki gerðar breytingar
nema með svo góðum fyrirvara að
námsmenn svífi ekki í lausu lofti.
Hafa verður einnig í huga, að fram-
haldsnám erlendis er dýrmæt við-
bót við þann sjóð sem þekking og
aukin menntun veita þjóðinni í ná-
inni framtíð, enda hefur þessi þekk-
ingarbrunnur verið einn helsti hvati
og forsenda velferðar og betri lífs-
kjara. Þennan þátt þjóðfélagsins á
að rækta eftir getu, en ekki skerða.
Kostnaður almennings vegna
námslánakerfísins er hins vegar
orðinn það mikill, að full ástæða
er til að endurskoða það. Kemur
þá til greina að athuga aðgang að
lánasjóðnum og hvort ekki eigi að
taka strangt tillit til námsárangurs
og koma í veg fyrir að námsmenn,
sem ekki hyggja á nám í fullri al-
vöru, bindi fjármuni hans að tals-
verðu leyti.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
AGNES BRAGADÓTTIR
Sameínaðir verktakí
á þriðja milljarð í eig
Höfuðstöðvar íslenskra aðalverktaka á Höfðabakka, þar sem Sameir
höfuðstöðvar. Sameinaðir verktakar stofnuðu Aðalverktaka — en spun
líka frá þeim.
HLUTHAFAR Sameinaðra verk-
taka hafa á undanförnum fimm
árum fengið meira en einn og
hálfan milljarð skattfijálst frá
félaginu — 1540 milljónir króna.
Þessi tala er fengin með því að
leggja saman arðgreiðslur fé-
lagsins til hluthafanna og bæta
þeim við þá upphæð sem hluthaf-
arnir hafa fengið með því að
félagið hefur greitt þeim út and-
virði jöfnunarhlutabréfa í hvert
skipti sem ákvörðun hefur verið
tekin um að hækka hlutaféð og
færa niður aftur með útgreiðsl-
um. Eftir þessar greiðslur til
hluthafanna er hægt að áætla
eiginfjárstöðu félagsins eins og
hún er í dag, á þann veg að eig-
ið féð frá-því í árslok 1990 er
framreiknað miðað við 7% verð-
breytingar og telst þá vera að
minnsta kosti 3.266 milljónir
króna. Þær útgreiðslur sem
tíundaðar hafa verið á síðasta
ári og núna um daginn eru síðan
dregnar frá, eða 985 milljónir
króna, og þá standa eftir um það
bil 2.280 milþ'ónir króna. í þess-
um útreikningi hefur ekki verið
tekið tillit til þess hvað eigið fé
hefur aukist vegna rekstraraf-
gangs fyrir árið 1991.
Sameinaðir verktakar eru í dag
lítið annað en eignarhaldsfélag, eins
og starfsemi félagsins er háttað.
Tilgangur félagsins, samkvæmt
Hlutafélagaskrá er: „Að taka þátt
í og hafa með höndum bygginga-
framkvæmdir, svo og vinnumiðlun
til einstakra hluthafa og almenna
útlánastarfsemi." Stjórn félagsins,
sem á nú 7,48% í sjálfu sér, er skip-
uð þeim Halldóri H. Jónssyni, sem
er formaður, Bergi Haraldssyni,
Guðjóni B. Ólafssyni, Páli Gústafs-
syni og Thor Ó. Thors.
Raunar má segja að stjórnar-
menn í Sameinuðum verktökum
endurspegli þann klofning sem
kominn er upp í röðum þeirra, því
þeir Halldór H. Jónsson og Thor
Ó. Thors og Bergur Haraldsson
hafa samkvæmt mínum upplýsing-
um jafnan verið þeirrar skoðunar
að félaginu bæri að fara sér hægt
í greiðslum til hluthafanna. Þeir
Guðjón B. Ólafsson og Páll Gústafs-
son hafa á hinn bóginn gerst tals-
menn þeirra félaga í Sameinuðum
verktökum sem nefnt hafa sig „um-
bótasinna" og verið helstu talsmenn
þess, ásamt þeim Guðmundi Einars-
syni verkfræðingi og Gissuri Símon-
arsyni sem hafa sótt stíft á um
auknar greiðslur til hluthafa. Svo
virðist sem hinir svokölluðu „umbót-
asinnar" hafi heldur betur haft yfír-
höndina, nú þegar ákveðið var að
færa hluthöfunum tæpan milljarð
króna á silfurbakka.
Ekki er hægt í dag að segja að
Sameinaðir verktakar séu samstæð-
ur hópur verktaka, sem einkum
sinni verktöku í landinu, því mikill
fjöldi hluthafa eru ekkjur og aðrir
erfíngjar upphaflegra stofnenda,
auk fyrirtækja sem skráð eru hjá
Hlutafélagaskrá með ýmsa verk-
taka- og byggingarstarfsemi sem
samkvæmt því sem næst verður
komist eru ekkert annað en pappírs-
fyrirtæki um fjármuni í Aðalverk-
tökum. Raunar hafa heyrst ákveðin
sjónarmið úr röðum Sameinaðra
verktaka um að slíta beri félaginu
og meira að segja telja ákveðnir
menn að það hefði átt að gera fyr-
ir löngu. Þeir sem eru þessarar
skoðunar segja enga ástæðu til þess
lengur að halda þeim eignum sem
Sameinaðir verktakar eiga áfram í
félaginu. Félagið hafí í raun og
veni ekkert markmið annað en eiga
eignarhlut í íslenskum aðalverktök-
um og einhveijar fasteignir. Ef það
yrði gert, þá er ljóst að það væru
ekki bara þær 310 milljónir króna
í hlutafé, sem nú er skráð nafnverð
hlutafjár Sameinaðra verktaka, sem
kæmu til skiptanna, heldur marg-
föld sú upphæð.
Kæmi til slíkra félagsslita, þá
væri ekki um það að ræða að þær
útborganir yrðu skattfijálsar. Eig-
endumir þyrftu að greiða fullan
skatt af öllum greiðslum sem væru
umfram 310 milljón króna nafnverð
hlutabréfa fétagsins.
Samkvæmt ársreikningi Samein-
aðra verktaka fyrir árið 1990 var
eigið fé félagsins þá 3.052 milljónir
króna — liðlega þrír milljarðar
króna. Á síðastliðnu ári var greidd-
ur arður að upphæð 46,5 milljónir
króna, greidd út jöfnunarhlutabréf
að andvirði 38 milljónir króna og
loks nú fyrir fímm dögum var greidd
út til hluthafanna 900 milljóna
króna upphæð, eða sama upphæð
og hlutafé félagsins var hækkað og
lækkað um.
Eftir þessar útgreiðslur er hægt
að áætla eiginfjárstöðu félagsins,
eins og hún er í dag, á þann veg
að eigið féð frá því í árslok 1990
er framreiknað miðað við 7% verð-
breytingar og telst þá vera að
minnsta kosti 3.266 milljónir króna.
Þær útgreiðslur, sem tíundaðar
hafa verið á síðasta ári og núna
um daginn, eru síðan dregnar frá,
eða 985 milljónir króna og þá standa
eftir um það bil 2.280 milljónir
króna. í þessum útreikningi hefur
ekki verið tekið tillit til þess hvað
eigið fé hefur aukist vegna rekstrar-
afgangs fyrir árið 1991.
Hér í blaðinu í gær var greint
frá því að á undanförnum fimm
árum hafa hluthafar Sameinaðra
verktaka fengið 1.355 milljónir
króna á núvirði, í formi þess að
ákvörðun hefur verið tekin á hlut-
hafafundum/aðalfundum félagsins
um að hækka hlutaféð með útgáfu
jöfnunarhlutabréfa og færa það nið-
ur aftur um leið, en greiða hluthöf-
um út fjármunina í réttu hlutfalli
við eignarhlut þeirra. Þessar
greiðslur hafa allar verið skatt-
fijálsar.
Sama máli gegnir um arðgreiðsl-
ur Sameinaðra verktaka sem fram-
reiknaðar til núvirðis hafa samtals
numið 184 milljónum króna undan-
farin fímm ár. Arið 1987 var lögum
samkvæmt einungis hægt að greiða
út 10% arð og þá voru-arðgreiðsl-
urnar vegna ársins 1986 9 milljónir
króna. Þær voru einnig 10% árin
1988 og 1989, 18 milljónir króna
fyrra árið en 27 milljónir króna það
síðara. Árið 1990 mátti hins vegar
lögum samkvæmt greiða út 15%
arð, án þess að hann væri skattlagð-
ur sérstaklega og þá greiddu sam-
einaðir út 45 milljónir króna og í
fyrra var arðgreiðslan sömuleiðis
15%, eða 46,5 milljónir króna. Sam-
tals hafa því verið greiddar út í arð
á þessum árum 146 milljónir króna,
framreiknað til núvirðis, frá hverju
ári fyrir sig eru það 184 milljónir